Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016
Þúsundir tonna sælgætis á ári
Algengt er að fólk kaupi sérbland í poka á laugardög-um, bæði börn og fullorðnir.
Sumir gæta hófs en stundum er
býsna vel í lagt, svo ekki sé fastar að
orði kveðið.
Smávegis mæra lítur sakleys-
islega út, en þegar að er gáð kemur í
ljós að í 300 grömmum – sem virkar
ekki mikið – eru 75 sykurmolar. Í
sælgæti í 500 gr poka, sem þykir lít-
ið þegar nammibarinn er sóttur
heim á laugardögum að sögn þeirra
sem til þekkja, eru 125 sykurmolar!
Eitur þá en ekki nú?
Fjallað er um mikla sykurneyslu Ís-
lendinga í fjölmiðlum reglulega;
bent á að með einhverjum ráðum
verði að draga úr, heilsu þjóðarinn-
ar sé stefnt í hættu og bent á sykur-
sýki 2, ýmsa hjarta- og æðasjúk-
dóma og þar fram eftir götunum.
Þar til umræðan fer næst af stað
breytist hins vegar sorglega lítið til
batnaðar og tonn eftir tonn hverfur
áfram ofan í landann.
Fyrir nokkrum misserum var frá
því greint að heildarframboð sæl-
gætis hérlendis árlega væri sex þús-
und tonn. Enginn getur fullyrt hve
mikið er borðað af því magni, en
gera verður ráð fyrir að stærstum
hluta sé sporðrennt.
Laufey Hrólfsdóttir, sem er í
doktorsnámi í næringarfræði í Há-
skóla Íslands, bendir á öfgana sem
voru áberandi í nýliðinni viku og
þeirri næstu þar á undan.
„Í síðustu viku var mikið rætt um
sykur í mat, hve hann væri mikið
eitur og að hann leyndist í matvæl-
um út um allt. Mikið var talað um
samfélagslega ábyrgð og þulin upp
nöfn á tugum heita yfir leyndan syk-
ur í mat,“ segir hún í samtali við
Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Hvað gerist svo?
„Viku síðar kemur öskudagurinn,
krakkar koma heim með sælgæti í
kílóavís og þá er ekkert falið; allt
uppi á borðum og allir vita af sæl-
gætinu – sem er stútfullt af sykri –
enda alls staðar myndir á Facebook
og Snapchat! Þá er allt í lagi og bara
gaman. Hvaða skilaboð erum við að
senda börnunum okkar?“ spyr Lauf-
ey.
Hún er búsett á Akureyri, sem
löngum hefur verið höfuðstaður
öskudagsins á Íslandi. Laufey tekur
sem dæmi að ef barn á aldrinum 6
til 9 ára fær 2 kg af sælgæti á ösku-
daginn dugi sá skammtur í heilt ár,
miðað við ráðlagðan skammt!
Viltu eyðileggja daginn?
Davíð Kristinsson heilsufrömuður
býr einnig á Akureyri. Honum
blöskraði ástandið í liðinni viku,
tjáði sig á Facebook og hlaut bæði
hrós og miklar skammir fyrir.
Hann fullyrðir að algengt sé að
börn hafi um 4 kíló sælgætis upp úr
krafsinu og þau duglegustu sem
hann veit um komu heim með 8 og
hálft kíló.
„Ég hef engan áhuga á að leggja
niður eða eyðileggja öskudaginn,
eins og sumir sökuðu mig um á Fa-
cebook, þvert á móti; ég vildi bara
benda á vitleysuna sem viðgengst.
Er ekki allt í lagi að draga aðeins úr
því sem hvert barn fær á hverjum
stað eða gefa eitthvað annað en sæl-
gæti alls staðar. Ég gaf krökkunum
til dæmis harðfisk, það var mjög
vinsælt og töluvert meira magn en
ég var með í fyrra fór út á mun
skemmri tíma vegna þess að þegar
það fréttist að hjá mér væri harð-
fiskur streymdu liðin hingað.“
Rannsóknir meðal íslenskra
barna hafa sýnt að 60-85% þess við-
bætta sykurs sem þau neyta koma
úr gosi, sælgæti, ís, kökum og kexi;
sá sykur sem bætt er við í matvæli
við framleiðslu. „Ef við ætlum að
minnka sykurinn í fæði barnanna
okkar þá eru það þessi matvæli sem
skipta langmestu máli,“ segir Lauf-
ey, sem ekki er síður hrifin af ösku-
deginum en Davíð, en þykir sælgæti
sem börnin fá óhóflega mikið.
„Búningarnir, söngurinn og smá
gotterí er skemmtileg hefð og flest-
um krökkum finnst þetta einn
skemmtilegasti dagur ársins. Það er
á ábyrgð okkar foreldra að gefa
þeim hóflega skammta en það er
líka á valdi fyrirtækja að taka sam-
félagslega ábyrgð og bjóða upp á
annað í bland. Þannig gætu krakkar
fengið, í bland við smá gotterí, popp,
harðfisk, límmiða, blýanta, spil,
smádót, jafnvel hnetur eða græn-
meti í poka.“
Heilsan mikilvægust
Laufey segir flesta hljóta að vera
sammála um það að heilsan sé það
mikilvægasta í lífinu. „Sykur í hófi
er ekki eitur en óhófleg neysla getur
svo sannarlega haft áhrif á heilsu
barnanna okkar,“ segir hún og hvet-
ur foreldra, skólastjórnendur, mat-
vælaframleiðendur og verslunareig-
endur til að vinna saman að því að
minnka sykurneyslu barna – á ösku-
deginum sem og aðra daga ársins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öllum er ljóst að sykur er ekki góður í óhófi fremur en svo margt annað. Dæmi eru um að börn koma heim með mörg kíló af
sælgæti í poka eftir söngferð á öskudegi – magn sem ætti miðað við ráðleggingar að duga þeim í heilt ár og jafnvel vel það!
Hver Íslendingar lætur ofan í sig
50 kg af viðbættum sykri á ári,
að sögn Laufeyjar Hrólfsdóttur
næringarfræðings.
Hver Íslendingur neytir
tæpra 19 kílóa af sælgæti á ári.
Er þá miðað við hvern einasta
haus en ungbörn eru ekki í
þeim hópi sem úða í sig sælgæti
og margir innbyrða lítið sem
ekki neitt, þannig að ljóst er að
margir borða miklum mun
meira.
Ráðlegt er að viðbættur syk-
ur sé undir 10% af heildarorku
dagsins. Á heimasíðu Land-
læknis má sjá að skv. nýjustu
landskönnun fá ungir karlmenn,
18-30 ára, um 12% orkunnar úr
viðbættum sykri og konur á
sama aldri um 11,3%.
„Neysla á sykurríkum vörum,
þ.m.t. gosdrykkjum, eykur líkur
á þyngdaraukningu og tann-
skemmdum. Mikil neysla á sykr-
uðum gos- og svaladrykkjum
getur auk þess aukið líkur á syk-
ursýki af tegund 2,“ segir á
heimasíðu embættis Land-
læknis.
Of mikill viðbættur sykur
Rannsýnir sýna að hjá börn-
um er viðbættur sykur undir
mörkum sem talin eru hæfi-
leg en er orðinn allt of mikill
hjá unglingum, að sögn Lauf-
eyar Hrólfsdóttur. „Hjá ung-
lingum er þetta sérstaklega
slæmt varðandi gosdrykki og
ljóst að grípa þarf inn í miklu
fyrr en gert er. Ég held að við
þurfum að einbeita okkur að
leikskólastiginu.“
Annað slæmt dæmi: „Í
landskönnun á sex ára börn-
um 2011 kom í ljós að 19%
fengu ráðlagðan skammt af
ávöxtum og grænmeti sem
er hryllilega sorglegt, en 25-
30% af orkunni komu úr nær-
ingarsnauðum matvælum;
sælgæti, ís, kexi og kökum.“
Trúðar fá mikið sælgæti á ösku-
daginn en það er ekkert grín.
Morgunblaðið/Skapti
„Hryllilega
sorglegt“
’
Fyrir nokkrum árum var ég „leiðinlega foreldrið“ sem
mótmælti þegar leikskólinn ætlaði að gefa tveggja ára dótt-
ur minni og hinum börnunum sælgæti á öskudaginn! Mér
fannst það fáránlegt enda vissi hún ekki hvað það var. Í staðinn
fengu þau popp og melónu og allir voru hæstánægðir.
Davíð Kristinsson heilsuþjálfari
INNLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is