Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bjarni Benediktsson, fjármálaráð-
herra, kynnti í gærmorgun frum-
varp til laga um breytingu á lögum
um Seðlabanka Íslands.
Fjármálaráðherra sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að frum-
varpið fjallaði um það að komið yrði
á fót félagi, stofnuðu af Seðlabanka
Íslands, sem fengi samkvæmt samn-
ingi við fjármálaráðuneytið það
verkefni að koma eignum vegna
stöðugleikaframlags slitabúa fölln-
um bankanna í verð.
„Þetta frumvarp hefur ekkert að
gera með stóra frumvarpið um
Seðlabankann, sem er í vinnslu,“
sagði Bjarni, „en vissulega var nauð-
synlegt að koma fram með þetta
frumvarp, þannig að þegar þessar
eignir koma til ríkissjóðs, verði
ákveðið ferli hjá þessu félagi, sem
þær fari í gegnum.“ agnes@mbl.is
Ráðstöfun
stöðugleika-
framlags
Lögum um SÍ
verður breytt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í skinni Skýrsla rannsóknarnefndar
Alþingis er á uppboði og til sýnis hjá
Gallerí Fold í fremur sérstakri út-
gáfu. Uppboðinu lýkur eftir 8 daga.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþing-
is um aðdraganda og orsakir falls
íslensku bankanna 2008 fæst nú á
uppboði í eins konar viðhafnarút-
gáfu. Er skýrslan bundin í þrjár
bækur, bókbandið úr íslensku sauð-
skinni, og fylgir henni vegleg askja
sem einnig er klædd sauðskinni og
skreytt með bæði íslenskum seðlum
og mynt.
„Þetta er í raun hálfgert lista-
verk,“ segir Ragnar Gylfi Einars-
son bókbandsmeistari en hann sá
um handverkið. Hefur hann einnig
gefið viðhafnarútgáfunni nýtt heiti,
þ.e. Gleðisögur Mammons.
„Mér fannst upplagt að binda
þessa skýrslu inn í sauðskinn og
skreyta með íslenskum krónum
enda hef ég litla trú á innihaldinu,“
segir hann og bætir við að skinnið
hafi sérstaklega verið valið þar sem
það „passar vel við Alþingi“.
Að sögn hans tók mörg hundruð
klukkustundir að klára verkið, en
það er nú boðið upp á uppboðsvef
Gallerís Foldar. Höfðu í gær borist
39 tilboð, það hæsta upp á 140.000
krónur, en verðmatið er 250.000.
Ari Gísli Bragason, fornbókasali
hjá Bók, segist eiga von á því að
skýrslan seljist á verðmati.
„Hún gæti jafnvel selst hærra
enda finnst mörgum þetta áhuga-
vert,“ segir hann.
Skýrsla Alþingis
boðin upp hjá Fold
Bundin inn í íslenskt sauðskinn
Alls höfðu borist 39 tilboð í gær
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verkefnastaðan hjá byggingarfyrir-
tækjum er misjöfn. Rólegt er hjá
jarðvinnufyrirtækjum og hjá ráð-
gjafarverkfræðingum hefur staðan
oft verið betri. Takmarkað framboð
er á verkefnum fyrir stærri verk-
taka. Margir bjóða því í verk.
Gísli Steinar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Landstólpa þróunar-
félags, segir nokkra stóra verktaka
hafa áhuga á að byggja á reitnum
Austurbakka 2 við Reykjavíkurhöfn.
Það er eitt stærsta einstaka bygg-
ingarverkefni næstu ára í borginni.
Hann segir áformað að hefja upp-
steypu á reitnum í janúar. Fyrst
þurfi að flytja grjót úr hafnargarði á
reitnum til varðveislu á lóð Faxaflóa-
hafna. Það verkefni sé þegar hafið.
Vegna skyndifriðunar Minjastofn-
unar Íslands á hafnargarðinum tefst
uppsteypa um hér um bil hálft ár.
Byggðir verða 30 þúsund fermetr-
ar af íbúðar-, skrifstofu- og versl-
unarhúsnæði á reitnum.
Hagstætt að byggja núna
Gísli Steinar segir reitinn verða
byggðan upp í einum áfanga, alls sjö
byggingar ofan bílakjallara. Hann
bindur vonir við að byggingarfulltrúi
í Reykjavík samþykki áformin á
næsta fundi á þriðjudaginn.
Ætlunin er að reiturinn verði
tilbúinn innan þriggja ára. Reginn
fær verslunarhúsnæði á jarðhæðum
til afhendingar nokkru áður og hefst
þá vinna við að innrétta verslanir.
Gísli Steinar segir viðræður við
öfluga verktaka hafnar.
„Það eru nokkrir stórir verktakar
á markaðnum enn þá. Við metum
stöðuna þannig að það séu ágætis
aðstæður til að bjóða þetta út núna.
Verktakar sýna því mikinn áhuga að
taka þetta að sér. Það er sennilega
meiri þensla í litlum og meðalstórum
verkefnum. Ég held að það sé ágæt-
lega hagstætt að bjóða út stærri
verk núna.“
Árni Jóhannsson, forstöðumaður
bygginga- og mannvirkjasviðs hjá
Samtökum iðnaðarins, segir verk-
efnastöðuna misjafna í byggingar-
geiranum. „Það er góður gangur í al-
mennri byggingastarfsemi. Hins
vegar eru fjárfestingar í innviðum
takmarkaðar, eða nánast engar.
Ólíkt almennri byggingastarfsemi
hafa ekki orðið nein umskipti í jarð-
vinnu. Það eimir enn af athafnaleysi.
Síðan birtist þetta okkur líka í lé-
legri verkefnastöðu hjá ráðgjafar-
verkfræðingum. Ráðgjafarverk-
fræðingar koma í takmörkuðum
mæli að léttari verkefnum eins og
hótelbyggingum eða íbúðarhúsnæði.
Þeirra verkefni eru í stóriðju og
orku og útflutningi. Markaðurinn
hefur tekið betur við sér hjá arki-
tektum. Það er ekki þensla í bygg-
ingargreininni sem slíkri. Heilt yfir
er hún að nálgast jafnvægi.“
Flytja inn starfsfólk
Árni segir aðspurður að innflutn-
ingur á starfsfólki í byggingargeir-
ann muni halda áfram. „Auknum
umsvifum verður ekki mætt öðru-
vísi. Það er alltaf fyrsti valkostur að
nota heimamenn, en ef þeir eru ekki
til er flutt inn vinnuafl,“ segir Árni.
Hér fyrir ofan er sýnt á grafi
hvernig skráningar hjá starfs-
mannaleigum og á útsendum starfs-
mönnum frá ríkjum EES-svæðisins
eru þegar orðnar ríflega fjórfalt
fleiri en allt árið í fyrra.
Garðar Þorbjörnsson, eigandi
fyrirtækisins Urð og grjót, hefur
unnið við jarðvinnu í tæp 40 ár.
Hann segir verkefnastöðuna vera
undir meðaltali síðustu 40 ára.
Gatnagerð hjá sveitarfélögum sé
nær engin og ekki útlit fyrir að það
breytist næsta ár.
„Uppgangurinn er meira í orði en
á borði. Þetta er á snigilshraða á
uppleið. Bent er á byggingarkrana
og sagt að allt sé komið af stað. Það
er alls ekki réttur skilningur.“
Garðar tók að sér verkefni á
Grænlandi árin eftir hrunið. Vegna
dræmrar verkefnastöðu á Íslandi er
Garðar að þreifa fyrir sér með verk-
efni á Grænlandi. Hann segir lítið að
gerast hjá sveitarfélögum á Græn-
landi. Þá séu margvíslegar fram-
kvæmdir í biðstöðu.
Kristinn Andersen, formaður
Verkfræðingafélags Íslands, segist
heyra að það sé nokkuð um smærri
verkefni til skemmri tíma.
„Það er hins vegar rætt um að það
vanti stærri verkefni. Það hefur oft
verið meira í pípunum en núna. Það
vantar svolítið umfangsmeiri verk-
efni til lengri tíma.“
Misjöfn staða byggingargeirans
Framkvæmdastjóri Landstólpa þróunarfélags segir marga verktaka vilja byggja á Austurbakka
Hagstætt að byggja nú Eigandi jarðvinnufyrirtækis segir framkvæmdir undir 40 ára meðaltali
Morgunblaðið/RAX
Við Reykjavíkurhöfn Efri reiturinn á myndinni heitir Austurbakki II. Þar verður 30.000 fermetra byggð.
Teikning/PK arkitektar/Birt með leyfi
Austurbakki II Hér má sjá drög að útlínum fyrirhugaðra húsa á reitnum.
Fjöldi skráninga hjá
Vinnumálastofnun
Staðan til og með þriðja
desember 2015
*Með útsendum starfsmönnum er
átt við fólk frá ríkjum EES-svæðisins
sem er sent tímabundið hingað til
lands í tengslum við veitingu þjónustu
erlends þjónustufyrirtækis og fær
laun sín greidd í heimaríkinu.
Heimild: Vinnumálastofnun.
2013 2014 2015
Útsendir
starfsmenn* 50 82 339
Starfsmenn hjá
starfsm.leigum 10 28 130
Alls 60 110 469
Sigling frá Pétursborg til Moskvu
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson
Kynningarfundur 8. desember kl. 20:00
hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
Allir velkomnir!
Spennandi ferð til Rússlands þar sem okkur gefst tækifæri til
að skoða það helsta sem þetta stórbrotna land hefur upp á að
bjóða. Saga Rússlands er heill heimur ævintýra og um leið og
við skoðum landið fáum við að skyggnast inn í þá veröld.
27. ágúst - 6. september