Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Page 40
TÆKNI
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016
Vísindamenn við Cornell-háskólann hafa komist að því hvernig hægt
er að vinna rökræður á netinu. Lykilatriði eru langar færslur og að
nota feitletrun og skáletrun til undirstrikunar.
Þras á internetinu
Sú var tíðin að hægt var að fá allskyns afbragðsmagnara íannarri hverri hljómtækjabúð á landinu. Hljómtækinhurfu þó í skuggann af annarri afþreyingu, áhuginn
dvínaði, búðunum fækkaði og mögnurunum líka. Í kjölfarið
fylgdu daprir dagar þar sem varla var hægt að finna magnara
eða almennilega græjur yfirleitt nema búið væri að troða öllu í
hálfgerðan skókassa sem hægt væri að fela í stofunni. Heima-
bíóbyltingin breytti þessu – skyndilega var enginn maður með
mönnum nema hann sáldraði hátölurum af ýmsum stærðum í
stofuna hjá sér og tengdi við vinnuþjark sem keyrt gat allt batt-
eríið og gott betur. Flestir áttuðu sig þó snemma á því að það er
býsna flókið að setja heimabíó upp heima í stofu, það er ekki
nóg að tengja fimm hátalara og bassabox (5.1) og halda að allt
sé klárt.
Heimabíókerfið getur
verið allt frá tveimur há-
tölurum upp í tugi,
Dolby Atmos-heimabíó-
staðallinn styður til að
mynda allt að 34, en gott
dæmi er 9.1.2 sem þrír að framan, sex til hliðar, framan og aftan
við sófann, eitt bassabox og svo tveir í loftið (í 9.1.2 geta líka
komið tveir hátalarar sem vísa upp í stað lofthátalara). Þá er
hljóðið orðið býsna nálægt því sem heyra má í bíói á góðum
stað, en getur verið snúið að setja upp og mjög snúið að setja
rétt upp. Það er þó leyst býsna vel, reyndar á einkar snjallan
hátt, í Denon AVR-X2200W-heimabíómagnaranum.
Japanska fyrirtækið Denon var haft í hávegum forðum og er
enn, enda hefur það framleitt afbragðstæki í fjölda ára. Eig-
endasaga fyrirtækisins er venju fremur fjölbreytt, en í upphafi
aldarinnar runnu Marantz og Denon saman í eitt fyrirtæki, þó
merkin séu enn sjálfstæð.
Á síðustu árum hefur Denon lagt höfuðáherslu á hljómtæki
fyrir sjónvarpsáhorf, Blu-ray-spilara og heimabíómagnara, og
líka kynnt ýmis þráðlaus tæki, sjá til að mynda HEOS-
hátalaralínuna. Denon AVR-X2200W er gott dæmi um græju
sem ætluð er í sjónvarpsherbergi eins og sjá má á minni mynd-
inni þar sem tengjaröðin neðst á magnaranum er fyrir sur-
round-afbrigði. Eins eru á honum átta HDMI-tengi fyrir leikja-
tölvur, Blu-ray- og DVD-spilara, skjái og svo framvegis. Þess
má geta að HDMI-tengin átta styðja öll HDR-efni og 4K
streymi.
Eitt það skemmtilegasta við magnarann er að með honum
fylgir hljóðnemi og standur fyrir hljóðnemann (úr pappa) sem
notaður er til að stilla hljóminn eftir rýminu. Hljóðneminn er
tengdur magnaranum með snúru og síðan stillt upp þar sem
slímuseturnar verða við viðtækið og síðan keyrir magnarinn
hljóðprufu til að stilla rásirnar eftir rýminu (og lætur vita ef
eitthvað er ekki eins og það á að vera, til að mynda ef hátalari er
ekki í réttum fasa, eins og ég varð vitni að við prófun). Denon
notar Audyssey til að stilla hljóminn af og virkaði einkar vel.
Eins og sjá má er líka Ethernet-tengi á bakinu sem sýnir að
ekki er bara verið að horfa á tækin í stofunni. Þannig er magn-
arinn nettengdur í bak og fyrir, hægt að nota Ethernet-snúru,
en líka þráðlaust net og þá streyma efni í hann af Spotify eða
Pandora, nú eða hlusta á netútvarpsstöðvar að vild. Uppsetning
á þráðlausu neti er einföld og fljótleg og svo er líka hægt að
sýsla með magnarann í símanum með því að nota app fyrir
Android eða iOS.
Heimabíó í nýjum hæðum
Það er ekki flókið að setja upp heimabíó í
sjálfu sér; tengja hátalarana við magnar-
ann og magnarann við sjónvarpið eða
spilarann. Ef maður vill að það hljómi al-
mennilega vandast málið – þá þarf græju
eins og Denon AVR-X2200W.
’
Denon AVR-X2200W-heimabíómagnarinn
skilar ekki bara fínum hljómi sem 7.2 magnari
með 95 W á rás, heldur hjálpar hann líka til við að
sníða heimabíóið inni í rými og stillir hátalarana eft-
ir því sem við á. Svo styður hann helstu heimabíó-
hljómstaðla eins og Dolby Atmos og DTS:X.
AVR-X2200W kostar 119.000 kr. í Heimilistækjum.
Græjan
Árni
Matthíasson
arnim@mbl.is
Notendafjöldi á Twitter hefur staðið í stað
síðustu mánuði, í fyrsta skipti síðan sam-
skiptamiðlinum var hleypt af stað. Fjöldi
þeirra sem eru virkir notendur og nota
miðilinn að minnsta kosti mánaðarlega
hafa verið 320 milljónir alveg frá því í októ-
ber og veldur þetta stofnanda síðunnar
áhyggjum, að miðillinn hafi toppað sig.
Miklar væntingar hafa verið bundnar við
Twitter og að hann næði útbreiðslu um all-
an heim en síðasta ár fóru fjárfestar að
efast, ekki síst þegar framkvæmdastjóri
Twitter til fimm ára, Dick Costolo hætti
síðasta sumar.
Þannig hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækk-
að, og tóku dýfu núna um 10% eftir að
stöðnuð notkun á miðlinum var kunn-
gjörð.
Ýmsir netspekúlantar hafa samkvæmt
tæknihluta The Telegraph sagt að aðdrátt-
arafl Twitter sé ekki nógu mikið og það
þurfi að gera vettvanginn aðgengilegri fyrir
nýja notendur og meira aðlaðandi.
Stjórnendur Twitter virðast sammála
þessu og hafa hug á að gera bragarbót á
ýmsu. Síðastliðinn miðvikudag var tilkynnt
að Twitter myndi kynna nýja útgáfu af aðal-
viðmóti síðunnar þannig að það væru ekki
einungis nýjustu póstar sem birtust efst á
fréttaveitunni heldur gætu vinsælar færslur
hangið þar uppi sem „helstu færslur“ líkt
og á Facebook. Það væri líka skemmtilegra
fyrir þá sem skrifuðu hnyttnar færslur að
þær dyttu ekki niður í svartholtið strax.
Þetta virðist þó vera að falla misjafnlega í
kramið hjá notendum, sem margir hverjir
telja það einmitt vera það sem Twitter hef-
ur fram yfir Facebook; að taka púlsinn á
því sem er að gerast mínútu frá mínútu en
hanga ekki á gömlum færslum.
NOTENDAFJÖLDINN STENDUR Í STAÐ
Hægir á Twitter
Ekki eru allir á eitt sáttir með nýtt notendaviðmót á Twitter þar sem eldri vinsælar færslur fá að
hanga efst í fréttaveitunni líkt og stillingarnar eru á fréttaveitu Facebook.
AFP