Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 55

Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Howl er sólóplata Kristínar Önnu, og er hún Valtýsdóttir. Platan var tekin upp í Kaliforníueyðimörkinni, hljóð koma frá Hlýrri golu en Kría Brekk- an tók upp og nýtti sér bjúgverpil og epli til þess atarna (samkvæmt upp- lýsingum í „nærbuxum“ vínylplöt- unnar). Ljósmyndir og ímyndarvinna var í höndum El- ísabetar Ólafs- dóttur, Sara Riel aðstoðaði við upp- setningu og hönn- un en Kristín Anna fram- kvæmdastýrði. Verkbeiðni kom frá Women Works Recording en Bel-Air Glamour Re- cords gefur út í samvinnu við Vinyl Factory. Við kynntumst Kristínu Önnu Val- týsdóttur fyrst um aldamótin þegar hún var hluti af múm-kvartettinum ásamt systur sinni Gyðu og þeim Örv- ari Smárasyni og Gunnari Tynes. Þær systur voru þá kornungar en lögðu gjörva hönd á plóg í listsköpun þeirrar framúrskarandi sveitar og á þeim tíma var það aðeins Sigur Rós sem kallaði eftir fleiri forvitnum eyr- um að utan. Listfengi hennar var þá á pari við Mosfellssveitina og múm hik- laust ein besta hljómsveit sem Ísland hefur alið. Kristín hefur sinnt tónlistinni síðan á margvíslega vegu, m.a. undir lista- mannsnafninu Kría Brekkan. Hald- bærar útgáfur hafa þó verið illfáan- legar og sjötommum á lítt þekktum neðanjarðarmerkjum og brenndir geisladiskar einkenna hana. Að hún sé að gefa út tónlist undir eigin nafni núna virðist marka nýtt upphaf. Ragnar Kjartansson, sem hún hefur unnið þónokkuð með und- anfarin ár stendur að útgáfunni ásamt Ingibjörgu Sigurjónsdóttur (Bel-Air Glamour Records) og það er líkt og Kristín og sköpun hennar sé komin í nokkurs konar örugga heima- höfn. Ég mun aldrei gleyma því er ég tók einu sinni viðtal við hana og hún settist við píanó í því miðju og spilaði fyrir mig. „Þetta er geðveikt,“ hugs- aði ég, „en á líklega aldrei eftir að komast almennilega út“. Nú er þetta hins vegar breytt og við eigum öll eft- ir að verða ríkari fyrir vikið. Og, eitt fréttaskot áður en ég vind mér í sund- urgreiningu á þessu tiltekna verki, þá er von á annarri plötu í vor þar sem hún leikur á píanó og syngur. Howl er hins vegar ansi langt frá slíkum hefðum. Um tvöfalda vín- ylplötu er að ræða, alls um áttatíu mínútur af tónlist. Rödd Kristínar er sett í hljóðlykkjur og svo streymir hún fram, yfir og undir draugalegri hljóðmottu, á naumhyggjulegan hátt. Rís og fellur leiðslubundið og takt- visst og í raun er eins og um eitt langt verk sé að ræða þó að reglulega séu viss tilbrigði við stef. Platan öll minn- ir mig stundum á martraðarkenndu stemmurnar á plötu Aphex Twin, Sel- ected Ambient Works II. Platan er sögð hafa tekin upp á sýrutrippi í Mo- jave-eyðimörkinni og er lýst í frétta- tilkynningu sem „satanískri, fem- inískri sveimtónlist“. Og nær sú lýsing innihaldinu ágætlega. Áhrifin af þessu eru tilfinnanleg. Ef lengi er hlustað er maður sjálfur kom- inn í hálfgerða leiðslu eða trans. Það er nefnilega eitthvað í gangi á þessari plötu sem erfitt er að orða, einhver kynngikraftur sem læsir sig um hljóð- rásirnar. Þetta tilkomumikla verk fel- ur þá í sér sterka, listræna yfirlýs- ingu. Ekki er sleginn þumlungur af; áttatíu mínútur af nánast sama töfr- um slegna stefinu eða ekki neitt! Sjálf tónlistin er þá hluti af stærra lista- verki. Vínylútgáfan (sem er eina út- gáfan á verkinu) er í þykku, opn- anlegu umslagi og er skreytt dularfullum ljósmyndum af Kristínu, hvar hún er nakin uppi í klettum og í myrku skógarkjarri. Þetta magnar upplifunina; löngunarfull, barnsleg rödd Kristínar, sem virðist koma að handan, tekur á sig mynd og allt verð- ur enn dularfyllra einhvern veginn. Howl er eitt það allra besta sem ég hef heyrt (og séð) frá íslenskum tón- listarmanni þetta árið, Kristín Anna er hiklaust ein af okkar fremstu og forvitnilegustu listamönnum og það verður mjög spennandi að fylgjast með henni næstu misserin. Ef heima- höfnin sem ég minntist á heldur er bókstaflega allt hægt. Fylgist með frá byrjun! List án málamiðlana  Plata Kristínar Önnu Valtýsdóttur var hljóðrituð í eyði- mörk í Kaliforníu  Var áður hluti af múm-kvartettinum Morgunblaðið/Golli Dularfull „Kristín Anna er hiklaust ein af okkar fremstu og forvitnilegustu listamönnum og það verður mjög spennandi að fylgjast með henni…“ » Það er nefnilega eitt-hvað í gangi á þessari plötu sem erfitt er að orða, einhver kynngi- kraftur sem læsir sig um hljóðrásirnar. „Opnum okkur!“ nefnist dagskrá um málefni flóttamanna sem fram fer í Borgarleikhúsinu í dag, laug- ardag, kl. 13. „Fjórir flóttamenn segja sína sögu á stóra sviði Borg- arleikhússins ásamt þremur fyr- irlesurum frá Rauða krossinum, og sjálfboðaliðum. Halldóra Geir- harðsdóttir og Bergur Þór Ingólfs- son halda utan um dagskrána,“ seg- ir í tilkynningu. Þar kemur fram að dagskráin sé fyrst og fremst hugsuð sem einlæg samverustund. „Leikhús gegna mikilvægu hlutverki sem ein helsta rannsóknarefnið. Ekkert er leik- húsinu óviðkomandi. Það er must- eri skemmtunar og gleði en um leið musteri mannúðar og mannskiln- ings. Hlutverk þess er meðal annars að varpa ljósi á málefni líðandi stundar, rýna í samtímann bæði með leiksýningum og einnig með öðrum hætti með því að halda á lofti vitsmunalegri umræðu um þjóðfé- lagið, stjórnmálin, menningu og listir. Það sem brennur á fólki um allan heim þessi misserin er hinn stórbrotni flóttamannastraumur.“ Aðgangur er ókeypis . Fjallað um fólk á flótta í Borgarleikhúsinu Bergur Þór Ingólfsson Halldóra Geirharðsdóttir og elsta menningarstofnun mann- kyns. Það er rannsóknarstöð þar sem maðurinn og samfélag hans er Heimildamynd Jingle Bell Rocks verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Í myndinni er „heimur öðru- vísi jólalaga skoðaður. Talað er við plötusafn- ara sem safna að- eins þannig tón- list og rætt við hina ýmsu áhugamenn eins og The Flaming Lips, Run DMC og John Waters,“ segir í tilkynningu. Heimildamynd um öðruvísi jólalög John Waters 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR H Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 Lokasýning Síðustu sýningar - Nýtt verk eftir Björn Hlyn Haraldsson. Heimkoman (Stóra sviðið) Sun 13/12 kl. 19:30 Lokasýning Síðustu sýningar á meistaraverki Nóbelsskáldsins Pinters. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 5/12 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 19:30 Frumsýning Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar Um það bil (Kassinn) Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn Lau 23/1 kl. 16:00 2.sýn Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 11/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar Njála (Stóra sviðið) Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00 Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 31/1 kl. 20:00 Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Margverðlaunað meistarastykki Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 3/1 kl. 13:00 Sýningum lýkur í janúar Sókrates (Litla sviðið) Lau 12/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 21:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00 Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Mávurinn (Stóra sviðið) Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Takmarkaður sýningartími Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS Láttu bara eins og ég sé ekki hérna (Ýmis rými baksviðs önnur en salur) Mið 9/12 kl. 18:00 Fim 10/12 kl. 18:00 Sun 13/12 kl. 17:00 Mið 9/12 kl. 19:00 Fim 10/12 kl. 19:00 Sun 13/12 kl. 18:00 Mið 9/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 19:00 The Valley (Salur) Lau 19/12 kl. 20:30 KATE (Salur) Lau 5/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Ævintýrið um Augastein (Salur) Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 15:00 Sun 13/12 kl. 15:00 Sun 20/12 kl. 15:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.