Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 16
KONUR SEM FLJÚGA
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016
Kristín María hefur starfað í áttaár hjá flugfélaginu Air Atlantaog líkar mjög vel. Af 254 flug-
mönnum eru einungis níu konur sem
starfa þar sem flugmenn, eða um 3,5%.
Kristín var ekki há í loftinu þegar ævi-
starfið var ákveðið. „Þegar ég var tíu
ára sá ég í sjónvarpinu heimildaþátt um
konu sem var að vinna við slökkvistörf á
flugvél að slökkva skógarelda. Ég heill-
aðist svona svakalega; það hvarflaði
aldrei að mér að konur gætu orðið flug-
menn. Þetta var svo kynjaskipt og það
var ekkert í umræðunni,“ segir Kristín
sem ákvað þá strax að verða flugmaður.
„Pabbi tók því bara vel, með smá fyrir-
vara, en svo þegar ég var sextán ára
sagði hann við mig, jæja Kristín mín, nú
ætlum við að fara í prufutíma og sjá
hvort þetta sé það sem þú vilt. Og það
var ekki aftur snúið!“ segir hún.
Flýgur út um allan heim
Átján ára var hún komin með einkaflug-
mannsskírteinið. Hún notaði allar lausar
stundir til að fljúga og safna tímum.
„Markmiðið var alltaf að safna upp í 500
tíma og sækja um hjá Icelandair og þá
vissi ég voða lítið um Air Atlanta. Svo
var það haustið 2007 að vinur minn
bendir mér á að sækja um hjá Air Atl-
anta en þeir höfðu auglýst eftir flug-
mönnum,“ segir Krístín en hún hafði
lokið atvinnuflugmannsprófinu árið
2006. „Ég kýldi á þetta og hef verið þar
síðan,“ segir hún og er alsæl. Hún hefur
unnið víða um heim og oftast er hún að
fljúga vöruflutningavélum. Í gegnum
flugið hefur hún fengið tækifæri til að
skoða sig um í heiminum. Kristín hefur
komið til flestra landa í Norður- og Vest-
ur-Afríku, Saudi-Arabíu, Sameinuðu ar-
abísku furstadæmanna, Afganistans,
Pakistans, Indlands, Taílands, Malasíu,
Indónesíu, Kína, Hong Kong, Taívans,
Rússlands, flestra landa Evrópu og
Bandaríkjanna svo eitthvað sé nefnt.
Kristín segist sérstaklega hrifin af
Malasíu og Taílandi. „Fólkið er svo in-
dælt og maturinn frábær. Hong Kong
er líka fínn staður, mikil partíborg. Mér
finnst Asía æðisleg. Þar býr fólk frá öll-
um þjóðum og virðast allir geta lifað í
sátt og samlyndi,“ segir hún. Kristín
segir vinnutímann henta sér mjög vel
en hún vinnur nú 90% vinnu og flýgur í
17 daga og fær svo frí heima í 22 daga.
Hún segir að hún fái þá góðan tíma til
að sinna dóttur sinni sem er tveggja
ára.
Má fljúga en ekki keyra
Kristín segist ekki hafa fundið fyrir
miklum fordómum sem kona í „karla-
Með orma fyrir
prinsinn í Arabíu
Kristín María Grímsdóttir er 32 ára flug-
maður hjá Air Atlanta. Hún flýgur um allan
heim og segist vera í draumastarfinu.
Það var algjör tilviljun að ævistarfið varð flug.Mig hafði alltaf langað til að verða einka-flugmaður og kláraði það próf 1993,“ segir
hún sem stuttu síðar fór að heimsækja móður-
systur sína til Arizona í Bandaríkjunum. „Mig
langaði til að halda áfram að fljúga þar en þurfti að
fá réttindi til að mega fljúga í Bandaríkjunum,“
segir Bryndís. Hún skellti sér þar í flugskóla til að
fá að fljúga í Bandaríkjunum og sá fljótt að þar var
boðið upp á flott nám til að verða atvinnuflug-
maður. „Ég ákvað bara að kýla á það og halda
áfram með þetta, þannig að það voru eiginlega að-
stæðurnar,“ segir hún.
Fékk fimm dollara fyrir hvert flug
Eftir að Bryndís kláraði námið í Arizona fékk hún
vinnu í Kalíforníu við að fljúga á lítilli rellu með fall-
hlífarstökkvara. Þar var hún í eitt og hálft ár og
segir það hafa verið mikið ævintýri. „Ég var á lítilli
Cessnu. Kallinn sem átti hana leigði hana til Kali-
forníu og sagðist hafa leigt mig með henni. Ég
henti sænginni minni um borð og svo flaug ég af
stað í leit að litla flugvellinum sem ég átti að fara
á,“ segir Bryndís og hlær. „Ég bjó svo þar í flug-
skýli næstu mánuðina fram á sumar, en þá var orð-
ið of heitt til að vera þar. Þetta var ofsalega gaman
og ég kynntist fullt af fólki,“ segir Bryndís sem var
á þessum tíma 23 ára. „Þetta var mjög afslappað
fólk eins og fallhlífarstökkvarar eru gjarnan. Það
er sagt: Real skydvivers don’t have real jobs, og
það er dálítið til í því,“ segir hún hlæjandi. „Það var
oft mikill umgangur í skýlinu og oft margir sem
gistu þar. Sumir mættu bara með svefnpokann,“
segir hún.
Á þessum tíma ferðaðist hún um á hjóli á jörðu
niðri því hún átti ekki bíl. Ég spyr hvort kaupið hafi
verið svona lélegt. „Ég fékk fimm dollara fyrir
hverja ferð sem ég fór, það nægði fyrir mat!“ segir
hún og skellihlær. „Og suma daga voru engar ferðir
farnar.“
Til að drýgja tekjurnar fór Bryndís að fljúga með
gömlum manni sem hafði tekið einkaflugmannspróf
árið 1946 og mátti ekki fljúga nema með kennara
með sér vegna þess að hann fékk ekki læknisvott-
orð sökum hjartveiki. Þau flugu saman einu sinni í
viku. „Fyrsta tímann sem ég flaug með honum,
hann 75 og ég 23 ára, ætlaði ég að kenna honum
eitthvað. En eftir svona 10 mínútur uppgötvaði ég
að það myndi náttúrlega aldrei gerast. Ég var ekki
að fara að kenna þessum manni neitt,“ segir hún
hlæjandi. „Það var alveg óskaplega gaman að sitja
með honum. Við flugum alltaf saman á einhvern
flugvöll, en þarna er allt fullt af flugvöllum, og feng-
um okkur hádegismat. Og flugum svo til baka. Og
ég fékk alveg 20 dollara fyrir hvert skipti þannig að
þetta var alveg gríðarleg tekjulind hjá mér!“
Ísafjarðarflugvöllur í sérflokki
Bryndís kom heim frá Bandaríkjunum með at-
vinnuprófið og kennararéttindi í flugi 24 ára. „Ég
byrjaði hjá Íslandsflugi og varð svo þar flugstjóri.
Svo átti ég elstu stelpuna mína og fór í fæðingar-
orlof og á meðan hætti Íslandsflug með innanlands-
deildina og sameinaðist Atlanta. Það þýddi að ég
þyrfti að fara kannski í þriggja vikna úthald og ég
með sjö mánaða gamalt barn og var ekki til í það.
Þá kom auglýsing frá Flugfélaginu og ég fékk
vinnu þar og hef verið þar síðan,“ segir hún og er
alsæl í starfi sínu.
Ég spyr hvort vélarnar séu að mestu á sjálfstýr-
ingu. „Fokkerinn er mjög sjálfvirkur að mörgu
leyti en vellirnir hér á Íslandi eru ekki alveg stand-
ard. Erlendis er þetta öðruvísi en á Íslandi er völl-
urinn kannski með rosalega mörgum undanþágum,
eins og Ísafjarðarflugvöllur. Við fáum sérstaka
þjálfun fyrir hann. Þeir eru flokkaðir vellirnir eftir
erfiðleikastigi og hann er alveg í toppnum. Sá völlur
fengi aldrei sömu staðsetningu í dag. Hann var
bara smíðaður áður en þeir bjuggu til allar regl-
urnar en hann er í fjallshlíð. Þarna þarftu að taka
180° beygju í 25° halla á minnsta hraða. Þetta ger-
um við oft. En við æfum þetta líka; við förum í flug-
hermi og „missum“ verri mótor. Við verðum að
sýna fram á að við getum gert það, að taka beygj-
una á öðrum og verri hreyfli. Og við getum það. Og
allir flugmenn fara tvisvar á ári í próf,“ segir Bryn-
dís.
„Að láta þessa stelpu fljúga“
Bryndís segir að konum fari fjölgandi í bransanum
en hún er samt enn ein þriggja kvenna í innan-
landsfluginu en karlar eru rúmlega fjörutíu. Ný-
lega voru tvær nýjar ráðnar og verða þær því brátt
fimm. „Nóg í saumaklúbb,“ skýt ég inn í. „Já, þetta
er allt að koma,“ segir hún brosandi. Ég spyr um
fordóma. „Jú jú, en ekki frá kollegum mínum. Utan
vinnutíma er maður ekki samt alveg í hópnum,“
segir Bryndís.
„Það var erfitt að fá vinnu fyrst. Þá voru Flug-
leiðir ekkert að ráða kvenfólk í miklum mæli, eða
mjög lítið. En eftir að ég fékk vinnuna hef ég ekk-
ert fundið fyrir fordómum vegna kyns. En aftur á
móti kannski hjá farþegum. Þegar ég var hjá Ís-
landsflugi vorum við að fara á litla staði eins og
Gjögur og þá varð maður var við gamla kalla sem
Eldingin eyðilagði skóinn
Bryndís Lára Torfadóttir er 44 ára flugmaður hjá Flugfélagi Íslands. Hún byrjaði ferilinn á að
fljúga með fallhlífarstökkvara fyrir fimm dollara á flug en ferjar nú fólk milli landshluta.