Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 27
14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Heimilisstíllinn einkennist mikið af hlutum meðsögu, úr áhugaverðum efnum og formum.Guðný segir heimilið jafnframt innblásið af skandinavískri hönnun. „Ef mér finnst eitthvað fallegt eða úr skemmtilegu efni þá skiptir mig litlu máli hvaðan hluturinn kemur. Svo finnst mér allt í lagi að þessir minni munir passi kannski illa saman. Stærri mublur mynda fallega heild en það er svo gaman að gæða heimilið lífi með litlum skrautmunum,“ útskýrir Guðný, aðspurð hvað henni þyki mikilvægast að huga að við innréttingu heimilisins. Parið verslar mikið til heimilisins í Ilvu en einnig úr Söstrene Grene og Ikea. „Svo er ég með eitthvað af gömlum skólaverkefnum eða eldri munum sem ég hef sankað að mér,“ bætir Guðný við. Guðný fylgist vel með nýjustu straumum í innanhúss- tískunni í gegnum vinnuna og sækir því innblástur mikið í helstu tískustraumana. „Við fáum reglulega yfir árið upplýsingar um hvað sé á döfinni hjá Ilvu í Danmörku en einnig skoða ég mikið í gegnum Instagram eins og til dæmis Bloomingville, Bröste, Hay og Northmodern. Dett svo stundum inn í Pinterest af og til.“ Aðspurð hver sé eftirlætisstaður parsins á heimilinu segir Guðný skrifborðshornið í miklu uppáhaldi. „Pabbi fékk borðið í fermingargjöf árið 1969 og það er búið að passa svo vel upp á það. Stóllinn er gamall eldhússtóll frá foreldrum mínum sem ég gerði upp og málaði. Hund- urinn okkar hefur nagað eina spýtuna í stólnum þegar hann var hvolpur svo stóllinn varð „extra special“ þegar ég sá það.“ Morgunblaðið/Eggert Heimilið er notalegt og er rauði liturinn frekar áberandi. Skrifborðshornið er í miklu uppáhaldi. Myndirnar gerði Guðný sjálf. Guðný og Kristján hafa komið sér vel fyrir og vænta erfingja í byrjun mars. Gæða heimilið lífi með litlum Guðný Pálsdóttir vöruhönnuður, sem starfar sem sölufulltrúi í Ilvu, og Kristján Geirsson, nemi í tölvunarfræði og öryggisvörður hjá Securitas, eiga litríkt og persónulegt heimili í Hlíðunum í Reykjavík. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ’ Ef mér finnst eitt- hvað fallegt eða úr skemmtilegu efni þá skiptir mig litlu máli hvaðan hluturinn kemur. Parið segir gaman að gæða heimilið lífi með litlum skrautmunum. NATUZZI EDITIONS Einstakur leðursófi (B895). Sófa: 245 x 100 x 88 cm 499.990 kr. 769.990 kr. 169.990 kr. 259.990 kr. AU MAISON Endurhannaðar 60 ára hand- gerðar tyrkneskar mottur. Stærð: 170 x 240 cm. 199.990 kr. 249.990 kr. Stóll. Stærð: 97 x 100 x 88 cm

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.