Morgunblaðið - 04.12.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
Í gamni segist ég stundum vera dæmigerð miðaldra sófakartafla íúthverfinu. Lífið er í jafnvægi, fjölskyldan dafnar og ég er í starfisem mér líkar vel. Er hægt að biðja um eitthvað meira?“ segir
Borgar Guðjónsson sem er fertugur í dag. Hann er Eyjamaður að upp-
runa en flutti til Reykjavíkur liðlega tvítugur. Hefur lengst af verið
sölumaður hjá matvælafyrirtækjum, nú síðustu árin hjá Mjólku. Segist
líka vel í því starfi, það er að vera á ferðinni og í samskiptum við fólk.
Borgar segist litlar sem engar fyrirætlanir hafa um afmælisgleði. Ef
til vill geri fjölskyldan sér einhvern dagamun með kökum og kakói eða
fari út að borða um helgina.
„En kannski er konan mín búin að planleggja eitthvað í laumi. Hver
veit?“ segir Borgar sem er giftur Berglindi Salvöru Hreiðarsdóttur.
Þau búa í Laugardalnum í Reykjavík og eiga tvö börn; Sigríði Erlu sem
er níu ára og Högna Steinþór sem er fjögurra ára gamall.
„Þetta daglega líf utan vinnunnar snýst mikið um fjölskylduna og
velferð hennar. En auðvitað eru áhugamálin fjölmörg, til dæmis tón-
listin. Það er alltaf gaman að setja eitthvað gamalt og gott undir geisl-
ann, dæmigert nostalgíupopp fyrir menn á mínum aldri. Svo heillar
körfuboltinn mig alltaf, bæði að fylgjast með spennandi leikum í sjón-
varpinu og svo höfum við nokkrir félagar stundum leigt okkur íþrótta-
sal til að leika okkur saman,“ segir Borgar Guðjónsson að síðustu.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eyjamaður „Kannski er konan að planleggja eitthvað,“ segir Borgar.
Er hægt að biðja
um eitthvað meira?
Borgar Guðjónsson er fertugur í dag
B
ryndís Brynjólfsdóttir
fæddist í Tryggva-
skála á Selfossi 4.
desember 1945 og
ólst þar upp á hót-
elinu. „Tryggvi Gunnarsson, brú-
arsmiður og alþingismaður, lét
byggja skálann 1890 við smíði
Ölfusárbrúar og er þetta elsta hús
Selfoss sem enn stendur. Fljót-
lega hófst greiðasala eins og það
var kallað í húsinu og tóku for-
eldrar mínir við hótelinu 1942. Ég
var jafnframt alin upp við sveita-
störf en faðir minn stundaði bú-
skap meðfram hótelrekstrinum,
var hann með kindur, hesta, svín
og hænsni.“
Bryndís lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla verknáms.
Eftir nám vann Bryndís við upp-
byggingu og rekstur Hótels
Bryndís Brynjólfsdóttir, fyrrv. útibússtjóri Sjóvár – 70 ára
Í Lindinni Bryndís við afgreiðslustörf í búðinni sem hún rak í 15 ár og dóttir hennar rekur í dag.
Stolt af endurbyggingu
elsta hússins á Selfossi
Hjónin Bryndís og Hafsteinn að fagna 49 ára brúðkaupsafmæli sínu í fyrra.
Neskaupstaður Jóhann
Karl Guðmundsson
fæddist 18. nóvember
2014, kl. 17.45. Hann vó
2.408 g og var 45 cm
langur. Foreldrar hans
eru Ásdís Ósk Vals-
dóttir og Guðmundur
Á. Jóhannsson.
Nýr borgari
Jóhanna Katrín Ottadóttir, Hildur Agla Ottadóttir og Tinna Sigþórsdóttir héldu
tombólu til styrktar flóttamönnum og söfnuðu 20.201 kr. sem þær afhentu
Rauða krossinum.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Ný vefverslun
með rúmföt og heimilisvörur
25% kynningarafsláttur
af öllum vörum 4.-10. desember