Morgunblaðið - 04.12.2015, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.12.2015, Qupperneq 29
ur voru eiginlega eitt. Af henni lærði ég að gera slátur, soðningu, sjóða rabarbarasultu, úrbeina kjöt, jólajafning á kartöflur, pönnukökur, rúgbrauð, soð í sósur og síðast enn ekki síst – leynitrixið hennar, að meyra kjöt með vín- anda. Við vorum líka sammála um að allt væri hægt að bæta með rjóma eða smjöri. Matur var ekki það eina sem lék í höndunum á ömmu, en margvíslegt handverk fæddist þar líka. Litríkir haust- kransar úr lyngi, berjum og laufi prýddu útihurðina okkar. Í jóla- pakkann læddist heklað smá- skraut til að hengja á jólatréð, hjörtu, stjörnur, englar, jólatré og kúlur. Í seinni tíð útbjó hún kær- leikshjörtu með Margréti dóttur sinni en amma sá um skreyta hjörtun með útsaum, perlum og skrauti. Hún heklaði bútateppi fyrir börnin mín og gaf þeim í sængurgjöf, sendi þeim ullar- sokka þegar vetraði, saumaði út í dúka, lagaði götótt föt, prjónaði vaskastykki og heklaði litríkar páskahænur. Amma átti sinn þátt í brúðargjöf okkar hjóna, risa bútasaumsteppi yfir hjónasæng- ina, sem hún ásamt dætrum sínum hannaði, saumaði og skreytti með útsaum. Mannkostir hennar standa mér næst auk ástríðu á mat og hand- verki. Í senn traust, jákvæð, vinnusöm, úrræðagóð, þrautseig og þolinmóð og tókst á við erfið- leika lífsins full af æðruleysi. Þeir eiginleikar eru fyrirmynd mín, kostir sem ég sjálf vil búa yfir og miðla til minna barna. Amma var lagin við að kenna og virkja þá sem vildu læra. Hún kenndi mér að fara að sofa þrátt fyrir leirtau í vaskinum og þvott á snúrunni og að drasl væri ekki sama og skítur. Síðustu ár voru erfið eftir lær- brotið og að krabbameinið fannst. Þrátt fyrir veikindi og ferðahöml- un kom hún með okkur í sumarbú- staðarferðir, var sótt í matarboð og veislur í Hólastekk og fór á list- viðburði þegar heilsan leyfði. Amma kunni að njóta alls þess besta sem lífið hefur upp á bjóða. Guð geymi þig, amma mín, og hafðu þökk fyrir dýrmætar stund- ir, minningar og ómetanlega verk- kunnáttu sem nýtist mér út ævina. Það væri óskandi að stelpuskottið hafi fundið svarið við spurning- unni sem ósvarað var heila manns- ævi. Sara Björg Sigurðardóttir. Olga amma er og verður ein mín allra helsta fyrirmynd. Hún var jarðbundin, anaði ekki að neinu, tók vel ígrundaðar ákvarð- anir og var fyrst og fremst full af almennri skynsemi. Ég heyrði hana ekki tala illa um fólk og hún var opin fyrir því sem nýtt var í menningunni og samfélaginu í heild. Þegar ég var barn var ég mikið hjá henni, heilu sumrin á Varma- landi eða í Hraunbæ. Olga amma átti því stóran þátt í að ala mig upp. Það var sérstaklega gott að vera hjá henni sem barn og við sem yngri vorum fengum alltaf hlutverk og vorum með. Það er held ég nokkuð sem hún kenndi allri fjölskyldunni og eitt af því fjölmarga sem ég mun meðvitað eða ómeðvitað hafa í farteskinu í mínu uppeldi. Það var alltaf nóg af fólki í kringum ömmu og það verður lík- lega engin minningargrein skrifuð án þess að minnast á mat. Eflaust eru það þúsundir sem fengu að borða hjá henni og margir sitja eftir með mikla matarást. Það var alltaf hægt að koma við og fá að borða, það var ekkert sjálfsagðara og það var alltaf nóg til. Ég er afar þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég kveð ömmu mína með miklum söknuði. Leópold Kristjánsson.  Fleiri minningargreinar um Olgu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 ✝ María Ás-björnsdóttir fæddist í Borg- arnesi 17. ágúst 1931. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 21. nóvember 2015. Foreldrar henn- ar voru Jónína Ólafsdóttir, f. 13.10. 1907, d. 22.5. 1995, og Ásbjörn Jónsson, f. 8.2. 1907, d. 12.1. 1999. María var elst 5 systkina, næst var Dóra Erna, f. 30.4. 1933, d. 6.10. 2014, síðan tví- burasysturnar Sjöfn og Sonja, f. 22.2. 1938, og yngstur er Jón Halldór, f. 15.10. 1945. Hinn 7. október 1950 giftist María eiginmanni sínum Ey- hanna, Kristín Ósk (fædd and- vana) og Friðjón Haukur. c) Magnús Helgi, f. 17.6. 1975. 2) Drífa, f. 14.2. 1952. Dóttir hennar er Marsibil Brák Vignis- dóttir, f. 22.8. 1977. Maður hennar er Hannes Þór Guð- mundsson. Synir þeirra: Guð- mundur Þór og Fannar Þór. 3) Drengur, f. 27.1. 1964, d. 29.1. 1964. María ólst upp í Borgarnesi og bjó þar alla tíð. Hún gekk í Barna- og Gagnfræðaskóla Borgarness. Hún tók virkan þátt í kórstarfi framan af æv- inni, bæði í Barnakór Borgar- ness og kirkjukórnum. Hún tók þátt í hestamennsku með eigin- manni sínum og einnig starfaði hún lengi með Oddfellow- stúkunni Ásgerði á Akranesi. María starfaði lengst af utan heimilisins, aðallega við versl- unarstörf. Lengst vann hún í Versluninni Ísbirninum. Útför Maríu fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 4. desember 2015, klukkan 14. vindi Ásmundssyni, f. 17.10. 1927, d. 18.2. 1991. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Jónína Krist- ín, f. 5.2. 1950. Maður hennar er Magnús Krist- jánsson, f. 28.9. 1940. Þau eiga þrjá syni: a) Eyvindur Svanur, f. 31.3. 1970. Kona hans er Ólafía Sigurvinsdóttir. Börn þeirra: Sara Dögg, Sigurvin Helgi og Hugrún Birta. Áður átti Eyvindur Lovísu Oktavíu, Karen Hrönn og Bjarna Salvar. b) Kristján Ágúst, f. 1.8. 1972. Kona hans er Branddís Margrét Hauksdóttir. Börn þeirra: Magnús, Ingibjörg Jó- Elsku besta amma Maja. Nú ertu farin frá okkur eftir langvinn veikindi. Þegar ég hugsa til baka er svo margs að minnast og vera þakklát fyrir. Ég var daglegur gestur hjá ykkur afa á Borgarbrautinni þeg- ar ég var að alast upp. Þangað var ávallt gott að koma því alltaf tókstu á móti mér með hlýju og hlustaðir með einlægum áhuga á allar frásagnir mínar úr hvers- dagsleikanum. Þú varst afar glæsileg kona og hafðir mikinn áhuga á tísku, enda vannstu lengst af í fata- og skó- verslunum. Hvert sem þú komst vaktir þú athygli sem best klædda konan. Ég fékk stundum að máta alla fallegu kjólana þína og dansa í þeim um allt hús. Þið afi áttuð líka herbergi fullt af bókum og það var freistandi að hjúfra um sig í gamla hægindastólnum og lesa bækur þegar ég átti í raun að vera að læra heima. Á sumrin fór ég oft með ykkur afa í gamla hjólhýsið sem þið áttuð í fallegri laut. Þið kunnuð öll ör- nefni, fugla- og plöntuheiti og þú kunnir að meta fegurðina í þessu öllu. Við lágum stundum saman í mosanum og fundum ilminn af birkinu og hlustuðum á lóurnar og hrossagaukana. Hann afi dó af slysförum aðeins einum mánuði áður en ég fermd- ist. Ég mun að eilífu vera þakklát fyrir hvað þú og mamma lögðuð hart að ykkur til að láta það ekki bitna á mér og hélduð ótrauðar áfram fermingarundirbúningnum svo að ég gæti átt eftirminnilegan dag. Eftir andlát afa þurftir þú að standa á eigin fótum. Þú byrjaðir að keyra og keyptir þinn eigin bíl og lítinn sumarbústað. Þú hafðir yndi af því að dvelja þar í sveita- sælunni, jafnvel bara ein með sjálfri þér. En alltaf fengu gestir konung- legar móttökur og margar góðar minningar urðu þar til. Þú reyndist okkur öllum svo vel þegar ég flutti að heiman og stofn- aði mína eigin fjölskyldu. Strák- arnir mínir voru hændir að þér og ég veit að þeir eiga eftir að sakna þín mikið. Blíða þín og hlýja átti sérstaklega vel við eldri son minn sem hefur sama lundarfar. Nú þegar jólin nálgast muntu vera ofarlega í hjörtum okkar, enda voru jólin þinn uppáhalds- tími. Heima hjá þér var allt svo fallega skreytt og gestum alltaf boðið upp á dýrindis jólabakkelsi. Þú varst svo gjafmild og elsk- aðir að koma okkur á óvart með óþarflega íburðarmiklum gjöfum. Þá mátti ekki á milli sjá hvort var glaðara – viðtakandinn eða þú sjálf. En nú er komið að kveðjustund að sinni. Ég veit að þú ert komin til afa og litla drengsins sem þú misstir og hefur beðið lengi eftir að hitta á ný. Ástarkveðja, Marsibil Brák. Sólin speglar sig á sléttu vatn- inu innarlega í dalnum. Geislar hennar lýsa upp grænu fjallshlíð- arnar í kring og bræðir þann litla snjó sem eftir er í giljum og á heið- um. Henni finnst það hafa verið í fyrra sem hún stóð í ströngu, skein sem aldrei fyrr, bræddi hvert íslagið á fætur öðru með smá hjálp eldsumbrota á svæðinu þar til jökullinn fór að skríða und- an eigin þunga, og skera til fjalla- hringinn og mynda jökulsárlón, svo hún gæti speglað sig. Hvert fór tíminn? spyr hún sig. Lamb- hrútur hleypur til móður sinnar um leið og spói vellir á þúfu og lætur vita af óvæntum gestum á svæðinu. Heiðlóa fælist af hreiðri og reynir að fanga athygli gest- anna frá hreiðurstæðinu með leik- sýningu á heimsmælikvarða um leið og hófar hryssunnar sökkva örlítið í blautan flóann handan vatnsins. Taglið sveiflast og fælir frá blóðþyrstum mýflugunum í hitanum. Knapinn á baki hennar rýnir, í gegnum flugnanetið, yfir engjarnar í botni dalsins og yfir ána. Handan árinnar, á gömlum bæjarhól, stendur vindóttur hest- ur. Á honum situr hann, teinrétt- ur, með ljósbrúnan reiðhjálminn á höfðinu og þurrkar svitann af enn- inu, sem glitrar í sólskininu. Kon- an brosir á bakvið flugnanetið, þarna er hann og bíður eftir henni eftir öll þessi ár. Blær hneggjar á bæjarhólnum og fer að ókyrrast. Perla greikkar sporin að ánni, þetta kall hans þekkir hún. Þegar hestarnir hittast horfast knaparn- ir í augu og brosa, orð eru óþörf. Þau eru eitt á ný, loksins. Þau stíga af baki, setjast á bæjartóft- irnar, haldast í hendur og horfa yfir vatnið, út dalinn og inn í eilífð- ina, á sumarlandið. Svona sé ég þetta fyrir mér, amma mín, þegar þið afi hittist aftur. Það veitir mér huggun. Sjálfur var ég í fjallgöngu þegar ég fékk fréttirnar að þú værir far- in. Þú hafðir alltaf áhyggjur af fjallabrölti mínu en hafðir samt svo gaman af því að spyrja mig um ferðir mínar og skoða myndir. Það var með ólíkindum hversu vel þú þekktir allt, fjöll, dali og ár. Þið afi höfðu farið um allt á hestbaki hér á árum áður og voruð dugleg að ferðast. Þú þurftir enga mynda- vél, þú hafðir óbrigðult ljós- myndaminni. Minningarnar eru óendanlegar sem ömmustrákurinn á og geymir vel. Eldhúsið þitt litla og fallega á Borgarbrautinni. Þú áttir þinn eigin stól, sem var næstur kaffi- vélinni og bak við þig var búrið. Það þýddi lítið að koma í heim- sókn án þess að ætla þiggja neitt. Og brúntertan þín amma, hún var leyndardómur. Þrátt fyrir að sjón- in hafi daprast mjög með árunum, og augndroparnir og nokkur gler- augu til skiptanna verið staðal- búnaður, gastu galdrað fram lista- verk í allskyns hannyrðum og sáust verk þín gjarnan mest um jól og páska þegar allt var skreytt og hugmyndaflugið og sköpunar- gleðin virtist óendanleg. Margir dimmir dalir verða á vegi manns á ferðalagi lífsins. Margar ár virðast óyfirstígan- legar og þú fékkst að kynnast þessu öllu. Takk amma mín fyrir styrk þinn og lífsgleði og kenna mér að trúa á það fallega. Guð geymi þig, uns við hittumst á ný. Magnús Helgi. Elsku langamma. Það er virkilega erfitt að missa þig. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg og Borgarnes verður tómlegra án þín. Ég mun aldrei gleyma þér og stundum okkar saman. Guðmundur Þór. Á himninum yfir skóginum skín heit júlísólin og vermir okkur, sem stöndum á planinu fyrir framan Húsó, bæði að innan og utan. Þarna erum við Onni sem á þess- ari stundu teljumst vera gisti- húsarekendur í Hússtjórnar- skólanum á Hallormsstað, með krakkana okkar, þau Vígþór Sjafnar og Sigríði Eiri, að taka á móti þeim Maju og Eyvindi sem eru nýkomin sunnan úr Borgar- firði og ætla nú að gista hjá okkur í nokkrar nætur. Með þeim í för er Guðjón tónlistarkennari og hans kona. Það er því ljóst að það verð- ur bæði sungið og spilað næstu daga. Og glaðst. Og þannig var það. Eyvindur söng fyrir gesti og gangandi við undirleik Guðjóns og Maja frænka mín var hrókur alls fagnaðar. Samkomusalurinn í Húsó heitir Höllin og nú var kátt í Höllinni. Þessi heimsókn þeirra Maju og Eyvindar lifir enn í minni okkar og margra annarra sem fengu notið samvista við þau þessa fögru sumardaga á Hall- ormsstað. Það var nefnilega þann- ig með þau Maju og Eyvind að þau einhvern veginn settu alltaf svip á umhverfi sitt, ekki hvað síst fyrir þá einlægu elsku sem þau báru hvort til annars. Fyrir okkur sem nutum þeirra forréttinda að alast upp með þeim urðu þau fyr- irmynd og dæmi um hjón sem ég, renglulegur táningurinn sem fékk stundum að gista í forstofu- herberginu hjá þeim á Borgar- brautinni, taldi eftirsóknarvert að líkjast þegar ég yrði sjálf komin í hnapphelduna. Samheldni þeirra og virðing hvors fyrir öðru var einstök. Og nú eru þau aftur sam- an. Það veit ég. Hann Eyvindur hefur án efa fagnað sinni heittelskuðu Maju núna þegar hún er komin til hans. Ég sé fyrir mér móttökurnar og hvar þau leiðast um sólblómaakra eilífðarinnar – aftur sameinuð eft- ir allnokkurn viðskilnað. Ég sé fyrir mér hvað þau eru sæl og glöð og ég veit að núna eru þau að rifja upp allskonar hluti og upplifanir. Og þau eru örugglega að syngja. Og syngja. Ég man, sem lítil stelpa norðan af Ströndum, hvað mér fannst það eitthvað magnað, eiginlega bara eitthvað sem gæti gerst í útlönd- um, kannski bara í Hollywood, þegar þau Maja og Eyvindur nán- ast upp úr þurru sungu hvern ást- ardúettinn á fætur öðrum yfir uppvaskinu í eldhúsinu á Borgar- brautinni. Ég sat opinmynnt og starði á þau og fannst þau algert æði. Og hvað ég var heppin að fá að upplifa þetta. Enn í dag syng ég fyrir barnabörnin mín fyrir svefninn amerískan slagara frá því um 1960, Chi baba, chi baba, sem ég lærði fyrst hjá Maju og svo líka hjá mömmu. Þær systur höfðu nefnilega sama tónlistar- smekkinn. Já, það er margs að minnast núna þegar við kveðjum hana Maju frænku mína. En það sem upp úr stendur er minningin um magnaða konu sem alltaf var glæsileg, ákveðin, hlý og glaðleg og varð enn glæsilegri og magn- aðri í návist mannsins síns – hans Eyvindar. Við Onni, Vígþór Sjafnar, Sig- ríður Eir og fjölskyldur þeirra sendum þeim Jonný og Drífu og öllu fólkinu hennar Maju okkar innilegustu samúðakveðjur. Minningin um hana Maju frænku mína, þessa sterku og einstöku konu, mun lifa. Sif Vígþórsdóttir. Elsku drottningin mín, loksins ertu frjáls. Þú talaðir svo oft um að hugur og líkami færu hreinlega ekki saman. Þér liði eins og konu á besta aldri með lífið í lúkunum en líkaminn var ekki sammála. Loks- ins ertu frjáls og komin í fang afa. Þið eruð nú dansandi, afi syngur og þið eruð að skipuleggja næsta reiðtúr. Þú ert vel til höfð. Í hverri glæsiflíkinni á eftir annarri, ný- pússuðum leðurskóm, með varalit og hárið greitt. Nú ertu frjáls. Það eru svo margar sögur sem koma upp í huga mér þegar ég rifja upp okkar tíma saman. Alltaf tókstu á móti mér opnum örmum á Borgarbrautinni. Húsið þitt var ævintýri líkast. Hver kápan á fæt- ur annarri ásamt nýlökkuðum leð- urskóm í forstofunni, baðherberg- ið sem alltaf hafði mottur á ýmsum dularfullum stöðum – meðal annars ofan á klósettset- unni sem mér fannst alltaf hálf- spaugilegt. Eróbikk-hjólið í geymslunni, gula silkirúmteppið og svo skrifstofan hans afa. Þar máttum við systur leika okkur eða í raun máttum við leika okkur al- staðar. Þú hafðir svo mikla þol- inmæði. Sem sýndi sig best í heið- arlegri tilraun til að ala upp í mér húsmóðurina, þú kenndir mér að prjóna og sauma, dást að vel gerð- um flíkum og gildi þess að hafa heimilið vel skipulagt og hreint. Þessi lærdómur skilaði sér ekki alveg í líf mitt í dag en þú reyndir þó. Metnaðurinn lá á öðrum svið- um en þú skildir það. Ég hafði líka vit til að næla mér í „vininn“, eins og þú kallaðir hann fyrstu árin, en hann er sjálfsskipaður húsfaðir okkar heimilis. Við höfðum bæði svo gaman af því að heilsa upp á þig í Borgarnesi á norðurleið. Þú varst engri lík, drottningin mín. Ég þakka fyrir hvert einasta símtal, hvert einasta skipti sem ég fékk þig til að hlæja og hlýju faðmlögin sem biðu manns. Þú varst alltaf á hliðarlínunni að hvetja mig áfram í námi og fylltist stolti þegar ég sagði þér frá góð- um árangri. Ég hlakkaði alltaf til þess að hringja í þig með nýjar niðurstöður. Þú verður ávallt í mínu hjarta og er það mín heitasta von að þú fylgir mér þangað til við hittumst aftur. Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir. María Ásbjörnsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN MAGNÚSSON vélfræðingur, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrsta sunnudag í aðventu, 29. nóvember. . Astrid Sigrún Kaaber, Heiðrún Björnsdóttir, Magnús Björn Björnsson, Guðrún Dóra Guðmannsd., Ragnar Hallgrímur Björnss., Mona Janz Björnsson, Sigrún Birna Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS JÓNSSON, sem lést á líknardeildinni í Kópavogi 29. nóvember, verður jarðsunginn í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. desember klukkan 13. . Guðrún Jónsdóttir, Jón Ellert Lárusson, Sigrún Ásdís Gísladóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Marta Kristín Lárusdóttir, Guðmundur Valsson, Jónína Sigrún Lárusdóttir, Birgir Guðmundsson. Ástkær sonur, bróðir og frændi, AUÐUNN JÓN AUÐUNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ þann 26. nóvember. Verður hann jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. desember klukkan 15. . Guðbjörg Jóhanna Sigrúnardóttir, Sigrún H. Auðunsdóttir, Gunnar T. Magnússon, Anna M. Auðunsdóttir, Pétur S. Jónsson, Vigdís B. Auðunsdóttir, Þorbjörg, Fjóla og Gunnar, systrabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.