Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 22

Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fimmtukappræð-urnar á milli væntanlegra frambjóðenda Repúblíkana- flokksins vegna komandi forsetakosninga í Bandaríkjunum fóru fram í fyrrinótt og kenndi þar ým- issa grasa. Umræðurnar snerust að miklu leyti um utanríkismál, en fjarstæðu- kenndar tillögur og yfirlýs- ingar Donalds Trump hafa hrært mjög í pottinum að undanförnu eins og oft áður. Eftir því sem styttist í að forkosningar repúblíkana hefjist hafa margir almennir fréttaskýrendur beðið eftir því að fylgi Trumps færi að dala en svo hefur ekki enn orðið að ráði. Reyndar hefur Ted Cruz, öldungadeildar- þingmaður frá Texas, nú náð forystunni í skoðanakönn- unum í Iowa, en hann þykir nokkuð langt frá miðjunni miðað við aðra frambjóð- endur og höfðar lítið til fólks utan raða hörðustu flokks- manna. Umræðan í kappræðunum bar þess merki að aðrir fram- bjóðendur vildu sauma að þeim tveimur, einkum þó Trump. Bar þar hæst að Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída, stóð sig mun betur en áður, tók forystuna og sýndi loks þann styrk og reynslu sem hann býr yfir. Á sama tíma dró heldur af Trump, einkum þegar leið á umræðurnar. Bush sagði um Trump að hann væri fram- bjóðandi ringul- reiðar og yrði sömuleiðis forseti ringulreiðar næði hann kjöri. Hann hvatti kjósendur til að forðast Trump, en eina svar Trump var að skoðana- kannanir sýndu að hann stæði betur, sem getur varla talist til málefnalegra raka í stjórn- málaumræðu. Marco Rubio, öldunga- deildarþingmaður í Flórída, hefur stundum verið nefndur í sömu andrá og Bush sem kostur fyrir þá repúblíkana sem vilja eiga möguleika á að höfða til fólks utan þrengstu raða flokksmanna og leggja áherslu á það sem gerist eftir forkosningarnar. Þessir repú- blíkanar hafa miklar áhyggj- ur af gengi Trumps, enda er ekki talið líklegt að hann nái breiðum stuðningi í almenn- um kosningum. Heitar um- ræður spunnust á milli Rubio og Ted Cruz, en erfitt var að sjá að annar hefði betur, sem hljóta að vera vonbrigði fyrir Cruz en gæti talist ávinn- ingur fyrir Rubio. Stóra spurningin sem ekki hefur enn fengist svar við er hvort frammistaðan í fyrri- nótt breyti einhverju um framvinduna í þeim fjölda vinsældakannanna sem öll umræðan virðist miðast við. Hingað til hefur yfirborðs- mennska náð að trompa alla skynsemi. Nú örlaði á því að skynsemin gæti haft betur og röksemdir fengið að njóta sín eins og æskilegt er. Jeb Bush var sterk- astur í umræðunum en nú er spurning með kannanirnar} Yfirborð eða skynsemi Meirihlutinn íborgar- stjórn reyndi að lauma inn 4,9% hækkunum á gjaldskrám borgarinnar með vísan til þess að sú hækkun endurspeglaði verðbólgu- væntingar fyrir næsta ár. Þegar á það var bent að þetta væri langt umfram allar spár neyddist meirihlutinn til að bakka með þessa fjarstæðu og hefur nú samþykkt hóf- legri gjaldskrárhækkanir. En meirihlutinn laumar í leiðinni inn svikum á kosn- ingaloforði, því að „útfærslu á leikskólagjöldunum var frest- að“, eins og fulltrúi meirihlut- ans orðaði það. Lofað hafði verið að lækka leikskólagjöld en nú á að falla frá lækkun- inni og „færa hana inn á kjör- tímabilið“, sam- kvæmt sama borgarfulltrúa, Sóleyju Tómas- dóttur. Ástæða þess að Sóley þurfti að svara fyrir þetta svikna loforð er að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var staddur í Kaupmannahöfn brýnna er- inda á fjármálaráðstefnu. Það er eflaust liður í að leysa æ versnandi fjárhagsstöðu borgarinnar undir hans stjórn, ekki síður en fjölmenn sendinefnd borgarinnar til Parísar á dögunum hefur hjálpað í því efni. Útilokað var að borgin sendi færri full- trúa á þann viðburð, en lækk- un leikskólagjalda má „færa inn á kjörtímabilið“ að mati núverandi meirihluta borgar- stjórnar. Fresta þarf lækkun leikskólagjalda eftir fjölmenna ferð borg- arinnar til Parísar} Dagur á ferð og flugi T raust til helstu stofnana sam- félagsins hefur almennt minnkað í nýjustu mælingu MMR, en segja má að traust í samfélaginu hafi horfið í kjölfar Hrunsins mikla. Það kemur svo sem ekki á óvart að bankakerf- ið sé á botninum, þar sem fæstir bera traust til þess, eða einungis 7%, og hefur lækkað um þrjú prósentustig frá síðustu mælingu. Ímynd bankanna hefur lítið batnað og fólk hugsar þeim enn þegjandi þörfina. Allt of háir vextir fyrir þá sem skulda og allt of lágir vextir fyrir þá sem eiga sparnað á bankareikningi. Fólk horfir í forundran á hagnað þeirra, sem hleyp- ur á tugum milljarða. Nú styttist í að bank- arnir verði seldir, líklega hæstbjóðendum. Ætli nýjum eigendum takist að snúa almenn- ingsálitinu og skapa sér traust? Allir keppast við að telja landsmönnum trú um að kreppan sé liðin hjá og uppgangstími fram undan. Haft var eftir einum bankastjóranum að „blússandi góðæri“ væri skollið á. Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja lands- ins eru uppfullir bjartsýni samkvæmt könnun Gallup. Þeir meta aðstæðurnar í atvinnulífinu svipaðar og á hinu eftirminnilega stuðári 2007 og vænta enn betri aðstæðna á næstunni. Þarf frekari vitna við? Verðum við ekki að treysta því að nú sé að koma betri tíð með blóm í haga? En hverjir ætli finni fyrir hinu eftirsótta góðæri? Hefur seðlaveskið tútnað út hjá unga fólkinu sem getur ekki flutt að heiman eða hjá hinu almenna launafólki sem einu sinni tilheyrði millistéttinni? Ætli pen- ingunum hafi fjölgað í vasa lífeyrisþeganna í hópi aldraðra eða öryrkja? Kannski er nýja góðærið bara hjá eigendum og stjórnendum fyrirtækja og helstu ráðamönnum þjóðar- innar sem fengu launahækkun sem var gerð afturvirk. Þeir fá litla ávöxtun á eingreiðsl- una ef þeir leggja þann pening inn á banka- reikning. Ég mæli með því að þeir eyði pen- ingunum strax. Þá hrökkva kannski einhverjir brauðmolar til hinna. Fjölmiðlarnir, að undanskildu Ríkisútvarp- inu, geta heldur ekki státað af miklu trausti, einungis 11% og lækkaði um átta prósentu- stig frá síðustu mælingu. Kannski eru áhrif fjölmiðlanna þverrandi og samfélagsmiðl- arnir teknir við fjórða valdinu. Fólkið á sam- félagsmiðlunum krefst aðgerða í málefnum flóttafólks frá Sýrlandi, hælisleitanda frá Albaníu, kvenna sem verða fyrir kynferðisofbeldi og sjúklinga. Allt saman í nafni gæsku og góðmennsku. Þingmenn og ráðherrar sem njóta einungis 14-19% trausts mega hafa sig alla við að meðtaka öll skilaboðin sem á þeim dynja. Mér sýnist fáir vera að vinna sérstaklega í því að byggja upp traust. Kannski hefur samfélagið breyst það mikið að það þyki ekki lengur eftirsóknarvert að njóta trausts. Að ávinna sér traust tekur tíma og að sama skapi getur það horfið á örskotsstundu þegar það bregst. Viljum við samfélag sundrungar og ójafnvægis nú þegar allt ætti að vera í lukkunnar velstandi? margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Traustið enn á fallanda fæti? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hart er tekist á um þáákvörðun að lífeyris-bætur hækki ekki aft-urvirkt líkt og laun sem samið var um á vinnumarkaðinum á umliðnum mánuðum. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að deilan um afturvirkni snúist m.a. um túlkun á 69. grein laganna um almannatryggingar. Þar segir að bætur almannatrygginga, skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Ummæli lögskýringargagn Ellen bendir á að launaþróun sé allt annað viðmið en launavísitala og segir að þegar þetta lagaákvæði var lögfest á árinu 1997 hafi Davíð Odds- son, þáverandi forsætisráðherra, sagt í andsvari á Alþingi að lífeyririnn ætti að fylgja vísitölu neysluverðs eða launaþróun eftir því hvort væri hærra. ,,Hann orðaði þetta þannig að þetta væri í raun og veru tvöfaldur lás fyrir örorkulífeyrisþega sem myndi tryggja þessa hækkun. Þetta var mjög skýrt orðað hjá honum,“ segir hún og bendir á að þessi um- mæli forsætisráðherra við lögfest- ingu ákvæðisins séu lögskýringar- gagn, sem skipti miklu máli að sé framfylgt. Orðrétt sagði Davíð í and- svarinu sem Ellen vitnar til: ,,Við höf- um þetta rýmra með þessari teng- ingu. Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafn- framt að gæta þess að huga sér- staklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launa- þróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs. Það gefur augaleið. Ég tel því að hér sé um tvöfaldan lás að ræða og ef ég ætti hjól, sem ég á ekki, þá myndi ég treysta mér til að læsa því með slíkum lásum,“ sagði Davíð í andsvarinu á Alþingi hinn 9. desem- ber 1997. Eygló Harðardóttir félagsmála- ráðherra sagði við umræður um fjár- lagafrumvarpið í þinginu fyrir nokkr- um dögum að skv. tillögum fjárlaganefndar við 2. umræðu mundu bætur almannatrygginga hækka um 9,7%. Þetta þýði að bætur einstaklings eða einhleypings sem býr einn verði ívið hærri en lág- markslaun, eða 246.902 kr. með heim- ilisuppbót. Hækkunin taki mið af endurmetinni þjóðhagsspá Hagstof- unnar í nóvember um þróun launa- vísitölu að frádregnu launaskriði. Meðallaunahækkun yfirstandandi árs umfram 3% hækkun bóta almanna- trygginga í byrjun þessa árs sé inni- falin í hækkuninni í fjárlögum ársins 2016. Sé 3% hækkunin tekin með nemi uppsöfnuð hækkun á þessum tveimur árum 13% og ef einnig sé litið til 3,6% hækkunar árið 2014 nemi uppsöfnuð hækkun 17,1%. Ellen segir að 9,7% hækkun ör- orkulífeyris um næstu áramót skili lágri upphæð því prósentan er reikn- að af svo lágum fjárhæðum. „Fram- færslan fer úr 172 þúsund krónum í um 186 þúsund krónur. Það lifir eng- inn af 186 þúsund krónum á Íslandi. Það eru engin viðmið í velferðarráðu- neytinu, sem segja að fólk geti lifað af þessu hér á landi. Örorkulífeyris- þegar nota um 60% framfærslu til að mæta húsnæðiskostnaði. Í dag er staðan sú að örorkulífeyrisþegar þurfa að framfleyta sér og sínum á upphæðum sem samsvara um 37% af meðallaunum í landinu en það er langt undir fátæktarmörkum. Ef lífeyrisþegar fengju aftur- virkar greiðslur í takt við launaþróun í landinu frá 1. maí sl. myndu þær skila um það bil 150 þúsund kr. til hvers einstaklings „en greiðslurnar sem þjóðkjörnir fulltrúar fengu aft- urvirkt frá 1. mars hlaupa á fleiri hundrað þúsundum ef ekki milljónum til hvers einstaklings,“ segir hún og vísar til ákvörðunar kjararáðs í nóv- ember sl. Segja tvöfaldan lás eiga að tryggja hækkunina Morgunblaðið/Eggert Mótmælt Öryrkjabandalagið hefur boðað til samstöðufunda við Alþingi daglega til að fylgja eftir kröfu um að lífeyrisþegar fái afturvirka hækkun. Nokkuð mismunandi hefur verið staðið að hækkun bóta í kjölfar kjarasamninga á umliðnum ár- um en yfirleitt hafa bætur verið tengdar niðurstöðu samninga. Þegar samið var á vinnumarkaði í maí 2011 fengu lífeyrisþegar og atvinnuleitendur hliðstæðar hækkanir 1. júní og samið var um og afturvirka hækkun með 50 þúsund kr. eingreiðslu fyrir tímabilið frá 1. mars til 31. maí. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gagnrýnir að ekki er um aft- urvirkni að ræða í fjárlaga- frumvarpinu núna á sama tíma og fyrir liggur samkomulag um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 og samkomulag um aðgerðir fyrir þá tekju- lægstu. Það byggist að hluta til á niðurstöðu gerðardóms, sem hafi úrskurðað á grundvelli þeirra kjarasamninga sem ríkið hefur staðið að. Síðan komi kjararáð og telji eðlilegt að hið sama eigi við um kjörna fulltrúa og æðstu embættismenn. ,,Þá eru öryrkjar, aldraðir og at- vinnulausir eini hópurinn sem skilinn er eftir. Það nær ekki nokkurri átt,“ segir hann. Afturvirk ein- greiðsla 2011 HLIÐSTÆÐAR KJARABÆTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.