Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikilvægt er að þeir sem fóðra smá- fugla og aðra villta fugla geri það reglulega, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar, formanns Fugla- verndar. Fugl- arnir venjast á matargjafirnar og koma dag eftir dag í ætið. Góð ráð eru gefin um fóðrun garðfugla á heimasíðu Fuglaverndar (fuglavernd.is). „Kuldinn er ekki verstur fyrir smáfuglana held- ur umhleypingarnir sem þeir þola illa. Glókollarnir fóru mjög illa í um- hleypingunum í fyrravetur,“ sagði Jóhann Óli. Smáfuglastofnar geta sveiflast mikið á milli ára. Þannig varð hrun í auðnutittlingastofninum í desember 2014 eftir lélegt birki- fræjaár. Stofninn var orðinn mjög stór og hrundi sennilega vegna ætis- skorts. Í fyrra var mjög gott birki- fræjaár og telur Jóhann Óli að auðnutittlingastofninn eigi eftir að rísa á ný. Glókollurinn er einnig skógarfugl, líkt og auðnutittlingur, og nýlegur landnemi. Hann festi hér rætur þeg- ar til urðu greniskógar, en glókoll- urinn lifir á skordýrum sem þrífast á barrtrjám. „Það hraktist hingað gusa af glókollum haustið 1996. Síð- an hafa þeir orpið hér,“ sagði Jóhann Óli. Aðrar tegundir varpfugla bárust hingað með svipuðum hætti. „Starr- inn fór að verpa hér eftir gusu sem kom haustið 1959. Svartþrösturinn var byrjaður að verpa hér 1985 en svo kom gusa vorið 1999 sem var mikil innspýting í stofninn.“ Segja má að krossnefur hafi einn- ig fest hér rætur en hann hefur orpið hér síðan 2008, t.d. í Grímsnesi, Hall- ormsstaðaskógi, Borgarfirði og fyrir norðan. Krossnefurinn sækir í greni- skóga, líkt og glókollur og auðnutitt- lingur, og lifir á grenifræjum. Sumir sakna þess að sjá ekki leng- ur snjótittlinga. „Þeir birtust allt í einu hjá mér 27. janúar, að mig minnir, og hefur verið eðlilegur hóp- ur síðan,“ sagði Jóhann Óli. Sumir hafa getið sér þess til að snjótittling- arnir hafi haldið sig í kornökrum. Jó- hann Óli segir að enginn hafi getað staðfest það. Hann kveðst hafa séð gríðarlega stóra hópa snjótittlinga í kornökrum á haustin. Þeir hafi hald- ið sig í ökrum þar sem kornið hafði verið slegið og látið liggja. Sólgnir í steikta laukinn Pylsuvagn Bæjarins beztu pylsa í Tryggvagötu laðar að sér jafnt ferðamenn og svanga Íslendinga en ekki síður hóp smáfugla, aðallega starra og skógarþresti. Starfsfólki pylsuvagnsins gefur þeim að éta. „Fuglarnir eru búnir að læra á okkur og bíða þegar við komum í vinnuna á köldum morgnum,“ sagði Valdimar Fransson pylsusali. Hann var á vaktinni þegar myndirnar voru teknar í vetur. „Ég hef gefið fugl- unum afgangsbrauð og stundum steiktan lauk. Þeir eru mjög spennt- ir fyrir lauknum. Það má segja að þeir líti ekki við brauðinu ef það er til laukur. Ég set hann svolítið fyrir ut- an svo fólkið fái frið til að borða pyls- urnar. Viðskiptavinirnir láta fuglana annars ekkert trufla sig.“ Mikilvægt að fóðra fugla reglulega  Fiðraðir smávinir í miðborg Reykjavíkur treysta á örlæti pylsusala hjá Bæjarins beztu pylsum  Þeir gera sér gott af gömlum pylsubrauðum en láta brauðið vera ef steiktur laukur er í boði Morgunblaðið/Árni Sæberg Bæjarins bestu pylsur Valdimar Fransson gefur fuglunum gjarnan afgangs pylsubrauð og stundum steiktan lauk. Bæjarins bestu fuglar Hópur allt að 20 starra og skógarþrasta treystir á matargjafir og gæsku pylsusalanna. Jóhann Óli Hilmarsson BAKSVIÐ Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Með auknum fjölda ferðamanna hing- að til lands er ekki óeðlilegt að búast við tíðari slysum þar sem ferðamenn eiga einhvern hlut að máli. Í nýjum tölum sem Samgöngustofa gaf út fyr- ir stuttu má sjá að alls voru 861 slys og óhöpp skráð á bílaleigubíla á síð- asta ári. Má gera ráð fyrir að mikill meirihluti þeirra sem lentu í þessum slysum og óhöppum hafi verið erlend- ir ferðamenn. Flest slysin eða 733 eru án meiðsla en 128 slys eru skráð með meiðslum. Alls létust níu í umferðinni á bílaleigubíl í fyrra. Tölurnar haldast í hendur við fjölg- un ferðamanna hingað til lands. Fyrir 10 árum voru slysin tæplega helmingi færri en þá voru skráð 414 slys og óhöpp á bílaleigubíla. Á 12 ára tíma- bili frá 2002 – 2014 létust alls 11 í bíla- leigubílum. Alvarleg slys árið 2005 voru sjö talsins en þeim hafði fjölgað í 24 tíu árum síðar. Í lok febrúar voru skráðir um 18 þúsund bílaleigubílar en í byrjun febrúar 2011 voru þeir 6.472. Í fyrsta sinn yfir tvo milljarða Erlendir ferðamenn eyddu alls tæpum tólf milljörðum í bílaleigu á síðasta ári samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Hef- ur eyðslan haldist í hendur við fjölgun ferðamanna hingað til lands. Þannig greiddu erlendir ferðamenn í maí 2013 alls rúmar 554 milljónir króna með kortum sínum fyrir bílaleigubíla hér á landi, sem var þá fjórðungi hærri upphæð en ári áður. Í sama mánuði í fyrra greiddu erlendir ferða- menn 1.226 milljónir króna fyrir bíla- leigubíla. Í júlí fóru greiðslur í fyrsta sinn yfir tvo milljarða króna en í júlí árið 2012 fóru greiðslur í fyrsta sinn yfir milljarð. Tryggingafélögin fá daglega nokkrar tilkynningar um tjón á bíla- leigubílum, samkvæmt upplýsingum frá stóru tryggingafélögunum. Sjóvá tryggir um 30% allra bílaleigubíla sem eru hér á landi og gerir ekki kröfu á bílaleigurnar að hafa bílana á nagladekkjum yfir vetrarmánuðina. Eðlilega hækka iðgjöldin hjá bílaleig- unum vegna allra tjónanna. Ekið með álfum Á árinu 2013 var framleidd fræðslumynd fyrir útlendinga sem heitir Driving with Elfis sem átti að kynna ferðamönnum hætturnar sem leynast á íslenskum vegum. Í þeirri mynd ferðast teiknuð fjölskylda ásamt álfi um landið. Umhverfi og landslag í myndinni er ekki teiknað. Þá eru pappaspjöld í bílaleigubílum þar sem varað er við hættum á ís- lenskum vegum. Annað hefur ekki verið gert til að fræða ferðamenn um malarvegi, einbreiðar brýr og annað sem sést hvergi annars staðar en á Ís- landi. Í skýrslu innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2013 sem lögð var fyrir 145. löggjafarþing kemur fram að á árinu 2013 skráðu stafrænar myndavélar 13.047 hrað- akstursbrot. Rannsókn var hætt í tæplega 22% tilvika og er það aukn- ing. Flest þessara tilvika má rekja til ökumanna sem búsettir eru erlendis og hafa ferðast um landið á bílaleigu- bílum. 860 slys og óhöpp skráð á bílaleigubíla í fyrra  Bílaleigubílar leigðir fyrir 12 milljarða á síðasta ári Bílaleigubílar í slysum og óhöppum Heimild: Samgöngustofa Banaslys Alvarleg slys Slys með litlum meiðslum Óhöpp án meiðsla Samtals slys með meiðslum Samtals slys og óhöpp 2005 2 9 33 370 44 414 2006 0 7 38 396 45 441 2007 0 7 45 342 52 394 2008 1 11 43 242 55 297 2009 0 12 40 233 52 285 2010 0 13 34 206 47 253 2011 3 12 42 268 57 325 2012 1 4 54 365 59 424 2013 0 11 63 407 74 481 2014 0 14 67 582 81 663 2015 9 24 95 733 128 861 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flo ttir í fötu m Vönduðu þýsku kjólfötin komin aftur Verð: 76.900,- Frímúrarar – Oddfellowar „Við lítum svo á að það fólk sem kaupir þessa þjónustu sé að kaupa þýfi,“ segir Sævar Freyr Þráins- son, forstjóri 365, um Sky-áskrift- arleið Satis.is þar sem unnt er að ná útsendingum Sky sports sem sýnir enska boltann. Sævar bendir á að enska úrvaldsdeildin selji sýn- ingarrétt að leikjunum fyrir til- tekin svæði og 365 hafi keypt rétt- inn fyrir Ísland. Verður enski boltinn á rásum 365 að minnsta kosti til ársins 2019. Hann segir að 365 hafi falið lögmanni að fara yfir málin. Agnar Axelsson hjá Satis.is sagði í Morgunblaðinu í gær að það sem fyrirtækið væri að gera væri lög- legt og færu þeir eftir dómi sem féll árið 2011 sem segir að ef áskrifandi nær merki Sky innan Evrópu og geti gerst áskrifandi þá sé það lögleg áskrift svo fram- arlega sem það er til einkanota, ekki til dreifingar eða til að hagn- ast á. helgi@mbl.is/benedikt@mbl.is Sævar Freyr Þráinsson Segir Sky-áskrift að boltanum kaup á þýfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.