Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015
✝ Sigríður Kjart-ansdóttir
fæddist í Bolung-
arvík 5. júní 1950.
Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 9. desem-
ber 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Kjartan
Tómas Guðjónsson,
f. 29.3. 1907, d.
7.12. 1998, og Hall-
dóra Friðgerður Maríasdóttir,
f. 30.5. 1919, d. 30.10. 1970.
Sigríður ólst upp í stórum
systkinahópi í Bolungarvík.
Systkini hennar eru Jónína
Rannveig, f. 29.9. 1940, d.
23.11. 2015, Vilborg Guðný, f.
19.9. 1942, Kjartan Halldór, f.
5.9. 1944, d. 5.2. 1968, Gunnar
Kjartan Tómas, Salóme Töru
og Runólf Reyr og Guðmundur
átti fyrir þau Eyþór Inga og
Önnu Sigríði. 2) Kjartan Hall-
dór, f. 6.9. 1968. Maki hans er
Eydís Gréta Guðbrandsdóttir.
Kjartan átti fyrir þá Ársæl Pál
og Gunnar Pál og Eydís Gréta
átti fyrir þau Arnar, Tinnu Rán
og Breka. 3) Borgar Antonsson,
f. 12.1. 1970. Maki hans er
Helga Guðlaug Vignisdóttir og
eiga þau saman þau Ragnhildi
Lind, Brynju Rut, Vigdísi Mar-
íu, Aron Frey og Vigni Snæ. 4)
Óskar Sigurþór, f. 6.3. 1991.
Unnusta hans er Agne Cicins-
kaité. Sigríður og Anton skildu
árið 1996 og síðar kynnist hún
Arnþóri Sigurðssyni og bjó
með honum til ársins 2013. Sig-
ríður starfaði lengst af við fisk-
vinnslu á Bolungarvík en við
verslunarstörf eftir að hún
flutti til Reykjavíkur árið 1986.
Útför Sigríðar fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 17. des-
ember 2015, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Páll, f. 14.4. 1946,
Hlíðar, f. 19.8.
1948, Bergmundur
Bæring Ólafur, f.
21.11. 1951, d.
24.9. 1985, Jón-
mundur, f. 12.7.
1955, María
Sveinsína, f. 11.1.
1957, d. 23.3. 1978,
og Reimar Haf-
steinn, f. 24.11.
1958.
Sigga giftist árið 1967 Ant-
oni Tryggva Óskarssyni frá
Hellishólum og eignuðust þau
fjögur börn. Þau eru: 1) Guð-
rún Halldóra Antonsdóttir, f.
10.9. 1967. Maki hennar er
Guðmundur Jón Friðriksson og
eiga þau saman einn son, Anton
Friðrik. Guðrún átti fyrir þau
Elsku mamma.
Þá er komið að stóra ferðalag-
inu, til borgar hinna látnu. Í þetta
skiptið ertu ein á ferð.
Þær eru þó nokkrar ferðirnar
sem við höfum farið saman í á síð-
astliðnum árum, sú síðasta í maí
til Flórída með góðum vinkonum
okkar. Þú talaðir oft um það eftir
að þú greindist með krabbamein-
ið að þér hefði verið ætlað að fara
í þá ferð.
Ég var heppin að fá að hafa þig
í lífi mínu síðastliðin 48 ár. Þú
varst ekki orðin tvítug þegar þú
varst búin að eiga mig, Kjartan
og Bogga, svo bættist Óskar við
þegar við hin vorum orðin full-
orðin og sjálf foreldrar.
Það tók á að sjá þig kveljast
svona mikið síðustu mánuðina og
hver dagur með þér var svo dýr-
mætur. Ég er svo þakklát fyrir
það hvað við urðum góðar vin-
konur, töluðumst við oft á dag og
ég kom mikið til þín.
Ég elskaði þig eins og þú varst
en ekki eins og að ég vildi að þú
værir. Þegar þú svo greindist var
tvennt sem olli þér áhyggjum,
hvort þú myndir lifa nógu lengi
til að sjá tvíburana sem voru
væntanlegir í janúar 2016, og
hvað yrði um Óskar? Við hugsum
um Óskar fyrir þig, engar
áhyggjur, og tvíburarnir fæddust
21. nóvember, á afmælisdegi
Munda heitins. Þú varðst svo
glöð að ná að sjá þau.
Á þessum fjórum mánuðum
síðan þú greindist hélstu bæði
upp á 65 ára og 50 ára afmælið
þitt, einnig héldum við partí með
öllum vinkonum þínum úr Þjórs-
árdalnum, þetta voru þín kveð-
jupartí, elsku mamma mín. Þú
kvaddir á þinn hátt, í gleði. Og vá,
hvað það var gaman að vera með
í öllu þessu.
Þú hafðir svo gaman að mörgu
í lífinu, fædd með bunka af hæfi-
leikum – saumaðir, prjónaðir,
eldaðir, bakaðir, smíðaðir, veidd-
ir og fleira. Já, þú gast allt sem
þú ætlaðir þér. Að ógleymdum
Íslands- og Evrópumeistaratitl-
um á sjóstöng.
Hrefna, sem þú kallaðir meist-
arann þinn, sá um þá viðkvæmu
stund þegar þú misstir síða hárið
þitt. Hún hjálpaði þér í gegnum
það erfiða ferli og þér fannst að
þú værir ekkert veik þegar þú
leist svona vel út og fannst ekk-
ert til.
Þú hafðir alltaf meiri áhyggjur
af öllum hinum sem voru einnig
veikir og hafðir þú áhyggjur af
þeim öllum. Þú hringdir í Siggu
Stínu, sem gaf þér styrk með allri
sinni jákvæðni í sinni baráttu.
Einnig spurðir þú alltaf hvort
það væri eitthvað nýtt að frétta
af Rögnu í Svíþjóð, fylgdist vel
með gangi mála hjá Finnbirni,
svo kynntist þú Mæju, en mestu
áhyggjurnar varstu þó með af
Jónu systur þinni og Hlíðari
bróður þínum, sem einnig voru
veik á sama tíma. Svo dó Jóna
þann 23. nóvember síðastliðinn.
Jarðarförin hennar var þér og
systkinum þínum og okkur öllum
erfið og í dag, tveimur vikum
seinna, erum við að fylgja þér síð-
ustu sporin.
Ég mun ævinlega vera þakklát
fyrir að hafa verið til staðar fyrir
þig með öllum bræðrum mínum
þegar þú kvaddir þennan heim.
Þú varst svo hrædd við að fara og
þetta var svo erfitt, en svo dýr-
mæt stund.
Mig dreymdi 2013 að þú
myndir deyja 65 ára, og því mið-
ur rættist sá draumur.
Blessuð sé minning þín, elsku
hjartans mamma.
Þín dóttir,
Guðrún Halldóra
Antonsdóttir.
Þá er hún mamma búin að
kveðja þennan heim og farin til
systkina sinna og laus við verk-
ina. Ef ég ætti að lýsa mömmu í
einu orði væri það harðjaxl því
svo sannarlega var hún hörð af
sér í gegnum lífið, sem ekki var
alltaf auðvelt.
Hún þurfti t.d. að ala okkur
þrjú systkinin upp en bara ég var
örugglega meira en nóg þar sem
ég bjó til nógar áhyggjur fyrir
hana og hef ég oft haft á orði eftir
að ég stofnaði fjölskyldu sjálfur
að ég hefði ekki viljað ala mig
upp. Einnig missti hún þrjú
systkini sem öll voru á besta aldri
í slysum og tók það mjög á hana
en alltaf reyndi hún að vera sterk
fyrir aðra.
Mamma vann líka mikið sam-
hliða því að ala okkur upp á Bol-
ungarvík en samt hafði hún alltaf
tíma í það sem þurfti að gera og
aldrei man ég eftir að okkur
systkinin hafi skort neitt á þess-
um tíma.
Eftir að þau fluttu til Reykja-
víkur fæddist svo yngsti bróðir
minn. Fram að því hafði ég verið
yngstur í 21 ár og öll vorum við
systkinin löngu flutt að heiman
en fyrir mömmu var þetta ekkert
mál. Þau mamma og pabbi skildu
síðan en seinna kynntist mamma
Adda og fékk áhuga á sjóstanga-
veiði, sem þau stunduðu saman af
kappi næstu árin. Eins og með
annað var það tekið með trompi
þó svo að skrokkurinn væri ekki
upp á marga fiska þar sem bakið
var farið að hrjá hana.
En nokkrum sinnum varð hún
Íslandsmeistari ásamt því að
verða Belgíumeistari og tvisvar
sinnum Evrópumeistari og það
kannski lýsir henni vel að á þessu
ári endaði hún í öðru sæti á Ís-
landi þó svo að heilsan hafi verið
orðin mjög léleg.
Þar sem við höfum búið á
Hornafirði síðan 1998 var sam-
gangurinn ekki eins mikill og við
hefðum viljað en alltaf heyrðum
við reglulega í henni í síma og
hittum hana alltaf í borgarferð-
unum. Svo kom hún nokkuð oft
austur í heimsókn til okkar og
einnig til að keppa á sjóstanga-
mótum, nú síðast í sumar og sá
maður þá að verulega var af
henni dregið.
Hún greindist svo með skæðan
lungnakrabba í ágúst svo að hún
hefur verið búin að vera með
hann í einhvern tíma áður en það
kom í ljós.
Nokkrar ferðirnar erum við
fjölskyldan búin að fara til að
vera með mömmu síðustu mán-
uðina og alltaf var hún svo þakk-
lát þegar við komum en þessi tími
var mjög dýrmætur fyrir okkur.
Svo var það alltaf á planinu hjá
mömmu að koma austur til okkar
og lét hún verða af því. Fyrir
okkur voru það ómetanlegir dag-
ar á meðan hún var enn hress en
það reyndist svo verða hennar
síðasta ferðalag þar sem hún
veiktist svo mikið að við fórum
með sjúkraflugi til baka þar sem
hún kvaddi svo þann sama dag.
Við systkinin vorum öll hjá henni
og vissi hún af okkur öllum, svo
að hún var ekki ein eins og hún
var búin að óttast að gæti gerst,
og var það gott fyrir okkur öll.
Það er oft sagt að maður velji
sér vini en ekki ættingja en þegar
ég horfi til baka tel ég mig hafa
verið mjög heppinn með mömmu.
Ég hefði ekki getað fengið neina
betri þó að ég hefði fengið að
velja úr öllum mömmum og mun
ég sakna hennar mikið.
Elsku mamma, takk fyrir að
hafa verið mamma mín og amma
barnanna minna.
Hvíldu í friði.
Borgar Antonsson.
Elsku mamma mín, hér sit ég
og minnist þín en hef til þess ekki
nema 3.000 stafabil hér, sem mér
finnst ekki gerlegt því þú varst
svo miklu meira en það. En það
er allt í lagi því minning mín um
þig hefur ótæmandi rúm í hjarta
mínu eins og í hjarta allra þeirra
sem þig þekktu. Ég er ekki viss
um að guð sé með áskrift að
mbl.is en ég veit samt að þú færð
þessa kveðju.
Margar af fyrstu minningum
mínum eru þegar þú vaktir mig
oft seint á kvöldin þegar ég var
nánast smábarn á Þuríðarbraut-
inni í Bolungarvík til að sitja hjá
þér um nætur þegar þú varst að
sauma jólafötin á okkur systkin-
in. Það gerðir þú til að spara sem
mest því fjárhagurinn var oft
knappur. Pabbi var á sjónum og
þú varst svo myrkfælin að þú
gast ekki verið ein. Þá fékk ég að
drekka kaffi og þú lést nánast allt
eftir mér bara til að halda mér
vakandi. Mikið var ég oft þreytt-
ur og átti erfitt með að vaka en er
svo þakklátur fyrir þær stundir í
dag. Það er kannski táknrænt en
þú gafst mér þessa sömu sauma-
vél skömmu eftir að þú veiktist.
Ég mun aldrei gleyma þegar
þú komst með jólin til okkar
Grétu fyrir nokkrum árum. Við
höfðum átt erfitt fjárhagslega og
þú vissir af því og ætluðum við
bara að halda látlaus jól fyrir
okkur tvö. En þá komst þú fær-
andi hendi skömmu fyrir jól og
réttir okkur aura. Við hjónin höf-
um svo oft minnst þess með
þakklæti eins og þú veist því við
vissum sem var að þú hafðir það
ekki betra en við.
Það varst líka þú sem sagðir
mér fréttirnar sem voru svo erf-
iðar hér um árið. Ég veit það var
erfitt fyrir þig alveg eins og mig
en ég get ekki minnst þín án þess
að minnast á það þó það sé bara
milli okkar tveggja. Fyrir það
verð ég svo endalaust þakklátur
því það leiddi svo gott af sér að
lokum.
Ég verð líka alltaf endalaust
þakklátur fyrir það hvernig þú
tókst henni Grétu minni þegar ég
kynnti hana fyrir þér, því er ekki
hægt að lýsa í orðum. Vináttan,
traustið og væntumþykjan ykkar
á milli var fölskvalaus og ber
Gréta ekki minni sorg í hjarta en
ég.
Eins og ég sagði í upphafi,
elsku mamma mín, þá þarf ég
ekki þessi 3.000 bil til til að minn-
ast þín. Þú andaðist aðeins 65 ára
sem er enginn aldur í dag. Við
ræddum um það þegar þú veikt-
ist, kannski okkur til huggunar,
skilnings eða réttlætingar til að
forðast sársaukann, að einn
mannsaldur væri aðeins sek-
úndubrot í eilífðinni. En samt
finnst mér 65 ár svo miklu minni
tími en brot úr sekúndu þegar ég
minnist þín. Ég veit þú varst trú-
uð og því er ég þess fullviss að við
hittumst aftur. Ferðalagið sem
þú ert nú farin í munum við öll
taka að lokum, það er það eina
sem allir eiga sameiginlegt. Við
munum hittast aftur þegar ég fer
í mitt síðasta ferðalag, þá verður
þú með allt klárt og ekkert verð-
ur til sparað í því partíi, það veit
ég.
Elsku mamma mín.
Ljósið skín alltaf skærar þeg-
ar ég hugsa um þig þó að tilfinn-
ingin sé um leið ljúf og sár. Minn-
ing þín mun alltaf lifa í ljósinu.
Ég elska þig að eilífu.
Þinn sonur,
Kjartan.
Gengin er yfir Gjallarbrú
elskuleg tengdamóðir mín Sigríð-
ur Kjartansdóttir.
Ég kynntist minni elsku
tengdamóðir fyrir um 11 árum,
fljótlega eftir að við Kjartan son-
ur hennar fórum að stinga saman
nefjum. Ég mun aldrei gleyma
okkar fyrstu kynnum, hvernig
hún tók mér og ekki leið á löngu í
minni fyrstu heimsókn til hennar
þar til mér fannst við hafa verið
vinkonur alla ævi.
Tæpu ári síðar þegar ég varð
formlega tengdadóttir hennar
var það að mestu leyti henni að
þakka hvernig minn stærsti dag-
ur varð að minni bestu minningu.
Vinnan, eljan og væntumþykjan
sem hún sýndi mér þá til að gera
daginn sem stórkostlegastan
mun alltaf lifa í mínu hjarta.
Hún var einhver duglegasta
kona sem ég hef kynnst og gafst
aldrei upp. Hún var alltaf létt í
skapi, bráðfyndin og kallaði ekki
allt ömmu sína. Hrein og bein var
hún í öllum samskiptum. Hún var
bráðmyndarleg og vakti athygli
hvert sem hún fór. Hún tók ríkan
þátt í félagsmálum og virtist
endalaust geta bætt við sig verk-
efnum þeim tengdum þrátt fyrir
að hafa margt annað á sinni
könnu.
Sérstaklega starfaði hún að
málefnum sjóstangaveiðifólks
(EFSA). Hún var einstaklega
verklagin og mikil hannyrða-
kona. Hjálpsemi við lítilmagnann
var rík hjá Siggu, hún mátti ekk-
ert aumt sjá og reyndi að hjálpa
þótt það væri með hennar síðustu
krónu.
Virðing og þakklæti er mér
efst í huga þegar ég minnist
hennar. Hún gekk á vissan hátt í
slóð postulanna og sýndi og sann-
aði að hún var fiskimaður mikill.
Hefur hún því til vitnis hampað
fyrstu verðlaunum oftar en einu
sinni og nælt sér í Evróputitla í
sjóstangaveiði, sem er langt í frá
á allra færi.
Tengdamamma mín mun búa í
hjarta mínu að eilífu.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta
mig við það sem ég fær ekki breytt.
Kjark til að breyta því sem ég get
breytt,
og vit til að greina þar á milli.
Þín tengdadóttir að eilífu,
Gréta.
Nú er elsku tengdamamma
mín til 28 ára farin svo margs er
að minnast. Sigga greindist með
krabbamein í ágúst á þessu ári.
Margt var það sem hún ætlaði að
gera áður en hún færi og eitt af
því var að koma til okkar á
Hornafjörð og það gerði hún.
Hún þurfti að kenna okkur ým-
islegt. Við bökuðum t.d „Siggu-
ömmuköku“ (lagtertu). Lagtert-
an hennar Siggu var partur af
jólunum, hún bakaði hana og
sendi okkur og alltaf var mikil
gleði að smakka. Uppskriftina,
sem var frá mömmu Siggu, vildi
Sigga skilja eftir í fjölskyldunni.
Já það var margt sem hún vildi
gera og allt þurfti að gerast
strax. Við fórum nokkrar ferðir
suður til hennar eftir að hún
veiktist, þá beið listi sem þurfti
að klára. Þessi tími var dýrmæt-
ur eins og tíminn sem við áttum
með henni hér heima og nú get-
um við verið endalaust þakklát
fyrir þennan tíma þó svo að við
hefðum viljað hafa hann miklu,
miklu lengri . Ég trúi því að
Sigga sé komin á góðan stað þar
sem sólin skín alla daga. Ég er
líka viss um að nú er hún með
sjóstöng að veiða, en hún elskaði
veiðarnar og félagsskapinn í
kringum þær. Sigga á marga
verðlaunagripi og titla frá sjóst-
angveiðimótum sem hún var stolt
af. Sigga var líka einstaklega
handlagin og allt sem hún tók sér
fyrir hendur gerði hún vel og var
þá sama hvort það var sauma-
skapur, prjónaskapur, útskurður
eða bara eitthvað allt annað. Við
eigum marga fallega hluti eftir
hana. Sigga vildi alltaf vera fín og
var henni mjög erfitt að missa
fallega hárið sitt en hún gerði það
besta úr því og með hjálp góðrar
vinkonu varð hún fín og falleg
með nýtt hár. Sigga var vina-
mörg og voru vinkonur hennar
duglegar að hringja í hana og
koma til að stytta henni stund-
irnar. Fyrir það var hún þakklát
og við fjölskyldan líka. Ég veit að
margir hafa tekið vel á móti
henni og nú líður henni vel.
Elsku Sigga mín, takk fyrir
allt.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið mér.
Þín tengdadóttir,
Helga.
Elsku besta Sigga amma mín,
þú kvaddir okkur svo skyndilega
og langt fyrir aldur fram.Tíminn
frá því að þú greindist með
lungnakrabbameinið var mér
mjög dýrmætur og þær minning-
ar sem ég á frá þessum tíma eru
mér kærar. Ég er þakklát fyrir
að hafa verið í fæðingarorlofi á
þessum tíma og þess vegna getað
heimsótt þig mun oftar en ég
hefði annars getað. Mér finnst
magnað hvað þú varst sterk í
veikindunum og ég er alveg viss
um að þú varst besti sjúklingur-
inn. Þú varst svo ánægð með
fólkið sem sinnti þér, þjónustuna
sem þú fékkst og svo þakklát fyr-
ir allt sem fólkið í kringum þig
Sigríður
Kjartansdóttir
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma og systir,
BJARNFRÍÐUR G. VALDIMARSDÓTTIR
MEHAN,
fædd 17. desember 1923,
lést á heimili sínu í Hannastown í
Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum þann 10. maí 2015.
Jarðsett var þann 14. maí 2015 frá First Evangelical Lutheran
Church í Greensburg.
Minningarathöfn fer fram í Fossvogskapellu í dag,
17. desember, klukkan 15.
.
Sigurlína Jóhannesdóttir, Donald Ingólfsson,
Mary Ann Wilson, Augusta Block,
Rosemarie Campbell, Christine Mehan,
barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn,
Ingveldur Valdimarsdóttir og Gróa Valdimarsdóttir.
Elskulegur sonur minn og bróðir,
SVERRIR ÞÓR HALLDÓRSSON
matreiðslumeistari,
lést á lungnadeild Landspítalans
föstudaginn 11. desember.
Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu
mánudaginn 21. desember klukkan 11.
.
Kolbrún Þorláksdóttir,
Einar Þór Rafnsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN E. JÓNSSON,
fv. kennari,
Álfaskeiði 55, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi laugardaginn 12. desember.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 21.
desember klukkan 11.
.
Alrún Klausen,
Hallveig Guðjónsdóttir,
Jón Þór Guðjónsson, Helga Kristjánsdóttir,
Selma Guðjónsdóttir, Valdimar Eiríksson,
Inga Dís Guðjónsdóttir, Steinar Steinarsson,
Jónatan Már Guðjónsson,
Guðjón Rúnar Guðjónsson, Þórey Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.