Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016
www.fr.isSylvía G.Walthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
Salvör Davíðsdóttir
Sölufulltrúi
María K. Jónsdóttir
Sölufulltrúi
Brynjólfur Þorkelsson
Sölufulltrúi
FRÍTT VERÐMAT
ENGAR SKULDBINDINGAR
HRINGDUNÚNA
770 7770
sylvia@fr.is
Sjöfn Ólafsdóttir
Skrifstofa
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Samkeppniseftirlitið telur að stjórn-
arfrumvarp Bjarna Benediktssonar
um fasteignalán til neytenda feli í sér
jákvæð skref fyr-
ir íbúðalánamark-
aðinn. Þetta kem-
ur fram í
lokaorðum um-
sagnar Sam-
keppniseftirlits-
ins um
frumvarpið, en
Samkeppniseftir-
litið gerir einnig
athugasemdir við
ákveðin ákvæði í
frumvarpinu, svo sem ákvæðið um
lánshæfis- og greiðslumat.
Upptaka á ESB-tilskipun
Samkvæmt skýringum með frum-
varpinu felur það fyrst og fremst í
sér upptöku á efnisreglum tilskipun-
ar Evrópusambandsins um lána-
samninga fyrir neytendur í tengslum
við íbúðarhúsnæði í íslenskan rétt.
Fyrsta grein í frumvarpinu er svo-
hljóðandi: „Markmið laga þessara er
að tryggja neytendavernd við kynn-
ingu, ráðgjöf, veitingu og miðlun
fasteignalána til neytenda. Markmið
laganna er jafnframt að stuðla að
ábyrgum lánveitingum og sporna við
óhóflegri skuldsetningu neytenda.“
Lánveitandi meti lánshæfi
20. grein frumvarpsins fjallar um
lánshæfis- og greiðslumat. Þar segir
m.a.: „ Áður en samningur um fast-
eignalán er gerður skal lánveitandi
meta lánshæfi og greiðslugetu neyt-
anda í samræmi við reglugerð sem
ráðherra setur.“
Um 20. greinina segir m.a. í um-
sögn Samkeppniseftirlitsins: „Sam-
keppniseftirlitinu er kunnugt um
sjálfstæð fyrirtæki sem hafa hug á
að bjóða upp á greiðslumat. Með
hliðsjón af því að í ákvæðinu virðist
gengið út frá því að lánveitandi sjálf-
ur verði að framkvæma greiðslumat-
ið verður vart önnur ályktun dregin
en að með þessu ákvæði sé komið í
veg fyrir að samkeppni á þessu verk-
efnasviði geti farið fram á víðari vett-
vangi en hjá lánveitendum sjálfum.
Ekki er útilokað að ákveðin hætta
geti skapast á því að samkeppni
sjálfstæðra aðila á þessu sviði gæti
leitt til þess að óeðlilega margir lán-
takendur fengju jákvæða niðurstöðu
úr greiðslumati slíkra sjálfstæðra
aðila. Það væri því mikilvægt að slík-
ir sjálfstæðir aðilar lytu viðeigandi
eftirliti.“
Verði endurskoðað
Samkeppniseftirlitið leggur því til
í umsögn sinni, að ákvæði 20. grein-
arinnar verði „tekið til endurskoðun-
ar með hliðsjón af samkeppnissjón-
armiðum“.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að Sam-
keppniseftirlitið hefði fengið ábend-
ingar um sjálfstæð fyrirtæki sem
hugsanlega hefðu hug á að bjóða upp
á greiðslumat. Fyrirtæki eins og
Creditinfo og Kreditskor kynnu t.d.
að vera þar á meðal þótt hann gæti
ekki staðfest að svo væri.
„Meginatriðið er að í frumvarpinu
er hugsanlega að vanhugsuðu máli
verið að skapa erfiðleika fyrir nýja
aðila til þess að komast inn á markað.
Það er þess vegna sem við leggjum
til að ákvæðið um greiðslumat verði
endurskoðað,“ sagði Páll Gunnar.
Komið í veg
fyrir samkeppni
Vill endurskoðun ákvæðisins
Páll Gunnar
Pálsson
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta getur verið dæmi um kald-
lynt afskiptaleysi gagnvart náung-
anum en þarf ekki að vera eina túlk-
unin. Skýringarnar geta verið mjög
margar,“ segir
Helgi Gunn-
laugsson, af-
brotafræðingur
og prófessor í fé-
lagsfræði við Há-
skóla Íslands, um
þá þróun sem
Neyðarlínan og
lögreglan merkja
hér á landi; að sí-
fellt fleiri aðhaf-
ist ekki á vett-
vangi slysa og óhappa og láti
einungis duga að tilkynna slysið og
halda síðan för sinni áfram.
Helgi segir þetta mjög áhugavert
viðfangsefni innan félagsfræðinnar
og hafi verið margrannsakað, hve-
nær mannfólkið veitir öðrum hjálp-
arhönd og hvenær ekki. Rannsóknir
sýni almennt að fólk hafi ekki mikil
afskipti af samborgurum sínum.
Þegar einhver lendi í neyð sé það
ekki sjálfgefið að viðkomandi fái
strax nauðsynlega aðstoð. Stóra
spurningin sé hvenær fólk ákveði að
skerast í leikinn.
„Rannsóknir sýna að eftir því sem
fleiri eru á vettvangi slyssins þá eru
minni líkur á að þú hafir afskipti, þá
finnst þér jafnvel alveg nóg að til-
kynna atburðinn. Ef þetta er mjög
nálægt þínu umhverfi eða þú jafnvel
bara einn til staðar aukast líkurnar
á einhverjum afskiptum,“ segir
Helgi.
Óttast að grípa inn í
Hann bendir á að reglulega komi
upp atvik þar sem ekið er framhjá
vegfarendum í vanda. Þessi atvik
hreyfi við umræðunni og margir
grípi það á lofti að þetta sé dæmi um
hve á Íslandi sé orðið kaldrifjað
borgarsamfélag.
„Við búum vissulega í borgarsam-
félagi en við búum líka í samfélagi
sérhæfingar þar sem mjög öflugir
aðilar eru kallaðir út til að veita fólki
neyðaraðstoð. Fólk sem verður vitni
að einhverju upplifir kannski van-
mátt og vanþekkingu og treystir sér
ekki til að grípa inn í af ótta við að
gera eitthvað rangt. Hvaða afleið-
ingar munu mín afskipti hafa? Þess-
ar og margar fleiri spurningar koma
upp í huga fólks í svona aðstæðum.
Með því að hringja í Neyðarlínuna
og láta þar við sitja þá telur fólk sig
þannig vera búið að rækja sínar
borgaralegu skyldur og koma mál-
inu í hendur sérhæfðra aðila. Hérna
áður voru farsímar ekki til staðar og
þá gastu kannski ekki komist upp
með annað en að veita fyrstu hjálp,“
segir Helgi jafnframt.
Hann segir nauðsynlegt að ræða
þessi mál og þekking í skyndihjálp
sé góð leið til að draga úr afskipta-
leysinu. Fyrstu viðbrögð skipti lyk-
ilmáli og allir geti lent í þeim að-
stæðum að þurfa að koma
náunganum til hjálpar.
Erum við kaldlynt borgarsamfélag?
Ekki sjálfgefið að fólk komi náunganum til hjálpar, segir prófessor í félagsfræði Áhugavert við-
fangsefni Ótti getur komið upp um að gera eitthvað rangt Þekking í skyndihjálp getur bætt úr
Morgunblaðið/RAX
Umferðarslys Vegfarendur á Hellisheiði á vettvangi umferðaróhapps.
Dæmin sýna að ekki er sjálfgefið að vegfarendur komi fólki til hjálpar.
Helgi
Gunnlaugsson
Rauði kross Íslands, RKÍ, fær árlega
5-7 þúsund manns til sín á skyndi-
hjálparnámskeið og eru þá ótaldir
þeir sem fá fræðslu í skyndihjálp á
vinnustöðum, í skólum, hjá björg-
unarsveitum o.fl. Nýleg könnun fyr-
ir RKÍ sýnir að um 84% þjóðarinnar
hafa einhvern tímann á ævi sinni
sótt námskeið í skyndihjálp, þar af
33% á sl. þremur árum, tæp 16%
sögðust aldrei hafa sótt námskeið.
„Það hefur sýnt sig að fólk sem
búið er að taka námskeið er frekar
tilbúið en aðrir til að veita aðstoð á
vettvangi slyss. Við ræðum þetta
sérstaklega á námskeiðunum, segj-
um fólki að taka afstöðu og hugsa
um hvernig það myndi bregðast
við,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir,
verkefnisstjóri hjá RKÍ.
Hún segir það vissulega áhyggju-
efni ef tilvikum sé að fjölga þar sem
fólk aðhafist ekki á vettvangi slysa
og láti einungis viðbragðsaðila vita
af þeim. Viðbrögðin geti verið mjög
einstaklingsbundin og skýrist af
ýmsum ástæðum. Með því að hafa
sótt skyndihjálparnámskeið aukist
þó líkurnar á að viðkomandi bregð-
ist við og veiti fyrstu hjálp.
Gunnhildur segir þetta meira
vandamál í Evr-
ópu en hér, það
heyri hún hjá
sínu erlenda
samstarfsfólki
innan Rauða
krossins. Þannig
sýnir könnun á
Írlandi að þar í
landi myndu
95% ekki stíga
fram og veita aðstoð. Einnig hafa
sláandi tölur komið frá Hollandi.
Sambærileg könnun hér á landi
sýnir mun betri niðurstöðu. Capa-
cent Gallup gerði síðast könnun í
lok árs 2014 fyrir RKÍ. Niðurstöður
hennar sýna m.a. að á heimili eða
vinnustað eru meiri líkur á að fólk
veiti fyrstu hjálp en við ókunnar að-
stæður.
Um 70% svarenda myndu veita
fjölskyldumeðlim, vini eða vinnu-
félaga skyndihjálp en hlutfallið fer
niður í 60% ef um ókunnugan væri
að ræða. Hafi fólk farið nýlega á
námskeið þá hækka þessi hlutföll.
Tæp 23% myndu ekki treysta sér til
að koma einstaklingi í neyð til að-
stoðar. Það hlutfall lækkar verulega
hjá þeim sem hafa sótt námskeið.
Þekking á skyndihjálp eykur
líkur á að fyrsta hjálp sé veitt
5-7 ÞÚSUND MANNS ÁRLEGA Á NÁMSKEIÐ RKÍ Í SKYNDIHJÁLP
Gunnhildur
Sveinsdóttir