Morgunblaðið - 05.12.2015, Side 10

Morgunblaðið - 05.12.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hafði aldrei umgeng-ist hunda eða verið í ná-býli við þá af nokkru tagiáður en Ugla og Fóa fluttu inn á mitt heimili. Mér fannst hundar ekki eiga neitt erindi inn í bæi eða borgir. Dóttir mín keypti tvo hunda fyrir fermingarpeningana sína og þeir voru sóttir austur fyrir fjall án þess að ég væri hafður með í ráðum. Ég tók það stíft fram í byrjun að þessir hundar væru ekki á mínum vegum og ég hefði engar skyldur gagnvart þeim, ætlaði ekki að ganga um götur með hunda og hreinsa upp skít eftir þá,“ segir Ólaf- ur Haukur Símonarson um þann at- burð sem átti sér stað fyrir tíu árum þegar tíkurnar Ugla og Fóa fluttu inn til hans. Hann hefur nú sent frá sér bók um sambýli sitt og púðlu- hunda þessara sem ber titilinn Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana. „Ég var alltaf að segja kunn- ingjum mínum sögur af hundunum og einn þeirra hvatti mig til að skrifa þær niður, sem ég og gerði og úr varð þessi bók. Ugla og Fóa verð- skulda smásögur af sér og okkar samskiptum, þær eru orðnar heldri dömur, þær eru áttræðar í manns- árum,“ segir Ólafur og bætir við að bókin sé fyrir fólk á öllum aldri, en hún henti líka vel fyrir krakka til að hjálpa þeim að læra á sinn hund ef slíkur er á leið á heimilið. Gjörólíkir persónuleikar „Þær systur eru úr átta hvolpa goti, Ugla kom fyrst og var stærst en Fóa fæddist síðust og var minnst. Þær vita báðar hver goggunarröðin er á þessu heimili: Ég kem fyrstur, síðan Ugla og að lokum Fóa.“ Í ljósi þess að Ólafur hefði aldr- ei gefið leyfi fyrir hundunum ef hann hefði verið spurður er nokkuð kóm- ískt að Ugla og Fóa völdu hann strax sem sinn aðalvin. „Það helgast eflaust af því að ég er langmest hér heima og ég er sá sem fer með þær í göngutúr tvisvar til þrisvar á dag og gef þeim að éta. Nú er þetta orðið þannig að ef ég skrepp til útlanda þá hugsa ég heim til þeirra og spyr eftir þeim. Það er ekki við öðru að búast þegar sam- búðin hefur staðið í rúman áratug,“ segir Ólafur sem var fljótur að gefa eftir ýmsar reglur sem hann hafði sett í byrjun, til dæmis tók hann ekki í mál að tíkurnar fengju að fara í svefnherbergi hans, en sú regla hvarf fljótt eins og aðrar. „Mínar varnir brustu þegar mér varð ljóst hversu miklir ein- staklingar þær eru og hvað þær hafa gjörólíkan persónuleika, rétt eins og Hundarnir lesa mig eins og opna bók Hann segir hunda hafa mjög róandi nærveru og að þeir dragi fram það besta í fólki, og þess vegna ættu að vera hundar í alþingishúsinu. Ólafur Haukur Sím- onarson ætlaði aldrei að fara út að ganga með hunda, hvað þá hreinsa upp skít- inn eftir þá, en það breyttist þegar púðluhundarnir Ugla og Fóa fluttu inn á heim- ili hans fyrir tíu árum, án samráðs við hann. Óli hefur sent frá sér bók sem segir frá því hvernig hann fór í hundana. Unnur Sesselía Dóttir Ólafs keypti hundana fyrir fermingarpeningana. Margrét Lóa Jónsdóttir, ljóðskáld og myndlistarkona, ætlar að fagna 30 ára skáldaafmæli í dag milli kl. 17 og 19 í Listasafni Einars Jónssonar í Hnit- björgum á Skólavörðuholti. Þar ætlar hún að lesa upp úr nýjustu ljóðabók- inni sinni, Frostið inni í hauskúpunni, og má búast við magnaðri stemningu innan um hinar stórbrotnu högg- myndir Einars. Einnig kynnir Margrét Lóa ljóðapúða sína, en á þeim eru silkiþrykkt ljóð og myndir úr fyrr- nefndri bók hennar. Gímaldin mætir með mandólín og Einar Melax með gömbu og sjá þeir um tónlistarflutn- ing. Léttar veitingar í boði og allir vel- komnir á þessa ljóðapúðaveislu. Frostið inni í hauskúpunni er níunda ljóðabók Margrétar Lóu og hún skipt- ist í þrjá kafla. Fyrstu tveir hlutar hennar samanstanda aðallega af ferða- og ástarljóðum. Lokahlutinn er ljóðabálkur sem ber nafnið Ský í kjól, en þar tvinnast hugleiðing um heims- reisu saman við ljóðin. Margrét Lóa hefur einnig gefið út skáldsögu og ljóðaúrval á hljómdiski við undirleik tónlistarmannsins Gímaldins. Fyrstu ljóðabók sína, Glerúlfa, gaf Margrét Lóa út árið 1985 þegar hún var 18 ára og var hún boltuð saman, en skáldkon- an hefur ávallt hefur lagt mikið upp úr sjónrænum þætti bókanna, enda er hún líka myndlistarkona. Fagnar 30 ára skáldaafmæli á Einarssafni Morgunblaðið/Eva Björk Kát Ljóðskáldið og myndlistarkonan Margrét Lóa á vespunni sinni með hvutta. Ljóðapúðaveisla Margrétar Lóu Ljóðapúðar Þeir eru með silkiþrykktum ljóðum og myndum úr nýju bókinni. Bergmál er líknar- og vinafélag krabbameinssjúkra og langveikra sem rekur hvíldarheimilið Bergheima að Sólheimum í Grímsnesi. Félagið verður með aðventuhátíð í Háteigs- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 15. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur flytur hugvekju, sönghópurinn Veir- urnar tekur lagið og einsöngvarar verða þau Guðbjörg Tryggvadóttir sópran og Sigmundur Heiðar Magn- ússon barítón. Allir vinir og velunnarar sem vilja næðis njóta eru hjartanlega velkomn- ir. Ókeypis aðgangur og veitingar í safnaðarheimili að samkomu lokinni. Aðventuhátíð Bergmáls á morgun, sunnudag, í Háteigskirkju Njótið næðis og fagurs söngs Morgunblaðið/Kristinn Rithöfundur Vilborg talar í dag. Ekki lesa Ugla og Fóa eru ekki hrifnar af dagblöðum og vilja helst ekki að Ólafur lesi slíka snepla. Teikning úr bókinni eftir Lindu Ólafsdóttur. Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Jólabæklingurinn er kominn út. Sjá nánar á sminor.is. Umboðsmenn um land allt. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is SIEMENS Þvottavél WM 14E477DN Tekur 7 kg, vindur upp í 1400 sn. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Orkuflokkur A+++. Fullt verð: 104.900 kr. Jólaverð: 84.900 SIEMENS Bakstursofn HB 23AB221S (hvítur) Hagkvæmur með 67 lítra ofnrými. Fimm ofnaðgerðir. Fullt verð: 119.900 kr. Jólaverð: 89.900 kr. SIEMENS Kæli- og frystiskápur KG 36VUW20 (hvítur) Orkuflokkur A+. „crisperBox“-skúffa. LED-lýsing. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Fullt verð: 94.900 kr. Jólaverð: 74.900 kr. Palma Gólflampi 19901-xx Fáanlegur í antíklit og stáli. Fullt verð: 18.900 kr. Jólaverð: 11.900 kr. kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.