Morgunblaðið - 04.03.2016, Qupperneq 20
AFP
Þýskaland Lögreglumenn standa
vaktina í borginni München.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Lögreglan í Þýskalandi hefur hand-
tekið 33 ára gamlan lækni sem grun-
aður er um að hafa talið ungan karl-
mann á að ganga til liðs við víga-
samtök Ríkis íslams.
Fréttaveita AFP greinir frá því að
fórnarlambið, sem var 24 ára gamall
karlmaður með ríkisfang í Þýska-
landi, hafi glímt við þroskaskerð-
ingu. Á læknirinn að hafa nýtt sér
það og heilaþvegið manninn með því
að sýna honum myndbönd af víga-
mönnum hryðjuverkasamtaka Ríkis
íslams og ofbeldisverkum þeirra.
Flugmiði aðra leið á vígaslóðir
Segir lögreglan lækninn því næst
hafa keypt flugmiða aðra leið fyrir
manninn til Sýrlands og Íraks. Þeg-
ar til Íraks var komið sprengdi Þjóð-
verjinn sig svo í loft upp á fjölmenn-
um stað í borginni Baiji í norður-
hluta landsins. Létust í tilræðinu
minnst 12 íraskir hermenn. „Rann-
sókn hefur nú leitt í ljós að sjálfsvígs-
sprengjumaðurinn var skertur and-
lega og áhrifagjarn og honum hafði
því verið úthlutað hjálparmann-
eskju,“ hefur AFP eftir saksóknara í
málinu. „Hvort árásarmaðurinn var
sérstaklega valinn vegna síns and-
lega veikleika er óljóst.“
Er Þjóðverjinn einn af mörg þús-
und Evrópubúum sem ferðast hafa
til vígasvæða í Sýrlandi og Írak til að
taka þar þátt í bardögum.
Gekk heilaþveginn til hildar
Læknir handtekinn fyrir að telja mann á að ganga til liðs við Ríki íslams
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Ríkisfréttastofa Sýrlands (SANA)
greindi í gær frá því að rafmagn
hefði farið af öllu landinu. Gerðist
það klukkan 11 að íslenskum tíma.
„Rafmagn hefur farið af í öllum
héruðum og eru viðgerðahópar nú
að reyna að komast að því hvað or-
sakar þetta óvænta rafmagnsleysi,“
hefur fréttaveita AFP eftir manni
innan ráðuneytis orkumála í Sýr-
landi, en samhliða þessu varð landið
einnig að mestu án sambands við
netþjónustur auk þess sem farsíma-
samband lá að mestu niðri.
Frá því að styrjöldin í Sýrlandi
hófst í mars árið 2011 hafa ýmis
svæði landsins þurft að glíma við
rafmagnstruflanir vegna loftárása
eða annars konar hernaðarátaka.
Það er hins vegar ekki algengt að
allt landið missi rafmagn samtímis.
Skemmdir á raforkuverum
Ráðherra orkumála Sýrlands seg-
ir í viðtali við fréttamenn SANA að
fimm af 13 helstu orkuverum lands-
ins hafi skemmst að undanförnu
vegna langvarandi hernaðarátaka.
Metur ráðherrann tjón á raforku-
verum og dreifikerfum þeirra tæpa
fjóra milljarða Bandaríkjadali.
Í gildi er nú vopnahlé milli stríð-
andi fylkinga í Sýrlandi og segir
erindreki Sameinuðu þjóðanna í
málefnum landsins, Staffan de
Mistura, sýnilegan árangur vera af
því. „Ofbeldisverkum fer nú fækk-
andi í landinu. Spyrjið bara sýr-
lenskan almenning út í það,“ sagði
Mistura á blaðamannafundi sem
haldinn var í Genf. Bætti hann því þó
við að vopnahléið væri afar „við-
kvæmt“.
Vegna þessa tímamótavopnahlés
er unnt að koma hjálpargögnum og
nauðsynjum til þeirra íbúa Sýrlands
sem lifa við afar erfið skilyrði.
Öll héruð Sýrlands urðu
skyndilega án rafmagns
Fimm af 13 helstu orkuverum landsins eru skemmd eftir átök, segir ráðherra
AFP
Vopnaskak Raforkuverið við borgina Aleppo, sem hér sést í fjarska, er illa
farið eftir langvarandi átök. Stjórnarhermenn hafa nú yfirhöndina þar.
Stríðið í Sýrlandi
» Allt landið missti rafmagn í
gær auk þess sem þjónusta
farsíma og nets lá niðri.
» Tjón á raforkuverum og
dreifikerfum er talið nálgast
fjóra milljarða Bandaríkjadala.
» Vegna vopnahlés er nú
unnt að afhenda einhverjum
íbúum landsins hjálpargögn
og aðrar mikilvægar nauð-
synjar.
Stjórnvöld á Srí Lanka hafa ákveð-
ið að undirrita svonefndan Ottawa-
samning sem bannar að jarð-
sprengjur séu framleiddar, geymd-
ar, fluttar eða notaðar. Verður
jarðsprengjubirgðum þar í landi
því eytt á næstunni, en sjö ár eru nú
liðin frá lokum borgarastríðsins.
„Við ákváðum að undirrita Ott-
awa-samninginn vegna þess að við
höfum ekki í hyggju að fara í stríð,“
hefur fréttaveita AFP eftir Harsha
de Silva, aðstoðarutanríkisráð-
herra landsins. „Ákváðum við einn-
ig að eyða birgðum okkar.“
Borgarastríðið á Srí Lanka stóð
yfir í alls 37 ár og létust yfir
100.000 manns í átökunum. Frá lok-
um stríðsins hefur verið unnið að
því að fjarlægja jarðsprengjur af
gömlum vígvöllum. khj@mbl.is
SRÍ LANKA
AFP
Verðir Hermenn taka þátt í gleði í
tengslum við þjóðhátíðardag landsins.
Ottawa-samningur
verður undirritaður
Norska öryggis-
lögreglan (PST)
telur fulla
ástæðu til að
ætla að öfga-
íslamistinn
Ubaydullah
Hussain hafi
fengið minnst sjö
Norðmenn til að
ganga til liðs við
Ríki íslams. Var
gæsluvarðhald yfir honum því
framlengt í dómshúsinu í Ósló.
Hussain er þrítugur og var hann
handtekinn í desember sl. og
ákærður fyrir að safna nýliðum fyr-
ir áðurnefnd samtök. khj@mbl.is
NOREGUR
Öfgamaður Ríkis ísl-
ams áfram í haldi
Ubaydullah
Hussain
Hersveitir Norður-Kóreu skutu í
fyrrinótt á loft sex skammdrægum
flugskeytum og höfnuðu þau í sjón-
um úti fyrir ströndum landsins. Var
þetta að líkindum gert til að undir-
strika hernaðarmátt landsins, en fá-
einum klukkustundum áður hafði ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkt harðorða ályktun varð-
andi refsiaðgerðir gegn landinu.
Skotflaugarnar flugu, samkvæmt
upplýsingum frá varnarmálaráðu-
neyti Suður-Kóreu, um 100 til 150
km vegalend áður en þær féllu í hafið
austan við Norður-Kóreu. Sérfræð-
ingar höfðu í gær enn ekki greint
tegund þessara eldflauga.
Ráðamenn í Pyongyang hafa að
undanförnu verið iðnir við alls kyns
prófanir á Punggye-ri-kjarnorkutil-
raunasvæðinu í norðausturhluta
landsins og meðal annars sprengt
þar öfluga sprengju með sprengi-
kraft innan við 10 kílótonn. Telja
ráðamenn á Vesturlöndum þessar
tilraunir lið í að þróa langdræga eld-
flaug sem borið getur kjarnaodd.
khj@mbl.is
AFP
Leiðtoginn Kim Jong-Un fylgdist á dögunum spenntur með prófunum á
nýrri skotflaug Norður-Kóreumanna sem grandað getur skriðdrekum.
Norður-Kórea skaut
á loft sex eldflaugum
Féllu síðar í hafið austur af landinu
B
ra
nd
en
b
ur
g
Ekki laumupokast
Breyting á endurvinnslustöðvum. Gerðu öllum auðveldara
fyrir og komdumeð blandaða úrganginn í glærum poka
Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is