Morgunblaðið - 04.12.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.12.2015, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Oscar Pistorius á yfir höfði sér lang- an fangelsisdóm eftir að hæstiréttur Suður-Afríku fann hann sekan um morð. Í undirrétti var Pistorius dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa orðið kærustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana en mál- inu var áfrýjað. Þegar dómur var kveðinn upp í hæstarétti í gærmorgun sagði dómarinn að vitnisburður íþrótta- kappans hefði verið ósannur. Þá for- dæmdi hann dóm undiréttar. Pistorius var sleppt í október eftir að hafa setið inni í ár. Síðan hefur hann verið í stofufangelsi á heimili frænda síns í Pretoriu og sinnt sam- félagsþjónustu samkvæmt úrskurði undirréttar. Hann var ekki viðstaddur dóms- uppkvaðninguna í gær. Lágmarksrefsing 15 ára fangelsi Það var á Valentínusardag árið 2013 sem Pistorius varð Steenkamp, fyrirsætu og laganema, að bana en við réttarhöld hélt hann því fram að þegar hann skaut í gegnum baðher- bergishurðina á heimili sínu hefði hann staðið í þeirri trú að hann væri að skjóta á innbrotsþjóf. Dómarinn Eric Leach sagði að Pi- storius hefði gerst sekur um morð, enda hefði hann haft glæpsamlegt athæfi í huga þegar hann skaut. „Það er óhugsandi að skynsamur einstak- lingur hefði talið að hann hefði rétt á því að skjóta á þessa manneskju með öflugu skotvopni,“ sagði hann. Í dómnum er gengið út frá því að Pistorius hefði mátt gera sér grein fyrir því að með gerðum sínum myndi hann verða viðkomandi að bana. Þá sagði dómarinn að það væri málinu óviðkomandi hver Pistorius hefði talið að væri bakvið hurðina. Hæstiréttur hefur nú vísað málinu aftur til undirréttar, þar sem ákvörð- un verður tekin um refsingu. Lág- marksrefsing fyrir morð er 15 ára fangelsi, en Pistorius gæti fengið reynslulausn fyrr. Ákæruvaldið hefur staðfest að Pistorius, 29 ára, verði áfram í stofufangelsi á heimili frænda síns þar til refsing liggur fyrir. „Ég er sáttur með allt,“ sagði Barry Steenkamp, faðir Reevu, en móð- ir hennar var viðstödd þegar dóm- ur var kveðinn upp. Eitt þeirra meginatriða sem hæstiréttur skoðaði var túlkun dómarans í undirrétti, Thokozile Ma- sipa, á hugtakinu „dolus eventualis“ þ.e. meðvitund um líklegar afleiðingar ákveðinna gjörða. Það var á grund- velli þeirrar túlkunar sem dómarinn dæmdi Pistorius fyrir manndráp af gáleysi. William Booth, lögmaður í Höfða- borg, segir að dómur hæstaréttar hafi ekki komið á óvart; Masipa hafi einfaldlega komist að rangri niður- stöðu. „Fjögur skot inn á lítið salerni þar sem þú veist að það er einhver hinum megin við hurðina – sá sem skýtur veit að hann mun hitta hina manneskjuna,“ sagði hann í samtali við AFP. Booth sagðist telja að Pistorius yrði gert að sæta fangelsi í um 10 ár. Mál Pistorius, heimsþekktrar íþróttahetju, vakti gríðarmikla at- hygli á sínum tíma. Í réttarsal grét hann og kastaði upp, og sagðist hafa verið gripinn skelfingu þegar hann taldi að innbrotsþjófur ógnaði sér og Steenkamp. Hann greip byssuna og stökk af stað án gervilima. „Áður en ég vissi hafði ég skotið fjórum skotum að hurðinni,“ sagði Pistorius og bætti við að hann hefði síðan þust aftur að rúminu í svefnher- berginu þar sem hann bjóst við að finna Steen- kamp. Mátti vita að bani hlytist af  Pistorius dæmd- ur sekur um morð í Suður-Afríku AFP Dómsuppkvaðning June Steenkamp (fyrir miðju), móðir Reevu Steenkamp, hlýðir á dómara hæstaréttar S-Afríku. Önnur áfrýjun? » Talsmaður Pistorius- fjölskyldunnar sagði í gær að lögfræðingar kappans myndu nú setjast yfir dóm hæsta- réttar og skoða kosti í stöð- unni. » Eitt þeirra úrræða sem Pi- storius getur gripið til er að áfrýja málinu til æðsta dóm- stóls Suður-Afríku, þ.e. stjórnarskrárdómstólsins, sem myndi skera úr um hvort málið hefði fengið réttláta meðferð. » Lögmenn Pistorius hafa hins vegar sagt að sjóðir hans séu uppurnir og því spurning hvort hann lætur kyrrt liggja ef hann sér fram á lágmarksdóm og reynslulausn. » Hann var á hápunkti ferils síns þegar hann var saksóttur og hefur í kjölfarið séð á eftir íþróttaferlinum, gróðavæn- legum samningum og stöðu sinni sem fyrirmynd fatlaðra. Árin segja sitt1979-2015 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is AUDI A6 2.0 TDI 05/2012, ekinn 50 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður. Okkar besta verð 6.290.000. Raðnr.254089 NISSAN QASHQAI SE 06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, ný nagladekk. Verð 3.290.000. Raðnr.254190 AUDI A3 SPORTBACK TFSI 10/2013, ekinn 27 Þ.km, bensín, 7 gíra sjálfskiptur.Verð 4.250.000. Raðnr.254355 KIA SPORTAGE LUXURY 4WD 01/2015, ekinn 51 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 5.690.000. Skipti á ódýrari. Raðnr.254481 SUZUKI GRAND VITARA PREMIUM+ nýskr. 06/2011, ekinn 90 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.390.000. Skipti á ódýrari. Raðnr.286654 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Oscar Pistorius

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.