Víkurfréttir - 21.12.1988, Page 6
6 Miðvikudagur 21. desember 1988
Vorum að taka upp
mikið af nýjum vörum
VERSLUNIN
TRAFFIC
HAFNARGÖTU32
EKKI
GLEYMA!
... því, að hjá okkur færðu jóla-
matinn og jólaölið á betra verði
en þig grunar.
Opið alla daga til kl. 22.
Opið á
aðfangadag
til kl. 14.
HRINGBRAUT 99 - KEFLAVÍK - SÍMI 1-45-53
Gleðileg
jól
FLUGELDAR
í MIKLU ÚRVALI
INNIBOMBUR KÖKUR
Eigum til stjórnmálagrímurnar
Sölustaðir:
■ íþróttavallarhúsi Njarðvík
■ Söluskúr við Hitaveitu Suðum.
■ Hjálparsveitarhúsinu
Holtsgötu 51, Njarðvík.
Hjálparsveit
skáta,
v Njarðvík.
\>iKur<
jtOiU
Hluti þeirra formanna er raðstefnuna sótti. Fremstur a myndinni er
Kristján Ingibergsson frá Vísi á Suðurnesjum. Ljósm.: hbb.
Formannaráð-
stefna FFSÍ
haldin í Keflavík
í síðustu viku var haldin for-
mannaráðstefna Farmanna-
og fiskimannasambands Is-
lands. Að þessu sinni var hún
haldin í Keflavík, nánar tiltek-
ið á Flughóteli.
Stóð ráðstefna þessi yfír í
nokkra daga en formenn allra
aðildarfélaga FFSÍ áttu kost á
að sitja hana.
Lífeyrissjóður Suðurnesja:
Nafnabreyting
hjá L.V.F.S.
Á fulltrúafundi Lífeyris-
sjóðs verkalýðsfélaga á Suður-
nesjum, sem haldinn varí nóv-
ember sl. var samþykkt tillaga
frá stjórn um að breyta nafni
sjóðsins í Lífeyrissjóð Suður-
nesja.Tekurbreytingingildi 1.
janúar n.k.
Á fundinum voru lagðir
fram ársreikningar sjóðsins
fyrir árið 1987 ásamt skýrslu
stjórnar og kom þar m.a. fram
að hrein eign sjóðsins til
greiðslu lífeyris var í árslok
rúmlega einn miiljarður
króna. Iðgjöld á árinu námu
133,0 m.kr. og lífeyrisgreiðsl-
ur 57,5 m.kr., þar af greiddi
Umsjónarnefnd eftirlauna
21,4 m.kr. Um 4500 manns
greiddu iðgjöld til sjóðsins á
árinu 1987.
Mikið hefur dregið úr eftir-
spurn sjóðfélaga í lán hjá
sjóðnum en á árinu voru af-
greidd 81 lán samtals að upp-
hæð 19,1 m.kr.Til samanburð-
ar voru afgreidd 170 lán á ár-
inu 1986 samtals að upphæð
39,4 m.kr.
Skuldabréfakaup af Hús-
næðisstofnun ríkisins vegna
ársins 1987 námu lll.Om.kr.
eða 55% af ráðstöfunarfé
sjóðsins.
Stjórn sjóðsins skipa Mar-
geir Jónsson formaður og Jón
Ægir Ólafsson frá vinnuveit-
endum og Halldór Pálsson og
Björn Jóhannsson frá stéttar-
félögunum.
Aðildarfélög sjóðsins eru
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágr., Verka-
kvennafélag Keflavíkur og
Njarðvíkur, verkalýðs- og sjó-
mannafélag Gerðahrepps,
Verkalýðs- og sjómannafélag
Miðneshrepps, Iðnsveinafélag
Suðurnesja, vélstjórafélag
. Suðurnesja og Bifreiðastjóra-
: félagið Keilir.