Morgunblaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
3. apríl 1976 lögðu sex menn úrFlugbjörgunarsveitinni íReykjavík í leiðangur þvertyfir hálendið, frá austri til
vesturs, og er þetta fyrsta ferðin sem
vitað er til að hafi verið farin þessa
leið. Leiðangursmenn voru Rúnar
Nordquist, Þorsteinn Guðbjörnsson,
Arngrímur Hermansson, Hjalti Sig-
urðsson, Jóhannes Ellert Guð-
laugsson og Þór Ægisson.
Nú hafa synir Arngríms, Hall-
grímur Örn og Hermann, ásamt syni
Jóhannesar, Eiríki Erni og Óskari
Davíði Gústavssyni, ákveðið að end-
urtaka ferðina, 40 árum seinna.
Heiðra minningu afreksins
Megintilgangurinn með upp-
haflega leiðangrinum var að öðlast
reynslu til að bjarga fólki á fjöllum.
„Ef þeir gætu ekki bjargað sjálfum
sér gætu þeir örugglega ekki bjargað
öðrum líka. Þeir voru ungir og metn-
aðarfullir meðlimir í Flugbjörg-
unarsveitinni í Reykjavík sem vildu
standa sig vel í starfi,“ segir Óskar,
sem er einnig tengdur mönnum úr
ferðinni 1976 þar sem Rúnar Nor-
dquist var leiðbeinandi hans í Flug-
björgunarsveitinni í Reykjavík. Auk
þess er Óskar frændi Hallgríms og
Hermanns. „Tilgangur ferðarinnar
nú er að heiðra minningu þess afreks
og svo er þetta náttúrlega líka til
gamans gert.“
400 km á tveimur vikum
Undirbúningur leiðangursins
hefur staðið yfir í langan tíma. „Hall-
grímur sendi okkur póst fyrir þremur
árum þar sem hann bað okkur um að
taka frá páskana 2016. Það var að
sjálfsögðu gert því við áttum von á
einhverri ævintýramennsku,“ segir
Óskar.
Lagt verður í hann þann 18.
mars og er leiðangurinn rúmir 300
km í loftlínu. Félagarnir munu ganga
á skíðum yfir þrjá jökla landsins,
Vatnajökul, Hofsjökul og Langjökul.
„Gróflega áætlað munum við ganga
350-400 kílómetra og er stefnan sett á
að klára ferðina á rúmum tveimur
vikum,“ segir Óskar. Þeir verði þó að
gera ráð fyrir að veðrið geti sett strik
í reikninginn. „Það er allra veðra von,
Feta í fótspor feðra
sinna á hálendinu
Ferðir um hálendi Íslands verða sífellt algengari, allan ársins hring, þó að
sjaldgæfari séu þær að vetri til. Hópur fjallagarpa ætlar nú að endurtaka leið-
angur sem fyrst var farinn árið 1976, þegar sex menn gengu á skíðum frá austri
til vesturs yfir hálendi Íslands. Í hópnum eru meðal annars þrír synir mannanna
sem framkvæmdu verkið fyrst. Leiðangurinn kalla þeir Yfir jöklana þrjá.
Ljósmynd/Jóhannes Ellert Guðlaugsson
Á fjöllum Feðgarnir Hermann og Arngrímur. Hermann mun nú feta í fót-
spor föður síns sem fór í fyrsta leiðangurinn yfir jöklana þrjá árið 1976.
Ljósmynd/Óskar Davíð Gústavsson
Tjaldbúðir Frá fyrsta leiðangrinum árið 1976. Mikilvægt var að mynda
snjóvarnargarð utan um tjöldin til að verjast veðri og vindum.
Hin árlegu FÍT-verðlaun sem Félag
íslenskra teiknara veitir verða af-
hent næstkomandi miðvikudag, 9.
mars. Verðlaunin eru veitt fyrir þau
verk sem sköruðu fram úr á sviði
grafískrar hönnunar og myndskreyt-
ingar á liðnu ári. Í keppnina senda
bæði auglýsingastofur og einyrkjar
auk þess sem nemendur í
grafískri hönnun
senda inn í sérstakan
nemendaflokk. Þess
má geta að í ár var
metfjöldi innsendinga,
þeim fjölgaði um nær
helming frá því í fyrra
og því má ætla að sér-
lega mikil gróska sé í
grafískri hönnun um
þessar mundir.
Í ár er bryddað upp á
þeirri nýjung að birta til-
nefningar til verðlaunanna. Tilnefnt
er í 17 flokkum og ná flokkarnir yfir
helstu undirflokka grafískrar hönn-
unar, skjágrafík, vefhönnun, prent-
verk, auglýsingahönnun og mynd-
skreytingar. Dóm-
nefndina skipar
breiður hópur fag-
manna á sviði
grafískrar hönn-
unar.
Tilkynnt verður
um verðlaunahafa
og viðurkenningar
með viðhöfn í
Tjarnarbíói og í
kjölfarið verður
opnuð vegleg sýn-
ing á verðlaunaverkunum
í Sjávarklasanum, Grandagarði
4. Viðburðurinn markar upphaf
hönnunarhátíðarinnar Hönn-
unarMars sem mun setja svip sinn á
borgarlífið í Reykjavík dagana 10.-
13. mars.
Þeir flokkar sem tilnefnt er í eru:
Almennar myndskreytingar, auglýs-
ingaherferðir, bókahönnun, firma-
merki, gagnvirk miðlun og upplýs-
ingahönnun, geisladiskar og plötur,
hreyfigrafík, opinn flokkur, mark-
póstur og kynningarefni, mynd-
skreytingar fyrir auglýsingar og her-
ferðir, mörkun, stakar auglýsingar
fyrir prentmiðla, umbúðir og pakkn-
ingar, umhverfisgrafík, vefsíður,
veggspjöld og nemendaflokkur. Að
auki var opið fyrir innsendingar í
flokkana bókakápur og stakar aug-
lýsingar fyrir vef, en fáar innsend-
ingar bárust í þá flokka og þótti því
ekki tilefni til að veita verðlaun í
þeim að þessu sinni. Tilnefningar
má sjá í heild sinni á vef mbl.is.
Félag íslenskra teiknara tilnefnir til verðlauna í 17 flokkum
Framúrskar-
andi grafísk
hönnun
og mynd-
skreytingar
Verðlaunagripurinn Stefán Pétur Sólveigarson hannaði verðlaunagripinn,
sem er vatnsskorinn út úr eik af fyrirtækinu Rafnar ehf.
Ég er ekki kona einsömul oggeng með barn undirbelti. Ég er ólétt eftirsamstarfsmann, sem er
reyndar einnig kærastinn minn, en
hið fyrra hljómar skemmtilegar og
höfum það því þannig.
Svokallað Moggabarn, sem hljóm-
ar eins og eitthvað sem einhverjir
gætu óttast, er víst á leið í heiminn.
Nú er ég frekar nýlega komin yfir
þriggja mánaða markið, þegar óhætt
telst að auglýsa ástandið, og hef
síðan fengið ófáar fyrirspurnir um
hvenær ég ætli að tilkynna þetta á
Facebook. Þar sem ég er frekar illa
innrætt að eðlisfari hef ég ákveðið að
gera þessu fólki það ekki til geðs og
sleppa því alfarið. Frekar tilkynni ég
þetta í Morgunblaðinu eins og allt
venjulegt fólk gerir.
En raunverulega ástæðan fyrir
því að tilkynning um þetta rataði
ekki á samfélagsmiðla var kvíða-
hnútur yfir framsetningunni.
Ég var síðast ólétt fyrir níu árum
og það var fyrir tíð Facebook. Þá var
lífið miklu auðveldara og ég man
ekki til þess að nokkur einasta krafa
hafi verið gerð um sérstaka frétta-
tilkynningu um efnið.
Ég tel mig hafa séð flest allt sem
er til á Internetinu og þar á meðal
úrval af misgóðum óléttutilkynn-
ingum. Sumar eru hefðbundnar
með fallegri sónarmynd og aðrar
eru frumlegar og sniðugar. Síðan
eru einhverjar sem eru bara
furðulegar og
myndefnið er þá
kannski þriggja
mánaða gamalt já-
kvætt þungunarpróf
eða rifinn smokkur.
Ef þessi tilkynningarskylda
er viðurkennd þarf væntanlega
einnig að tilkynna um kyn
barnsins. Ekki skilur maður
800 nánustu vini sína og
vandamenn eftir í lausu lofti.
Þá er hægt að skera í köku,
sem ýmist er með bleikri eða
blárri fyllingu, eða mála
óléttubumbuna í
fyrrgreindum litum. (Já, ég hef séð
báða kostina framkvæmda.)
Síðan þarf að sýna árangurinn
þegar bumban er orðin stór. Þá er
farið í myndatöku, þar sem
foreldrarnir eru berir að ofan, og
faðirinn heldur blíðlega um
bumbubúann. Að því loknu þarf að
skella vængjum á barnið og setja
það í fötu fyrir krúttlega ung-
barnamyndatöku eftir fæðingu. Auð-
vitað fer það líka beint á Facebook
þar sem nokkur „like“ eru nauðsyn-
legur þáttur þess að eignast barn.
Allt framangreint hefur verið gert
af fólki sem var líklega frekar eðli-
legt áður en barnið kom undir. Með
stækkandi bumbu virðist heilbrigt
skynbragð á klisjur hins vegar
dragast saman og hverfa að lokum
algjörlega.
Því fylgir nokkurt álag að vera
óléttur og eignast barn. Því fylgir
líka töluvert álag að fylgjast
með öllu þessu á samfélags-
miðlum. Það ríkir nefnilega
þögult samkomulag um að
bannað sé að gera grín að
barnamyndum.
En ég spyr hvar þetta
endar. Samfélagsmiðlar
hafa einungis verið til í
nokkur ár. Myndir frá
getnaði virðast að
minnsta kosti næsta
rökrétta skrefið. Þetta
veldur kvíðnu fólki eins og
mér töluverðum áhyggjum.
Hér með tilkynnist þess
vegna að ég ætla ekki að
taka þátt í þessu þangað
til óléttuþokan leiðir mig í
aðrar ógöngur.
» „Svokallað Mogga-barn, sem hljómar
eins og eitthvað sem ein-
hverjir gætu óttast, er
víst á leið í heiminn“
Heimur Sunnu
sunnasaem@mbl.is
Aðalfundur
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn
að Skarfagörðum 4, Reykjavík,
föstudaginn 18. mars 2016 og hefst kl. 16:00.
Á dagskrá fundarins verða:
Stjórn Hampiðjunnar hf.
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á
eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins
munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis,
tveimur vikum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum
fyrir upphaf aðalfundar.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa
borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10
dögum fyrir aðalfund.
Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð,
þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig
að dagsetning komi fram.