Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016
E
ins og góðra gestgjafa er
siður bíður Benjamin
Levy eftir mér á tröpp-
um hússins sem Ís-
lenska óperan hefur út-
vegað honum meðan á dvöl hans í
Reykjavík stendur. Eða er hann
bara í smók? Gildir einu. Þessi lág-
vaxni og fíngerði Frakki tekur glað-
lega á móti mér og skellir upp úr
þegar ég upplýsi hann um að ég hafi
upphaflega farið húsavillt. Eitthvað
fannst mér ótrúlegt að hann byggi í
sjoppu. Allt um það.
Levy er gyðinganafn og í ljós
kemur að hann heyrir til tveimur
rótgrónum frönskum gyðingaætt-
um. Forfeður hans komu fyrir margt
löngu frá Austur-Evrópu. Spurður
hvort hann eigi ættingja í Ísrael
hristir Levy höfuðið. „Amma mín,
sem féll frá fyrir skemmstu bless-
unin, var stundum spurð hvers
vegna fjölskyldan hefði ekki flutt til
Ísraels eftir stríð. Hún svaraði alltaf
með annarri spurningu: Hvers
vegna ættum við að flytja til lands
kameldýrsins?“
Hann hlær.
Hin fullkomna ópera
Levy er í sinni fyrstu heimsókn á Ís-
landi en hann er hingað kominn til
að stjórna flutningi á óperu Wolf-
gangs Amadeusar Mozarts, Don
Giovanni, í Eldborgarsal Hörpu.
Frumsýning verður 27. febrúar
næstkomandi.
Hann segir Don Giovanni í sér-
stöku uppáhaldi hjá sér. Annað sé
ekki hægt. „Don Giovanni er hin full-
komna ópera, sannkallað meistara-
verk, og auðvelt að skilja hvers
vegna vinsældir hennar hafa dugað
fram á þennan dag. Don Giovanni er
frábært dæmi um það hvernig tón-
list og líbrettó geta unnið saman.
Hvort styður annað, sem gefur verk-
inu fyllingu. Carmen eftir Bizet er
annað gott dæmi um þetta. Líbrett-
óið að Perluköfurunum eftir Bizet
var ekki eins vel heppnað og fyrir
vikið er sú ópera ekki eins vinsæl og
Carmen. Líbrettóið er algjört lykil-
atriði í þessu sambandi.“
Hann segir augljóst að Mozart hafi
verið vanur að semja fyrir leikhús og
samvinna hans og Ítalans Lorenzos
Da Ponte, sem samdi líbrettóið, hafi
verið rómuð. Don Giovanni var frum-
sýnd í Prag 1787 undir stjórn Moz-
arts sjálfs og féll strax í frjóa jörð.
Eigi að síður gerðu Mozart og Da
Ponte þónokkrar breytingar á verk-
inu fyrir næstu frumsýningu, sem
var í Vínarborg árið eftir.
Kemur stöðugt á óvart
Spurður hvers vegna Mozart njóti
enn svona mikillar hylli, meira en
tvö hundruð árum eftir dauða hans,
svarar Levy því til að hann hafi ein-
faldlega verið snillingur sem hafi
haft hæfileika til að tala langt út fyr-
ir sinn samtíma. „Það má líkja tón-
list Mozarts við gott ilmvatn. Það fer
aldrei úr tísku. Höfðar stöðugt til
okkar og heillar okkur. Fjölbreytnin
í tónlist Mozarts vegur líka þungt.
Það ægir svo mörgu saman. Og and-
rúmsloftið. Það er engu líkt. Mozart
hafði líka þá náðargáfu að geta stöð-
ugt komið manni á óvart; alveg sama
hversu vel maður þekkir tónlistina.
Maður er alltaf að heyra eitthvað
nýtt. Það gerir verk hans svo áhuga-
verð og spennandi.“
Þetta er í annað sinn sem Levy
stjórnar Don Giovanni á sviði og í
fyrsta skipti utan heimalandsins.
Hann er ekki alveg klár á því
hvers vegna hann er hingað kominn.
„Það er góð spurning,“ segir hann
og skellir upp úr. „Ég held að nýi óp-
erustjórinn ykkar, Steinunn Birna
Ragnarsdóttir,“ byrjar hann og
framburðurinn er glettilega góður,
„hafi bara fundið mig á netinu og
sett sig í samband við umboðsmann-
inn minn. Ég veit alltént ekki til þess
að neinn hafi bent á mig. Mér fannst
þetta strax mjög spennandi tækifæri
og þurfti ekki að hugsa mig um
tvisvar.“
Frábærir söngvarar
Levy gerir sér grein fyrir því að Ís-
lenska óperan er ekki stórt óperu-
hús á evrópskan mælikvarða en
metnaðurinn kom honum þægilega
óvart. „Steinunn Birna er mjög
metnaðarfull og heillandi kona sem
brennur greinilega fyrir það sem
hún er að gera.“
Hann ber söngvurunum líka vel
söguna. „Ég hafði ekki unnið með
neinum þeirra áður en þeir eru frá-
bærir. Ég hafði til dæmis aldrei
heyrt Þóru Einarsdóttur, sem fer
með hlutverk Zerlinu, getið. Hún er
fáránlega góð og ætti heima í hvaða
óperuhúsi sem er í Evrópu. Vonandi
á ég eftir að vinna með þessu fólki
aftur í framtíðinni.“
Með önnur hlutverk fara Oddur
Arnþór Jónsson, sem er sjálfur Don
Giovanni, Tomislav Lavoie, Hallveig
Rúnarsdóttir, Elmar Gilbertsson,
Jóhann Smári Sævarsson, Hanna
Dóra Sturludóttir og Ágúst Ólafs-
son.
Levy segir ánægjulegt hversu
mikinn metnað söngvararnir hafi
fyrir hönd Íslensku óperunnar og
sumir þeirra komi um langan veg til
að taka þátt í uppfærslunni.
Knappari tími
Oft er talað um alheimsvæðingu óp-
erunnar en reynsla Levys er eigi að
síður sú að ennþá séu ansi margir
múrar uppi og erfitt fyrir jafnvel
færasta fólk að brjótast gegnum þá.
„Það eru margir um hituna og oft og
tíðum er þetta hreinlega spurning
um heppni en eftir að hafa starfað
hér mun ég með góðri samvisku tala
máli íslenskra söngvara. Evrópa
hefði bæði gagn og gaman af því að
kynnast þeim betur.“
Levy kom til landsins um miðjan
janúar og hefur að mestu verið hér
síðan. Þurfti rétt að skreppa af landi
brott vegna annarra skuldbindinga.
Hann segir æfingar hafa gengið
ljómandi vel og allt sé á áætlun.
„Þetta er að vísu heldur knappari
æfingatími en ég á að venjast en það
ætti ekki að koma að sök. Hópurinn
er samstilltur og reiðubúinn að færa
fórnir til þess að sýningin megi
verða sem allra best.“
Levy viðurkennir að hafa ekki vit-
að mikið um íslenskt tónlistarlíf áður
en hann réð sig til starfa hjá Óper-
unni. „Ég hafði heyrt um Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og Hörpu en gott
orð fer af bæði hljómsveitinni og
húsinu í Evrópu. Meira vissi ég í
raun ekki. Það hef ég bætt mér upp
meðan á dvöl minni hefur staðið og
núna er ég til dæmis byrjaður að
hlusta á Jón Leifs sem er mjög
óhefðbundið og magnað tónskáld.“
Þægilegir í umgengni
Levy kann mjög vel við sig á Ís-
landi og segir Íslendinga upp til
hópa vingjarnlega og hlýja. „Ís-
lendingar eru mjög þægilegir í um-
gengni, vel menntaðir og bera gesti
á höndum sér. Það er eitthvað ann-
að en landar mínir. Ég skammast
mín oft þegar þeir byrja að rífast og
skammast á veitingastöðum,“ segir
hann, baðar út öngum og lætur
nokkur vel valin frönsk blótsyrði
fjúka til að leggja áherslu á mál
sitt. „Þetta er mjög leiðinleg ímynd
sem erfitt er að hrista af sér. Sem
gyðingur er ég heldur ekki alltaf
hrifinn af því sem Ísraelsstjórn
segir og gerir. En það er önnur
saga og óþarfi að blanda pólitík inn
í þetta samtal.“
Hann notar orðið samstaða um
upplifun sína af Íslendingum. „Ég
veit ekki alveg hvernig ég á að koma
orðum að því en þetta litla samfélag
ykkar er greinilega mjög þétt, frið-
sælt og samheldið. Kannski vegna
þess að Ísland er eyja? Ég veit það
ekki. Ég hef líka starfað í Svíþjóð,
Noregi og Finnlandi og upplifi þetta
ekki eins sterkt þar.“
Spurður hvort hann geti hugsað
sér að koma aftur og vinna meira á
Íslandi er Levy fljótur til svars:
„Ekki spurning. Vonandi á ég eftir
að koma sem fyrst aftur.“
Var ekki undrabarn
Benjamin Levy er um fertugt. Faðir
hans er lyfjafræðingur og móðirin
sjúkraþjálfari. Bæði hafa þó yndi af
tónlist, einkum faðirinn, og Levy
ákvað ungur að feta þá braut. „Ég
var ekki undrabarn í réttum skiln-
ingi þess orðs. Var ekki orðinn al-
spilandi sex ára, eins og dæmi eru
um. Ætli ég hafi ekki verið fimmtán
ára þegar ég ákvað að leggja tónlist-
ina fyrir mig. Ég lærði á fiðlu og
strax á fyrstu hljómsveitaræfing-
unni minni rann upp fyrir mér ljós.
Þetta er það sem mig langar að gera
í lífinu! Eftir það varð ekki aftur
snúið. Það er ekki bara tónlistin sem
heillar mig, heldur ekki síður hóp-
vinnan. Þar sem hjartað og viljinn
ráða för. Það er eitthvað dásamlegt
við það að vinna með stórum hópi að
sama markmiði og einstaklega gef-
andi þegar allt smellur saman.“
Levy á þrjú systkini og tvö þeirra
hafa líka helgað sig listinni. Systir
hans er dansari, annar bróðirinn
leikari og hinn bróðirinn lyfjafræð-
ingur.
Levy ólst upp í París og lærði
bæði til hljómsveitarstjóra þar og í
Lyon. Síðar lá leið hans í American
Academy of Conducting í Aspen í
Bandaríkjunum, þar sem kennarar
hans voru David Zinman, Yuri Tem-
irkanov og Jorma Panula. Sá síðast-
nefndi er mörgum Íslendingur
kunnur enda á hann snaran þátt í
uppeldi margra af fremstu hljóm-
sveitarstjórum Finna, svo sem Esa-
Pekka Salonen, Mikko Franck, Sak-
ari Oramo, Jukka-Pekka Saraste og
Osmo okkar Vänskä.
Að vera trúr tónskáldinu
Levy kveðst hafa verið meira hjá
Zinman en Panula en ber lof á hinn
aldna Finna. Panula er orðinn
hálfníræður en Levy veit samt ekki
annað en hann sé ennþá að kenna.
„Það mun hann örugglega gera með-
an hann stendur í fæturna,“ segir
hann.
Eins og að fljúga
breiðþotu
Franski hljómsveitarstjórinn Benjamin Levy er hingað kominn til að stjórna
flutningi Íslensku óperunnar á Don Giovanni eftir Mozart í Hörpu. Hann
ber íslensku þjóðinni vel söguna, segir hana vingjarnlega og samheldna, og
hefur engar áhyggjur af óperunni sem listformi. Hún tali ennþá sterkt til
okkar. Þá sækir hann innblástur víða, meðal annars til Amy Winehouse.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Levy með nóturnar að Don Giovanni. Ekki er sama hvernig verkið er flutt.
VIÐTAL