Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 14

Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 Sýningin Myndir ársins verður opn- uð í Perlunni í Öskjuhlíð í Reykjavík klukkan 15 á laugardag en þar verða til sýnis blaðaljósmyndir frá árinu 2015. Við opnunina verða veitt verðlaun til blaðaljósmyndara fyrir bestu myndir ársins í 7 flokkum ásamt því að valin verður mynd ársins 2015, óháð flokkum. Samhliða því verða hin árlegu blaðamannaverðlaun einnig afhent. Sýningin er opin öllum gjaldfrjálst til 2. apríl og er hægt að skoða sýn- inguna þegar Perlan er opin. Blaðaljósmyndarafélag Íslands stendur fyrir sýningunni en á sýn- ingunni í ár eru 83 myndir frá árinu 2015 sem valdar voru af 7 manna óháðri dómnefnd sem einnig valdi vinningsmyndirnar. Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar inn- an Blaðamannafélags Íslands. Sýn- ingin Myndir ársins hefur verið haldin árlega síðan 1995. Morgunblaðið/Ómar Sópað frá Héraðsdómi Reykjavíkur Þessi mynd Ómars Óskarssonar var valin besta myndin í flokknum Daglegt líf á sýningunni á síðasta ári. Blaðaljósmyndir sýndar í Perlunni Benedikt Bóas benedikt@mbl.is GAMMA-Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu á þriðjudaginn en mótið er eitt sterkasta opna skák- mótið sem haldið er í heiminum ár hvert. Um 250 manns taka þátt í mótinu sem hefur sjaldan verið sterkara. Meðal keppenda eru fjórir svo- kallaðir ofurst- órmeistarar en það eru þeir sem hafa meira en 2.700 skákstig. Um 30 stórmeistarar eru með. Af 250 keppendum koma um 165 að utan en alls eru keppendur mótsins frá 35 þjóðlöndum á aldursbilinu 9- 73 ára. „Hingað vilja allir koma,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. „Á hverju ári hafa samband um 200 stór- meistarar sem vilja koma og tefla. Við getum ekki boðið öllum, það er ekki hægt, þannig að við veljum úr. Við höfum passað okkur að hafa sterka skákmenn, sterkar skák- konur, undrabörn og goðsagnir.“ Sterkar skákkonur Mótið fer fram í Hörpu og er enginn aðgangseyrir. „Þetta er með sterkari mótum sem haldin hafa verið. Allir íslensku stór- meistararnir sem eru atvinnumenn taka þátt í því en gömlu meist- ararnir eru í hlutverki skákskýr- enda.“ Sterkar skákkonur eru áberandi í ár. Má þar nefna hina þýsku Elizabetu Paetz, hina írönsku Söru Khademalsharieh og Tönju Sach- dev frá Indlandi. Þá koma nokkur undrabörn eins og Fransesco Ram- baldi frá Ítalíu, sem er aðeins 16 ára og einn yngsti stórmeistari heims, hinn norski Aryan Tari, sem er yngsti stórmeistari Norð- urlanda, og bandaríska undrabarn- ið Awonder Liang. Hann er aðeins 12 ára og er sá yngsti í skáksög- unni sem hefur unnið stórmeistara en það afrekaði hann níu ára. Allir velkomnir í Hörpu Íslenska heimavarnarliðið mætir með Hannes Hlífar Stefánsson fremstan í flokki en einnig eru þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Þröstur Þórhallsson með. „Það verður mikið lagt í skák- skýringarnar enda er þetta eitt stærsta opna skákmót heims og þá þarf að sinna alheiminum. Það verður teflt hér í níu daga og það verður hægt að fylgjast vel með á netinu, á heimasíðu mótsins, og þar verða beinar útsendingar. Það er enginn aðgangseyrir og allir vel- komnir.“ Morgunblaðið/Eggert Harpa Þátttakendur koma frá 35 þjóðlöndum, fjórir eru ofurstórmeistarar og 30 eru stórmeistarar. Með sterkari mótum sem haldin hafa verið  Reykjavíkurskákmótið byrjar á þriðjudag  Frítt inn Gunnar Björnsson Áfengisinnflytjandi hefur kært starfsemi Fríhafnarinnar til lögreglu vegna brota gegn ákvæðum áfeng- islaga. Telur lögmaður hans að eng- inn hafi leyfi til smásölu áfengis nema ÁTVR, heimildir til sölu áfeng- is í tollfrjálsum verslunum hafi verið felldar úr lögum á síðustu árum. Lögmaður innflytjandans, Jónas Fr. Jónsson hdl., segir að innflytj- andinn hafi verið að kanna hvaða heimildir væru til sölu á áfengi í smá- sölu utan verslana ÁTVR. Fátt hafi verið um svör í kerfinu og hann hafi í framhaldinu leitað til sín. Jónas seg- ist hafa komist að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi eitt heimild til sölu áfengis í smásölu. Í kærubréfi til lögreglustjórans á Suðurnesjum er vakin athygli á því að Fríhöfnin selji áfengi í verslun sinni þrátt fyrir að í áfengislögum sé skýrlega mælt fyrir um einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis. Engin undantekning sé þar á. Mistök eða ákvörðun Bendir Jónas á að í eldri áfengis- lögum, sem giltu til ársins 1998, hafi verið heimild til sölu áfengis í toll- frjálsum verslunum. Hún hafi verið felld brott við setningu núgildandi áfengislaga. Hann vekur sömuleiðis athygli á því að í eldri tollalögum hafi verið heimild fyrir fjármálaráðherra til að leyfa sölu áfengis í verslunum með tollfrjálsar vörur. Hún hafi fall- ið brott þegar núverandi tollalög tóku gildi árið 2006. „Annaðhvort voru þetta mistök hjá löggjafanum eða ákvörðun um að taka út þessi sérstöku ákvæði. Eftir stendur að það er aðeins einn aðili sem hefur heimild til að selja áfengi í smásölu. Afdráttarlaust ákvæði er um það í sérlögum og lagaheimild verður ekki búin til með útgáfu reglugerðar,“ segir Jónas í samtali. Kæran var lögð fram í ágúst. Ólaf- ur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að rannsóknin hafi tafist vegna anna við önnur mál en sé nú komin í fullan gang. helgi@mbl.is Kærir áfengis- sölu Fríhafnar  Telur heimildir fallnar úr gildi Morgunblaðið/Sigurgeir S. Keflavíkurflugvöllur Áfengi er vinsælt við innkaup í Fríhöfninni. Hætta er á því að kattafló á höfuð- borgarsvæðinu sé farin að breiðast út. Eru eigendur hunda og katta hvattir til árvekni, í tilkynningu frá Matvælastofnun. Kattafló greindist fyrst fyrir tæpum mánuði og var strax gripið til aðgerða. Er nú staðfest að fló var á ketti í miðborginni í Reykja- vík. Er ætlað að flóin hafi verið á kettinum í talsverðan tíma. Því munu dýralæknar og starfsfólk tilraunastöðvarinnar á Keldum fylgjast með framvindunni. Í frétt frá Matvælastofnun segir að ef dýr klóri sér, sleiki eða bíti meira en venjulega geti verið hætta á ferð. Því sé heillaráð að setja hvítt klæði undir dýrið, kemba því og fylgjast með hvort flær falli af. „Það er líklegt að flóin sé að breiðast út. Samt er ekki mikið hægt að gera. Við munum þó skoða dýrin sérlega vel þegar eigendur koma með þau á stofu,“ sagði Guð- björg Þorvarðardóttir hjá Dýra- læknastofu Dagfinns við Morg- unblaðið. sbs@mbl.is Kattaflóin hugsanlega að breiðast út

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.