Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosið var íÍran umsíðustu helgi og fóru svo- nefnd „umbótaöfl“ þar með sigur af hólmi. Þó að úr- slitin séu í orði kveðnu góð fyrir Hassan Rouhani, forseta landsins, ber að varast að lesa um of í þau. Íranska stjórn- kerfið er sérhannað til þess að efla vald afturhaldssamra klerka á kostnað fólksins í landinu og eru þeir ekki til- búnir til þess að láta það svo glatt af hendi. Ein birtingarmynd þessa ægivalds klerkanna er sérstök 12 manna nefnd, „vernd- araráðið“, sem sér um alla um- gjörð kosninga í landinu og tekur meðal annars afstöðu til þess hverjir megi bjóða sig fram og hverjir ekki. Strax þar er valdinu misbeitt til þess að tryggja að sem fæstir úr hópi „umbótaaflanna“ komist á kjörseðilinn og jafnframt að þeir séu þá ekki um of umbóta- sinnaðir. Það vakti til að mynda at- hygli fyrr á árinu þegar barnabarni Ruhollahs Khom- einis heitins, stofnanda klerkaveldisins og fyrsta erki- klerksins, var meinað að bjóða sig fram fyrir að hafa of frjáls- lyndar skoðanir. Ættarnafnið og góður ferill sem fræðimað- ur í sjíatrú var sum sé ekki nóg til þess að Khomeini yngri kæmist á kjörseðilinn, þar sem verndararnir óttuðust að hann væri of hall- ur undir „vestræn áhrif“. Um leið segir það sitt um álit al- mennings í Íran á því hvernig land- inu hefur verið stjórnað síð- ustu ár að þeim sem teljast til umbótasinna gekk vel í kosn- ingunum. Hefur byggst upp þónokkur ólga í landinu, sem fékk örlitla útrás árið 2009, eftir að harðlínumennirnir höfðu ógilt úrslit kosninga það ár. Fyrri reynsla gefur fulla ástæðu til að ætla, að harð- línumennirnir muni ekki sætta sig við úrslitin. Jafnvel þótt þeir muni ekki ganga svo langt að ógilda þau að þessu sinni má telja líklegt að þeir muni enn herða róðurinn gegn Rouhani forseta, en þeir telja að Íranir hafi gefið of mikið eftir við gerð kjarnorkuvopna- samkomulagsins, sem þó hef- ur að óbreyttu greitt leið landsins að stórauknu fjár- magni. Það má því gera því skóna að þeir muni reyna allt hvað þeir geta til þess að koma í veg fyrir endurkjör Rouhanis á næsta ári þegar forsetakjör fer aftur fram í landinu. Þó að ástæða sé til að vona það besta um þróunina í Íran er full ástæða til að vara við of mikilli bjartsýni. Þegar öllu er á botninn hvolft ræður vilji Khameneis erkiklerks lang- mestu um þá stefnu sem Íran tekur. Þrátt fyrir kosn- ingaúrslitin ráða afturhaldsöflin enn mestu í Íran} Marklitlar kosningar Donald Trumpog Hillary Clinton voru ótví- ræðir sigurveg- arar „ofur- þriðjudagsins“ svonefnda, þegar kosið var í ellefu ríkjum Bandaríkjanna um þá sem gefa kost á sér til þess að verða forsetaefni stóru flokk- anna tveggja. Hvort þeirra vann í sjö ríkjum, og stigu með því stórt skref í átt að útnefn- ingu síns flokks. Þeir repúblíkanar sem vilja koma veg fyrir að Trump verði frambjóðandi þeirra eftir flokksþingið í sumar þurfa að sameinast um einn frambjóð- anda sem geti keppt við hann. Því miður er ekkert útlit fyrir að svo verði í bráð, þar sem bæði Ted Cruz og Marco Ru- bio, helstu keppinautar Trumps, náðu að vinna ríki á þriðjudaginn og vilja því báðir trúa því – og vilja ekki síður að aðrir trúi því – að þeir séu á sigurbraut. Hinir tveir keppinautarnir, John Kasich, rík- isstjóri Ohio, og Ben Carson heila- skurðlæknir, hafa mun minni ástæðu til þess að halda að framboð þeirra séu lífvænleg, og raunin er orðin sú að Carson er að draga sig út úr keppninni. Kasich hefur hins vegar ekki sýnt á sér neitt sérstakt fararsnið. Bæði Kasich og Rubio hyggjast bíða til 15. mars þeg- ar kosið verður í heimaríkjum þeirra, Ohio og Flórída, og Cruz telur sig hafa sýnt fram á að hann sé sá sem helst geti sigrað Trump. Þeir telja sig því allir hafa að einhverju að keppa. Á meðan vinnur tíminn með Trump og því lengur sem keppnin stendur á milli fram- bjóðendanna fjögurra, þeim mun minni líkur eru á því að Trump verði stöðvaður. Ólíklegt er að aðrir frambjóðendur beri gæfu til að samein- ast gegn Trump} Er Trump óstöðvandi? É g má ekki syngja eða humma með hressum lögum, ekki segja orð sem enda á -ó, eins og t.d. jóló eða vandró, ekki tala hátt á almannafæri og ekki blása tyggjókúlur og sprengja þær með hvelli. Svo má ég heldur ekki hreyfa höfuðið í takt við tónlist, hvað þá stíga dansspor (þetta bann var sett á eftir Smáralindarferð fyrir nokkru). Og alls ekki tala mikið á foreldrafundum. Svo er búið að banna mér (stranglega) að slá um mig í heyranda hljóði með sjaldgæfum orðum sem enginn skilur nema eldgamalt fólk eins og ég. Þeir unglingaforeldrar sem lesa þennan pistil kinka núna líklega ákaft kolli til sam- þykkis. Þeir kannast nefnilega alveg örugg- lega við það sem hér er verið að lýsa. Þegar börnin eru yngri erum við foreldr- arnir býsna flottir, töff og sniðugir í augum þeirra. En þegar afkvæmið verður að unglingi, sem gerist oft á augabragði, gjarnan yfir nótt, verður allt sem foreldr- arnir gera svo óskaplega hallærislegt að við það verður ekki unað og vanda þarf um fyrir þessum lúðalegu öld- ungum til að leiða þá af villu síns vegar og verði ekki unglingnum til ævarandi skammar. Þetta er reyndar ekkert nýtt. Forn-Grikkirnir höfðu t.d. miklar áhyggjur af framkomu ungmenna í garð for- eldra sinna. Þetta var heldur ekkert öðruvísi þegar und- irrituð var unglingur (sem var talsvert eftir tíma Forn- Grikkjanna). Ég man t.d. eftir stelpu, sem fékk sumar- vinnu á sama vinnustað og pabbi hennar vann á. Henni fannst hann svo ótrúlega hallæris- legur að hún yrti aldrei á hann í vinnunni. Þess ber að geta að þetta var þegar sumar- fríið var rúmir þrír mánuðir. Þessi hunsun hennar í garð föðurins hefði hugsanlega gengið ágætlega upp á fjölmennum vinnu- stað, en þar sem þarna unnu bara þrír (þ.e. feðginin og einn til viðbótar) varð þetta frek- ar vandræðalegt. En hún hélt út. Ætlaði sko ekki að tala við svona asnalegan kall. Og við jafnaldrar hennar skildum þetta vel. Ekki misskilja mig. Ég er síður en svo að kvarta undan þessari ofureðlilegu hegðun sem fylgir unglingsárunum hjá svo mörgum. Það er hluti af eðlilegu þroskaferli að skamm- ast sín fyrir foreldra sína. Líklega myndu margir foreldrar þiggja að fá lista yfir það sem má og má ekki svo það liggi ljóst fyr- ir hvernig ber að haga sér. Það myndi líka spara ungling- um landsins sífelldar áminningar og að ranghvolfa aug- unum í tíma og ótíma. Við nánari umhugsun myndi slíkur listi þó líklega gera takmarkað gagn. Það er nefnilega breytilegt dag frá degi hvað maður má og má ekki. En þið fáið kannski einhverjar hugmyndir, kæru ung- menni, um hvernig best sé að nálgast þetta foreldra- vandamál eftir að hafa lesið þennan pistil. Eða kannski ekki. Því – eins og ég fæ reglulega að heyra – það er hallær- islegt að lesa dagblöð. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Foreldravandamálið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Landsnet ráðgerir að fjár-festa í flutningskerfinufyrir nærri 35 milljarðakróna á næstu þremur árum. Er þetta töluverð aukning miðað við framkvæmdir fyrirtæk- isins á undanförnum árum. Stærstu verkefnin í framkvæmd eða und- irbúningi eru á Norðausturlandi og suðvesturhorni landsins. Bara á þessu ári fara fram 16 útboð á veg- um Landsnets. Á útboðsþingi Samtaka iðnað- arins fór Nils Gústavsson, fram- kvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, yfir helstu framkvæmdir og útboð á næstunni. Á þessu ári eru um 11 milljarðar króna áætlaðir í fjárfestingar í flutningskerfinu, nærri 14 millj- arðar árið 2017 og tæpir 10 millj- arðar árið 2018. Fara þarf allt aftur til ársins 2007 til að finna sambæri- legar fjárfestingar hjá Landsneti. Allt á fullt vegna Bakka Einna umfangsmestu fram- kvæmdir Landsnets verða á Norð- austurlandi í tengslum við stóriðju- framkvæmdir á Bakka við Húsavík. Reistar verða tvær 220 kV há- spennulínur frá Bakka að Þeista- reykjum og Kröflu, alls 193 möstur á 61 km löngum kafla. Þá verða byggð þrjú tengivirki til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Þeista- reykjavirkjun og virkjunina við flutningskerfið. Fram kom í máli Nils að undirbúningur fram- kvæmda á þessu svæði gengi vel og útboð vegna einstakra verkþátta væru hafin eða í bígerð. Þannig verða tilboð opnuð í þessum mánuði í byggingarvirki og uppsetningu rafbúnaðar. Gerir Landsnet ráð fyrir að þessum framkvæmdum ljúki haustið 2017. Þá er útboðshönnun fyrirhuguð í vor vegna lagningar háspennulínu frá Kröflu að Fljótsdal, með alls 331 mastri á 122 km leið. Mat á um- hverfisáhrifum er á lokastigi en reiknað er með að framkvæmdir fari að mestu fram á árunum 2017 og 2018. Um næstu áramót er reiknað með að vegslóð, jarðvinna og undirstöður verði boðin út. Á næstu vikum verður útboðs- hönnun boðin út vegna Sandskeiðs- línu 1, frá Sandskeiði að Hafn- arfirði, alls 27 km að lengd. Um er að ræða 200 kV háspennulínu sem kemur í stað Hamraneslína 1 og 2, líkt og samkomulag við Hafn- arfjarðarbæ kveður á um. Undirbúningsframkvæmdir fara fram á þessu og næsta ári og línan verður reist á árunum 2017-2018. Vinna er að hefjast við Suður- nesjalínu 2 í næsta mánuði, 220 kV háspennulínu frá Hafnarfirði að Rauðamel, 32 km leið. Undir- búningsframkvæmdir fara fram á þessu ári og reisa á línuna á næsta ári. Á Reykjanesi er einnig unnið að undirbúningi Fitjalínu 3,9 km langs 132 kV jarðstrengs frá tengi- virki á Fitjum að tengivirki Lands- nets í Helguvík. Verkið felur einnig í sér stækkun tengivirkisins í Helguvík. Aukin geta til Vestfjarða Af öðrum framkvæmdum Landsnets má nefna að 66 kV jarð- strengur verður lagður á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og á Vestfjörðum verður flutningsgeta þangað aukin með nýjum spenni í tengivirkinu við Mjólkárvirkjun. Á Suðurlandi er verið að byggja nýtt tengivirki í Vestmannaeyjum, í samstarfi við HS Veitur, sem ger- ir kleift að auka flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja. Á Suðurlandi er einnig unnið að lagningu 66 kV jarðstrengs milli Selfoss og Þorlákshafnar og að undirbúningi breytinga á tengivirkinu í Búrfelli vegna fyrirhugaðrar tengingar Búrfells II, að því er fram kemur í til- kynningu frá Landsneti. Mestu framkvæmdir Landsnets frá 2007 Fjárfestingar í flutningskerfinu 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Landsnet Milljónir 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Raunfjárfestingar á verðlagi nóv. 2015 Áætlun Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir mikla uppsafnaða þörf í flutnings- kerfinu og meiri tíma þurfi en næstu þrjú ár til að anna þeirri eftirspurn. Landsnet hafi gert framkvæmdaáætlun til næstu tíu ára líkt og kerfisáætlunin gefi til kynna. Framkvæmdir næstu ára tengist aðallega stórum verkefnum í Helguvík og á Bakka. Aðspurður segir hann fjár- mögnun framkvæmda ekki vandamál, Landsnet standi mjög vel fjárhagslega og sé með góða stöðu til að fjármagna sig með lánsfé til lengri tíma. Landsnet lagði fram nýja kerf- isáætlun fyrr í vetur þar sem helst eru kynntir tveir mögu- leikar til að styrkja flutnings- kerfið, annars vegar byggðaleið- in og hins vegar hálendisleiðin. „Núna leggjum við áherslu á lín- ur sem eru sameig- inlegar báðum leiðum,“ segir hann og nefnir há- spennulínur frá Blöndu- virkjun til Ak- ureyrar, þaðan til Kröflu og síð- an áfram að Fljótsdalsstöð. Uppsöfnuð þörf í kerfinu FORSTJÓRI LANDSNETS Guðmundur Ingi Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.