Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 13
þrátt fyrir að farið sé að vora.“ Líkt
og fyrir 40 árum munu leiðang-
ursmennirnir gista í tjöldum og skál-
um á víxl.
Erfiðleikar og ævintýri
Morgunblaðið fjallaði ítarlega
um leiðangur sexmenninganna fyrir
40 árum og þar kemur fram að leið-
angurinn hafi reynt á andlegu hliðina
jafnt sem hina líkamlegu. „Vont veð-
ur, snjóleysi og skortur á mat gerði
leiðangurinn mjög erfiðan. Þeir gerðu
ráð fyrir 15 dögum til ferðarinnar og
höfðu með sér neyðarbirgðir af mat
til þriggja daga. Leiðangurinn tók
hins vegar 20 daga,“ segir Óskar.
Sexmenningarnir upplifðu einnig fjöl-
mörg ævintýri og í Morgunblaðinu
má lesa um magnaða norðurljósasýn-
ingu og sannkallað ævintýri þegar
þeir eyddu einni nótt í íshelli í Von-
arskarði.
Þaulvanir fjallamenn
Óskar, Hallgrímur, Hermann og
Eiríkur eru allir þaulvanir fjalla-
menn. „Við félagarnir hlutum okkar
eldskírn í björgunarsveitunum, Flug-
björgunarsveitinni í Reykjavík og
Hjálparsveit skáta í Garðabæ og vilj-
um með þessari ferð einnig benda
fólki á það óeigingjarna sjálfboðaliða-
starf og þjálfun sem hjálparsveitir
landsins stunda til að bjarga fólki úr
háska.“ Óskar segir þá félaga vera
klára í leiðangurinn og þeir séu með-
vitaðir um þær hættur sem þeir
munu þurfa að takast á við. „Það lær-
ist að vera í erfiðum aðstæðum og
halda hugsuninni skýrri. Það koma
upp aðstæður þar sem maður hefur
ekki stjórn á umhverfinu, en þá skipt-
ir máli að hafa stjórn á sér og sínum.“
Hægt verður að fylgjast með ferðum
fjórmenninganna á heimasíðunni
www.yfirjoklana3.is og á Face-
book-síðunni: Yfir jöklana þrjá.
Vel græjaður Óskar Davíð í einni af
fjölmörgum æfingaferðum sem eru
hluti af undirbúningi fyrir leiðangurinn.
Skíði Efri skíðin eru frá 1976 og
notast verður við neðri í ár.
Vörn Menn björguðu sér frá sól-
inni með ýmsum ráðum árið 1976.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
Margt hefur breyst á þeim 40 árum sem
liðin eru frá fyrsta hálendisleiðangrinum
yfir jöklana þrjá. En hvað verður ólíkt
með leiðangrinum nú og þeim fyrsta? „Í
grófum dráttum má segja að þeir hafi
verið á skíðum dragandi farangur sinn á
sleða og við líka. Annað er breytt. Þeir
voru mikið í ullarfatnaði, sem við gerum
líka, allur fatnaður sem er næst okkur er úr
ull. Fyrir 40 árum voru menn klæddir í lopa-
peysu og anorakk úr þéttofinni bómull,“
segir Óskar. Ytra lag á klæðnaði leiðang-
ursmannanna í dag er því mun tæknilegra.
Árið 1976 var notast við talstöð sem var á
sömu tíðni og fjarskipti flugvéla. Talstöðina
mátti aðeins nota í neyð. Reglan var sú að
ef ekkert heyrðist í hópnum þá var allt í lagi.
Nú munu leiðangursmenn notast við tvær tal-
stöðvar, gervihnattasíma, spot-tæki, rafhlöður
og hleðslutæki. Símasamband er nú víða uppi á
jöklum svo það er aldrei að vita nema Óskar og
félagar geti smellt af einni selfie og birt beint á
Facebook. „Ætlunin er að minnsta kosti að vera
með skráningu, þar sem fólk getur fylgst með
lifandi punkti sem sýnir nákvæma staðsetn-
ingu okkar.“
BREYTTUR ÚTBÚNAÐUR
Kokkurinn Hjalti
Sigurðsson eldaði
ofan í mannskap-
inn í leiðangr-
inum árið 1976.
Við verðum á
Bás C-2 í Laugardalshöll 3.-6. mars
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
Ullin ávallt mikilvæg