Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 29

Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 ég að heyra að ég ætti endilega að fá bílinn hans að láni ef ég þyrfti. Við fjölskyldan fengum oft að heyra mikilvægi þess að smakka allan mat og í hvert einasta skipti sem einhver býð- ur mér að smakka eitthvað heyri ég afa segja: „Það á alltaf að smakka.“ Þegar ég var yngri var ég ekki ánægð að heyra þessa setningu en núna mun ég minnast afa, þar sem hann gafst ekki upp á að fá barna- börnin til þess að smakka mis- jafnlega spennandi mat. Við afi áttum margar góðar stundir saman. Þegar ég var yngri keyrði hann mig einu sinni í viku í tónskólann. Ég man hvað það var gott að vera með afa þessa stuttu stund, þar sem ég borðaði nestið sem amma hafði smurt fyrir mig á meðan við ræddum um daginn og veginn. Það var alltaf gott að koma heim til afa og ömmu þar sem þau sátu og horfðu á handbolta eða frjálsar, fara með þeim í sumarbústað eða hitta þau aft- ur þegar þau komu heim frá Tenerife, sólbrún og sæt. Mér þótti ótrúlega vænt um afa og hann mun alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Það er ótrúlega erfitt að þurfa að kveðja hann. Hann var góð- hjartaður og ég er stolt að hafa getað kallað hann afa minn. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk með honum og mun hlýja mér við góðar minn- ingar. Hvíl í friði, afi minn. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Kolfinna Gautadóttir. Hann Sverrir frændi er dá- inn. Í raun var Sverrir ekki frændi minn en hann var giftur Kolfinnu systur mömmu. Hann var partur af lífi mínu síðan ég man eftir mér. Hann er skýr ennþá í mínum minningum gift- ingardagur Kolfinnu og Sverr- is, 15. apríl 1965, á afmælisdegi mínum. Kolfinna stórglæsileg í brúðarkjól í Volkswagen fyrir utan Úthlíð 16. Þau náðu að fagna 50 ára brúðkaupsafmæli á síðasta ári. Sverrir var kær vinur minn, veitti mér vinnu í jólafríinu og hjálpaði mér á margan hátt. Sumarið 1977 vorum við Jobbi vinur minn í fríi á Costa del Sol og kom Sverrir í stutta vinnu- heimsókn, en hann var endur- skoðandi Útsýnar. Hann var bara í nokkra daga en þessir dagar voru einhverjir skemmti- legustu dagar sem ég hef upp- lifað. Allt var það Sverri að þakka og lifðum við eins og kóngar á hans kostnað. Við Sverrir spiluðum saman badminton í 20 ár. Það var mik- ið fjör og ef ég stóð mig ekki gerði hann athugasemdir við minn slæma leik. Sverrir sagði nefnilega oft hluti blákalt og var ófeiminn að láta mann heyra það. Fyrst og fremst var Sverrir góður og skemmtilegur maður. Ég mun sakna hans mikið, sérstaklega á þorrablót- um og golfmótum stórfjölskyld- unnar þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Elsku Kolfinna, Hulda, Rannveig, Sólrún, mak- ar og börn, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Kristjánsson. Með þessum fátæklegu orð- um viljum við þakka Sverri frænda fyrir samfylgdina og vináttu alla tíð. Sverrir var son- ur Sverris Halldórssonar og Huldu Sigmundsdóttur, móður- systur okkar, fæddur í Reykja- vík hinn 9. nóvember 1936 og bjó þar til dauðadags. Mamma var yngst barna Sigmundar fisksala og Margrétar Jónsdótt- ur og voru fjölskylduböndin af- ar náin. Systurnar voru þrjár sem komust til fullorðinsára og bróðir þeirra var Karl, sem dó ungur og styrkti það samband eftirlifandi systra. Sverrir ólst upp hjá móður sinni og afa og ömmu á Grund- arstíg 15b og var mikið eftirlæti allra á heimilinu. Sigmundur afi lést 1949. Eftir að foreldrar okkar fluttu til Keflavíkur 1941 var Sverrir tíður gestur hjá okkur á Hafnargötunni og þau mæðginin héldu jólin með okk- ur fyrstu árin eftir að amma féll frá 1954. Sverrir og Hulda voru því óaðskiljanlegur þáttur í jólahaldi bernskuáranna og lengi fram eftir var það svo. Sverrir var hvers manns hugljúfi, bæði greiðvikinn og glaðlyndur og barngóður með afbrigðum. Hann var myndar- legur maður með gott hjartalag og við vorum ætíð stolt af frænda okkar. Hann steig stórt gæfuspor þegar hann kvæntist eiginkonu sinni Kolfinnu árið 1965, og varð hún strax ein af fjölskyldunni. Þau eignuðust þrjár myndarlegar dætur en fyrir átti Sverrir tvo syni. Barnabörnin urðu tólf en ellefu lifa afa sinn. Heimili þeirra Sverris og Kolfinnu stóð okkur ætíð opið og þau bæði voru ávallt reiðubúin til að leggja okkur lið í hvívetna og töldu ekkert eftir sér. Sverrir var okkur styrk stoð bæði í gleði og sorg og traustur vinur. Fréttirnar af veikindum Sverris voru því mikið áfall og fyrstu vikurnar lifðum við í von um að hann myndi ná sér að einhverju leyti og að við ættum eftir fleiri stundir saman. Sú von brást og lést hann á Land- spítalanum 23. febrúar síðast- liðinn. Það er því komin kveðju- stund. Við kveðjum Sverri frænda með sorg í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir frænd- semi og vináttu liðinna ára. Kolfinnu, dætrum og sonum, tengdafólki og öllum afkomend- um hans sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Missir þeirra er mestur. Blessuð sé minning Sverris frænda. Þorbjörg, Karl Sigmar, Eiríkur og Guðmundur Hermannsbörn og fjöl- skyldur. Sverrir Már Sverrisson end- urskoðandi er látinn. Hann gekk í kiwanisklúbbinn Kötlu 1969 og hefur því verið í klúbbnum í 47 ár. Þegar við tveir félagar komum í klúbbinn fjórum árum seinna tók Sverrir okkur opnum örmum, þannig var Sverrir svo sannarlega fé- lagi félaga sinna. Hann var ávallt vakandi fyrir velferð Kötlu. Hann var vakandi yfir sjóðum klúbbsins enda að sjálf- sögðu endurskoðandi eins lengi og menn muna. Sverrir tók að sér að gegna embætti forseta Kötlu tímabilið 1986-1987. Þá var Sverrir útnefndur atorku- maður Kötlu á síðasta ári. Hann tók þátt í störfum fyrir umdæmi Kiwanis um tíma. Hann og Kolfinna voru líka prímus mótorar í Þjóðdansafé- laginu, því var það að ég fór að ræða eitt sinn við Sverri hvort við gætum sett upp dansæfing- ar á milli funda, þá kom svarið strax: Tölum við Kolfinnu, og auðvitað var hún tilbúinn. Var þetta síðan kynnt á fundi, und- irtektir voru slíkar að menn ját- uðu að þeir hefðu verið sendir á fund til þess að fá upplýsingar um næstu dansæfingu svo hún færi ekki framhjá neinum. Nut- um við leiðsagnar þeirra hjóna í ýmsum dönsum og vorum orðin vel sýningarhæf þegar þessu lauk. Sverrir sá líka um veit- ingasölu á æfingunum og kom í lokin sposkur á svip og afhenti féhirði kr. 25 þúsund í sjóðinn og gat þess að því miður hefðu félagar verið lélegir í „kaffi- drykkjunni“. Sverrir var ávallt tillögugóður um hvernig staðið skyldi að fjáröflunum og styrk- veitingum. Er því missir okkar félaganna og Kiwanishreyfing- arinnar við brotthvarf góðs fé- laga sár og er því eftirsjá okkar mikil en minningin er góð. Við Kötlufélagarnir vottum Kol- finnu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sverris Más Sverris- sonar. Kiwanisklúbburinn Katla, Hilmar Svavarsson Sverrir M. Sverrisson hefur kvatt okkur. Enn megum við sjá á eftir góðum félaga og vini með svo gott sem engum fyr- irvara. Það er stutt á milli skins og skúra. Við vorum að stytta okkur stundir á þorra- blóti með Kiwanisfélögum þann 23. janúar sl. Nutum stundar- innar, fengum góðan þorramat með tilheyrandi gamanyrðum og dansi. Við vorum síðan sam- ferða heim. Allt í góðu standi. Sverrir hafði verið endurskoð- andi minn í tugi ára og við höfðum ákveðið að bera saman bækur okkar eftir helgina sem framundan var. En hvað gerist, hann svarar ekki símanum á þriðjudeginum og loksins þegar ég næ sambandi, þá svarar dóttir hans og segir mér að hann hafi fengið heilablóðfall þá um morguninn. Ég kynntist Sverri og Kol- finnu þegar við byggðum hlið við hlið í Goðalandinu. Fljót- lega urðu börnin mín hálfgerðir heimagangar hjá þeim og Dögg dóttir mín bjó hjá þeim á tíma- bili. Enda sagði Sverrir iðulega að hann ætti dóttur mína, því hún naut þess að búa við ríku- legt atlæti Kolfinnu. Um þetta leyti gerðumst við félagar í Kiwanisklúbbnum Kötlu. Sverrir var eðlilega valinn end- urskoðandi klúbbsins og vann það starf alla tíð. Í gegnum öll ár sat hann í ótal nefndum á vegum klúbbsins og eitt árið var hann kjörinn forseti. Hann var öllum hnútum kunnugur í Kiwanishreyfingunni og vann að málefnum hennar af heilum hug. Maður undrast stundum hvað lífið getur verið miskunn- arlaust, vinir og góðir sam- ferðamenn eru hrifsaðir burt án minnsta fyrirvara. En þó eru skildar eftir minningar sem maður getur yljað sér við. Við hjónin þökkum Sverri fyrir samveruna, vinsemd, greiðvikni og bræðralag í gegnum öll ár. Blessuð sé minning hans. Við vottum Kolfinnu og afkomend- um öllum okkar dýpstu samúð við fráfall Sverris. Helga og Hörður Pétursson. Það er alltaf svo sárt þegar góður vinur kveður þetta jarð- líf svo skjótt eins og vinur minn Sverrir M. Sverrisson gerði, en við töluðum saman aðeins nokkrum dögum áður en hann kvaddi. Ég kynntist Sverri fyrir rúmum 12-13 árum er ég fór að vinna á endurskoðunar- skrifstofu í Mjóddinni í Reykja- vík. Þar tókust fljótlega góð kynni sem síðar urðu að vin- áttu, en frá 2013 höfum við Sverrir unnið mjög náið saman við bókhaldsstörf fyrir ákveðið fyrirtæki hér á höfuðborgar- svæðinu. Á þessum 12-13 árum sem við vorum í Mjóddinni spjölluðum við mikið saman. Sverrir aðstoðaði mig og ég hann og mikið spjallað og feng- ið sér smá korn í nefið sem við töldum vera mikla hollustu í. Sverrir var stríðinn maður og gat verið mjög alvarlegur þeg- ar svo bar við, en þegar hann sá að maður tók hann alvarlega þá leiðrétti hann sig og hló við. Ég á eftir að sakna Sverris mikið og finnst hálfruglingslegt að vera að skrifa þetta á þenn- an hátt og langar því að breyta aðeins um og skrifa þér beint, kæri vinur. Þú varst frábær náungi og mikill fjölskyldumað- ur, hafðir áhuga á öllu sem Kol- finna, dætur og tengdasynir tóku sér fyrir hendur. Öll fjöl- skyldan saman. Þú varst mikill Kiwanis-maður og þér þótti vænt um klúbbinn þinn og alltaf varst þú mættur snemma í vinnuna hvort sem það var á virkum degi eða um helgar, yf- irleitt fyrstur. Þú varst líka frá- bær sögumaður og sagðir mér frá vegavinnustörfum þínum og Emils frænda þíns á yngri ár- um og ýmsu öðru skemmtilegu sem hafði hent þig á lífsleiðinni, s.s. þegar þú varst að vinna hjá Endurskoðunarskrifstofunni Manser. Elsku vinur, mikið á ég eftir að sakna þín en ég trúi því að heimkoma þín hafi verið falleg og nú hefur þú hitt allt þitt fólk sem á undan er farið. Við ræddum ekki mikið um trú- mál en þú virtir trú mína og fyrir það er ég ákaflega þakk- látur og ég er sannfærður um að þú skilur mig núna, ég veit líka að sá sem öllu ræður og öllu stjórnar hefur breitt út faðm sinn er þú mættir á stað- inn. Elsku Kolfinna, börn, tengdabörn og barnabörn, ég bið góðan Guð að blessa ykkur og varðveita og gefa ykkur sinn styrk í ykkar miklu sorg. Friðrik Ingi Óskarsson. Við sem komin erum á „virðulegan“ aldur þurfum æ oftar að sjá á bak ættingjum, skólafélögum og vinum, mörg- um allt of snemma. Nú er vinur okkar Sverrir Már kominn í þennan hóp. Á þessum tímamótum viljum við þakka áratuga vináttu og þátttöku í gleði og sorg, nota- legt viðmót og hlýjan húmor. Að ógleymdri framtalshjálp, góðum heimsóknum og leikhús- ferðum. Alúðarkveðjur sendum við Kolfinnu, dætrum og fjölskyld- um þeirra. Kristbjörg og Björn. Þegar sú frétt barst að Sverrir Már Sverrisson væri látinn komu upp í hugann lif- andi minningar. Minnisstætt er þegar hann mætti til okkar í Tónskólanum Hellusundi 7 á innritunardögum á áttunda ára- tug síðustu aldar þar sem ég sat ásamt Sigursveini frænda mínum. Það gustaði af okkar manni þegar hann innritaði alla fjölskylduna, konu sína og þrjár dætur í tónlistarnám, greinilegt var að hann var staðráðinn í að láta fólkið sitt njóta þess besta af menningunni. En tónlistin var aðeins aukabúgrein, Sverrir var virkur ásamt Kolfinnu og dætrunum í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, hugsjónamaður á því sviði og þátttakandi í mörg- um dansviðburðum hér heima og erlendis. Það var fengur að kynnast traustu fólki eins og Sverri og Kolfinnu er við hjónin vorum að fóta okkur í lífsbar- áttunni og stofna fjölskyldu í höfuðborginni. Leiðbeiningar og handleiðsla voru látin í té af vinsemd og umhyggju fyrir dreifbýlisfólkinu. Síðar kom Sverrir til liðs við Tónskóla Sig- ursveins við reikningshald og ráðgjöf og var ávallt dyggur styrktarfélagi og stuðnings- maður skólans. Nú söknum við vinar, sökn- um góðlátlegrar stríðni og glettni sem stundum virtist vera svolítið gráleit, en undir sló hlýtt hjarta. Fyrir hönd Tónskólans þökk- um við alla hjálp Sverris og góðvilja. Innilegar samúðarkveðjur til Kolfinnu, dætra og fjölskyldna þeirra. Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Sigursveinn Magnússon. Við þökkum innilega hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ARA JÓNSSONAR frá Asparvík, til heimilis að Neðstaleiti 24. . Þórdís Björnsdóttir, Jón Rúnar Arason, Miriam Hannah, Björn Helgi Arason, Bára Óskarsdóttir, Jón Ari Jónsson Hannah. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNHILDAR G. ALEXANDERSDÓTTUR (DÚNNU), Hæðargarði 33, Reykjavík, áður Sólheimum 18. Guð blessi ykkur öll. . Dóra Berglind Torfadóttir, Hannes Hilmarsson, Lilja Jóna Torfadóttir, Viðar S. Hjálmarsson, Anna Guðmundsdóttir, Kjartan Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR ÓSKARSDÓTTUR, Gullsmára 9, Kópavogi. . Hreinn Sveinsson Svanhildur Sigurjónsd. Bylgja Björk Guðmundsd. Bragi Ingvason Óskar Karl Guðmundsson Helga Guðný Jónsdóttir Vilhelm Guðmundsson Gunnbjörn Guðmundsson Kristjana Möller Sigurbjörn L. Guðmundsson Halldóra S. Sigurþórsd. barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN JÓNSSON, Sæbóli 38, Grundarfirði, lést á heimili sínu að kvöldi fimmtudagsins 25. febrúar. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 5. mars klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið Von í Grundarfirði, 0321-13-700101, kt. 650107-0200. . Sigríður Gísladóttir, Jóhann Arnarson, Margrét Lukka Brynjarsdóttir, Sigríður G. Arnardóttir, Hinrik Konráðsson, Gísli Valur Arnarson, Karen Ósk Þórisdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall SIGURÐAR KNÚTSSONAR húsgagnasmiðs, Ásabraut 8, Grindavík. . Þórunn Sigurðardóttir, Bragi Sigurðsson, Hyacinth Robinson, Knútur Sigurðsson, Guðrún Pálsdóttir, Björgvin Pálsson, Guðmundur Pálsson, Erla Ölversdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.