Morgunblaðið - 04.12.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL
OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI
Veitingar af öllum
stærðum, hvort sem er í
veislusal okkar, í aðra sali
eða í heimahúsi.
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur
á jarðhæð, gott aðgengi.
Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin
í verði þegar erfidrykkja er í sal.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Hvað er það í rekstrarumhverfinu
sem kallar á þetta heljarstökk? Ég
finn ekki neitt. Það hefur verið við-
varandi í tvö ár sölutregða og verð-
fall á kjöti á erlendum mörkuðum og
ekki bjart framundan í því. Það er
því ekkert sem kallar á meiri fram-
leiðslu,“ segir Jóhann Már Jóhanns-
son, sauðfjárbóndi í Keflavík í
Skagafirði. Hann er í hópi bænda
sem gagnrýna þær hugmyndir að
nýjum búvörusamningi í sauð-
fjárrækt sem samninganefndir ríkis
og bænda eru að vinna með og
kynntar hafa verið að undanförnu.
Talsverð undiralda er í bænda-
stétt vegna samningshugmyndanna,
bæði meðal kúabænda og sauð-
fjárbænda. Gagnrýni er til dæmis
áberandi í umræðum á samfélags-
miðlum.
Svik við umbjóðendur
„Mér líst mjög dapurlega á þetta,“
segir Jóhann Már þegar álits hans er
leitað. Hann nefnir í upphafi samtals
að samningshugmyndirnar séu bein
svik forystu sauðfjárbænda við um-
bjóðendur þeirra. Á síðasta aðal-
fundi Landssamtaka sauðfjárbænda
voru samþykkt samningsmarkmið.
Þar var meðal annars kveðið á um að
draga úr vægi almennra bein-
greiðslna um 10% á samningstím-
anum. Í þeim drögum sem kynnt
voru á dögunum er gert ráð fyrir að
fallið verði alfarið frá greiðslumarki
á samningstímanum og greiðslurnar
fluttar í gæðastýringu og gripa-
greiðslur. Það þýðir að greitt verði
út á fjölda gripa og framleiddar af-
urðir.
Jóhann Már segir ljóst að öllum
kröfum sauðfjárbænda hafi verið
kastað fyrir róða, áður en gengið
hafi verið til viðræðna og forsvars-
menn sauðfjárbænda segi að samn-
ingsdrögin taki mið af kröfum rík-
isins. „Þetta er merkilegt því ég
hélt að báðir aðilar ættu að leggja
fram sínar kröfur í slíkum samn-
ingum.“
Samningur reynst vel
Jóhann segir að núgildandi bú-
vörusamningur hafi reynst vel í aðal-
atriðum og engin ástæða til henda
honum út í hafsauga. Margt megi þó
laga. Hann rifjar upp þær aðstæður
sem uppi voru í sauðfjárræktinni
þegar samningurinn var gerður fyrir
átta eða níu árum. „Þá var bullandi
offramleiðsla og við horfðum upp á
stöðugar fréttir um ofbeit. Við vor-
um að láta landsmenn éta ársgamalt
kjöt. Sáum myndir af bílum sturta
kjötskrokkum á haugana. Reynt var
að flytja kjötið út og niðurgreiðslur
sem áttu að fara til íslenskra neyt-
enda fóru jafnt til útlendinga,“ segir
Jóhann. Hann segir að samning-
urinn sem gerður var hafi náð til-
gangi sínum. Stöðugleiki hafi náðst í
starfsumhverfi greinarinnar og jafn-
vægi á milli framboðs og eft-
irspurnar. Einnig hafi náðst friður
um umhverfisþáttinn.
„Ég tel að mjög góð sátt sé um
þennan samning. Hann hefur verið
framlengdur tvisvar og síðast með
atkvæðum 91% þeirra sem greiddu
atkvæði.“
Hvati til aukinnar framleiðslu
Jóhann óttast að þær hugmyndir
sem nú eru uppi leiði til offram-
leiðslu á kindakjöti, verði þær að bú-
vörusamningi. Greiðslur út á fjölda
gripa og framleitt kjöt séu beinn
hvati til aukinnar framleiðslu. „Ef
menn fara að fá borgað út á höfða-
tölu verður hagstætt að fjölga fénu.
Það leiðir til meiri framleiðslu. Þar
að auki á að greiða stuðning út á
hvert framleitt kíló. Með þessu er
verið að taka upp nánast sama kerfið
og leiddi okkur út í algerar ógöngur
hér um árið. Þegar framleiðslan
eykst þá minnkar stuðningurinn á
hvert framleitt kíló vegna þess að
hann er tekinn úr föstum potti. Þeir
sem hafa unnið samkvæmt þessum
samningi og komið sér upp bein-
greiðslurétti verða fyrir miklu tekju-
tapi verði þessar hugmyndir að veru-
leika. Ég veit að nokkrir eru búnir að
reikna það út,“ segir Jóhann Már.
Hann segir að þeir sem hafi verið að
framleiða án þess að hafa til þess
kvóta fái nú jafnmiklar greiðslur og
þeir sem hafi unnið sér fyrir bein-
greiðslum. Hann telur að þetta fyr-
irkomulag leiði til þess að allir vilji
auka framleiðsluna til að fá sem mest
til baka en eftir því sem kílóunum
fjölgi fái menn minna. „Þetta fer inn
í vítahring, vítahring offramleiðslu.“
Krefjast milljarðs í viðbót
Jóhann nefnir að niðurgreiðsl-
urnar verði á allt kjöt, líka það sem
flytja þurfi á erlenda markaði. Með
því verði teknar upp útflutnings-
bætur á nýjan leik. Þá telur hann
hugsanlegt að litið verði á þessar
greiðslur sem markaðstruflandi við
útflutning kjöts á erlenda markaði,
samkvæmt samningum Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar (WTO).
Samningamálin voru rædd á auka-
aðalfundi Landssambands sauð-
fjárbænda í síðustu viku. Þar var
samningsdrögunum ekki hafnað. Í
ályktun sem samþykkt var kemur
fram að margir verði fyrir tekju-
skerðingu vegna krafna ríkisins um
kerfisbreytingu, aflagningu greiðslu-
marks. Henni verði að skipta á milli
ríkis og bænda. Því verði að gera
kröfu um að minnsta kosti 1.000
milljóna króna viðbót í samninginn.
Jóhann telur það mikil mistök að
samþykkja ekki tillögu um að hafna
þessum samningsdrögum. Tillagan
sem samþykkt var sé um margt
óljós. Til dæmis viti enginn hvort
krafan sé um milljarð á ári eða millj-
arð á samningstímabilinu.
Endanlegir samningar verða lagð-
ir fyrir bændur í almennri atkvæða-
greiðslu. Spurður um mat á stöð-
unni, segir Jóhann: „Sem betur fer
tel ég að þeir fái samning sem þenn-
an ekki samþykktan. Þegar það
verður upplýst að nú eigi að fara að
taka aftur upp útflutningsbætur tel
ég að menn hrökkvi við. Enginn
bóndi vill sitja undir því. Okkur var
nóg núið því um nasir á sínum tíma
að framleiða kjöt sem ríkið styrkti til
útflutnings,“ segir Jóhann Már Jó-
hannsson.
Förum inn í vítahring offramleiðslu
Óánægja er meðal bænda vegna samningsdraga nýs búvörusamnings Jóhann Már Jóhannsson sauð-
fjárbóndi segist ekki sjá þörf á heljarstökki Nýr samningur leiði til offramleiðslu og tekjuskerðingar
Morgunblaðið/Eggert
Réttir Jóhann Már Jóhannsson telur líkur á að kindakjötsframleiðsla aukist
stórlega verði kvótakerfið afnumið með nýjum búvörusamningi.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ræktunarfólk Þórey S. Jónsdóttir og Jóhann Már Jóhannsson hafa ræktað
upp jörð sína og fengið landgræðsluverðlaunin fyrir starf sitt.
Útboðsgögn vegna nýrrar Vest-
mannaeyjaferju verða líklega ekki
tilbúin fyrr en í kringum næstu ára-
mót, samkvæmt upplýsingum frá
innanríkisráðuneytinu.
Ferjan verður 69,38 metra löng og
15,10 metra breið samkvæmt teikn-
ingu frá Polarkonsult. Mesta djúp-
rista verður 3,0 metrar. Ferjan á að
geta flutt allt að 540 farþega að sum-
arlagi (Class C) en 390 farþega að
vetri (Class B).
Rafknúnar skrúfur
Gert er ráð fyrir því að ferjan geti
flutt allt að 72-73 fólksbíla eða 56
fólksbíla og fimm vöruflutningagáma
í sömu ferð, að sögn innanríkisráðu-
neytisins. Lyftudekk fyrir fólksbíla
verður yfir helmingi bíladekksins.
Ferjan verður búin tveimur jafn-
vægisuggum sem settir eru út á sigl-
ingu og dregnir inn í höfn. Í skipinu
verða þrjár dísilvélar sem knýja raf-
ala.
Tvær rafknúnar skrúfuvélar
knýja skipið og verður hægt að
breyta stefnu hvorrar skrúfuvélar í
heilan hring sem eykur mjög stjórn-
hæfni skipsins. Nýja ferjan verður
væntanlega fyrsta íslenska skipið
með svona skrúfubúnaði. Þá verða
tvær rafknúnar hliðarskrúfur fremst
á skipinu. gudni@mbl.is
Teikning/Polarkonsult
Vestmannaeyjaferja Nýja ferjan á að verða ívið styttri og mjórri en Herj-
ólfur sem nú siglir milli lands og Eyja. Færri klefar verða í nýja skipinu.
Útboðsgögn ekki til
fyrr en um áramót
Ný Vestmannaeyjaferja teiknuð