Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Staðsetjið kerti ekki nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöldum í kertalogann Nú þegar aðventan er gengin í garð og jólahátíðin nálgast hvarflar hugur okkar í enn ríkara mæli til þeirra sem eiga um sárt að binda, vegna ástvinamissis, heilsu- leysis eða annars þess sem mannlegur mátt- ur fær ekki ráðið. En hugur okkar er einnig hjá því fólki sem líður sálarkvalir og angist vegna hluta sem við getum ráðið við en gerum ekki. Hér á ég við þá hópa sem ekki eiga mikið bakland í sinni baráttu um betra líf því þetta eru engir þrýstihópar og fáir virð- ast telja sig þurfa að standa með í verki. Ef við spyrðum fólk „eiga ör- yrkjar og aldraðir að hafa mögu- leika á því að lifa með reisn á Ís- landi?“ munu svörin öll verða „að sjálfsögðu“. En reyndin er önnur. Hvernig má það því vera að á Ís- landi árið 2015 séu hópar í þjóð- félaginu sem búa við hreina fátækt. Við höfum heyrt stjórnmálamenn draga í efa að fátækt sé til á Íslandi, en við sem lifum og hrærumst í þessum málum þekkjum þessa hluti því við erum í tengslum við fólkið og vitum að ástandið batnar ekki þó að stjórnmálamenn stingi höfðinu í sandinn. Staðan hjá mörgum ör- yrkjum og öldruðum er grafalvarleg. Endar ná engan veginn sam- an. Launin sem við Ís- lendingar bjóðum þessum hópum eru ekki hærri en það að þú átt engan mögu- leika á að geta lifað með reisn. Auðvitað vitum við að margir eldri borgarar eru vel stæðir og jafnvel stóreignafólk sem hækkar tekjumeðaltalið, en ég er ekki að tala um þá hér því hér á ekkert meðaltal við. Þeir sem ekkert hafa nema greiðslur frá hinu opinbera, kaupa ekki nauðsynjar fyrir með- altal heldur fyrir peninga. Fjármálaráðherranum fannst ekki óeðlilegt að hækkun tekna í efstu lögum þjóðfélagsins væri afturvirk frá mars á þessu ári. Mig minnir að sami maður hafi talað um að hækk- un á launum öryrkja og aldraðra kæmi til framkvæmda um næstu áramót ekki frá mars á þessu ári. Ég vona bara af heilum hug að mér skjátlist, að mér hafi misheyrst eða einfaldlega að ég hafi ekki skilið ráðherrann. Það getur varla verið að á Íslandi á árinu 2015 eigi hækk- anir hæstu tekjuhópanna að vera afturvirkar en þeir sem minnst mega sín bíði til næstu áramóta. Við sáum það í síðustu samningum, sem voru miðaðir að því að fólkið með lægstu launin fengi mestu hækk- unina, að allir töluðu um að sjálf- sagt væri að svo yrði. Fólkið ætti að hafa möguleika á því að komast af. Reyndin varð önnur, efri lögin í tekjum í þjóðfélaginu þurftu bara að fá „leiðréttingu“ fyrst. Ég ber þá von í brjósti að einhver stjórn- málaflokkur, hreyfing eða við al- menningur snúum okkur að því að gæta hagsmuna þessara hópa sem höllustum fæti standa, ekki í orði heldur í verki. Þessi þróun er til skammar, ekki bara stjórnmálunum heldur okkur öllum, við verðum að standa við bakið á okkar fólki og gera þá kröfu að allir Íslendingar eigi möguleika á að lifa í framtíðinni með reisn. Aldraðir og öryrkjar – fátæktin í fyrirrúmi Eftir Gils Einarsson » Launin sem við Ís- lendingar bjóðum þessum hópum eru ekki hærri en það að þú átt engan möguleika á að geta lifað með reisn. Gils Einarsson Höfundur er formaður Verslunar- mannafélags Suðurlands. Í kjölfar hryðju- verkaárásanna í París benti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, á að hið öfgafulla og róttæka íslam fæli í sér mikla ógn við hið siðmenntaða samfélag. Viðbrögð franskra yf- irvalda við hryðju- verkunum í París stað- festa, að forsetinn er ekki einn um þá skoðun. Ljóst er að yfirvöldum mistókst að tryggja ör- yggi almennings eftir árásirnar á rit- stjórnarskrifstofur Charlies Hebdo. Í París og Brussel var mælt fyrir um útgöngubann og landamæraeftirlit tekið upp þar sem það var ekki áður. Lögregla handtók einstaklinga, sem aðhyllast öfgafullt og róttækt íslam og leitaði í húsakynnum þeirra þar sem meðal annars fundust sprengju- vesti og skotvopn. Hryðjuverk íslamista Hin verðskuldaða athygli, sem ábending forsetans fékk, olli gremju stjórnmálamanna á vinstri vængn- um, hvort heldur þeirra sem njóta æ minna fylgis eða þeirra sem stunda sín stjórnmál vestur á Melum eða í Grábrókarhrauni undir Baulu uppi í Borgarfirði. Annað hvort heyrðu þessir stjórnmálamenn ekki eða vildu ekki hlusta er forsetinn áréttaði nauðsyn þess að ræða málin „með opnum og heiðarlegum hætti án þess að fara strax að ásaka hvert annað um annarleg sjónarmið eða stimpla viðhorfin“. Kunnugleg andlit sökuðu for- setann um að ala á sundrungu á meðal „þjóðarinnar“ því hryðju- verkin hefðu ekkert með íslam að gera. Þessa stjórnmálamenn skiptir engu, þótt hinir herskáu íslamistar hafi nú í tvígang murkað lífið úr sak- lausum Parísarbúum í sama mund og þeir ákalla guð sinn. Og tæpast er það tilviljun, að þessir stjórn- málamenn eru margir þeir sömu og studdu núverandi ritstjóra Kast- ljóss í síðustu forsetakosningum. Staðreyndin er sú að forsetinn sagði eingöngu það sem almælt er, en margir stjórnmálamenn þora ekki að ræða. Íslamistar seilast til valda Í umfjöllun sinni benti forsetinn á að ríki, sem hefði fóstrað öfga- kennt íslam hefði ákveðið að hafa afskipti af trúarbrögðum hér á landi. Ætla verður að hér hafi forsetinn átt við Sádi-Arabíu. Forsetinn er ekki sá fyrsti sem varar við. Skemmst er að minnast þess er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Fram- sóknar og flugvallarvina, lýsti efa- semdum um að ókeypis lóð væri út- hlutað undir mosku til Félags múslima á Íslandi. Í dag gagnrýna sömu stjórnmálamenn forsetann og gagnrýndu Sveinbjörgu Birnu. Þessa stjórnmálamenn skiptir engu þótt sá einstaklingur sem heldur um stjórn- artauma hjá félaginu hafi lýst sig bókstafstrúarmann og að nýlega hafi komið fram upplýsingar, þar sem því er lýst að hann hafi sóst eftir fjár- stuðningi Sádi-Araba til að reisa moskuna. Má ætla að alþingi bresti kjark til þess að grípa inn í fyr- irsjáanlega atburðarás? Óttast rasistastimpilinn Rannsókn franskra yfirvalda hefur leitt í ljós að herskáir íslamistar frá Molenbeek í Belgíu lögðu á ráðin um hryðjuverkin í París. Í erlendum fjöl- miðlum þykir fréttnæmt að stærstur hluti íbúa Molenbeek er innflytj- endur, sem eru íslamstrúar. Í sömu fjölmiðlum er Molenbeek lýst sem miðstöð herskárra íslamista, en fjöl- margir sem berjast fyrir íslamska ríkið koma þaðan. Í ljós hefur komið að belgísk yf- irvöld höfðu einn hryðjuverka- mannanna í sigtinu fyrir árásirnar, en brugðust ekki við. Engan skyldi undra, enda hafa borgaryfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hafa lengi vitað, að hinu róttæka og öfgafulla íslam yxi fiskur um hrygg. Borgaryfirvöld skorti hins vegar vilja til að grípa til aðgerða, enda féllu þær ekki að áherslum sósíalista, sem voru þar til fyrir skemmstu við stjórnvölinn. Enginn vildi fá rasistastimpilinn. Því miður skorti Françoise Schep- mans, núverandi borgarstjóra Molen- beek, líka kjark. Í síðustu viku var upplýst að borgarstjórinn hafði feng- ið upplýsingar um nöfn 80 ein- staklinga sem taldir voru herskáir ísl- amistar tæpum mánuði fyrir hryðjuverkin. Á listanum var nafn Salah Abdeslam sem grunaður er um að skipuleggja hryðjuverkin. Geta ungir íslamistar aðlagast? Hvað veldur því að ungt fólk sem er alið upp í íslamstrú velur hina öfgafullu og róttæku útgáfu af íslam? Atvinnuleysi og fátækt verður ekki alltaf kennt um, enda er óheyrt að ungt fólk, sem þannig er komið fyrir fremji hryðjuverk í nafni annarra trúarbragða í evrópskum borgum. Vísbendingar eru um að hinir ungu íslamistar aðlagist ekki evrópskum samfélögum. Gildin, sem þeim eru kennd heima fyrir, samræmast ekki vestrænum gildum á borð við lýð- ræði, réttarríki, trúfrelsi, tjáning- arfrelsi og jafnrétti kynjanna. Þessi togstreita veldur hættu á því, að ung- ir íslamistar fyrirlíti samfélögin sem þeir alast upp í. Og í verstu tilvik- unum eru þeir reiðubúnir að ráðast gegn þeim. Vafalaust koma fleiri ástæður til, en ljóst er að góður ásetningur um aðlögun ungra ísl- amista að samfélaginu er í sumum til- vikum óskhyggja. Í umfjöllun Financial Times um hryðjuverkin 15. nóvember sl. bendir David Gardner, hinn þrautreyndi rit- stjóri, á að herskáir íslamistar geti meðal annars sótt nýja liðsmenn í tvo hópa; annars vegar örvæntingarfulla flóttamenn við landamæri Sýrlands og hins vegar múslima í Evrópu, sem eru andsnúnir eigin samfélögum. Ég eftirlæt lesendum að svara því hvort þeir treysti betur greiningu Davids Gardner eða þeirra, sem nú fara fremstir gegn forseta vorum. Þeir sem hafa kjark Eftir Gústaf Níelsson » Í umfjöllun sinni benti forsetinn á að ríki, sem hefði fóstrað öfgakennt íslam hefði ákveðið að hafa af- skipti af trúarbrögð- um hér á landi. Gústaf Níelsson Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.