Morgunblaðið - 17.12.2015, Side 4

Morgunblaðið - 17.12.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Áhrif verðlækkunar á olíu koma óvíða jafn skýrt fram og í Stavanger í Nor- egi. Þar búa fjölmargir Íslendingar og er búið að segja nokkrum upp vinnunni. Eru Íslendingarnir jafnvel að flytja heim á ný. Norska olíufélagið Statoil hefur boðið öllum starfsmönnum starfs- lokasamning en um 30 þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu. Einhverjir Ís- lendingar vinna fyrir fyrirtækið og enn fleiri vinna hjá fyrirtækjum sem þjónusta Statoil. Tilboðið var lagt fram á þriðjudag og hafa starfsmenn til 25. janúar til að svara. Með þessu vonast Statoil að fækka starfsmönn- um um 1.500. Atvinnuleysi tengt við olíuiðnað Norðmanna hefur aukist töluvert á árinu en um 25 þúsund manns hafa misst vinnuna í olíu- vinnslu á síðustu 18 mánuðum. Norska blaðið Stavanger Aftenblad greindi fyrst frá málinu. Miðpunktur olíuframleiðslunnar Stavanger-svæðið, sem er mið- punktur olíuframleiðslu Noregs, hef- ur orðið hvað verst úti vegna lækk- andi olíuverðs en bærinn er mikið til byggður upp á olíuiðnaði. Þar er skyndilega töluvert atvinnuleysi með- al hátekjufólks með mikla menntun. Aðrir bæir í Noregi eru sagðir munu standa þessa niðursveiflu af sér þar sem þeir hafa fjölbreyttari atvinnu- starfsemi að styðja sig við. Í Forus Business Park, sem er í Stavanger, eru um 2.500 fyrirtæki og um 40.000 starfsmenn en í Forus eru meðal annars höfuðstöðvar Statoil. Ekki er gert ráð fyrir að atvinnu- leysi verði meðal verkamanna því samkvæmt frétt Aftonbladet er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfest- ingum í samgöngum og öðrum inn- viðum í Noregi á næsta ári, meðal annars í vegum og járnbrautum. Flest byggt í kringum olíu Steinþór Freyr Þorsteinsson, býr í Stavanger og leikur knattspyrnu með Viking, félaginu í bænum. Hann hef- ur orðið var við minnkandi umsvif tengd olíuiðnaðinum en Steinþór er verkfræðimenntaður og einn af fáum atvinnuknattspyrnumönnum þar sem eru með háskólamenntun. Ólíkt mörgum knattspyrnumönn- um hefur hann verið að vinna með knattspyrnuferlinum. „Olíumark- aðurinn er allur í molum. Stærstu fyrirtækin hér í bænum tengjast öll olíuiðnaðinum og flest er byggt í kringum þann iðnað. Ég var sjálfur að vinna hjá fyrir- tæki sem var að selja pípur og íhluti til fyrirtækis sem byggði olíuborpalla og þar hafa 40% misst vinnuna. Hús- næðisverð hefur verið í hæstu hæð- um í töluverðan tíma en eftir að olían hrundi þá hefur markaðurinn verið á niðurleið.“ Steinþór, sem er þrítugur og á þrjú börn, segir að skyndilega sé staðan sú að það sé ekki jafn mikill munur að vera úti í Noregi og á Íslandi. „Ég þekki engan sem er að vinna beint fyrir Statoil en ég þekki nokkra Íslendinga sem hafa misst vinnuna og ég veit um fólk hér sem er að fara aft- ur heim til Íslands. Norska krónan er mikið tengd olíunni og krónan hefur verið að falla mikið í verði. Það er ekki lengur sami munur og var. Norska krónan jafngilti áður 20 ís- lenskum en er núna um 14 íslenskum krónum.“ Steinþór á eitt ár eftir af samningi sínum við Viking og segir stöðuna af- ar þunga hjá liðinu. Launaþak hafi verið sett á og fáir leikmenn verði í liðinu á næsta tímabili. Það geti farið svo að hann yfirgefi félagið og jafnvel komi heim, þó að það sé ólíklegt. „Veit um fólk sem er að fara aftur heim“  Statoil bauð öllum starfsmönnum sínum starfslokasamning  Búið að segja nokkrum Íslendingum upp og einhverjir á leiðinni aftur heim  25 þúsund manns sem unnu í olíuiðnaði hafa misst vinnuna Morgunblaðið/Eggert Landsliðsmaður Steinþór Freyr Þorsteinsson í leik með íslenska landslið- inu. Hann býr í Stavanger sem hefur farið illa út úr lækkandi olíuverði. Atvinnuleysið í Stafangri mæld- ist í byrjun desember um 4,1%, sem telst ekki mikið í öðrum löndum, en hefur aukist um rúm 80% á einu ári og er meira en í öðrum bæjarfélögum í Noregi. Meginástæðan er lækkun olíu- verðs en þegar verðið var sem hæst kostaði fatið um 100 doll- ara en er nú um 36 dollara. Það kostaði 45 dollara í upphafi mánaðarins. Verðlækkunin hef- ur orðið til þess að fyrirtæki hafa dregið úr fjárfestingum sín- um og fækkað starfsmönnum. Í Stavanger bjuggu rúmlega 52.000 íbúar árið 1960 en þeim snarfjölgaði árið 1969 þegar Norðmenn fundu olíulindir í Norðursjó. Íbúarnir eru nú um 130.000. Samdrátturinn í olíu- vinnslunni hefur meðal annars orðið til þess að þremur þjón- ustuskipum hefur verið lagt og þau liggja við bryggju í jaðri borgarinnar og flugfélagið SAS hefur hætt beinu áætlunarflugi milli Stavanger og bandarísku olíuborgarinnar Houston í Tex- as. Lækkað verð kostar störf MIKIÐ ATVINNULEYSI Varaoddviti Langanesbyggðar og þrír fulltrúar til viðbótar sam- þykktu vantraust á Siggeir Stef- ánsson, oddvita sveitarstjórnar, á fundi í fyrrakvöld. Ástæðan var sögð sú að fulltrúarnir teldu að odd- vitinn hefði ekki tekið rétt á málum í aðdraganda fyrirhugaðrar vilja- yfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði. Eftir að síðasti meirihlutinn í Langanesbyggð varð óstarfhæfur sl. vetur gekk Reynir Atli Jónsson til liðs við U-listann og myndaði nýjan meirihluta. Siggeir Stefánsson varð oddviti og Reynir Atli varaoddviti. Siggeir hefur lengi haft forystu fyrir sveitarfélagið í samvinnu við ýmsa aðila um að byggja upp stór- skipahöfn í Finnafirði. Til hefur staðið að gera viljayfirlýsingu um verkefnið með aðkomu ríkisins. Á fundinum í fyrrakvöld lágu fyrir spurningar fulltrúa L-listans, sem er í minnihluta, um aðdraganda yfirlýsingarinnar, sem oddvitinn svaraði ítarlega. Samþykkt var á fundinum í fyrrakvöld að fresta undirritun viljayfirlýsingarinnar til að fulltrúar gætu kynnt sér hana. Vantraust á oddvita Að svo búnu lýsti Reynir Atli varaoddviti því yfir að hann gæti ekki stutt vinnubrögð oddvita í þessu máli og teldi meirihluta- samstarfi sjálfhætt. Fjórir fulltrúar, N-listi, L-listi og Reynir Atli, samþykktu vantraust á Siggeir sem oddvita vegna þess að hann hefði ekki tekið rétt á málum. Ákváðu þeir jafnframt að varaodd- viti tæki þegar við og nýr oddviti yrði kosinn við fyrsta tækifæri. Full- trúarnir sem stóðu saman að van- traustinu munu ekki hafa myndað nýjan meirihluta enn sem komið er. Fulltrúar U-listans lýstu yfir von- brigðum og furðu með vinnubrögð varaoddvita í málinu. „Við höfnum því alfarið að ekki hafi verið unnið að heilindum í Finnafjarðarverkefn- inu með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Hvorki náðist í Siggeir né Reyni Atla við vinnslu fréttarinnar í gær. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Líney Þórshöfn Kalt en bjart var í Langanesbyggð í gær en kaldir vindar hafa blásið í pólitíkinni síðustu daga. Oddviti settur af vegna Finnafjarðarverkefnis  Varaoddviti Langanesbyggðar gat ekki stutt oddvitann Landsvirkjun ber að endurskoða hluta matsskýrslu um umhverfis- áhrif Hvammsvirkjunar, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar sem var kynnt forsvarsmönnum Lands- virkjunar í gær. Skýrslan var sam- þykkt árið 2003 og byggir hún á um- hverfismati á árunum 2001 til 2003. Stjórnvöld færðu í sumar virkj- unina úr biðflokki í nýtingarflokk og hefur Landsvirkjun hafið undirbún- ing að gerð virkjunarinnar. „Við töldum að fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hafi verið full- nægjandi þannig að þetta var ekki í samræmi við það sem við vonuðumst eftir,“ sagði Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að ekki sé búið að ákveða hvort ákvörðun Skipulagsstofnunar verði kærð til umhverfis- og auðlindamála. „Þetta mun fresta undirbúningsvinnu og gangsetningu virkjunarinnar. Við munum nú meta þá vinnu og rann- sóknir sem þarf að fara í vegna þeirra þátta sem beðið er um að meta frekar og hve langan tíma það ferli mun taka.“ Ákvörðun Skipulagsstofn- unar kveður á um að endurskoða þurfi tvo þætti skýrslunnar. Annars vegar áhrif á landslag og ásýnd, þar sem hægt sé að meta áhrifin betur með tilkomu tækni sem ekki var til staðar árið 2003, auk nýrra náttúruverndalaga þar sem aukin áhersla sé lögð á gildi landslags frá því sem var árið 2003. Hins vegar áhrif á ferðamennsku og útivist, þar sem spár um fjölgun ferðamanna hafi ekki gengið eftir, en spáð var komu milljón erlendra ferðamanna til Íslands árið 2014, sem er u.þ.b. sá fjöldi sem sótti Ís- land heim í fyrra. Landsvirkjun ber að endurskoða að hluta gildandi umhverfismat Hvammsvirkjunar Hörður Arnarson Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.