Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 51
14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Unnur Sveinsdóttir og Högni Páll Harðarson á Stöðvarfirði. BÓKSALA 3.-9. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Meira blóðJo Nesbø 2 Þrjár sekúndurRoslund og Hellström 3 Fimmta árstíðinMons Kallentoft 4 Tvöfalt glerHalldóra Thoroddsen 5 Íslenska litabókinGunnarsbörn 6 Létt og litríktNanna Rögnvaldardóttir 7 DauðaslóðinSara Blædel 8 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 9 Stríðsárin 1938 - 1945Páll Baldvin Baldvinsson 10 Mamma klikk !Gunnar Helgason 1 Meira blóðJo Nesbø 2 Þrjár sekúndurRoslund og Hellström 3 Fimmta árstíðinMons Kallentoft 4 Tvöfalt glerHalldóra Thoroddsen 5 DauðaslóðinSara Blædel 6 Enginn venjulegurlesandi Alan Bennett 7 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 8 Spámennirnir íBotnleysufirði Kim Leine 9 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir 10 MýrinArnaldur Indriðason Allar bækur Íslenskar kiljur UPPÁHALDS BÓKIN Þegar sjöunda og síðasta Harry Potter-bókin kom út sagði Joanne Rowling ítrekað að bækurnar um Harry yrðu ekki fleiri. Hún hefur þó séð að sér því ný Harry Potter- bók kemur út í sumar og er þegar orðin metsölubók. Bókin, sem heita mun Harry Potter and the Cursed Child, bygg- ist á samnefnu leikriti sem frum- sýnt verður í Lundúnum 30. júní, en bókina verður hægt að kaupa einni mínútu eftir miðnætti að- faranótt 1. júlí. Líklegt er að bóka- verslanir víða um heim verði opn- aðar um miðnætti á hverjum stað til að selja bækurnar, eins og tíðk- aðist með fyrri bækur um galdra- strákinn, en eins og getið er er hún þegar orðin metsölubók, situr í efsta sæti Amazon vestan hafs og austan og eins hjá Waterstones. Hún veður aðeins föl í takmark- aðan tíma að sögn útgefanda, Söguþráðurinn er sá að Harry Potter, fullorðinn þriggja barna faðir, starfar í galdramálaráðu- neytinu og glímir við fortíðina. J.K. Rowling, eða bara Joanne Rowling, er ekki laus við Harry Potter. Meiri Harry Potter METSÖLUBÓK Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hönnuðir: Bonet, Kurchan & Ferrari Hannaður 1938 Leður verð 169.000,- Íslenskt lambaskinn verð 199.000,- Síðustu dagar Só- kratesar eftir Plat- ón er verkið sem breytti lífi mínu. Bókstaflega allt heillaði mig við þennan texta sem birti mynd af per- sónu sem lifði óvenjulegu lífi í Aþenuborg og var dæmd til dauða árið 399 f.Kr. Platón skrifaði og túlkaði málsvörn Sókratesar og bækurnar Kríton og Faídon þar sem fjallað var um rétt og rangt og gott og vont og lífið og dauðann á áhrifaríkan hátt. Þarna birtust mér hugtök og siðfræði sem voru þegar áhrifaríkir þættir í hugsun minni án þess að ég hefði hugmynd um það. Ég sannfærðist um að þetta sé manni best af öllu „að iðka daglega samræður um dyggðina og reyna bæði sjálfan sig og aðra, og órann- sakað líf sé einskis virði“. Síðar fór ég í gegnum bókina orð fyrir orð með samnemendum mínum undir leiðsögn Þorsteins Gylfasonar heimspekings. Þarna lærði ég kennsluaðferðina sem felst í því að lokka lærdóminn upp úr nemend- um. Loks kenndi ég bókina í nokk- ur ár í framhaldsskólum og vitna enn í hana í eigin bókarskrifum. Só- krates sagði eitthvað á þessa leið: „Það eina sem ég veit er það að ég veit ekki neitt.“ Morgunblaðið/Ómar Gunnar Hersveinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.