Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Síða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016 FJÖLSKYLDAN Samtökin ’78 standa fyrir fjölskyldumorgnisunnudaginn 14. febrúar milli kl. 11 og 13. Bækur og leikföng á staðnum. Fjölskyldumorgunn REYK JAV ÍK AKUREYR I KristaDesign.is ÍS L E N S K T H AN DVERK O G H Ö N N U N G J A FAVARA OG SKA RT GR IP IR strandgata 9 s: 588 0101Laugavegur 40 s: 588 0100 Veljum Íslenska Hönnun og Framleiðslu www.systurogmakar.is Fatnaður, Gjafavara og Skart frá Volcano og Krista Design. Sjón er sögu ríkari ! Fleiri en eitt af hverjum níubörnum í Englandi hefur ekkistigið fæti í garð, skóg, strönd eða annað náttúrulegt umhverfi í að minnsta kosti tólf mánuði, sam- kvæmt nýrri tveggja ára könnun sem styrkt var af ríkisstjórninni. Börn frá fátækari fjölskyldum og frá svörtum og asískum fjölskyldum eða öðrum minnihlutahópum eru töluvert ólíklegri en hvít börn og börn frá ríkari fjölskyldum til að heimsækja græn svæði í borgum eða náttúrusvæði utan þeirra. Aðeins 56% barna sextán ára og yngri úr fyrri hópnum heimsækir grænt svæði að minnsta kosti einu sinni á viku miðað við 74% úr seinni hópnum. „Það er skortur á fyrirmyndum,“ sagði útvarpsmaðurinn, rithöfund- urinn og fuglaskoðarinn David Lindo í samtali við Guardian um þessar niðurstöður. Hann er sjálfur svartur og hefur tekið eftir einhverri aukningu á svörtum fuglaáhuga- mönnum en segir þá fjölgun hafa verið minni en hún ætti að hafa ver- ið. „Í fjölmiðlum er náttúran sýnd sem áhugamál hvíta fólksins.“ Eins og gefur að skilja hefur bú- seta líka áhrif en börn í norðaust- urhluta Englands höfðu besta að- gengið að náttúrunni en 78% barna þar heimsækir græn svæði einu sinni í viku miðað við 62% í London. Áhugi foreldra hefur líka mikið að segja um hvort börn leiki sér úti í náttúrunni. Á heimilum þar sem for- eldrar hafa mikinn áhuga á nátt- úrunni og sækja í þannig umhverfi fylgdu 82% barna í fótspor foreldra sinna. Á heimilum þar sem foreldrar fara sjaldan eða aldrei út í náttúruna var sambærileg tala 39% hjá börn- unum. „Vandamálið er ótti, pláss, tæknin og tími og þau eru mismunandi eftir því hvar þú ert í landinu,“ sagði Na- talie Johnson hjá góðgerðarsamtök- unum Wild Network. „Úti á landi getur vandamálið verið hraðbrautir á meðan sumir krakkar í stórborg- um þurfa að horfast í augu við gengjatengd vandamál.“ Hún segir að vandmálið sé líka til staðar hjá miðstéttinni í úthverfun- um og að foreldrar þurfi að gera sér grein fyrir því að frjáls útileikur í náttúrunni sé alveg eins mikilvegur og frönskukennslan og ballett- tímarnir. Útileikur mikilvægur Foreldrar eru mikilvægar fyrirmyndir barna sinna hvað útiveru varðar rétt eins og annað. Samvera út er líka mikilvæg. Getty Images/iStockphoto Meira en 10% barna í Englandi hafa ekki leikið sér úti í náttúrulegu umhverfi í heilt ár samkvæmt nýrri þarlendri könnun. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Útgáfutónleikar í tilefni af útgáfu bókarinnar og geisladisksins Vísnagull – Vísur og þulur fyrir börn í fangi verða haldnir á Kex hosteli sunnudaginn 14. febrúar klukkan 13. Dag- skráin er hluti af heimilislegum sunnudögum, sem Kexið býður barnafjölskyldum upp á. Þarna ætti engum að leiðast því yngstu börnin geta tekið þátt með hjálp foreldra sinna, á sínum for- sendum. VÍSNAGULL Á KEX HOSTELI Frá tónleikum á vegum Tónagulls í fyrra. Tónleikar fyrir yngstu börnin með foreldrum Vísnagull inniheld- ur 30 skemmtilegar þulur og söngva fyrir minnstu börnin, sígild- ar perlur úr íslenskum þjóðararfi. Bókin er prýdd litríkum mál- verkum eftir listakonuna Mæju og tónlistin er unnin af Pétri Ben. Dr. Helga Rut Guðmunds- dóttir ritstýrði verkinu en hún er jafnframt stofnandi Tónagulls, sem eru námskeið fyrir ung börn og foreldra þeirra.  Börn í dag eru mikið fyrir framan skjái af ýmsu tagi og leika sér minna úti en foreldrar þeirra gerðu. Hlutverk foreldra er að fara út með börnin og byrja snemma. Lítil börn eru mjög áhugasöm um umhverfi sitt og finnst gaman að skoða hluti og verða skítug.  Foreldrar ættu að leyfa börnum sínum að klifra í trjám. Breskar kannanir hafa leitt í ljós að um helmingi þarlendra barna sé bannað að klifra í trjám en tölfræði sýnir að þrisvar sinnum fleiri börn enda á sjúkrahúsi eftir að hafa dottið fram úr rúminu en úr trjám.  Byggið kofa saman úr trjágreinum. Það kennir samvinnu, eflir ímyndunaraflið og sjálfstraust. Úti í náttúrunni má síðan líka nota tímann til að safna laufblöðum og skoða skordýr. Leiðir til að fá börn út í náttúruna Svona tréhús geta foreldrar og börn byggt saman úti í náttúrunni úr trjágreinum sem falla til.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.