Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 37
14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 hægt að setjast niður, fá sér góðan mat og slappa af. Garðurinn er ekki síður skemmti- legur þótt maður sé barnlaus og fullorðinn.  Loro Parque-dýragarðurinn á Puerto de la Cruz á Teneríf er eitt mesta aðdráttarafl staðarins. Sérstakt dálæti hafa gestir á górill- unum sem eru ófeimnar við að sýna sig og mörgæsirnar vekja líka mikla lukku. Í garð- inum er einnig að finna afar falleg exótísk blóm og tré sem sumum hverjum er hægt að klifra í. Í leiðinni er líka hægt að heim- sækja vatnsrennibrautagarðinn Siam Park sem nýtur mikilla vinsælda.  Singapúrdýragarðurinn er sá þriðji besti í heimi og þykir guðdómlega fagur þar sem ferð í gegnum hann er lýst eins og safaríferð í villtum frumskógi. Hægt er að eiga mikil samskipti við dýrin og meðal annars borða morgun- mat þar sem órangútanar sitja með þér til borðs, eða hanga öllu heldur yfir manni. Dýra- Hvað þarf skemmtilegur dýragarður að hafa? Fyrst og fremst fjölbreytt dýralíf og gott pláss og atlæti fyrir dýr og fólk svo öllum líði vel. Þeir eru óteljandi dýragarðarnir í heim- inum en nokkrir skara fram úr. Tripadvisor hefur safnað saman umsögnum notenda sinna um dýragarða og þar tróna nokkrir á toppn- um.  San Diego-dýragarðurinn í Kaliforníu er í efsta sæti yf- ir bestu dýragarða í heiminum og með þeim frægari. Dýragarð- urinn er mjög stór en afar vel skipulagður og auðvelt að skipu- leggja göngutúrinn um garðinn út frá því sem maður vill helst skoða. Umhverfið er mjög náttúrulegt og hægt að fá á til- finninguna að maður gangi um skóg þótt maður sé inni í miðri borg. Víða er garðurinn er afar stór og hægt að eyða þess vegna tveimur til þremur dögum í honum. Þess má geta að af nærri 700 hlutum til að sjá og gera í borginni er dýragarðurinn í 5. sæti yfir þá alla.  Dýragarðurinn í Prag er eitt helsta að- dráttarafl borgarinnar og ekki síður fallegur að vetrarlagi. Búast má við því að vera sjö tíma að fara í gegnum allan garðinn ef ferðalangar vilja sjá meirihlutann en umhverfið er allt mjög náttúrulegt og gangan því eins og að vera úti í villtri náttúru. Garðurinn er fyrir ut- an miðborgina en auðvelt er að komast þang- að.  Dýragarðurinn Schönbrunn í Vín í Aust- urríki er einn fágaðasti dýragarður heims, í skrúðgarða- og blómahafsumhverfi. Það þarf engan að undra að dýragarðurinn skuli búa yfir klassískum sjarma því hann er sá elsti í heimi og vel hægt að ímynda sér að maður sé staddur á lystigöngu á 19. öld, í um- hverfi Schönbrunn-hallargarðsins, en þó eru dýrin sjálf á afar nútímalegu vistsvæði, stóru og notalegu. San Diego dýragarðurinn er á efsta sæti yfir bestu dýragarða í heiminum samkvæmt Tripadvisor. Stuð hjá höfrung- unum á Tenerife. Bestu dýra- garðarnir Það er ekkert foreldri með foreldrum nema leiða börnin einhvern tímann með sér í dýragarð. Notendur Trip- advisor hafa skorið úr um hverjir eru þeir bestu í heimi hér. Tignarlegir flamengó- fuglar í Vín. Singapore dýragarðurinn er með ákaflega skemmtilega órangúta. Mörgæsir spóka sig um í dýragarðinum í Prag. ...með nútíma svalalokunumog sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík Sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið mánudaga-föstudaga frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.