Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það reynir á að finna út hvort þú sért í alvöru tilbúinn eða ekki. Láttu það eft- ir þér svo framarlega sem þú hefur efni á því. Hlutirnir ættu því að fara að ganga upp. 20. apríl - 20. maí  Naut Það má ýmislegt læra af stórhuga persónum sögunnar því þótt aðstæður séu ólíkar þá er kjarninn sá sami. Ef hún bankar upp á þá snýrð þú henni upp í skemmtilegt ævintýri. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Næsti mánuður gæti reynst tími nýrra kynna. Nýttu þér hráan kraft himin- tunglanna til þess að miða þér áleiðis, í stað þess að láta nýjan og yndislegan snertiflöt villa þig af leið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekkert vit í að láta reka á reiðanum lengur. Sýndu hugmyndaauðgi og útsjónarsemi þegar þú leitar aðstoðar ann- arra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú myndir ekki söðla hest án þess að láta hann vita af þér með örlitlu klappi. Láttu það ekki á þig fá. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ekkert að því að verðlauna sjálfan sig þegar maður hefur staðið sig vel og veit af því. Taktu frumkvæðið og hafðu forystu um að leiða verkið til lykta. 23. sept. - 22. okt.  Vog Tilfinningalegar flækjur hvers og eins eru fallegar. Kannski vill hann bæta færni sína á skapandi sviði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þess að sýna ekki öðr- um yfirgang í dag. Finnist þér sköp- unarhæfileikar þínir vera bældir skaltu reyna að finna þeim farveg. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Kannski er allt mjög djúpstætt, en með því að horfa þannig á hlutina öllum stundum er hæglega hægt að stöðva framþróun lífs síns. Fyrrverandi samstarfs- menn þínir geta hugsanlega hjálpað þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Úrvalsdagur er til að fjárfesta í listum með langtímafjárfestingu í huga. Reyndu samt að draga réttar ályktanir og þá ertu á grænni grein. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fjárhagsvandræði breiða yfir önnur vandamál. Taktu því við stjórnartaum- unum er færi gefst og stýrðu málum í höfn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur látið mörg smáverkefni hrúgast upp á borði þínu. Nýttu tækifærið og reyndu að koma sem mestu í verk á næstu dögum. Síðasta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson: Stropblettur á eggi er. Einatt má á hamri sjá. Á tening líka lítum vér. Ljósið jafnframt greina má. Hér er lausn Hörpu á Hjarð- arfelli: Á eggi er auga blettur. Í augað skaftið fer. Augum út er settur. Augu í höfði mér. Árni Blöndal svarar: Í setnu eggi, augu myndast fljótt. Auga hamars, skaftið tolla lætur. Augu tenings allir þekkja skjótt. Augun greina birtu dags og nætur. „Þá er það svarið við gátunni,“ skrifar Helgi R. Einarsson: Á tening, hamrı́og eggi er. Í amstri tengt er baugum. Því tel ég víst að henti hér að halla sér að augum. Guðmundur skýrir gátuna svo: Stropblett egg sem auga ber. Auga á hamri megum sjá. Á tening auga eygjum vér. Auga ljósið greina má. Og lætur limru fylgja: Er Sveinungi sveif á Lauga, ég svei mér þá er ekki að spauga, nei, fjarri fer því, þeim fangbrögðum í tapaðist tönn fyrir auga. Síðan sendir Guðmundur nýja gátu: Nafnið margur maður ber. Mun á orfi vera. Skelfilegur skröggur er. Í skilvindu í hringi fer. Svör þurfa að berast ekki síðar en á miðvikudagskvöld og eru ekki birt nema rétt sé farið með hljóð- stafi. Steinunn P. Hafstað skrifaði skemmtilegan pistil á fésbók 30. nóvember og lýkur honum með því að biðja „ykkur um að merkja við laugardag 19. des. en þá kemur næsti pistill, sem verður engum lík- ur frekar en liðinn dagur eða bara köngulóarvefur á vegi manns. Köngulóin vef sinn vann, sem virðist eins og smækkuð flík af fegurð jarðar, sóma og sann og sannarlega engri lík. Munið það, sem ég sagði: Temjið ykkur að gleðjast yfir litlu, því þá verður það stórt.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Augu ljúkast upp fyrir hagyrðingum Í klípu EN NIÐURLÆGJANDI, HUGSAÐI HANN. BARA AÐ ÉG HEFÐI ALDREI UNNIÐ Í ÞESSU BJÁNALEGA LOTTÓI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ GETUM EKKI BÚIÐ HJÁ FORELDRUM MÍNUM. ÞEIR BÚA ENN HJÁ FORELDRUM SÍNUM!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að lána henni gamla tryllitækið þitt á meðan bíllinn hennar er í viðgerð. POPPIÐ ER TILBÚIÐ! VIRKAR Í HVERT SKIPTI ÞJÓRFÉ MITT RÆÐST AF FEGURÐ ÞJÓNSINS… … ÞVÍ FALLEGRI SEM HÚN ER … ... ÞVÍ MINNA LEYFIR HELGA MÉR AÐ BORGA HENNI! GLEYMDU ÞVÍ. ÉG MYNDI ALDREI FARA Á STEFNUMÓT MEÐ ÞÉR. EKKI FYRIR MILLJÓN. Má ég fá að horfa á tvo þætti, einnbarnaþátt og svo Ebbu. Ebba er svo skemmtileg,“ spurði barnið og brosti sínu blíðasta. Að sjálfsögðu varð Víkverji við þessari beiðni, þrátt fyrir að hafa helst viljað draga úr sjónvarpsglápinu og setja þau skilyrði til að byrja með að einn þátt- ur væri í boði. En það er ekki hægt að segja nei við Ebbu. Þessi matur, þetta andlit, þessi hlýja! x x x Takk, Ebba, hreinlega fyrir aðvera þú sjálf. Þættirnir sem sýndir eru á Rúv eru mjög góðir. All- ir grænmetis- og baunaréttirnir sem töfraðir eru fram líta út fyrir að vera dásamlegir og það sem meira er bragðgóðir og hollir. Víkverji á eftir að prufa eitthvað af þessu gúmmul- aði með hjálp litla hjálparkokksins og verður eflaust eitthvað gott reitt fram. Að minnsta kosti tilraun til þess. Lesendur geta fylgst með út- komunni hér á næstu dögum. Engu er lofað fyrirfram. Annars dreymdi Víkverja að hann væri að sjóða baunir með einhverjum þara eins og meistarakokkurinn Ebba gerir í þáttunum til þess að fá betri áferð og svo baunirnar verði auðmeltari, les- ist maður prumpar minna. Útkoman í draumi Víkverja var ekki góð. Von- andi var þetta ekki fyrirboði. x x x Aftur að imbakassanum: „Afhverju segir hún að þetta sé krakkarúv þegar það er það ekki? Þetta er fullorðins og á ensku,“ full- yrti litli sjónvarpsgláparinn hálfa- fundinn þegar jóladagatalið danska hóf göngu sína í byrjun mánaðarins. Tekið skal fram að Víkverji á eftir að fara yfir tungumálakunnáttuna með barninu. Óánægjuraddir létu í sér heyra á samfélagsmiðlum því daga- talið var ekki einu sinni talsett. Sem betur fer varð úr að Rúv sýndi annað jóladagatal. Það er norskt og nefnist Jól í Snædal. Það er talsett og sú fimm ára er nokkuð ánægð með það. Þó skildi Víkverji ekki í þáttunum af hverju harðgiftur heimilisfaðirinn fór á fjörur við einu mömmuna og eiginkonan hans og börn gerðu grín að því. Hann varð nokkuð skúffaður þegar hann komst að því að hin mamman var einnig gift. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er trúfastur í öllum orðum sínum og miskunnsamur í öllum verk- um sínum. (Sl. 145:13b) Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900 Það á að gefa börnum brauð… FALLEG HÖNNUN Í ELDHÚSIÐ ÞITT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.