Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Erlingur B. Thorodd- sen, hótelstjóri Hótels Norðurljósa á Raufar- höfn, lést aðfaranótt 3. desember sl. á Land- spítalanum á Hring- braut, 67 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Erlingur fæddist 15. júlí 1948 á Patreksfirði og ólst þar upp, sonur Braga Ó. Thoroddsen, rekstrarstjóra Vega- gerðarinnar í Barða- strandarsýslu, og Þórdísar Haralds- dóttur Thoroddsen húsmóður, sem bæði eru látin. Þau eignuðust sex börn og lifa þau öll bróður sinn. Eftirlifandi eiginkona Erlings er Ágústa Valdís Svansdóttir snyrti- fræðingur og saman eignuðust þau dótturina Rakel Fríðu. Fyrir átti Er- lingur synina Arnar Erlingsson og Þórgný Thoroddsen og kjörsoninn Elías. Ágústa á tvö börn af fyrra hjónabandi; Michael Frank Rúnar Chiodo og Kareninu Kristínu Chiodo. Erlingur lauk landsprófi á Núpi á Dýrafirði og fór þaðan í Samvinnu- skólann á Bifröst og síðan í fram- haldsnám í Edinborg. Heim kominn hóf hann störf hjá Eimskip og vann síðar bókhaldsstörf hjá Þvottahúsinu Fönn, Olís og Sundi. Eftir það fór Erlingur í eigin atvinnurekstur, ann- aðist leiðsögn ferða- fólks og rak um árabil gistiheimili í Reykjavík ásamt þáverandi eigin- konu sinni. Í Reykjavík sinnti hann ýmsum félagsstörfum, m.a. fyrir Björgunarsveit- ina Ingólf. Árið 1996 flutti Er- lingur til Raufarhafnar ásamt Ágústu eigin- konu sinni til að reka Hótel Norðurljós. Síð- an þá hafa þau verið rekstraraðilar hótelsins, sem er í eigu Norðurþings. Meðfram hótelstörfum sinnti hann bókhaldsvinnu og framtalsgerð og tók þátt í margvíslegum félags- málum innan sveitar og í héraði. Erlingur var áhugamaður um stjórnmál og ötull stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi trún- aðarstörfum fyrir flokkinn og sat marga landsfundi hans. Hann átti sæti í menningarnefnd Raufarhafn- arhrepps, var mikill áhugamaður um fugla og ljósmyndun og hafði yndi af fjallgöngu og útivist. Hann átti frumkvæðið að Heim- skautsgerðinu á Raufarhöfn, The Arctic Henge, sem frá árinu 2008 hefur laðað til sín fjölda ferðamanna. Þá var Erlingur fréttaritari og ljós- myndari Morgunblaðsins á Raufar- höfn um árabil. Andlát Erlingur B. Thoroddsen Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Verslunin Vísir við Laugaveg 1 í Reykjavík er 100 ára í dag, 5. des- ember, og í tilefni afmælisins verð- ur boðið upp á veglegar hnallþórur og nýlagað kaffi, en gleðin hefst klukkan 13 og stendur hún til klukkan 17. Sigurður Guðmundsson, sem einnig rekur minjagripaverslun í sama húsi, hefur rekið verslunina frá árinu 2011. Hann boðar nú verulegar breytingar á rekstri Vís- is. „Ég vildi leyfa þessu fyrirtæki að verða 100 ára, en við erum á út- leið og reksturinn á leið í pásu,“ segir Sigurður í samtali við Morg- unblaðið og bendir á að rekstur Vísis hafi lengi verið „í járnum“. Aðspurður segir Sigurður ekki ljóst á þessari stundu hvenær verslunin lokar dyrum sínum en það mun þó verða á næstu mán- uðum. „Hér á landi eru ekki mörg fyrirtæki sem náð hafa þessum aldri og mun þetta fyrirtæki koma til með að lifa áfram, en í hvaða mynd það verður á enn eftir að koma í ljós,“ segir hann. Sérstök stemning í búðinni Sigurbjörg Árnadóttir, versl- unarstjóri Vísis, segir að nálægðin við viðskiptavini hafa komið sér mest á óvart í starfi. „Það ríkir hér oft eins konar þorpsstemning. Maður kynnist fljótt okkar fasta- kúnnum, sem margir hverjir vinna í verslunum og öðrum fyrirtækjum í nágrenninu, og er nálægðin við viðskiptavininn því mjög mikil,“ segir Sigurbjörg sem hvetur jafn- framt fólk til þess að fjölmenna í verslunina í dag í tilefni afmæl- isins. Guðmundur Sigurðsson, rekstrarstjóri Vísis, segir veður leika stórt hlutverk í rekstrinum. „Það gekk ágætlega í sumar en þar áður komu tvö erfið rign- ingasumur. Íslendingar, sem eru stærsti kúnnahópur okkar, sjást ekki ef eitthvað er að veðri,“ segir Guðmundur. Sagan hófst árið 1915 Stofnendur verslunarinnar voru þeir Sigurbjörn Þorkelsson og Guðmundur Ásbjörnsson, en haustið 1943 urðu eigendaskipti og við rekstrinum tók Sigurbjörn Björnsson fyrir hönd hlutafélags sem einnig rak nokkur útibú frá versluninni. Lauk þeim rekstri 1950 er Sigurbjörn varð eigandi verslunarinnar og seldi öll útibúin. Hann lést árið 1957 og tóku þá ekkja hans, Vigdís Guðjónsdóttir, og börn þeirra við rekstrinum. Var versluninni fljótlega breytt í kjör- búð og áhersla lögð á sölu nýrra ávaxta. Þórir Sigurbjörnsson keypti verslunina 1974 og rak hana þar til núverandi eigandi tók við rekstinum í mars 2011. Vísir fagnar 100 ár- um í skugga lokunar Morgunblaðið/Árni Sæberg Á förum Verslunin Vísir hefur verið í sama húsnæði við Laugaveg 1 í Reykjavík frá upphafi en er nú að hætta. Óvíst er hvað tekur við í kjölfarið.  Reksturinn er á leið í pásu, segir eigandi verslunarinnar BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 FINN SKENKUR 160 cm kr. 138.700 / FINN BORÐSOFUBORÐ 90X150/190 kr. 115.700 / FINN STÓLL kr. 17.900 Fram eftir ári var nokkuð stöðugt verð á leigu á aflaheimildum í báð- um kerfum. Verðið á aflamarki í þorski var í kringum 250 krónur á kíló en litlu lægra í krókaaflamarki. Í lok september tók verð að lækka lítillega og er nú 215 kr í aflamarks- kerfinu en hefur verið rúmlega 200 kr í krókaaflamarkskerfinu, að því er fram kemur á heimasíðu Fiski- stofu. Af verðþróuninni að dæma má ljóst vera að verðfallið sem varð á haustmánuðunum 2012, sem má rekja til aukins framboðs á þorski á erlendum mörkuðum, hefur ekki gengið til baka nema að litlu leyti en verðið í aflamarkskerfinu fór hæst í upphafi árs 2012 upp í 330 kr. Stöplaritið sýnir magn sem leigt er á milli skipa óskyldra aðila í báð- um kerfum frá árinu 2002 til 20. nóvember í ár. Árið 2002 voru 41.535 tonn leigð á milli skipa í báð- um kerfum. Magnið jókst nokkuð til ársins 2005 þegar magnið var rúml. 53 þúsund tonn en dróst þá veru- lega saman til ársins 2010 þegar magnið fór niður í 18.769 tonn en hefur þá aukist jafnt og þétt og er það sem af er ári orðið 25.661 tonn sem er rúmlega 36% meira magn en 2010 þegar rúmur mánuður var eft- ir af árinu. Veiðigjald hefur áhrif Á vef Landssambands smábáta- sjómanna segir að lækkun verðs á aflaheimildum það sem af er fisk- veiðiárinu sé í kringum 14%. Nokkrar ástæður eru fyrir verð- lækkuninni. Þar má nefna að veiði- gjald er nú innheimt af þeim sem veiðir en áður greiddu þeir sem fengu heimildirnar úthlutaðar. Þá hefur 10,6% aukning á leyfilegum heildarafla að jafngildi 23 þúsund tonna nokkuð að segja um þróun leiguverðs, segir á smabatar.is aij@mbl.is Verðþróun í aflamarki og krókaaflamarki í þorski Magn sem leigt er milli skipa (í eigu óskyldra aðila) frá 2. janúar 2007 2007-2015 (til 20. nóvember) Magn í tonnum Heimild: Fiskistofa 2. jan.07 2. jan.´08 2002 2004 2006 2008 2010 2012 20142003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2. jan.´10 2. jan.´12 2. jan.´142. jan.´09 2. jan.´11 2. jan.´13 2. jan.´15 400 350 300 250 200 150 100 50 0 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Aflamark Krókaaflamark Lægra leiguverð fyrir aflaheimildir í haust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.