Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er örlítil viðurkenning og klapp á bakið, sýnir að maður er þá að standa sig,“ segir Svanur Kristó- fersson byggingarmeistari, sem býr í bænum Balestrand við Sognafjord, lengsta fjörð Noregs. Fyrirtæki hans komst á lista norska við- skiptablaðsins Dagens næringsliv yfir þau fyrirtæki sem hafa meira en tvöfaldað veltu sína á undan- förnum fjórum árum. Norðmenn líkja slíkum fyrirtæjum við gasellur (n. gasellebedrifter), sem hlaupa hraðar en margar aðrar skepnur. Annað fyrirtæki í Balestrand komst á sama lista og er einnig í eigu Ís- lendings, Ásdísar Hrundar Ein- arsdóttur. Hún rekur fyrirtækið Rekop AS og er með netverslun og verslun í bænum undir heitinu Abby botique, auk þess að reka heildsölu með pitsuofna og fleiri vörur. Íslendingabær við Sognafjord Balestrand tilheyrir fylkinu Sogn og Fjordana. Íbúar eru aðeins um 1.300 talsins og þar búa hátt í 30 Ís- lendingar. Bærinn er einna þekkt- astur fyrir Kviknes-hótelið, eftirsótt og margverðlaunað sveitahótel, en eiginkona hótelstjórans og eigand- ans er íslensk, María Ragnarsdóttir. Ásdís fór einmitt utan til Noregs til sumarvinnu á Kviknes-hótelinu árið 1979. Sumarið eftir fór María utan með Ásdísi og kynntist þar nú- verandi manni sínum úr fjölskyldu hóteleigendanna. Á þessum árum unnu hátt í 20 Íslendingar á hót- elinu. Fáum árum síðar flutti Ásdís til Balestrand og hefur búið þar síðan ásamt fjölskyldu sinni. Tengsl Ásdísar og Svans eru skemmtileg því segja má að hún beri nokkra ábyrgð á því að hann kom til Noregs á sínum tíma. Vegna ættartengsla við konu Svans, Guð- rúnu Kjartansdóttur, fékk Ásdís hann til að koma sumarið 1995 og byggja fyrir þau hús. Þremur árum síðar fluttu Svanur og Guðrún frá Reykjavík til Balestrand. „Það var ekkert krísuástand sem fékk okkur til að flytja. Mér leist vel á aðstæður í bænum, sem er svip- aðrar stærðar og gamli heimabær- inn minn, Ólafsvík. Okkur langaði bara að breyta til, ætluðum að prófa þetta í tvö ár en okkur hefur liðið svo vel hérna að árin eru að verða 18,“ segir Svanur, sem reiknar ekki með að snúa heim í bráð. Hann byrjaði að vinna einn í smíðunum en með auknum verkefnum hefur hann smátt og smátt fjölgað við sig starfsmönnum, sem í dag eru orðnir átta. Þar af er einn íslenskur smiður sem flutti til Balestrand sl. vor ásamt fjölskyldu sinni, kona hans starfar við hjúkrun. „Það er allt brjálað að gera hérna, bæði í nýsmíði og viðhalds- verkefnum. Við erum núna með stórt verk fyrir Kviknes-hótelið þar sem er verið að gera upp alla ganga í gömlu byggingunni,“ segir Svanur en hótelið er einn stærsti vinnu- staður bæjarins. Atvinnusvæðið er þó stærra við Sognafjord og hefur Svanur m.a. verið með verkefni í bænum Kaupanger skammt frá. Hann segir rekstrarumhverfið gott í Noregi og þar standi allir í skilum. „Hér þarf ekki að hringja í neinn og minna á að borga reikning- inn,“ segir Svanur en fyrirtæki hans hefur á undanförnum fjórum árum aukið veltu sína um 120%. „Hér eru næg verkefni og Íslend- ingar eru eftirsóttir starfskraftar. Nokkur önnur byggingarfyrirtæki eru hérna en við höfum náð að vinna okkur markað og fasta viðskiptavini,“ segir hann. Þau Guð- rún hafa alið upp fjögur börn og hann segir þau öll flogin úr hreiðr- inu og barnabörnin orðin fjögur. Fyrst þegar þau komu út starfaði Guðrún sem sjúkraliði en aflaði sér síðan kennaramenntunar og starfar í dag sem kennari og lektor í bæn- um Höyanger, sem er skammt frá Balestrand. Henti boðsbréfi blaðsins! Dagens nærlingsliv bauð bæði Svani og Ásdísi til athafnar í Berg- en þar sem fulltrúar „gasellu- fyrirtækjanna“ komu saman til að taka við viðurkenningu frá blaðinu. Þau komust hvorugt og í tilfelli Ás- dísar var það sjálfgefið, eins og hún lýsti því svo skemmtilega í samtali við Morgunblaðið: „Ég fékk sent bréf frá blaðinu fyrir nokkrum vikum. Ég leit eitt- hvað snöggt á þetta, hélt fyrst að um einhverja auglýsingu væri að ræða og henti bréfinu í ruslið. Þeg- ar listinn birtist í blaðinu þá fattaði ég hvað þetta hafði verið!“ Ásdís hefur stundað eigin at- vinnurekstur í Noregi frá árinu 1999, en þá hafði hún eignast fimm börn og það yngsta var aðeins tveggja ára þegar hún steig sín fyrstu spor í viðskiptalífinu. „Þetta byrjaði með því að ég fékk umboð fyrir Ferrari-pitsuofna og seldi þá bæði hér í Noregi og á Ís- landi. Síðan kom eftirlíking á mark- aðinn og salan datt niður um tíma. En ég er enn með ofnana í dag og það gengur mjög vel með þá. Ég sel einnig margt fleira,“ segir Ásdís, sem aðallega flytur inn fatnað og selur áfram, einkum útivistarfatnað frá Cintanami í Noregi og loðkraga frá Feldi á Íslandi. Þá selur hún ýmsar vörur til sælkeraverslana, m.a. kjötkraftinn fræga frá Oscar. „Ég byrjaði smátt og síðan hefur reksturinn verið að aukast jafnt og þétt. Það er alltaf gaman þegar vel gengur. Hér við Sognafjord er mikil ferðaþjónusta og þá er mikið að gera á sumrin og í tengslum við ýmsar hátíðir sem haldnar eru,“ segir hún. Hún tekur undir með Svani að gott sé að búa í Balestrand, þar sé nóg við að vera. „Hér voru mjög margir Íslendingar en þeim fækkaði um tíma, einhverjir fóru aftur heim og aðrir fluttu annað innan Noregs. Síðan hefur þeim verið að fjölga hérna aftur,“ segir Ásdís Hrund. Líkt og Svanur segist hún ekkert vera á heimleið. Hún heldur góðri tengingu við Ísland með reglulegum heimsóknum til fjölskyldu og vina, auk þess sem hún stundar viðskipti við íslensk fyrirtæki og fjöldi Ís- lendinga verslar við hana á netinu. Verðlaunafyrirtæki í Balestrand  Tvö lítil fyrirtæki í eigu Íslendinga í norska smábænum Balestrand verðlaunuð af norska við- skiptablaðinu Dagens næringsliv  Hafa meira en tvöfaldað veltu sína  Skemmtileg tenging Byggingarmeistari Svanur Kristófersson er með átta manns í vinnu í dag og er hér við smíðar í hinu fræga Kviknes-hóteli í Balastrand. Verslunareigandi Ásdís Hrund Einarsdóttir að störfum í verslun sinni í Balestrand, Abby botique, en hún er með samnefnda verslun á netinu. Balestrand Bergen Balestrand í Noregi Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Sími: 570 5070 info@toyota.is Opiðmán - fös: 07.45 -18.00 Laugardaga: 12.00 - 16.00 25% afmælisafsláttur af öllumToyota og Liqui Moly bæti- og hreinsiefnum fyrir vélar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.