Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 23

Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Hundur Einbeittur var hann, hundurinn í bandinu á Laugaveginum. Styrmir Kári Mikilvægasta afurð COP-21 loftslagsfund- arins í París um síð- ustu helgi er tvímæla- laust viðurkenning ríkja heims á því að hverfa verði frá notkun jarðefnaeldsneytis á þessari öld eigi að af- stýra allsherjarófarn- aði. Yfirlýstir áfangar þjóðríkja um samdrátt í losun gróðurhúsalofts á næsta ára- tug eru fögur fyrirheit, en óskuld- bindandi, og áætlanir þar að lútandi verða viðfangsefni á árlegum vett- vangi loftslagssamningsins fram- vegis. Þannig kemur smám saman í ljós hvort staðið verður við boðaðan samdrátt í losun og hvort glíman við óhóflega hlýnun í gróðurhúsinu Jörð er að skila árangri. Markið er sett á að stöðva sig við +1,5°C í meðalhita, sem þegar hefur hækkað um eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar. Mið- að við framkomin óskuldbindandi fyrirheit þjóðríkja stefnir hins vegar í 2,7°C, sem er afar langt yfir æski- legum mörkum. Eftirfylgnin á herðum margra Margir eru nefndir til sögunnar þegar spurt er um hver eigi að sjá um að fyrirheitin verði ekki orðin tóm. Ríkis- stjórnir hvers lands og yfirstjórnir ríkja- samsteypa eins og Evrópusambandsins verða í aðalhlutverki við að standa skil á los- unarbókhaldi og stilla sig saman um úrræði sem eru á þeirra valdi. En gerendur sem vísað er til auk almennings eru ekki síst fjölþjóða- fyrirtæki sem flest leika lausum hala á viðskiptavelli heimsins og telja sig lítt bundin af íhlutun þjóðríkja. Breytingin burt frá jarðefnabrennslu snýr að stór- fyrirtækjum í eldsneytisframleiðslu, en 90 þau stærstu bera ábyrgð á 63% heimslosunar, kunnugleg nöfn eins og BP, Shell, Gazprom, Exon Mobil og Saudi Aramco í þeim hópi. Krafan um skattlagningu kolefnis í söluafurðum slíkra fyrirtækja hlýtur að verða hávær á næstunni sem og á fyrirtæki sem stunda kolanámugröft og vinnslu úr setlögum (fracking). Eðlilegt sýnist að tekjur af slíkum skatti renni í sjóð til fátækra ríkja í tengslum við loftslagsaðlögun. Fjöl- breyttasti hópurinn er svo fjárfestar á öllum stigum og kauphallir sem leikendur á fjármálasviði. Hingað til hefur reynst torvelt að láta markað- inn lúta langtímahagsmunum og þar er líklega á ferðinni stærsti og óstýrilátasti óvissuþátturinn. Áhrif- in á efnahagsstarfsemi einstakra ríkja og heimshluta munu mæta mönnum við hvert fótmál á þessari vegferð. Skipasamgöngur og flug leika lausum hala Skipaferðir og flugsamgöngur, sem til samans eru fimmti stærsti þátturinn í losun gróðurhúsalofts á heimsvísu, samanlagt álíka mikið og losun frá Þýskalandi og Bretlandi til samans, en bæði þessi svið standa utan við samkomulagið. Losun frá þessari starfsemi jókst um 80% á tímabilinu 1990-2010 og enn hefur ekkert þak verið sett á hana. Tilraun fulltrúa Marshall-eyja í París í þá átt að setja þak á þessa starfsemi náði ekki fram að ganga. Hagsmunir ferðamannaiðnaðar og viðskipta reyndust hér vega þungt. Þessi svið heyra hvort undir sína stofnun Sam- einuðu þjóðanna, sem hvorug hefur gert tillögur um þak á losun þeirra. Ólíklegt er þó að svo verði til fram- búðar, annaðhvort að slíkt þak verði sett eða starfsemin skattlögð. Á þetta hlýtur að reyna fyrr en síðar um leið og þrengt verður að öðrum þáttum sem miklu valda um hlýnun andrúmsloftsins. Olíuleit á Drekasvæði væntanlega hætt Í ljósi skilaboða Parísarsamkomu- lagsins um að þjóðir heims komist sem fyrst út úr vinnslu jarðefnaelds- neytis er frekari fjárfesting í leit og vinnslu olíu og gass augljós tíma- skekkja og þá ekki síst slík starfsemi á norðurslóðum. Það verður próf- steinn á alvöru íslenskra stjórnvalda að standa við nýlegar yfirlýsingar og sýna lit, að leit og áformaðri vinnslu jarðefnaeldsneytis á Drekasvæðinu verði formlega hætt. Fyrrverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna gerði sig að viðundri í um- hverfismálum með framgöngu í því máli og báðir flokkarnir hafa nú loksins séð sig um hönd með sam- þykktum landsfunda. Ísinn brotinn á umhverfissviði Stærsta þýðing Parísarfundarins felst í sameiginlegri yfirlýsingu þjóða heims, stórra og smárra, um að núverandi sigling í orkubúskap heimsins stefni til glötunar og sam- eina verði kraftana til að snúa frá villu vegar. Athygli vekur hins vegar að Parísarfundurinn leiddi hjá sér umræðu um kjarnorku sem er við- sjárverður orkugjafi vegna gífur- legrar mengunarhættu og geisla- virks úrgangs. Sum ríki stefna á mikla uppbyggingu kjarnorkuvera, m.a. Kína. Skipting á orkugjöfum burt frá kolefnisbrennslu er undirstöðumál sem lengi hefur verið krafist af nátt- úruverndarfólki og öðrum fram- sýnum öflum, að Rómarklúbbnum meðtöldum. Eigi slík breyting að verða í reynd og leiða til sjálfbærs samfélags þarf henni að fylgja um- snúningur á flestum öðrum sviðum í átt að sjálfbærni og jöfnuði. Vel megandi þjóðum ber að hafa for- göngu um þau efni og sýna að þeim sé alvara. Núverandi neyslusam- félög með vaxandi ójöfnuði kalla á að gerðar verði margháttaðar grund- vallarbreytingar eigi árangur að nást til frambúðar. Vistvæn meðferð auðlinda, skipulagsmál og breytt hagstjórn eru þeir þættir sem mest ríður á að teknir verði nýjum tökum jafnhliða gjörbreytingu í orkubú- skap heimsins. Eftir Hjörleif Guttormsson »Hingað til hefur reynst torvelt að láta markaðinn lúta langtímahagsmunum og þar er líklega á ferðinni stærsti og óstýrilátasti óvissuþátturinn. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Stefnumið Parísarfundarins eru afar mikilvæg, en eftirleikurinn verður ekki auðveldur Í haust höfum við í Samfylkingunni lagt áherslu á að lífeyrir aldr- aðra og öryrkja hækki með sama hætti og lægstu laun. Lífeyrir þarf því að hækka afturvirkt frá 1. maí sl., rétt eins og laun gera í almennum kjarasamningum. Þá þarf að tryggja að þegar lægstu laun hækka á nýj- an leik umfram bætur almannatrygg- inga 1. maí 2016 muni lífeyrisþegar ekki sitja eftir á ný. Það er athyglisvert að sjá vandræði stjórnarflokkanna þegar þeir standa gegn þessari réttlætiskröfu. Það eru enda engin rök fyrir því að lífeyris- þegar eigi að standa launafólki að baki átta mánuði af hverjum tólf á þessu ári og því næsta. Etja einum gegn öðrum Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins reyndi að rökstyðja misréttið greip hann í það hálmstrá að stilla lífeyris- þegum og fólki á vinnumarkaði upp sem andstæðingum og sagði: „Það er líka til fólk sem er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnana og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“ Þessi ummæli eru óskiljanleg og ósanngjörn. Aldraðir og öryrkjar eiga ekki val um það að afla sér atvinnu- tekna, vegna aldurs eða sjúkleika, og það er ekki ógn við lágtekjufólk að aldraðir og öryrkjar njóti sambæri- legra lífskjara og það. Einu sinni var kjörorð Sjálfstæðisflokksins „stétt með stétt“. Nú virðist það vera orðið: „Etj- um einum gegn öðrum“. Eru yngri öryrkjar vandamálið? Formaður Sjálfstæðisflokksins beit svo höfuðið af skömminni þegar hann, aðspurður, vísaði til fjölgunar í hópi yngri öryrkja vegna geðrænna vanda- mála sem rökstuðnings fyrir misrétt- inu. Ef hann meinar eitthvað með því ætti í fjárlagafrumvarpi að vera að finna fjármagn til að vinna gegn þeirri þróun, með fleiri úrræðum, nýj- um námstækifærum og sveigjanlegri framhalds- skóla. Það er ekki gert: Þvert á móti hefur tæki- færum fyrir ungt fólk ver- ið fækkað, áhersla lögð á harðari kröfur um náms- framvindu og minni sveigjanleika og bók- námsframhaldsskólum lokað fyrir fólki yfir 25 ára aldri. En jafnvel þótt þessi þróun réttlætti einhverjar sér- stakar aðgerðir getur hún aldrei rétt- lætt almennt misrétti gagnvart lífeyr- isþegum. Tölurnar segja okkur allt aðra sögu og væri gott ef Bjarni Benediktsson hefði fyrir því að kynna sér þær. Heild- arfjöldi lífeyrisþega árið 2014 er skv. tölum Tryggingastofnunar tæplega 47.700. Af þeim eru ellilífeyrisþegar rúmlega 31.300 og örorkulífeyrisþegar rúmlega 16.300. Af þessum 16.300 örorkulífeyrisþegum eru allir örorkulífeyrisþegar undir 30 ára aldri af báðum kynjum einungis 1.553. Ég hef ekki í fljótu bragði sundurliðaðar upplýsingar um hvernig þeir greinast í öryrkja af líkamlegum orsökum, þroskahömlun eða af geðrænum orsök- um og því er erfitt að átta sig á hversu margir eru í hópnum sem Bjarni Bene- diktsson hefur ákveðið að beina skot- um sínum að. Hann getur þó aldrei tal- ið fleiri en einhver hundruð í mesta lagi. En jafnvel þótt þeir hefðu allir valið sér að verða öryrkjar, eins og for- maður Sjálfstæðisflokksins gefur í skyn, getur það aldrei talist réttlæt- anlegt að refsa öllum hinum lífeyris- þegunum þess vegna. Það virðist því sem Bjarni Benediktsson hafi fallið í þá gryfju að trúa þeim tröllasögum sem reglulega heyrast frá harðlínuöflum sem berjast gegn félagslegu réttlæti og jöfnum tækifærum og lýsa örorkulíf- eyrisþegum sem afætum og byrði á samfélaginu. Það er hættulegt ef for- ysta ríkisstjórnarinnar byggir ákvarð- anir sínar á lítilli staðreyndaþekkingu en takmarkalausum fordómum í garð þeirra sem höllum fæti standa í sam- félaginu. Kjararáð aldraðra og öryrkja Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki gripið til neinna nýrra stórra ráð- stafana til að bæta kjör lífeyrisþega. Aðhaldsaðgerðir síðustu ríkisstjórnar voru lögfestar sumarið 2009 með sól- arlagsákvæði og runnu samkvæmt því ákvæði út 31. desember 2013, án til- verknaðar nýrrar ríkisstjórnar. Á kreppuárunum var þröngt í búi, en þrátt fyrir tóman ríkissjóð var lífeyrir almannatrygginga látinn fylgja lág- markslaunum á miðju ári 2011, þegar samið var um sérstaka hækkun lægstu launa. Við eigum ekki að hverfa frá þeirri stefnu nú og skilja aldraða og ör- yrkja eftir á sama tíma og lægstu laun eru hækkuð sérstaklega og laun alls launafólks hækka afturvirkt. Það er okkar hjartans mál að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki með sama hætti og lægstu laun. Formaður Sjálf- stæðisflokksins leggst hins vegar gegn tillögu okkar því hann telur lífeyris- þega þegar hafa fengið ríflegar hækk- anir, ruglar saman útgjaldaaukningu vegna fjölgunar lífeyrisþega vegna öldrunar þjóðarinnar og raunverulegri tekjuaukningu þeirra og klifar á fjár- hæð framlaga í krónum talið, án tillits til raunverðs. Alþingi er í raun kjararáð aldraðra og öryrkja sem, líkt og formaður Ör- yrkjabandalagsins hefur sagt, hafa fátt annað en vonina að vopni. Ég trúi því satt að segja ekki enn að stjórnarflokk- arnir hunsi þessa réttlætiskröfu. Ein- staka þingmenn stjórnarflokkanna hafa látið í það skína að þeir vilji end- urskoða afstöðu sína og við munum gefa þeim færi á því í atkvæðagreiðslu. Það er enn tími til að breyta rétt. Aldraðir og öryrkjar eiga að njóta jafnréttis Eftir Árna Pál Árnason » Aldraðir og öryrkjar eiga ekki val um það að afla sér atvinnutekna og það er ekki ógn við lág- tekjufólk að þeir njóti sambærilegra lífskjara. Árni Páll Árnason Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.