Morgunblaðið - 04.12.2015, Síða 11

Morgunblaðið - 04.12.2015, Síða 11
að kynnast öðrum listamönnum, sem margir hverjir þekktust úr Mynd- lista- og handíðaskólanum. Þótt ég sé í samfélagi listamanna, ef svo má segja, félagi í FÍM til dæmis, finnst mér ég ennþá vera einfari á kant- inum – og er alveg sáttur við það.“ Portrett og landslag Þegar heim kom beið hann ekki boðanna heldur tók að mála af krafti samhliða lausamennskustarfi í aug- lýsingabransanum. Afraksturinn var þrjátíu málverk sem hann sýndi í Hafnarborg tveimur árum síðar. Síðan hefur hann tekið þátt í sam- sýningum og haldið margar einka- sýningar. Sú fimmtánda, Portrett og landslag, verður opnuð í sýningar- salnum Gróttu á Eiðistorgi hinn 10. desember. Níu málverk máluð milli ferða hans um fjöll og firnindi með erlenda túrista. „Gamalkunnugt stef, portrett og landslag, og klassískt viðfangs- efni listmálara,“ segir Kristján. „Sýningin er ekki áreynsluþrungin tilraun mín til að máta mig við hefð- ina, heldur hylling gamalla æsku- hetja og lýsing á ástarsambandi mínu við landið.“ Kristján tekur fram að engin löngun blundi í sér að láta taka sig hátíðlega, enda finnist honum yfir- þyrmandi merkileg list eiga það til að vera þreytandi. „En landslag er aldrei þreytandi,“ segir leiðsögu- maðurinn. „Mér fannst vel þess virði að taka slaginn og láta reyna á hvort ég gæti fest málningu á striga og komist upp með að kalla það lands- lag.“ Hann hefur þó ekki tekið slag- inn við norðurljósin, sem hann stolt- ur og ævinlega dolfallinn sjálfur sýn- ir túristunum mörgum sinnum á ári. „Ekki séns. Ég voga mér ekki að keppa þannig við náttúruna og blanda þeim í málverkin mín.“ Abstraktáhrif að sunnan Þótt litapallettan í verkum Kristján einkennist meira af heitum litum en köldum og áhrifin séu að því leytinu frekar suðræn en íslensk kveðst hann fá mikinn innblástur af íslensku landslagi. „Á ferðum mín- um tek ég mikið af ljósmyndum og hef þær oft til hliðsjónar þegar ég mála. Annars hef ég síðustu tíu árin farið æ meira út í abstrakt og mörg verkin á sýningunni eru í þeim dúr. Og yfirleitt í anda eða undir áhrifum abstrakt listastefnu sem ég hreifst af í skólanum í Barcelóna og fyrsta og önnur kynslóð listamanna eftir- stríðsáranna þróuðu þar suður frá. Ég nota einnig í bland ýmis tákn, skrift, skjaldarmerki og skraut að ógleymdum teiknimyndahetjum æsku minnar – þær síðarnefndu trú- lega notaðar í óþökk þeirra og um- bjóðenda þeirra.“ Draumurinn um paradís Þótt draumurinn í árdaga list- málaraferilsins hafi verið að helga sig alfarið listinni kveðst Kristján hæstánægður með hlutskipti sitt sem listmálari og leiðsögumaður. „Seint á tíunda áratugnum þegar ég var nánast eingöngu að mála um tveggja ára skeið komst ég að raun um að það var ekki sú paradís sem ég hafði séð fyrir mér. Ég saknaði þess að vera meira innan um fólk og tók því fagnandi þegar kunningjar mínir hjá Ferðamiðstöð Austur- lands plötuðu mig í farararstjórn, en þá vantaði spænskumælandi leið- sögumann.“ Kristján hefur undanfarin ár starfað sem leiðsögumaður á eigin vegum. Hann og kona hans, Diljá Þórhallsdóttir, grafískur hönn- uður, reka Iceland Discovery. Hún sér um skrifstofuhaldið og tilfallandi störf, hann um ferðalangana. Ferða- lög um landið og listsköpun til skipt- is á vinnustofu sinni; Kristján segir hlutskipti listamanns og leiðsögu- manns vart geta verið gæfulegra. Sýningin Portrett og landslag verður opnuð í sýningarsalnum Gróttu á Eiðistorgi kl. 17 fimmtu- daginn 10. desember. Abstrakt landslag Eitt málverkanna á sýningunni í Gróttu. Tinni Teiknimyndahetjan Tinni er ávallt til prýði. Í vinnustofunni Kristján er alsæll með að geta bæði sinnt listsköpun sinni og erlendu túristunum til skiptis. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Handverk prjónakvenna í fé- lagsstarfinu í Borgarbókasafni, Menningarhúsi í Gerðubergi verður til sölu á jólamarkaði og sýningu í dag kl. 14 til 18 í salnum Lágholti á neðri hæðinni. Á morgun, laugardag, verður opið milli kl. 13.30 og 15.30 í A-sal á efri hæð Gerðubergs. Í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna hafa prjónakonurnar, sem koma vikulega saman í Gerðubergi, prjónað rauða sokka, húfur og fleira, sem sett hefur verið upp í óróa, sem getur að líta í Horninu á neðri hæð Gerðubergs. Kaffihúsið á efri hæðinni opið til kl. 16. Órói Konurnar gerðu óróa úr húfum og sokkum, sem þær prjónuðu. Rauðsokkar og húfuskott Jólamarkaður og sýning í Gerðubergi Systkinin og tónlist- arfólkið KK og Ellen Kristjáns- dóttir eru á faraldsfæti um þessar mundir. Í kvöld verða þau með jóla- tónleika kl. 21 til 23 í Bíóhöllinni á Akranesi. Jólatónleikar þeirra systkina eru fastur liður í jólahaldi fjölmargra á Ís- landi. Þau syngja jólalög í bland við sín eigin og segja sögur af sér og sínum sem laða fram gleði og eitt og eitt tár. Með þeim verður fimm manna úr- valssveit tónlistarmanna undir stjórn hljómborðsleikarans góða Jóns Ólafs- sonar. Bíóhöllin á Akranesi Jólatónleikar KK og Ellenar KK og Ellen í jólaskapi. Hvað er það sem rekurbarnlausan mann á fer-tugsaldri til þess aðkaupa jóladagatal frá Lego handa sjálfum sér? Hvað skyldi það nú vera sem fær allt of gamlan mann til þess að horfa aftur og aftur á eldgamlar bíómyndir eins og þær séu einhvers konar helgidómur? Ókei, ég skal alveg viðurkenna það að ég hef kannski stundum gengið að- eins of langt í aðdáun minni á Stjörnustríðsmyndunum. Dagatalið er ekki einu sinni nema rétt svo topp- urinn á Stjörnustríðsísjakanum. For- láta Svarthöfða-hjálmur, Stjörnu- stríðssokkar, að minnsta kosti tvö Stjörnustríðsborðspil (eitt fyrir land- bardaga og eitt fyrir geimbardaga!) og of margir tölvuleikir til þess að ég nenni að telja þá. Í hug- anum reyni ég að sannfæra sjálfan mig um að ég sé hreint ekkert svo slæmur, ég á ekki einu sinni geisla- sverð og er ekki með Svarthöfðatattú neins staðar (ennþá)! „Að minnsta kosti á ég ekki 80 cm háu Svart- höfðadúkkuna sem við sáum þarna í búðinni,“ segi ég veikum Mætti við frúna. „En þig langaði í hana, ekki satt?“ svarar hún á móti. Skák og mát. Sú litla staðreynd að fyrsta „al- vöru“ Stjörnustríðsmyndin í 32 ár (ég tel þessar hinar þarna ekki með) kemur í bíó eftir bara 12 daga hefur lítið hjálpað. Það eru tólf dagar þang- að til jólin mín byrja og ég er farinn að merkja þá niður á dagatalinu. Ég er meira að segja búinn að kaupa miða á tvær forsýn- ingar! „En, en,“ gætir þú spurt. „En hvað ef myndin er lé- leg?“ Léleg? En Harrison Ford sjálfur segir að hún sé góð, jafnvel þó að hann leiki í henni! Varla færi hann að segja ósatt? Bara til að selja miða? Og græða meiri pening? Hvað ef myndin er léleg … Ég vík hugsuninni frá mér og set Svarthöfða- hjálminn aftur á. »Í huganum reyni ég aðsannfæra sjálfan mig um að ég sé hreint ekkert svo slæmur, ég á ekki einu sinni geislasverð og er ekki með Svarthöfðatattú neins staðar (ennþá)! Heimur Stefáns Gunnars 20% afsláttur af hönskum Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is Tilvalin jó lagjöf Afsláttur til jóla Dömu & herra Mikið úrval Verð frá 6.900 m. afslætti Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.