Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016 VIÐBURÐA GÆSLA STAÐBUNDIN GÆSLA SÉRVERKEFNI Öryggisverðir okkar eru vel þjálfaðir og með góða reynslu af öryggisgæslu ÖRYGGISVERÐIR TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR Stöndum vaktina allan sólarhringinn Við erum í 575 7000 Opið 8-17 | vardulfar@vardulfar.is | vardulfar.is Í PRÓFÍL MARKAHRÓKURINN Jamie Vardy, miðherji Leicester City, hef- ur slegið rækilega í gegn í vetur og kemur sterklega til álita sem leik- maður ársins í Englandi. Vardy, sem varð 29 ára í síðasta mánuði, kom frá Fleetwood Town sumarið 2012, sem þá var utan deilda. Kaupverð var ekki gefið upp en talið er að það hafi verið ein milljón sterlings- punda. Vardy gerði 31 mark í 36 leikjum fyrir Þorskherinn (e. Cod Army), eins og Fleetwood-liðið er kallað. Það kann að gleðja einhver gömul hjörtu að Fleetwood Town leikur heimaleiki sína á Highbury. Vardy náði sér engan veginn á strik fyrsta veturinn hjá Leicester og gengu sumir stuðningsmenn liðsins svo nærri honum á samfélags- miðlum að hann íhugaði að leggja skóna á hilluna. Nigel Pearson, þáver- andi knattspyrnustjóri, taldi honum hughvarf og upp frá því hefur Vardy vaxið við hverja raun. Sló til að mynda met fyrr í vetur þegar hann skor- aði í ellefu deildarleikjum í röð. Vardy er ættarnafn stjúpföður hans en blóðfaðirinn yfirgaf fjölskyld- una meðan drengurinn var mjög ungur. Breska blaðið Mail on Sunday hafði uppi á föðurnum í fyrra og þá kom í ljós að hann hafði ekki hug- mynd um að sonur sinn léki knattspyrnu. Vardy komst í sviðsljósið þegar hann var staðinn að því fara niðrandi orðum um Japana nokkurn í sum- arfríi sínu í fyrra. Hann baðst í framhaldinu afsökunar, var sektaður af Leicester og sendur á námskeið í mannasiðum. Miðherjinn Jamie Vardy hefur farið á kostum með Leicester City í vetur. AFP Kom úr Þorskhernum LEICESTER CITY, eða „Refirnir“ eins og liðið er kallað, hefur heldur betur stolið senunni í ensku knattspyrnunni á þessum vetri. Þegar aðeins þrettán umferðir eru óleiknar hefur þetta litla félag komið sér makindalega fyrir á toppi úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á undan næstu liðum. Hefði einhver spáð þessu fyrir mótið hefði hann umsvifalaust verið lokaður inni á stofnun – og lyklinum hent í hafið. Þetta á ekki að vera hægt. Um það eru allir sammála. Haldi lærisveinar Claudios Ranieris út og verði enskir meistarar yrði það mesta afrekið í 128 ára sögu ensku knattspyrnunnar. Án nokkurs vafa. Sumir tala um Notting- ham Forest 1977-78 í þessu sambandi en það er ekki sambærilegt. Gjáin milli ríkustu liðanna og hinna er margfalt meiri nú en þá. Það sýnir sig best í því að fjögur auðugustu félögin, Manchester United, Manchester City, Chelsea og Arsenal, hafa unnið öll mót nema eitt síðan úrvalsdeildin var sett á lagg- irnar árið 1992. Það var bara Blackburn Rovers sem laumaði sér inn á milli 1995 – en það var í krafti auðs þáverandi eiganda félagsins, Jacks Walkers. Hann hafði farið mikinn á leikmannamarkaði árin á undan og meðal annars greitt metfé fyrir marka- kónginn Alan Shearer. Slíku hefur ekki verið að heilsa hjá Leicester City. Fyrir eitt stykki Raheem Sterling, sem Manchester City keypti frá Liverpool í sumar, má fá 49 Jamie Vardya og meira en 10 Riyad Mahreza. Stundum er sagt í gríni að ekkert lið vilji vinna meistaratitilinn í ár en sannleikurinn er sá að Leic- ester hefur verið í meistaraformi; til að mynda aðeins tapað tveimur leikjum af 25. Frábærir útisigrar á bæði Tottenham Hotspur og Manchester City að und- anförnu staðfesta ásetning liðsins og um helgina heimsækir Leicester enn eitt toppbaráttuliðið, Arsen- al. Vinni þeir þann leik blasir mun léttari dagskrá við, þar til í lokaumferðunum, og sérfræðingarnir hljóta að neyðast til að fara að taka liðið alvarlega. Ekki þarf að taka fram að allir aðrir en stuðnings- menn Arsenal, Tottenham og Manchester City verða á bandi Leicester á lokasprettinum enda hefði enska knattspyrnan einstaklega gott af því að eignast svo óvæntan meistara. Lögmál yrði brotið. orri@mbl.is Þetta á ekki að vera hægt! Japaninn Shinji Okazaki er einn af útlendingunum í liði Leicester City. ’ Haldi lærisveinar Claud- ios Ranieris út og verði enskir meistarar yrði það mesta afrekið í 128 ára sögu ensku knattspyrnunnar. AFP Kasper Schmeichel er af traustu dönsku markvarðakyni. AFP FÉLAGIÐ Leicester City var stofnað árið 1884 og besti árangur liðsins í efstu deild er annað sæti, 1928-29. Fyrir tveimur árum komst liðið upp í úrvalsdeildina eftir tíu ára fjarveru en virtist ætla beint niður aftur á síðustu leiktíð. Var aðeins með 19 stig eftir 29 fyrstu leikina. Leicester vann á hinn bóginn sjö af níu síðustu leikj- um sínum og endaði í 14. sæti með 41 stig. Ekkert lið í sögu úr- valsdeildarinnar hefur bjargað sér með slíkum tilþrifum frá falli. Eini bikarinn sem Leicester City hefur hampað er deildarbikarinn; í þrí- gang (1964, 1997 og 2000). Besti árang- ur 2. sæti Wes Morgan, landsliðsmaður Jamaíka og franski miðvellingurinn N’Golo Kanté hafa verið í lykilhlutverkum í liði Leicester City á þessum vetri. AFP STJÓRINN Eftir skúla- skeiðið mikla síðastliðið vor kom brottrekstur Nigels Pear- sons úr starfi knattspyrnu- stjóra Leicester City mörgum í opna skjöldu. Enn fleiri hleyptu líklega brúnum þeg- ar arftakinn var kynntur, Claudio Ranieri. Ríflega sex- tugur Ítali sem litlu hafði skilað á löngum ferli hjá fimmtán félögum og lands- liðum. Síðast hafði hann gert stutt stopp hjá gríska landsliðinu, þar sem ósigur gegn frændum vor- um Færeyingum reyndist banabiti hans síðla árs 2014. Ranieri hefur aldrei stýrt liði til meistaratignar. Til að gera langa sögu stutta hefur allt gengið upp við stjórn Ranieris á Leicester-liðinu í vetur, ekki síst snarpar skyndisóknir en ekkert lið hefur skorað meira í úr- valsdeildinni. Gamli refurinn Claudio Ranieri. AFP Danny Drinkwater, Robert Huth og Riyad Mahrez og fagna marki. Átti að vera úr sér genginn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.