Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016
VETTVANGUR
Við þingmenn höfum nýttþessa kjördæmaviku til þessað hitta kjósendur. Þessar
samverustundir með kjósendum eru
ekki ósvipaðar starfsmannaviðtölum
í fyrirtækjum þar sem starfsmenn
fá álit vinnuveitanda á unnum störf-
um, ábendingar um það sem sem
betur má fara og hugmyndir um
næstu skref. Nokkur eðlismunur er
auðvitað til staðar. Vinnuveitandi í
fyrirtæki hefur alla jafna góða sýn
yfir allan starfsvettvanginn. Kjós-
endur hafa fæstir þannig yfirsýn.
Starfssvið þingmanns spannar
flesta kima þjóðlífsins, því miður.
Ábendingar frá kjósendum taka
hins vegar oft bara mið af aðstæð-
um hans sjálfs, þekkingu hans á við-
komandi sviði (sem gjarnan er mjög
mikil) og áhuga hans á tilteknu við-
fangsefni. Þessi sértæka nálgun
kjósandans dregur þó ekki úr mik-
ilvægi starfsmannaviðtalsins. Það er
jú hlutverk stjórnmálamannsins að
púsla sjónarmiðunum saman.
Í kjördæmavikunni óskuðu kjós-
endur eftir upplýsingum um af-
greidd mál á þessu kjörtímabili. Ég
rifjaði upp nokkur dæmi. Afnám
stimpilgjalds á skuldaskjölum, af-
nám vörugjalda og tolla, samninga
við slitabúin um stöðugleikaframlag
af þeirra hálfu í ríkissjóð, lækkun
skulda ríkissjóðs um 10% bara á
síðasta ári, lækkun tekjuskatts og
almenns virðisaukaskatts. Ég
greindi ekkert nema almenna
ánægju með þennan árangur þótt
vissulega finnist einhverjum ekki
nóg að gert.
Hvað næstu skref varðar vantar
ekki ábendingar frá kjósendum og
það er rétt af þingmanni að leggja
við hlustir. Nokkur dæmi. Aldraðir
segja brýnt að draga úr tekjuteng-
ingu bóta almannatrygginga. Eld-
hugi í tæknigeiranum leggur til
skattaafslátt til handa þeim sem
fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum.
Maður sem var hugsanlega að taka
húsið sitt í gegn spyr hvort ekki eigi
að koma aftur í gagnið átakinu „All-
ir vinna“ sem fólst í endurgreiðslu
virðisaukaskatts vegna vinnu iðn-
aðarmanna við íbúðarhúsnæði.
Ungt par vill fá að nýta skattfrjáls-
an lífeyrissparnað sinn til íbúðar-
kaupa. Allar eiga þessar hugmyndir
það sameiginlegt að miða að því að
auka ráðstöfunarfé einstaklinga og
lögaðila. Gallinn er sá að engin
þeirra myndi leiða til þess svo
nokkru nemi. Sértækar aðgerðir
sem lausn á tilteknum vanda, t.d.
skattundanskotum einnar starfs-
téttar, getur jafnvel búið til sama
vandamál annars staðar þar sem að-
gerðarinnar nýtur ekki við.
Látum ekki trén skyggja á skóg-
inn. Aukum ráðstöfunartekjur allra.
Lækkum virðisaukaskatt, afnemum
jaðarskattana sem felast í tekju-
skattsþrepunum og lækkum trygg-
ingargjald fyrirtækja. Gerum fleir-
um kleift að standa undir
skuldbindingunum sínum, ekki bara
öldruðum, ungum og karlkyns iðn-
aðarmönnum.
Að loknu starfsmannaviðtali
’
Aukum ráðstöfunar-
tekjur allra og gerum
fleirum kleift að standa
undir skuldbindingum
sínum.
Úr ólíkum
áttum
Sigríður Ásthildur
Andersen
sigga@sigridur.is
Ábendingar frá kjósendum taka oft mið af aðstæðum þeirra sjálfra, þekkingu á sviðinu og áhuga á tilteknu viðfangsefni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forval forsetaefnanna í Bandaríkj-
unum er löngu farið að rata inn í
íslenska netumræðu og þar vekja
einkum athygli gífuryrði frambjóð-
enda Repúblikanaflokksins. Birta
Björnsdóttir, fréttakona á Stöð
2, skrifaði á Twitter í vikunni: „Ég
er einhvern veg-
inn að drepast úr
meðvirkni yfir því
hvað fyrsta fjöl-
skylduboðið hjá
Bush-fjölskyldunni
verður vandró
eftir að Jeb tap-
ar.“
Nýr aðstoðarmaður utanríkis-
ráðherra vakti mikla umræðu á
samskiptamiðlunum í vikunni þar
sem einna helst var þrasað um
ungan eða ekki of ungan aldur
hins 22 ára rekstrarverkfræði-
nema Gauta Geirssonar. Andrés
Jónsson almannatengill skrifaði
m.a. á Facebook
af því tilefni: „Ég
er ekki í hópi
þeirra sem finnst
að Gunnar Bragi
Sveinsson hafi
gert e-ð rangt
með því að ráða sér 22 ára að-
stoðarmann í hálft starf. Þó að
reynsla skipti máli þá er líka hollt
að hlusta á þá sem yngri eru og
þá kannski óbundnir af gömlum
kreddum eða úreltum pólitískum
víglínum. Ef stutt stjórnmálasaga
Íslands er skoðuð þá má sjá að
það er oft fólk á mjög þröngu
aldursbili sem fer með mestöll
völd í landinu á hverjum tíma.“
Kínverskur ferðamaður lést í
vikunni eftir að hafa farið í sjóinn
við Reynisfjöru. Forsetaframbjóð-
andinn og rithöfundurinn El-
ísabet Kristín Jökulsdóttir
skrifaði á Facebook eftir slysið:
„Það er eitt sem fólki er aldrei
sagt, en náttúran KALLAR á
mann, ég veit um níræðan íslensk-
an bónda sem kemur ekki nálægt
Gullfossi – hann segir að fossinn
kalli á hann.
Náttúran er seiðandi afl, sum-
um finnst maður skrítinn ef mað-
ur segir þetta, en fólk fær víðáttu-
brjálæði þegar það kemur hingað,
samanber konuna sem fór út af
slóðinni á vélsleða á Langjökli og
þetta kemur ekki bara fyrir út-
lendinga heldur líka okkur, náttúr-
an hefur þessa sterku rödd og
hættulegu.“
Uppistandarinn
Halldór Halldórs-
son með meiru,
jafnan kallaður
Dóri DNA skrif-
aði á Twitter: „Ég
gæti púllað að
vera norskur, samt töff. Í alvöru.“
Hann fékk ekki góðar undirtektir.
Útvarpsmaðurinn
Sólmundur
Hólm svaraði
með þessum lín-
um: „Held það sé
ekki séns, Dóri
minn. Og það
hefur ekkert með
þína persónu eða þitt cool að
gera. Norskan drepur allt.“
AF NETINU