Morgunblaðið - 05.12.2015, Side 38

Morgunblaðið - 05.12.2015, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 ✝ Guðni MarinóÓskarsson fæddist 28. sept- ember 1941 í Sjó- borg á Eskifirði. Hann lést á Land- spítalanum Foss- vogi 26. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Halldóra Guðna- dóttir, f. 24. apríl 1917, d. 1. desember 1989, og Óskar Sigurjón Jónsson Snædal, f. 6. maí 1917, d. 27. janúar 1986. Systkini Guðna eru: Guðni Þór, f. 12. janúar 1937, d. 24. ágúst 1937, Alfreð, f. 4. febrúar 1940, d. 20. september 1979, Jón Ragnar, f. 9. nóvember 1942, Margrét, f. 16. október 1948, Halla Ósk, f. 11. apríl 1953, og Ríkarð, f. 14. júlí 1958. Guðni kvæntist 9. apríl 1966 Mar- gréti Stefaníu Sveinsdóttur, f. 1. mars 1946. For- eldrar hennar voru Ragnheiður Anna Stefánsdóttir sjúkraliði, og Sveinn Vilhjálms- son vélstjóri. Guðni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1961 og cand. odont-prófi frá Háskóla Íslands 1967. Guðni var starfandi tannlæknir á Húsavík frá 1967 til 1971 og á Eskifirði frá 1971 til starfsloka. Útför Guðna fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 5. des- ember 2015, klukkan 13. Elsku bróðir, við kveðjum þig og þökkum fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Magga, við vottum þér innilega samúð okkar. Jón Ragnar, Margrét, Halla Ósk og Ríkarð. Ég hef augun mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar. (Davíðssálmur 121) Á þessari stundu þegar ég minnist míns kæra mágs og besta vinar, Guðna Óskarssonar, eða Badda frænda eins og hann var alltaf kallaður á mínu heimili, þá vil ég þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með honum og hans yndislegu konu, Margréti. Ég kynntist Badda ár- ið 1962 er við Alfreð bróðir hans giftum okkur og tókst þá strax góð vinátta með okkur og hélst sú vinátta til dauðadags. Árið 1962-1964 bjó Baddi ásamt Margréti unnustu sinni hjá okkur Alfreð á Ásbraut 9 í Kópavogi meðan hann var við tannlæknanám við Háskóla Ís- lands. Hann starfaði sem tannlæknir á Húsavík að námi loknu frá 1967-1971. En 1971 fluttist hann austur, í heimabyggð sína, Eski- fjörð, ásamt eiginkonu sinni, Margréti. Hann starfaði sem tannlæknir á Eskifirði frá þeim tíma. Þrátt fyrir að alllangt væri á milli fjölskyldna okkar rofnuðu aldrei vináttutengslin. Árið 1979 lést Alfreð maðurinn minn eftir stutta sjúkrahúslegu, Baddi var ekki lengi að bregðast við og var kominn suður ásamt Margréti, mér og mínum börnum til að- stoðar strax daginn eftir. Öll sú aðstoð sem hann og Margrét veittu okkur þá og oft eftir það verður aldrei fullþökk- uð. Eftir þennan erfiða tíma styrktust vinaböndin enn meir. Ég og fjölskylda mín vottum Margréti konu hans og ættingj- um öllum, okkar dýpstu samúð. Drottinn blessi ykkur öll. Oddný S. Gestsdóttir. Ég á margar hlýjar og góðar minningar um Badda frænda. Ég var oft í pössun hjá honum og Möggu þegar ég var yngri. Frá því að ég man eftir mér kallaði hann mig „litla vog“ og hann var „stóra vog“ því við áttum það sameiginlegt að vera bæði í vogarmerkinu. Það var gott að fá faðmlag hjá Badda því þau voru bæði þétt og löng. Honum var mjög umhugað um að mér og hinum systkinabörnunum hans vegnaði sem best. Hann hafði alltaf áhuga á því að vita hvað væri í gangi hjá mér hverju sinni og hann lét mig finna að hann væri stoltur þegar gekk vel. Baddi átti sínar stundir með okk- ur þegar við vorum yngri, hann fór oft með okkur systur á skíði um helgar; einnig var það árviss hefð að við fórum með Badda ásamt Díönu Mjöll á aðfanga- dagsmorgnum að bera út. Þá keyrði hann okkur frænkur um bæinn til að bera út jólakort, mjög skipulega, það var komið við á heimilum allra systkinanna og skipst á gjöfum og kortum og allir heimsóttir. Þetta hefur ef- laust byrjað til að stytta okkur biðina eftir jólunum en hefðinni var haldið við langt fram á full- orðinsár. Við mæðgur fórum með honum í ógleymanlega ferð til Færeyja með Norrænu og keyrðum um eyjarnar og skoð- uðum margt, annað var skilið eftir til að skoða í bakaleiðinni en svo var farin önnur leið til baka. Þetta varð að máltæki sem við notuðum oft og hlógum að, „við skoðum það í bakaleiðinni“. Eftir að Baddi fór að heimsækja mig eftir að ég fór að búa drukkum við oft kaffi saman og spjölluð- um, fyrir okkur tvö helltum við upp á mjög sterkt kaffi sem eng- inn annar gat drukkið og varla við sjálf, en það var okkar. Þá gleymi ég ekki kvöldunum þegar við töluðum saman í síma, það gerðist oft þegar Gettu betur byrjaði í sjónvarpinu, þá hringdi Baddi og við horfðum á þáttinn saman og oftar en ekki var Baddi með svörin á hreinu á undan keppendunum. Baddi hafði mikla ástríðu fyrir íslenskri tungu, hann talaði rétt og var umhugað um að aðrir gerðu það. Hann átti það oft til að leiðrétta mann og leiðbeina. Baddi kenndi mér ótal margt sem ég bý að enn í dag og geri áfram, hans verður minnst með miklum hlýhug í minni fjöl- skyldu og við eigum eftir að vitna í hann um ókomin ár. Elsku Magga! Minningin um mikinn uppáhaldsfrænda lifir áfram. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur, Freyja Björk. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Þannig týnist tíminn, elsku frændi, og alltaf heldur maður að það komi nýr í staðinn og við trú- um því að það sé rétt sem frænd- ur okkar í Færeyjum segja „það kemur alltaf meiri tími, gamli“, en það gerir það ekki. Nú ertu farinn og við vildum óska að tím- inn hefði verið meiri, að við hefð- um getað komið í tannlæknastól- inn hjá þér einu sinni enn, drukkið kaffi með ykkur Möggu á eftir, sungið aftur með þér í kórnum, fengið meiri tilsögn í frönsku, farið í fleiri ferðalög, borið enn einu sinni út jólakortin með þér. Eins og okkur fannst leiðin- legt að þú skyldir leiðrétta okkur málfarslega þá þráum við ekkert meira núna en að heyra „nei, þér hlakkar ekki til, þú hlakkar til“ og í hvert skipti sem við leið- réttum okkar börn, hugsum við um þig. Við vildum óska að þú hefðir komið í eitt jólaboð enn. En tíminn hann hljóp frá okkur. Við lítum til baka með þakk- læti fyrir að hafa átt þig að, elsku Baddi, og við trúum því að þú sért núna hjá ömmu og afa og öllum þeim sem eru ekki lengur hjá okkur. Minningarnar ylja og minning þín lifir með okkur. Elsku Magga, við vottum þér dýpstu samúð okkar. Halldóra Ósk, Díana Mjöll og fjölskyldur. „Kaupa, kaupa ís“ og „Vá maður! Tuttugu bílar“ eru setn- ingar sem rifjaðar voru upp reglulega með Badda frænda en það eru rúm 40 ár síðan þær voru sagðar. Núna síðast í nóv- ember rifjuðum við upp þegar undirrituð pissaði í kopp á hundrað kílómetra hraða og gól- aði fyrri setninguna með reglu- legu millibili. Þetta var í fyrsta skipti sem við fórum saman í ferðalag, ég og Baddi frændi, en ferðinni var heitið til Reykjavík- ur, þar sem ferðalaginu lauk nú fyrir skemmstu hjá Badda. Ég á margar og góðar minn- ingar um Badda, það var alltaf gott að koma til þeirra hjóna og alltaf tekið vel á móti okkur krökkunum en nú í seinni tíð hef- ur samverustundunum fækkað mikið eins og gengur og gerist. Ég man sérstaklega eftir ferðalögunum sem ég hef farið í með honum. Fyrst þessi frábæra Reykjavíkurferð, þar sem ég hafði aldrei séð svona marga bíla eins og blöstu við mér þegar við keyrðum niður Ártúnsbrekkuna (alveg tuttugu). Ég man líka eftir helgarferðinni sem ég, Díana Mjöll og amma Gógó fórum með þeim hjónum til Borgarfjarðar eystri og í Hallormsstað. Í þeirri ferð var Baddi með kvikmynda- vélina á lofti og tók virkilega skemmtilegar myndir af okkur frænkum sem við fengum oft að horfa á, mest gaman var þó að horfa afturábak og sjá hvernig við meðal annars stukkum aftur fyrir okkur upp í rólurnar. Einu sinni fórum við, systurn- ar og mamma, líka með Badda til Færeyja. Það var virkilega skemmtileg ferð, þar sem mikið var ekið um og við fræddar um eyjarnar. Sumt átti að skoða bet- ur í bakaleiðinni, en oftar en ekki var svo farin önnur leið til baka, sem varð til þess að úr varð mál- tæki sem oft var hlegið að: „Skoðum það í bakaleiðinni.“ Verandi tannlæknir sá Baddi, að sjálfsögðu, um að fylgjast með og gera við tennurnar í mér sem og öðrum Eskfirðingum og Aust- firðingum. Ég man alltaf hvað ég átti erfitt með að skilja alla hina krakkana, sem voru hræddir við Badda. Það er sennilega gott að vera alinn upp með tannlækni í fjölskyldunni, þá er einhvern veginn engin ástæða til að hræð- ast þá stétt. Það var yfirleitt þannig að þegar búið var að skoða, og stundum gera við, var manni boðið upp á efri hæðina í létt spjall. Við áttum oft góðar stundir eftir veru í tannlækna- stólnum. Nú er farið að styttast í jólin, þá er ekki úr vegi að rifja upp jólahefðina sem við Freyja syss og Díana Mjöll áttum með Badda frænda. En á aðfangadagsmorg- un fórum við alltaf með honum að bera út jólakortin á Eskifirði. Kortunum var raðað skipulega og svo var ekið af stað. Sum- staðar var kortunum bara smeygt inn um lúguna en annars staðar var kíkt inn og skipst á pökkum og kortum. Þetta var virkilega skemmtileg hefð sem við héldum við langt fram eftir. Hvíldu í friði, elsku Baddi frændi. Elsku Magga, við fjölskyldan sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Rósa. Guðni Marinó Óskarsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR GUÐJÓNSSON, Norðurbakka 19b, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, 29. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 14. desember klukkan 13. . Erna Aðalheiður Guðjónsdóttir, Nína Kristín Sverrisdóttir, Jón I. Ingólfsson, Sigríður Guðný Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR GÍSLASON frá Hesteyri, sem lést mánudaginn 30. nóvember, verður jarðsunginn í Neskirkju mánudaginn 7. desember klukkan 13. . Snorri Hjálmarsson, Sigríður L. Guðjónsdóttir, Gísli Hjálmarsson, Ásgerður Soffía Nönnudóttir, Berglind Sigurðardóttir, Ína Dóra Hjálmarsdóttir, Benóný Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HILDIGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR, Laugarnesvegi 89, áður til heimilis að Hagamel 26, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 28. nóvember, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 8. desember klukkan 13. . Hjördís S. Pálsdóttir, Björgúlfur Pétursson, Þorgerður Pálsdóttir, Guðmundur K. Marinósson, Bentína U. Pálsdóttir, Kristinn Á. Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, SIGURÐUR ÁRNI KJARTANSSON hagfræðingur, Háaleitisbraut 26, Reykjavík, lést aðfaranótt föstudagsins 27. nóvember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 11. . Sólborg Hreiðarsdóttir, Kári Sigurðsson, Kormákur Sigurðsson, Dóróthea Jónsdóttir, Guðlaug Kjartansdóttir, Gunnar Kjartansson, Guðrún Kjartansdóttir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, Dunhaga 15, lést á Mörk hjúkrunarheimili laugardaginn 28. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 15. . Svava Þóra Þórðardóttir, Gunnar Kristjánsson, Ingunn Guðrún Einarsdóttir, Helgi Gísli Birgisson, Þórður Einarsson, Helgi Einarsson, Heiða Lilja og Svava Sóley. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ROESEL, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi hinn 19. nóvember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 11. desember klukkan 13. . Roy Richard Roesel Jr. Tamara Lísa Roesel Michele Trappella Nanna Björg Benediktz Guðmundur Birgir Stef. Helgi Þór Guðmundsson Kirstín Dóra Árnadóttir Birgir Hlynur Guðmundsson og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTÓFER ÓSKARSSON, Dalbraut 16, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. nóvember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 13. . Sigríður F. Guðmundsdóttir, Hafdís Ósk Sigurðardóttir, Brynjar Jakobsson, Linda Ósk Sigurðardóttir, Helgi Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.