Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
Malasískir flugvélasérfræðingar
sýndu í gær brak sem talið er að
sé úr flugvél af gerðinni Boeing
777 en það fannst við strönd Mó-
sambík. Miklar líkur eru taldar á
því að brakið sé úr vél Malaysia
Airlines MH370 sem hvarf skyndi-
lega hinn 8. mars 2014. Var flug-
vélin þá á leið frá Kúala Lúmpúr
til Peking í Kína með alls 239
manns innanborðs.
„Fyrir rannsakendur slysa er
mjög erfitt að segja til um hvaðan
þessi bútur kemur,“ hefur frétta-
veita AFP eftir Joao de Abreu, for-
seta flugmálastjórnar í Mósambík,
er hann sýndi fjölmiðlafólki brakið.
Að öllum líkindum er um að
ræða um eins metra bút úr stéli
flugvélar. Á annarri hlið bitans eru
rituð aðvörunarorðin „No Step“ eða
„stígið ekki“. Verður vélarbrakið
nú sent sérfræðingum til rann-
sóknar.
Ferðalangur frá Seattle
Sá sem brakið fann heitir Blaine
Gibson og er hann, samkvæmt
fréttastofu CNN, lögmaður frá
borginni Seattle í Bandaríkjunum.
Hefur hann verið á ferðalagi um
Indlandshaf í um eitt ár í þeirri
von að geta varpað ljósi á hið dul-
arfulla hvarf MH370.
„Ég hef verið mjög tengdur leit-
inni að malasísku vélinni, bara
vegna áhuga og í einkahópi – ekki í
tilgangi gróða eða fjölmiðlunar,“
segir hann í viðtali við fréttamann
sjónvarpsstöðvar CNN.
Á eins árs minningarathöfn um
flug MH370 hitti Gibson meðal
annars ættingja og vini flugfarþeg-
anna og segir hann það hafa veitt
sér aukinn innblástur. Hefur hann
síðan þá ferðast á milli staða og
rætt við vitni og annað fólk sem
kann að geta veitt upplýsingar um
hvarfið. khj@mbl.is
Sýndu brak sem tal-
ið er að sé úr MH370
Bitinn er að öll-
um líkindum úr
stéli Boeing 777
AFP
Bitinn Nærri tvö ár eru nú liðin frá
því að vélin MH370 hvarf óvænt.
Franskir lögreglumenn í óeirðabúningum fylgdust
grannt með hópi flóttamanna sem í gær gekk framhjá
þeim í Frumskóginum svonefnda, flóttamannabúðum
sem finna má skammt frá borginni Calais í Frakklandi.
Er nú unnið hörðum höndum að því að ryðja burt
hluta búðanna með stórvirkum vinnuvélum. Hafa Bret-
ar ákveðið að leggja samtals 80 milljónir evra til að
koma í veg fyrir för flóttafólks yfir Ermarsundið.
AFP
Fjölmennur hópur flóttafólks freistar þess að komast yfir til Bretlands
Vaktin staðin í franska frumskóginum
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs
Evrópusambandsins (ESB), var
ómyrkur í máli er hann ræddi við
fjölmiðlamenn þar sem hann var
staddur á Grikklandi í tengslum við
gríðarlegan straum flóttafólks þang-
að undanfarna mánuði.
„Hvaðan sem þið eruð – komið
ekki til Evrópu,“ sagði Tusk og
beindi orðum sínum að efnahagsleg-
um flóttamönnum sem hafa í hyggju
að ferðast með ólögmætum hætti til
ríkja Evrópu og sækja þar um hæli.
Hafði Tusk
skömmu áður set-
ið fund með Alex-
is Tsipras, for-
sætisráðherra
Grikklands, þar
sem flóttamanna-
vandinn var til
umræðu.
„Trúið ekki
smyglurunum.
Ekki hætta lífi ykkar og fjármunum.
Það er til einskis,“ sagði Tusk enn-
fremur á fundi með blaðamönnum.
Vandinn í Grikklandi er nú afar
mikill og þá meðal annars vegna þess
að landamæri Makedóníu eru kirfi-
lega lokuð. Hafa lögreglumenn sem
þar standa vaktina einungis hleypt
örfáum flóttamönnum í gegn.
Í Grikklandi eru nú um 30.000
flóttamenn og virðist ekkert lát vera
á straumi fólks þangað. Telur Evr-
ópusambandið minnst 12.000 þeirra
lifa við afar slæmar aðstæður.
khj@mbl.is
„Komið ekki til Evrópu“
Forseti leiðtogaráðs ESB sendir farandfólki skýr skilaboð
Donald Tusk
Bandaríski leikarinn Richard Gere
var í viðtali hjá breska ríkissjónvarp-
inu (BBC) þar sem auðkýfingurinn
Donald Trump og framboð hans til
embættis forseta
Bandaríkjanna
var til umræðu.
Leikarinn vandar
Trump ekki
kveðjurnar og
segir framboð
hans vera hreint
út sagt „viðbjóðs-
legt“ með öllu.
„Þetta er auð-
vitað viðbjóðs-
legt. Það er erfitt að hugsa sér að
einhver eins og hann, algerlega van-
hæfur á öllum hugsanlegum sviðum,
geti orðið forseti Bandaríkjanna,“
sagði Gere í samtali sínu við frétta-
mann BBC og hélt áfram: „Ég tel
ekki líkur á að þetta gerist – það
væri hálfgerð martröð fyrir alla.“
Fátt virðist geta komið í veg fyrir
áframhaldandi sigurgöngu Donalds
Trumps í forkosningum Repúblik-
anaflokksins og er hann nú kominn
með 319 af þeim 1.237 fulltrúum sem
þarf til að tryggja sér útnefningu
flokksins. khj@mbl.is
Framboð Trumps
er „viðbjóðslegt“
Richard Gere blandar sér í slaginn
AFP
Trump Fátt virðist stöðva auðkýf-
inginn í baráttunni um Hvíta húsið.
Richard
Gere
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
SnowMaster® 724 ZXR CE Power Curve® 1800
sá „rafmagnaði“
Vél: 212 cc Toro
fjórgengis 7 hö
Eldsneytistankur: 2,2 l
Vinnslubreidd: 61 cm
Afkastageta á klst:68 tonn*
Gírar: Stiglaus 0-5,6 km áfram
Ljós: Nei
Startari:Handtrektur
Blásturslengd: 12 m* 200°
Þyngd: 53 kg
Mótor: 15 amper, 230v
Eldsneytistankur: Á ekki við
Vinnslubreidd: 46 cm
Afkastageta á klst:19 tonn*
Gírar: Á ekki við
Startari:Á ekki við
Ljós: Nei
Blásturslengd: 7 m.* 180°
Þyngd: 11,3 kg.
Verð kr
m. vsk
189.500
Verð kr
m. vsk
59.900
Vnr: 38302
Vnr: 38710
RAFMAGNS!
10%AFSLÁTTURÁ RAFMAGNS-BLÁSARA
Traustur kostur.