Morgunblaðið - 17.12.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 17.12.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Kaupauki Gjafapoki fylgirvið kaup á tveimur bollum Björt, litaglöð lína fyrir kaffielskendur ESPRESSO bollalínan • Postulínsbollar 100 ml • Uppþvottavéla- og örbylgjuvænir • Einfaldir og þægilegir Fæst í stærri Hagkaups verslunum, Byko og ELKO www.danco.is Heildsöludreifing Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Frambjóðendur í forkosningum repúblikana vegna forsetakosning- anna í Bandaríkjunum á næsta ári þrefuðu um það hver þeirra væri best til þess fallinn að tryggja öryggi landsins og sigrast á Ríki íslams, samtökum íslamista, í sjónvarps- kappræðum sem fram fóru í Las Vegas í fyrrakvöld. Þetta voru síðustu sjónvarpskapp- ræður frambjóðendanna á árinu og þær fyrstu frá árásunum í París og borginni San Bernardino í Kaliforn- íu sem urðu til þess að auðkýfingur- inn Donald Trump lýsti því yfir að banna þyrfti múslímum að koma til Bandaríkjanna til að hindra fleiri hryðjuverk. Nýjustu skoðanakann- anir benda til þess að fylgi Trumps hafi aukist eftir þessa yfirlýsingu og forskot hans á keppinautana hafi aldrei verið meira. Nýleg könnun The Washington Post og ABC-sjón- varpsins bendir til þess að allt að 59% repúblikana séu hlynnt tillögu Trumps um bann við komu múslíma til landsins. Fylgi Cruz eykst Í könnun sem The Washington Post birti í fyrradag sögðust 38% stuðningsmanna repúblikana styðja Donald Trump, sex prósentustigum fleiri en í október og nóvember. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas, er nú í öðru sæti með 15% og fylgi hans hefur nær tvöfaldast á ein- um mánuði. Næstir koma Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Flórída, og Ben Carson, fyrrverandi taugaskurðlæknir, og þeir eru báðir með um 12% fylgi. Stuðningurinn við Carson hefur minnkað um helming á einum mánuði. Jeb Bush, sem er aðeins með um 5% stiga fylgi, reyndi að blása lífi í kosningabaráttu sína með því að gagnrýna Trump hart í sjónvarps- kappræðunum. Ted Cruz var hins vegar varfærnari í gagnrýni sinni á auðkýfinginn og beindi frekar spjót- um sínum að Marco Rubio sem er álitinn einn helsti keppinautur hans í baráttunni um atkvæði íhaldssamra kjósenda. Þeir deildu einkum um þjóðaröryggismál, hvaða hlutverki bandaríski herinn ætti að gegna í því að binda enda á stríðið í Sýrlandi, um hvort auka ætti eftirlit öryggisstofn- ana til að koma í veg fyrir hryðju- verk og hvort veita ætti óskráðum innflytjendum frá Rómönsku Amer- íku ríkisborgararétt. Cruz og Rubio eru báðir komnir af innflytjendum frá Kúbu, báðir á 45. aldursári og sækjast eftir sömu at- kvæðunum í flokki repúblikana. Marco Rubio lýsti Ted Cruz sem einangrunarsinna í utanríkismálum, gagnrýndi hann fyrir að hafa greitt atkvæði gegn auknum fjárframlög- um til hersins og stutt það að eftir- litsheimildir Þjóðaröryggisstofnun- ar Bandaríkjanna (NSA) yrðu skertar. „Ef hryðjuverkamenn gera aðra árás … verður fyrsta spurning- in: hvers vegna vissum við ekki um þetta og hvers vegna komum við ekki í veg fyrir það?“ sagði Rubio og beindi orðum sínum að Cruz. Sá síð- arnefndi svaraði að yrði hann kjör- inn næsti forseti Bandaríkjanna yrði hann öflugasti andstæðingur Ríkis íslams og annarra hryðjuverkasam- taka. Cruz og Rubio takast á um atkvæði íhaldsmanna  Þjóðaröryggismál í brennidepli í sjónvarpskappræðum repúblikana AFP Enn í sókn Donald Trump í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forkosningum repúblikana í fyrrakvöld. Fylgi Trumps jókst eftir að hann lagði til að múslímum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna, ef marka má kannanir. „Ég er repúblikani“ » Donald Trump gaf til kynna í sjónvarpskappræðunum í fyrrakvöld að hann hygðist ekki bjóða sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi, eins og hann hafði hótað, biði hann ósigur í forkosningum repú- blikana. » Trump hét flokknum holl- ustu, kvaðst vera repúblikani og hafa „öðlast mikla virðingu“ fyrir forystu flokksins. Byssumenn rændu að minnsta kosti 27 Katörum sem voru að veiðum í eyðimörk í Írak, skammt frá landa- mærunum að Sádi-Arabíu. Árásarmennirnir fóru á um 50 fjórhjóladrifnum bílum inn í búðir veiðimannanna til að ræna þeim, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Umfangsmikil leit var hafin að mönnunum. Fréttaveitan Reuters segir að veiðimenn frá ríkjum við Persaflóa fari oft á þessar slóðir til að veiða dýr sem eru ekki til í löndum þeirra. Hópi veiðimanna frá Katar rænt ÍRAK Íbúar borgarinnar Barnaul í Rúss- landi hafa fengið sig fullsadda á spilltum embættismönnum og margir þeirra vilja að kötturinn Barsík verði gerður að borgar- stjóra. Um 90% af 5.400 þátttak- endum í könnun á vinsælum sam- félagsmiðli í borginni sögðust ætla að kjósa Barsík. „Fólk veit ekki lengur hverjum hægt er að treysta,“ sagði einn íbúa borgarinnar þegar fréttamaður AFP leitaði eftir skýringu á vin- sældum kattarins. „Fólkið hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki lengur hægt að treysta yfir- völdunum.“ Óánægan er einkum rakin til af- sagnar borgarstjórans Ígors Sa- víntsevs sem lét af embætti vegna ásakana um stórfellda spillingu. Sonur hans hefur einnig verið ákærður fyrir fjársvik eftir að hafa flúið til Taílands. Yfirvöld í Barna- ul, sem er með 700.000 íbúa, ætla að skipa nýjan borgarstjóra í næstu viku. Vilja að kötturinn verði borgarstjóri RÚSSLAND Óspilltur Barsík er flekklaus gæðakisi. Sýrlendingar flýja hér bæ í Ghouta- héraði, austan við Damaskus, eftir að her einræðisstjórnarinnar í Sýr- landi hóf nýja sókn gegn upp- reisnarmönnum með aðstoð rúss- neskra herflugvéla. Harðir bardagar hafa geisað í Ghouta og nálægum héruðum og fregnir herma að a.m.k. 39 óbreyttir borg- arar hafi beðið bana í loftárásum Rússa í fyrradag. Óttast er að loft- hernaðurinn verði til þess að stríðið í Sýrlandi dragist á langinn og enn fleiri Sýrlendingar flýi heimkynni sín. Um 4,4 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafa verið skráðar í grannríkjunum, m.a. Tyrklandi. Mannréttindasamtökin Amnesty International sökuðu í gær tyrk- nesk yfirvöld um að hafa brotið al- þjóðasáttmála með því að handtaka tugi flóttamanna frá Sýrlandi og Írak frá því í september og neyða þá til að fara aftur til heimkynna sinna á átakasvæðunum. Stjórnvöld í Tyrklandi neituðu þessari ásökun. Meðferð tyrkneskra yfirvalda á flóttafólki gagnrýnd AFP Sögð neyða fólkið til að fara á átakasvæðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.