Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Þríeyki Tíkurnar völdu Ólaf strax í byrjun sem sinn besta vin og þær vilja vera sem næst honum öllum stundum. við mannfólkið. Þær eru ekki eins og þeim líkar ekki það sama. Önnur er til dæmis miklu meira gefin fyrir úti- veru en hin er meiri innipúki og vill kúra. Sú svarta er seinteknari en hvíta miklu opnari. Fóa er sprett- hörð, matgrönn og sjálfri sér næg. Ugla er alvörugefin og allt að því íhaldssöm í háttum og skoðunum.“ Þær skilja íslensku og þær tala líka íslensku Ólafur segir þær Uglu og Fóu næmar skepnur og þær lesi hann eins og opna bók. „Það er ótrúlega mikið táknmál sem fer fram í samskiptum okkar og ég læri að lesa í ýmis merki hjá þeim. Þær skilja líka vel íslensku og þær tala íslensku, enda geta púðlu- hundar lært allt að fimmtíu orð. Með reynslunni læra þær að setja ákveð- in hljóð í ákveðið samhengi, þær skilja til dæmis vel grundvallarorðin ganga, borða, sofa. Þegar ég segi „eigum við ekki að fara að sofa“, þá hlaupa þær upp í sitt ból. Þegar ég sit við eldhúsborðið og er ekkert lík- legur til að standa upp og segi við konu mína: „jæja, ætli ég fari ekki út að ganga með hundana“, þá spretta þær upp og fara beint að útihurð- inni. Þær skilja þessar setningar.“ Þeim verður órótt þegar ákveðin kona nálgast húsið Ugla og Fóa gera mikinn mannamun og láta vanþóknun sína berlega í ljós við þá sem þeim líkar lítt við. „Það eru nokkrir einstaklingar sem þær þola alls ekki og urra að, sérstaklega tvær konur sem við þekkjum og koma oft hingað á heimilið. Annarri konunni varð það á fyrir margt löngu að setja fótinn í Uglu og vippa henni frá þar sem hún þvældist fyrir henni. Það er geymt en ekki gleymt í hundsminninu. Og hin tíkin tekur upp þykkjuna fyrir systur sína og urrar líka að þessari konu, alltaf. Þær munu aldrei taka hana í sátt. Hin konan kemur sjaldan því hún býr í útlöndum, en við vitum alltaf þegar hún er á ferðinni því hundarn- ir fara á taugum talsvert áður en hún kemur að húsinu. Þeim verður mjög órótt. Við teljum að konunni fylgi eitthvað sem kemur á undan henni. En kannski eru tíkurnar svo lyktnæmar að þær finna lyktina löngu áður en hún kemur, enda eru hundar með tuttuguþúsundfalt þef- skyn á við okkur mannfólkið.“ Reykjandi draugur í kjallara Púðlusysturnar eru líka næmar á aðra heima, þær áttu það til að fara niður í kjallaratröppur á heimilinu þar sem fjölskyldan bjó áður og urra að draugnum sem þar hafðist við. „Það bjó danskur heimilis- draugur í kjallaranum hjá okkur en hann hafði starfað þar lengi í lifanda lífi á hjólreiðaverkstæði. Og hann hafði reykt pípu. Ég er enginn áhugamaður um handanheimamál, er ekki myrkfælinn eða legg mig eft- ir að komast í tæri við eitthvað slíkt, en þetta fór ekkert á milli mála. Sá danski var oft að skarkalast eitthvað niðri og stundum gaus upp mikil pípureykingalykt. Þegar gestir komu í heimsókn og ilmurinn fór að streyma upp úr kjallaranum spurðu þeir hver væri að reykja pípu. Við áttum aðeins eitt svar við því.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Á morgun, sunnudag, kl. 14 munu Grýla og Leppalúði skemmta gestum Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu ásamt söngkonunni Hafdísi Huld. Skemmtunin fer fram í Myndasal Þjóðminjasafnsins og er ókeypis. All- ir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þjóðminjasafnið er komið í jólabún- ing en leikskólabörn hafa skreytt tré í Myndasal og í stigahúsinu. Þá er minningastofa safnsins komin í jóla- búning í anda áranna 1955-65. Á Torginu stendur svo jólahús sem gestir mega snerta og skoða gaum- gæfilega en eftirgerðir safngripa eru þar til sýnis og hægt að þefa af hangilæri og bjúgum. Jólaskemmtun Þjóðminjasafnsins er upphitun fyrir komu jólasveinanna en sá fyrsti, Stekkjarstaur kemur til byggða 12. desember og mun líta inn í Þjóðminjasafninu klukkan 11. Í kjöl- farið koma bræður hans hver af öðr- um og koma þeir allir við á safninu klukkan 11 alla daga til jóla. Í gamla lestrarsalnum í Safnahús- inu við Hverfisgötu stendur yfir sýn- ing á gömlum jólatrjám sem margir muna eftir af æskuheimilum sínum eða úr stofum ömmu og afa eða lang- ömmu og langafa. Trén, sem eru úr safneign Þjóðminjasafnsins, hafa undanfarin ár verið til sýnis í Þjóð- minjasafninu en nú fá þau að skreyta hinn glæsilega lestrarsal. Jólatré frá tímum afa og ömmu til sýnis Morgunblaðið/Kristinn Grýla og Leppalúði Á Þjóðminjasafninu í fyrra voru þau heldur ófrýnileg. Grýla og Leppalúði koma og hægt að þefa af hangilæri Ólafur Haukur kemur víða við og nýlega sendi hann frá sér diskinn Gengur og gerist, sem inni- heldur skemmtileg sönglög í létum dúr um Baldur bakara, Siggu löggutröll, manninn í Mosfellsbæ og fleira skemmtilegt fólk. Um flutninginn sjá þau Heiða, Halli og Gói, Svavar Knútur og KK. Öll lögin og textarnir eru eftir Ólaf Hauk. Ólafur gefur diskinn út í samvinnu við Um- hyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Allur ágóði af sölu disksins rennur til þeirra. Svavar Knútur, KK, Heiða o.fl. DISKUR ÓLAFS HAUKS FYRIR UMHYGGJU Ferðahundar Uglu og Fóu finnst gaman að ferðast um landið. Ólafur og Unnur fóru með þær í tjaldferðalag og hér sigla þær með Hríseyjarferjunni. Átroðningur Uppáhaldshvíldarstaður Uglu og Fóu er ofan á vömbinni á Ólafi. Mokkajakkar - Fatnaður Leðurjakkar Loðskinnskragar og loðskinnsvesti Tryggvagötu 18 - 552 0160 8. desember Andri Björn Róbertsson Janet Haney píanó HÁDEGISTÓNLEIKAR - LUNCHTIME OPERA CONCERTS - Þriðjudaga kl. 12.15 í Norðurljósasal - Hörpu. Aðgangseyrir: 1.500 kr. - ÓPERA - Á AÐVENTU Frítt inn fyrir eldri borgarara, öryrkja og námsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.