Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 31

Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Varkárni Krakkar á leið úr sundi í Laugarnesskóla fara að öllu með gát og ástæða er til þess að hvetja alla í umferðinni, jafnt gangandi sem akandi, að taka þá sér til fyrirmyndar. Golli Stjórnvöld leggja fram umdeilt frum- varp um stórhækkun sérstakra gjalda á sjávarútvegsfyrirtæki. Daginn eftir fer frétta- stofa ríkisins af stað með umfjöllun þar sem því er haldið fram að stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins hafi brotið gróflega gegn ákvæðum skatta- og gjaldeyrislaga. Sama dag ræðst gjaldeyriseftirlit Seðlabanka ríkisins inn í skrifstofur þessa fyrirtækis og leggur hald á gögn í brettavís. Fjölmiðlar virðast boðaðir í húsleitirnar og ekki er dregin dul á það í fjölmiðlum að til rannsóknar séu stórfelld brot af hálfu stjórnenda þessa fyrirtækis. Ráðherra segir að rannsaka þurfi hvort sjávarútvegsfyrirtæki séu al- mennt að koma stórfelldum fjár- munum undan skatti í útlöndum. Upplýst er að fréttastofa ríkisins og gjaldeyriseftirlitið höfðu með sér samráð við upphaf rannsókn- arinnar. Þetta er ekki lýsing á Rússlandi Pútíns heldur Íslandi þeirra Stein- gríms, Jóhönnu og Más. Ofan- greindir atburðir áttu sér stað í lok mars 2012 og beindust aðgerðirnar að sjáv- arútvegsfyrirtækinu Samherja og stjórn- endum þess. Stjórn- endur Samherja full- yrtu að þeir hefðu ekkert að fela og að þeir hefðu ekki gerst brotlegir við lög. „Ég er alveg klár á því hver verður niðurstaðan í þessu máli,“ sagði for- stjóri Samherja í við- tali daginn eftir hús- leitirnar. Sú niðurstaða liggur núna fyrir og hún er í fullu samræmi við það sem stjórnendur Samherja héldu fram á þessum tíma og allar götur síðan. Þær ásakanir sem á þá voru bornar um stórfelld brot gegn lögum og almannahagsmunum reyndust haldlausar og lauk þessari aðför með því að Seðlabankinn var gerður afturreka með allan sinn málatilbúnað. Hátt var reitt til höggs og því er ábyrgð Seðlabankans mikil í þessu máli. Seðlabankastjóri ber sam- kvæmt 1. mgr. 23. gr. laga nr. 36/ 2001 um Seðlabanka Íslands ábyrgð á rekstri bankans og fer hann með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru falin öðrum með lögum. Hann ber því ábyrgð á þeirri sneypuför sem að framan er rakin. Seðlabankastjóri hefur hins vegar verið á flótta undan ábyrgð sinni. Hann hefur haldið því fram, bæði í viðtali við Morgunblaðið 14. sept- ember sl. og í útvarpsþættinum Sprengisandi 22. nóvember sl., að Samherji hafi sloppið vegna klúðurs við lagasetningu. Slíkar dylgjur eru ekki samboðnar seðlabankastjóra og það verður að gera þá kröfu að fyrirtæki sem hreinsað hefur verið af ásökunum hans njóti sannmælis. Meiri sómi væri að því fyrir seðla- bankastjóra að viðurkenna ábyrgð sína og biðjast afsökunar á þeim erfiðleikum sem bankinn hefur valdið þessu fyrirtæki og starfs- mönnum þess með tilhæfulausum ásökunum og grófum inngripum í starfsemi fyrirtækisins. Umboðsmaður Alþingis gerði í byrjun október alvarlegar athuga- semdir við starfshætti Seðlabank- ans við framkvæmd laga um gjald- eyrismál. Í bréfi umboðsmanns segir að það verði að gera þá kröfu að þau stjórnvöld sem fara með at- huganir og rannsóknir á meintum refsiverðum brotum gæti þess sér- staklega að fullnægjandi lagagrund- völlur sé til staðar til að ráðast í at- huganir og rannsóknir gagnvart borgurunum. Segir umboðsmaður að slíkar rannsóknir séu verulega íþyngjandi gagnvart þeim einstakl- ingum og lögaðilum sem í hlut eiga og inngrip í persónuleg málefni þeirra og atvinnustarfsemi. Fer um- boðsmaður fram á að Seðlabankinn hugi betur að því við undirbúning og ákvarðanatöku um athuganir og rannsóknir, og eftir atvikum kæru til lögreglu, vegna einstakra mála, að sá lagagrundvöllur sem þær ákvarðanir byggjast á sé fullnægj- andi miðað við þá háttsemi sem á reynir. Athygli vekur að umboðs- maður beinir erindi sínu sér- staklega til þeirra stjórnvalda sem hafa eftirlit með starfsemi Seðla- bankans, þ.e. bankaráðs Seðlabanka Íslands og fjármála- og efnahags- ráðherra. Og umboðsmaður lætur ekki staðar numið þar. Orðrétt segir í bréfi umboðsmanns: „Ég tek það líka fram að ég tel það miður þegar forstöðumenn ríkisstofnana, sem fara með rannsóknarvald af því tagi sem hér er fjallað um, vísa til þess að ástæða þess að fella hefur þurft niður rannsóknir mála, t.d. með ákvörðun ákæruvalds, megi rekja til vanbúnaðar í lögum eða mistaka við lagasetningu. Það er einmitt verk- efni stjórnvalda að gæta að því að þau hafi nægar heimildir í lögum til þeirra athafna og ákvarðana gagn- vart borgurunum sem þau grípa til.“ Hér tekur umboðsmaður af öll tvímæli um ábyrgð Seðlabankans og stjórnenda hans. Þótt Seðlabanka- stjóri hafi beitt fyrir sig fremur óvæntri röksemdafærslu í fram- angreindum útvarpsþætti þess efnis að umboðsmaður Alþingis væri ekki óskeikull, hann væri ekki dómari og ekki guð, þá verður ekki séð að bankastjórinn geti flúið þessa alvar- legu gagnrýni. Þar breytir engu um að seðlabankastjóri sé svo önnum kafinn að hann hafi ekki tíma til að þvo af sér sokkana, eins og hann greindi frá í viðtalinu á Sprengi- sandi. Það er grundvallarregla í öllum skárri samfélögum að valdi fylgir ábyrgð, og því meira sem valdið er því meiri ábyrgð bera valdhafarnir. Seðlabankastjóri er ekki undanþeg- inn þessari meginreglu. Það er vond tilhugsun ef þeir sem með slík völd fara telja sig ekki þurfa að standa skil á gerðum sínum. Eftir Borgar Þór Einarsson » Það er grundvallar- regla í öllum skárri samfélögum að valdi fylgir ábyrgð, og því meira sem valdið er því meiri ábyrgð bera vald- hafarnir. Borgar Þór Einarsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ábyrgðarlaus í óhreinum sokkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.