Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ísumar varðvandi, semmisserum saman hafði kraumað rétt und- ir yfirborðinu, að efni forsíðufrétta dag eftir dag. Vart mátti opna dagblað eða kveikja á sjón- varpi án þess að við blasti hóp- ur flóttamanna í leit að hæli. Milljónir manna eru á ver- gangi í heiminum vegna átaka og hamfara. Verst er ástandið í grannríkjum Sýrlands, sem hefur nánast verið lagt í rúst í átökum undanfarinna ára. Tal- ið er að þar hafi 12 milljónir manna flosnað upp vegna stríðsins, helmingurinn börn. Fjórar milljónir hafa hrakist úr landi. Tölurnar eru sláandi og um leið slævandi. Mannshugurinn á erfitt með að ná utan um slíkan fjölda og þó á hver og einn þessara flóttamanna sína sögu. Þetta eru einstaklingar og lífið hefur verið tekið frá þeim. „Ég er ekki lengur manneskja, ég er númer,“ stóð á forsíðu Morgunblaðsins á fimmtudag. Þannig lýsir 12 ára gamall feiminn drengur, Jamal, örlögum sínum í stuttri ritgerð, sem hann skrifaði í tíma í sérstökum tjaldbúðum UNICEF þar sem börn geta leitað skjóls og foreldrar að- stoðar í Bekaa-dalnum í Líb- anon. Forsíðufréttin vísaði til greinar eftir Sunnu Ósk Loga- dóttur, fréttastjóra mbl.is, sem nýkominn er aftur frá Líbanon þar sem hún kynnti sér aðstæður flóttamanna. Umfjöllun hennar heldur áfram í blaðinu í dag og mun hún greina nánar frá mál- efnum flóttamanna í Morg- unblaðinu og á mbl.is á næst- unni. Í skrifum hennar birtist mynd af hlutskipti flótta- manna, sem getur verið djúpt á í fréttaflaumi hversdagsins. Í grein Sunnu Óskar á fimmtudag kemur fram að á innan við fimm árum hafi 1,1 milljón flóttamanna komið til Líbanons og þeir séu nú fimmtungur íbúa í landinu, sem myndi jafngilda því að 80 þúsund flóttamenn kæmu til Íslands. Í landinu eru þó eng- ar formlegar flóttamannabúð- ir fyrir Sýrlendinga. Fólkið býr í óformlegum flótta- mannabyggðum og borgar leigu. 70% flóttamannanna eru undir fátækramörkum. Flestir þurftu að skilja aleiguna eftir þegar þeir lögðu á flótta og verulega hefur gengið á þá sjóði, sem þó tókst að hafa með, eftir því sem árin hafa liðið. Skuldirnar hlaðast upp og flóttamennirnir mega ekki vinna. „Því hafa margir orðið að grípa til þess örþrifaráðs að láta börnin sín vinna, vægar er tekið á slíku ef upp kemst en fullorðnum sem stunda svarta vinnu,“ skrifar Sunna Ósk. „Dæmi eru um að 5 ára börn vinni fyrir fjölskyldunni og að þeim séu greiddir 3-4 dollarar, 400 til 500 krónur, fyrir fullan vinnudag.“ Í Morgunblaðinu í dag fjallar hún sérstaklega um hlutskipti barnanna í hópi flóttamannanna. Í Líbanon eru nú um 400 þúsund börn á skólaaldri. Skólakerfið í land- inu hefur verið opnað fyrir þeim og um helmingi þeirra býðst að ganga í skóla. Mörg hafa þó enga skólagöngu feng- ið undanfarin ár og þurfa und- irbúning til að geta gengið í al- menna skóla. Hann fá þau á barnvænum svæðum, sem UNICEF rekur í samvinnu við líbönsku mannúðarsamtökin Beyond Association. „Þessi börn hafa misst allt,“ segir Maria Assi, forseti BA, sem hefur sinnt mannúðarstarfi í áratugi, í greininni í blaðinu í dag. „Húsin sín, skóla sína, allt. Foreldrarnir hafa misst lífsviðurværi sitt. Allt í einu búa þau í tjaldi. Eina skjólið sem þau hafa er nælondúkur.“ Hlutskipti flóttamannanna frá Sýrlandi verður ekki leyst í bráð. Þetta fólk á hvergi heima. Heil kynslóð er að vaxa úr grasi, sem elst upp í skugga stríðsins í Sýrlandi og ekki þekkir annað en upplausn og rótleysi. Átökin í landinu halda áfram og friður er ekki í augsýn. Nú fyrir jólin er von á 55 Sýrlendingum til Íslands úr hópi sýrlensku flóttamann- anna í Líbanon. Flestir vilja þeir snúa aftur heim, en eiga þess ekki kost. Hér bíður þeirra nýtt líf. Því mun fylgja farangur úr gamla lífinu og ör á sál, sem seint munu hverfa, ef nokkurn tímann. En hér munu þau njóta öryggis, börn- in munu ekki búa við vinnu- þrælkun, stúlkurnar verða ekki seldar í hjónaband. Að baki verður óvissa, vosbúð og hættur, líf, sem kannski er best að lýsa með orðum barns, Sayids, 12 ára drengs frá Sýr- landi: „Það er munur á húsi og tjaldi. Húsið verndar mann fyrir kulda. Tjaldið er úr segl- dúk og veitir enga vernd. En þó að það sé kalt þá vernda foreldrarnir mig og ylja mér með ást sinni. Svona er saga mín því ég get ekki verið í heimalandinu mínu.“ „Svona er saga mín því ég get ekki verið í heima- landinu mínu“} Sláandi og slævandi J ólamánuðurinn hófst með hvelli og snjónum hefur hreinlega kyngt nið- ur. Umferð hefur farið úr skorðum og ekki komust allir til vinnu á rétt- um tíma á þriðjudaginn síðastliðinn. Snjóhraukarnir sem hlaðist hafa upp í flestum götum benda til að það muni taka nokkuð kröftuga hláku til að vinna á stabbanum. Þótt hægar gangi eftir götunum hafa snjó- þyngslin ekki teljandi áhrif önnur en að ýta undir hátíðleika jólaljósanna sem margir hafa nú þegar hengt upp utan á húsum sínum og í námunda við þau. Á sama tíma og veitufyrirtækin flytja heitt vatn og rafmagn inn á heimilin vítt og breitt um landið og tryggja með því að kuldinn og veðrið hafi ekki teljandi áhrif á daglegt líf okk- ar hefur náttúran í miskunnarleysi sínu gert villtum dýrum erfiðara um vik að sækja sér björg í bú. Það á ekki síst við um smáfuglana sem eru svo kjarkaðir að halda til á landinu okkar yfir köldustu mánuðina. Þeir eiga nú vegna fannfergis mun erfiðara með að afla sér æt- is á jörðu niðri. Það gerist samhliða kólnandi veðri, ein- mitt þegar þeir þurfa meira á því að halda en oftast áður að sækja sér orku til að komast í gegnum köldustu dag- ana. Frostið hefur auk þess verið óvenjumikið að undan- förnu og ekki oft sem tölur langt undir núllinu sjást á höf- uðborgarsvæðinu. Nú um helgina er því meðal annars spáð að kuldinn fari nærri tíu gráðum í mínus og það mun reyna á þolrifin hjá litlum fuglum, ekkert síður en þeim okkar sem hyggja á útivist á sama tíma. Af þessum sökum er mikilvægt að við minnumst fuglanna í vetur og gerum það sem við getum til að tryggja þeim orku til að halda út. Og það ætti reyndar ekki að reynast okkur mjög erf- itt. Þótt yfirleitt hugsi fólk til kornmetis þegar fæða smáfuglanna er annars vegar eru þeir seigari en margir halda og fúlsa ekki við góð- um mat þar sem hann er borinn fram. Því er hægt að safna saman matarafgöngum ýmiss konar og koma þeim á góðan stað á svölum eða úti í garði. Í frétt sem nýlega birtist í Morgunblaðinu var fjallað um frumniður- stöður nýrrar rannsóknar á matarsóun hér- lendis. Benda þær til þess að borgarbúar fleygi um 5.800 tonnum af matvælum árlega. Í öllu því magni leynist ábyggilega kornmeti af ýmsu tagi, til dæmis brauðafgangar en ekki síður fituríkur matur sem fuglum þykir mikið lostæti. Það er betra að láta fuglana njóta þess sem til fellur en að láta tunnurnar gleypa það. Þá má einnig halda því til haga að fuglarnir þurfa vatn til að sporðrenna matnum og því er mjög gott ef hægt er að hafa vatn aðgengilegt nærri þeim mat sem þeim er ætlaður. Þar þarf reyndar að fylgjast vel með, ekki síst nú um stundir þegar kuldaboli kemur vatninu fljótt og vel á fasta formið. Fuglarnir gleðja okkur með söng sínum, hreiðurgerð og atferli. Hvar væri sumarið án þeirra? Launum þeim fé- lagsskapinn með því sem annars færi til spillis. ses@mbl.is Stefán E. Stefánsson Pistill Smávinir fagrir í frosthörkunum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Með setningu sérstaksákvæðis um ofbeldi ínánum samböndum í al-menn hegningarlög felst táknræn viðurkenning löggjaf- ans á sérstöðu slíkra brota sem og þess að heimilisofbeldi sé ekki einka- mál fjölskyldna heldur varði sam- félagið allt og sé vandamál sem sporna beri við með öllum tiltækum ráðum,“ segir í greinargerð með stjórnarfrumvarpi um breytingu á lagaumhverfi í heimilisofbeldis- málum. Ólöf Nordal, innanríkis- ráðherra, lagði frumvarpið fram í fyrradag. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögfest verði sérstakt laga- ákvæði um heimilisofbeldi og að gert verði refsivert að neyða annan mann til að ganga í hjúskap. Verði það sam- þykkt á Alþingi skapast skilyrði til að hægt verði að fullgilda samning Evr- ópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heim- ilisofbeldi, eða Istanbúl-samninginn. Við gerð frumvarpsins var höfð hliðsjón af sambærilegum norskum hegningarlagaákvæðum. Beinskeyttari réttarvernd Nýtt ákvæði um heimilisofbeldi fjallar um ofbeldisbrot í nánum sam- böndum þar sem áhersla er lögð á ógnarástand sem sú tegund ofbeldis geti skapað og langvarandi þjáningu sem því geti fylgt. Beinist ákvæðið gegn þeim sem endurtekið eða á alvarlegan hátt með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúð- araðila, niðja síns eða niðja núver- andi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá. Viðurlög við slíku broti eru ráð- gerð sex ára fangelsisvist hið minnsta og mest sextán ára fangels- isvist ef brotið telst stórfellt. Þannig er reynt að tryggja þeim sem þurfa að þola alvarlegt eða end- urtekið ofbeldi af hálfu nákominna meiri og beinskeyttari réttarvernd en er að finna nú í gildandi refsilög- gjöf. Ekki er talið að líkamsmeiðinga- ákvæði hegningarlaga nái til þeirra þátta sem felast í heimilisofbeldi, svo sem kúgana, hótana eða niðurlæg- inga. Nái það þannig einungis til lík- amlegs ofbeldis en ekki andlegs of- beldis. Staðsetning brots hefur ekki sérstaka þýðingu við beitingu nýs ákvæðis þótt í meirihluta tilvika eigi brotin sér stað innan veggja heimilis- ins. Börn njóta einnig aukinnar verndar samkvæmt nýju ákvæði, eins og segir í greinargerð en ekki er gerður greinarmunur á því hvort of- beldið beinist að þeim eða ekki. Nýtt ákvæði myndi einnig auð- velda skráningu og mat á umfangi heimilisofbeldismála. Óþarft að sanna hvert tilvik Við gerð frumvarpsins var talið nauðsynlegt að horfa á ofbeldi í nán- um samböndum heildstætt en ekki sem samsafn einstakra tilvika. Eftir atvikum þurfi ekki að sanna hvert og eitt tilvik fyrir sig. „Þótt viðbúið sé að erfitt geti verið í einstökum tilvikum að færa fram viðhlítandi sönnun um að atvik hafi verið eins og lýst er í því sér- staka refsiákvæði sem lagt er til með frumvarpinu, verður ekki álitið að slík sjónarmið réttlæti að látið sé hjá líða að lögfesta ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum,“ segir í grein- argerð með frumvarpinu. Heimilisofbeldi ekki einkamál fjölskyldna Morgunblaðið/ÞÖK Heimilisofbeldi Nýtt refsiákvæði veitir þolendum sterkari réttarvernd, en talið er að flestir þolendur ofbeldisins séu konur og börn. (Mynd er sviðsett) Íslensk stjórnvöld og fé- lagasamtök hafa síðastliðna tvo áratugi beint sjónum sínum að heimilisofbeldi og færum leiðum til að veita þolendum viðeigandi réttarvernd. Í skýrslu dóms- málaráðherra frá 1998 er því lýst hvað lögreglan þarf í störfum sínum að kljást við í þessum efn- um. „Heimilisofbeldi er afbrot sem tengist mjög einkalífi manna, enda oft um að ræða persónuleg málefni sem eiga sér stað innan „friðhelgi einkalífsins“. Málin geti því verið vandasöm í úrlausn lögreglu þar sem þeim sem í hlut eiga finnst lögreglan vera komin út fyrir yfirráðasvæði sitt og far- in að hnýsast í einkamál þeirra. „Lögreglumenn eru því oft að vinna í umhverfi þar sem þeir eru óvelkomnir og hafa fá úrræði til að hjálpa hlutaðeigandi.“ Ekki var í þeirri skýrslu tekin afstaða um lögfestingu sértaks refsi- ákvæðis um heimilisofbeldi. Lögreglan óvelkomin HEIMILISOFBELDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.