Morgunblaðið - 04.03.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.03.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Stóraukinni umferð á götum í þétt- býli og þjóðvegum hefur ekki verið mætt með auknu viðhaldi. Metn- aðarleysi einkennir viðbrögð stjórn- valda við kvörtunum yfir ástandi vegakerfisins á höfuðborgarsvæð- inu. Það versnar ár frá ári. Ef vel ætti að vera þyrfti að þrefalda þá upphæð sem í fyrra var sett í lag- færingar á holum og öðrum skemmdum á vegum landsins. Eignatjón og hætta Holurnar í götum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna hafa valdið mörgum ökumönnum eigna- tjóni. Fékk Sjóvá, sem annast tryggingar Reykjavíkurborgar, yfir eitt hundrað tjónatilkynningar frá reykvískum ökumönnum í fyrra. Holurnar skapa að auki hættu- ástand í umferðinni. Holurnar birt- ast æ betur þessa dagana þegar vegakerfið kemur undan snjó og klaka. Þetta er meðal þess sem fram kom í samtölum blaðamanns Morg- unblaðsins við nokkra sérfróða aðila um ástand gatna á höfuðborg- arsvæðinu og víða á þjóðvegum landsins. Bagalegt ástand „Ástandið er mjög bagalegt. Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Auður Daníelsdóttir, fram- kvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár. Stóraukinni umferð samkvæmt talningu Vegagerðarinnar hefði ekki verið mætt með nauðsynlegu viðhaldi. Auður sagði að í hverri viku frá áramótum hefðu borist um tvær til- kynningar um tjón sem rekja mætti til ástands vega sem tilheyra Reykjavíkurborg. Að auki hefði bor- ist fjöldi fyrirspurna. Borgin væri með frjálsa ábyrgðartryggingu hjá félaginu. Þetta er svipaður fjöldi og á síðasta ári þegar yfir hundrað slíkar tilkynningar bárust vegna Reykjavíkur einnar. „Afstaða til bótaskyldu grundvallast alfarið á þeim upplýsingum sem okkur ber- ast frá Reykjavíkurborg,“ sagði Auður. Á þess ári hefði ekkert tjón fallið undir þá vátryggingu sem borgin væri með hjá félaginu. Yfirleitt skemmdir á dekkjum Auður sagði að lögum samkvæmt bæri veghaldari ábyrgð á tjóni sem hlýst á vegum ef rekja má það til gáleysis við veghaldið og sannað er að vegfarandi hafi sýnt af sér eðli- lega varkárni. Hafi veghaldari ekki vitneskju um hættuástand á þeim stað sem tjón verður og þar með ekki náð að bregðast við beri hann almennt ekki ábyrgð á tjóninu. „Flest þessara tjóna eru minni- háttar sem betur fer og eru nánast undantekningarlaust skemmdir á dekkjabúnaði,“ sagði Auður. Hún sagði að hafa yrði í huga að veð- urfar og færð að undanförnu hefði ekki gefið mikið tækifæri til að hefj- ast handa um viðgerðir á gatnakerf- inu. Vátryggingarfélag Íslands fékk í fyrra 27 tilkynningar um skemmdir á ökutækjum vegna hola í ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur. Aðeins rúmlega helmingur þeirra, 15 tjón, reyndist bótaskyldur sam- kvæmt upplýsingum Agnars Ósk- arssonar, framkvæmdastjóra tjóna- sviðs VÍS. Fleiri holur en áður Vandamálið er margþætt að sögn Ólafs Guðmundssonar, varafor- manns FÍB. Hann segir að það vanti heildstæða áætlun til lengri tíma um viðgerðir á vegakerfinu. Þörf sé á auknu fjármagni og aukn- um metnaði á þessu sviði. Honum virðist metnaðarleysi einkenna við- brögð borgaryfirvalda í Reykjavík við kvörtunum yfir holum í götum borgaruinnar. Vegagerðin hafi hins vegar sýnt meiri framtakssemi þeg- ar komi að viðgerðum á þjóðvegum. Mörgum virðist að skemmdir á götum á höfuðborgarsvæðinu og þá ekki síst í Reykjavík séu meiri en fyrr á árum. Ólafur segir að þetta sé rétt. Ástandið fari versnandi. Það sé til dæmis verra í ár en í fyrra. Ekki dugi í því sambandi að benda ein- göngu á veðurfarið. Reykjavík- urflugvöllur hafi verið malbikaður um síðustu aldamót og þar finnist ekki ein einasta sprunga. Efni og vinnubrögð gölluð Ólafur segir skýringuna liggja í mölinni sem notuð er, bikinu, þykkt- inni á lögninni og vinnubrögðum verktaka. „Ef bikið er of kalt þegar það er valtað límist það ekki saman og þá fer vatn ofan í sem svo frýs og springur upp og þá verður það að holum – holurnar stafa því af of köldu malbiki,“ segir Ólafur. Hann segir að það þurfi að setja ákvæði í útboðin til að koma í veg fyrir þetta. Þýskir sérfræðingar hafi skoðað málið í janúar og staðfest að þarna liggi vandinn. Valda tjóni og skapa hættu  Ástand gatna á höfuðborgarsvæðinu fer versnandi  Holur í malbiki valda ökumönnum eignatjóni  Skapa hættu í umferðinni  Þörf á auknum fjárveitingum og heildstæðri áætlun um viðgerðir Morgunblaðið/Golli Varúð! Á nokkrum stöðum hefur viðvörunarskiltum verið komið fyrir til að vekja athygli ökumanna á holunum. Lúmskar Erfitt getur verið að varast holurnar í umferðarþunganum í borg- inni. Lenda ökutæki oft í rásum og holum áður en hægt er að bregðast við. Mikilvægt er að ökumenn til- kynni viðeigandi aðilum um skemmdir sem þeir sjá á vegum, Vegagerðinni ef um þjóðvegi er að ræða en annars viðkomandi sveitarfélagi. Ef ökutæki lendir í holu, sem ekki hefur verið til- kynnt um, fær ökumaðurinn yf- irleitt ekki bætur frá trygging- arfélögunum þótt ökutækið verði fyrir tjóni. Hefur fjöldi bíl- eigenda þurft að borga tjónið úr eigin vasa vegna þessarar reglu. Í Reykjavík er hægt að til- kynna um holur á götum borg- arinnar á vefnum reykjavik.is ef smellt er á reitinn „senda ábendingu“ sem reyndar er ekki mjög áberandi. Hjá Vegagerðinni er hægt að hringja í næstu þjónustu- miðstöð eða senda tilkynningu um tjón á þjóðvegi á vefnum vegagerdin.is. Tilkynna þarf um holurnar TJÓN GETUR ORÐIÐ MIKIÐ SNÚÐAR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þessi nýju úrræði leysa heilmikinn vanda. Pláss á bráðadeildum teppast ekki jafn lengi og verið hefur og hægt verður að útskrifa fólk fyrr,“ segir Guð- laug Rakel Guð- jónsdóttir fram- kvæmdastjóri flæðissviðs Land- spítalans. „Að undanförnu hafa að jafnaði 30 manns sem hafa fengið þjónustu á bráðadeild beðið frekari úrræða. Með 18 rúma endurhæfingardeild þar sem fólk verður svo að jafnaði ekki lengur en 30 daga léttum við verulegu álagi af bráðalegudeild- um.“ Tilkynnt var í gær um ýmsar að- gerðir í heilbrigðisþjónustu sem eiga að létta þann vanda sem við er að glíma á Landspítalanum við útskrift sjúklinga. Landakotsdeildin, sem hefur þegar verið opnuð, er ein þess- ara lausna. Endurhæfingarrýmum á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík verður fjölgað úr 12 í 24, heima- hjúkrun á að efla og helgaropnun verður tekin upp að nýju á Hjarta- gáttinni. Þá verður öldrunarteymi sjúkrahússins styrkt. Verulegar von- ir eru bundnar við þessa efldu þjón- ustu sem á fjárlögum þessa árs er eyrnamerktur einn milljarður króna. Síðustu árin hefur Hjartagátt Landspítalans aðeins verið opin virka daga, þó undantekningar hafi verið á því. Sjö daga þjónusta á að draga úr álagi á bráðadeildum og auka öryggi sjúklinga, segir Guðlaug Rakel. Létta álagi af Landspítala  Endurhæfingardeild á Landakoti með 18 rúmum  Einn milljarður frá Alþingi  Hjartagáttin verður opin alla daga Morgunblaðið/Eggert Bráðadeildin Mikið álag og annríki. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.