Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 ✝ Jón ÞorbjörnEinarsson fæddist á Vest- urvallagötu 7 í Reykjavík 30. ágúst 1926. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. febr- úar 2016. Foreldrar hans voru Einar Guð- mundsson verka- maður í Reykjavík, f. í Eyði- sandvík í Sandvíkurhreppi 12. nóvember 1893, d. 9. október 1984, og Guðbjörg Jónsdóttir húsmóðir, f. á Eystri-Loftsstöð- um í Gaulverjabæ 22. ágúst 1891, d. 18. janúar 1982. Systk- ini Jóns Þorbjarnar: Guð- mundur, f. 25. desember 1924, Haraldur, f. 8. ágúst 1927, d. 13. júní 2007, og Sigríður, f. 28. maí 1932. Þann 16. júní 1951 kvænt- ist Jón Þorbjörn Gyðu Áskels- dóttur frá Hrísey, f. 10.5. 1933, d. 28.6. 2014. Þau eignuðust fjögur börn. 1. Guðbjörg Jóns- dóttir, f. 1950, d. 1951. 2. Guð- mundur Jónsson, f. 1952. Eig- inkona hans er Lilja Guðrún Halldórsdóttir, f. 1954. Börn þeirra eru Jón Halldór, f. 1971, Helgi Valsson, f. 1991. Árið 1950 hófu Jón Þorbjörn og Gyða búskap að Vesturvalla- götu 7 í Reykjavík. Árið 1959 fluttu þau í nýbyggt hús sitt að Selbrekku 6 í Kópavogi, þar sem þau bjuggu allt til ársins 1985, þegar þau fluttu að Laugateigi 7 í Reykjavík. Að síðustu fluttu þau í íbúð sína að Mánatúni 4 í Reykjavík árið 2002. Jón Þorbjörn ólst upp á Vest- urvallagötu 7 í vesturbæ Reykjavíkur. Hann var í sveit á Krossi í Austur-Landeyjum sem unglingur, stundaði nám við Miðbæjarskólann og Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lærði málaraiðn. Hann starfaði sem málari og málarameistari stærstan hluta starfsævinnar en lauk starfsferlinum sem hús- vörður í íþróttahúsi Hlíðaskóla í Reykjavík, þar sem hann starf- aði í um áratug. Áhugamál Bjössa, eins og hann var jafnan kallaður, og Gyðu voru garð- rækt meðan þau bjuggu í Sel- brekkunni, og ferðalög innan- lands og utan. Hann var áhuga- maður um ljósmyndun og veiðar. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum, sérstaklega knattspyrnu en hann var KR- ingur í gegn og liðið hans í enska boltanum var Liverpool. Útför Jóns Þorbjarnar fer fram í Kópavogskirkju í dag, 4. mars 2016, og hefst athöfnin kl. 13. og Lilja, f. 1976. Jón Halldór er kvæntur Kolbrúnu Eddu Gísladóttur, f. 1978. Sonur þeirra er Aron Fannar. Dóttir Kol- brúnar Eddu er Hafdís Hera. Dæt- ur Jóns Halldórs eru Alexandra Dís, sambýlismaður hennar er Arnar Imsland, og Bergrós Lilja. Lilja er gift Haraldi Kolka Leifssyni, f. 1976. Synir þeirra eru Leifur Kolka og Guðmundur Kolka. 3. Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1954. Dóttir hennar er Gyða Magn- úsdóttir, f. 1976. Sambýlis- maður hennar er Jan Arentoft. Sonur þeirra er Teitur Magnús. Faðir Gyðu er Magnús Magn- ússon, f. 1952. 4. Sigríður Krist- ín Jónsdóttir, f. 1962. Eiginmað- ur hennar er Oddur Hallgrímsson, f. 1960. Börn þeirra eru: Matthea, f. 1983, gift Halldóri Oddssyni, f. 1983. Börn þeirra eru Skarphéðinn og Silfá Helga. Hallgrímur, f. 1987, gift- ur Ásdísi Ólafsdóttur, f. 1989, og Guðbjörg, f. 1990. Sambýlis- maður hennar er Þorsteinn Elskulegur pabbi minn er sofnaður svefninum langa. Hann trúði á æðri mátt og hann trúði því að hann myndi hitta mömmu í eilífðinni. Það var gott að kveðja hann. Hann var sáttur við Guð og menn og hann var saddur lífdaga. Pabba var alltaf mikið í mun að fólkið hans hefði það sem allra best. Hann fylgdist með ungum sem öldnum í fjölskyld- unni og notaði allar mögulegar leiðir til þess – hann fór í heim- sóknir, hann tók upp símann, hann ræddi daginn og veginn og málefni líðandi stundar, fylgdist vel með pólitíkinni og íþrótt- unum og ræddi gengi sinna liða. Sjálfur hélt hann með KR og Liverpool en hann hélt líka með þeim liðum sem barnabörnin og barnabarnabörnin spiluðu með á hverjum tíma. Hann missti helst ekki af fréttatímum og las fréttablöðin upp til agna, hann hafði óskaplega gaman af því að spjalla og skiptast á skoðunum. Hann var skýr og vel með á nót- unum alveg fram á síðasta dag. Til að vera í sem bestum tengslum við alla í fjölskyldunni, líka barnabörnin sem flutt voru út á land eða til útlanda, notaði hann Facebook og Skype. Hann var óhræddur að tileinka sér nýjungar og nýtti barnabörnin óspart til að leiðbeina sér og uppfræða. Nú þegar ég hef kvatt báða foreldra mína með stuttu milli- bili þá minnist ég æsku minnar með mikilli hlýju. Ég þakka fyr- ir ástina, gleðina og öryggið sem ríkti og það veganesti sem fylgdi mér út í lífið. Pabbi var af gamla skólanum: Vinna er dyggð, hann var samviskusam- ur, duglegur og hann vann mik- ið. Hann var fyrirvinna heimilis- ins og mamma hugsaði um heimilið og okkur krakkana. Þannig var uppeldinu og heim- ilislífinu háttað í þá daga. Á dánarbeðinum var pabbi samur við sig. Hann vildi að all- ir hefðu það sem allra, allra best, hann lagði okkur systk- inunum lífsreglurnar og kvaddi okkur fallega. Já, elsku pabbi, „þetta er allt eins og það á að vera“. Hvíl í friði og takk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Sigríður (Sigga). Hann afi minn er fallinn frá, afi Bjössi eins og hann var alltaf kallaður. Ég var svo heppinn að búa fyrstu ár ævi minnar heima hjá afa og ömmu í Selbrekk- unni, meðan mamma og pabbi voru að byggja sér hreiður í Kjarrhólmanum. Ég var mikill morgunhani í þá daga og oftar en ekki var það svo að afi fór með mér á fætur. Eitt af okkar fyrstu morgunverkum var að fá okkur lýsi af stút. Morgunmat- urinn var oftar en ekki ristað brauð með miklu smjöri og marmelaði. Það var alltaf gam- an að vera í kringum afa, hann hafði alltaf skemmtilegar sögur að segja af sjálfum sér þegar hann var ungur. Sátum við tím- unum saman þegar hann sagði sögur og dreymdi mig um að ég hefði líka verið til í gamla daga. Einhvern tímann sagði hann mér sögu af því þegar breski herinn hafði hernumið Ísland, þá var hann að leika sér með loftriffil og á því augnabliki flaug bresk sprengjuflugvél fyrir ofan hann, ekki vantaði kjarkinn í hann því hann miðaði á flugvélina og skaut. Viti menn, það byrjaði að rjúka úr flugvélinni og afi hjóp skömm- ustulegur eins og fætur toguðu heim, ekki fylgdi sögunni hvort vélin hrapaði eður ei. Ég var mikill heimalningur hjá afa og ömmu eftir að mamma, pabbi og ég fluttum í Kjarrhólmann. Alltaf var ég boðinn og búinn að hjálpa afa og ömmu með hvaðeina og snemma byrjaði ég að slá garð- inn í Selbrekkunni, ég hjálpaði til við að mála húsið og svo man ég eftir einni ferð sem við afi fórum austur á Eyrarbakka til að sækja stóla sem höfðu verið í yfirdekkingu. Við ókum aust- ur og sóttum sex stóla, ekki var fyrir nútímaöryggi að fara í bíl- um þá því ég sat einhvern veg- inn innan um alla stólana í aft- ursætinu. Þær eru óteljandi minning- arnar sem ég á með honum afa mínum, en hann hefur alltaf verið mér stoð og stytta í lífinu og hef ég tekið hann sem mína stóru fyrirmynd um hvernig maður skal koma fram og hvað er mikilvægast í lífinu. Sam- band okkar hefur alltaf verið náið í gegnum árin, þó að him- inn og höf hafi aðskilið okkur töluðum við alltaf saman í síma og þegar afi tölvuvæddist töl- uðum við oft saman á Skype. Nú undir það síðasta þegar hann var inni á spítalanum ræddum við saman í síma og var afi með allt á hreinu hvað var að gerast í boltanum og gegndi einu um hvort það væri fótbolti eða handbolti innan- lands eða á heimsvísu. Okkar síðasta símtal var skömmu áð- ur en hann fór inn á líknar- deildina, þá fékk ég hann til að reka upp stóra hlátursroku þegar ég sagði honum frá því að Aron Fannar vildi að ég spyrði langafa hvernig Eiríkur rauði hefði litið út, þeir voru nefnilega báðir til í gamla daga. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá afa og sé ég hann enn þann dag í dag þegar hann rekur upp eina af sínum hlátursrokum svo sést niður í vélinda á honum og hann slær sér á læri. Ég er þakklátur fyrir hann afa minn og allt það sem við áttum saman og kveð ég þig með miklum söknuði. Ég veit að þér líður vel núna, því þú ert kominn til ömmu Gyðu eins og þú varst orðinn tilbúinn til fyrir all nokkru. Ég bið algóðan Guð að geyma þig. Þinn vinur, Jón Halldór. Afi Bjössi hafði þétt hand- tak, sérstaklega þegar hann kvaddi og þakkaði fyrir sam- veruna eftir góða heimsókn til þeirra ömmu og afa. Þá tók hann um þétt um hönd mína með báðum sínum. Minningar mínar um afa eru fyrst og fremst frá þessum góðu sam- verustundum þar sem við borðuðum ís með súkkulaðis- pæni, töluðum lengi, hlógum mikið, sögðum sögur úr hvers- deginum og gerðum góðlátlegt grín að sjálfum okkur og stundum öðrum líka. Afi var skarpur og áhugasamur, bæði um okkur afkomendur sína og samtímann, og það var fátt sem við gátum ekki rætt. Oft- ast vorum við þó sammála og ræddum um það sem okkur þótti báðum skemmtilegt, allt frá sundlaugum til stjórnmála. Afi er mér áfram, sem hingað til, góð fyrirmynd. Það er þannig sem ég minnist afa míns. Matthea Oddsdóttir. Það kemur margt upp í hug- ann, nú þegar ég rifja upp minningar um afa Bjössa. Við höfum svo lengi rætt þjóð- félagsmálin, íþróttir og bæði gamla og nýja tíma. Um tíu og tólf ára aldurinn gisti ég stundum hjá afa og ömmu Gyðu á Laugateignum. Þar fékk ég að gista inni í stofu og vaka eftir íþróttaviðburðum, stórum boxbardögum og úr- slitaleikjum í körfubolta. Og þó ég næði ekki að vaka svo lengi að ég sæi Tyson bíta Holyfield, þá var það ekkert aðalatriði. Við afi ræddum þetta allt og horfðum bara daginn eftir, ásamt sundferð, sem voru tíðar, og pútti í Laugardalnum. Eftir því sem ég varð eldri urðu pólitík og samfélagsmálin meðal sameiginlegra áhuga- mála okkar afa, í bland við sportið. Afi hafði skoðanir og ræddi málin af yfirvegun og samtíminn var settur í sam- hengi við fyrri tíma. Þegar ég var um 18 ára tók ég viðtal við afa um uppvaxtarár hans. Verkefnið var í tengslum við söguáfanga sem ég tók í MH. Afi sagði mér þá frá því þegar hann vann sem unglingur sem sendill, uppvaxtarárunum í Vesturbænum og málaravinn- unni. Í dag þykir mér afskap- lega vænt um þetta skólaverk- efni. Afi var fljótur að tileinka sér nýjustu tækni, hver sem hún var á hverjum tíma: Sjónvörp, farsímar, stafrænar myndavél- ar, dvd-tæki, tölvur, Skype og Facebook. Hann var með á nót- unum og nýtti sér áhuga og kunnáttu, bæði mína og ann- arra yngri fjölskyldumeðlima, til þess að fullnýta tækin og uppfæra eftir því sem tækninni fleygði fram. Þegar ég hugsa til persónu- einkenna afa þá kemur eitt orð fyrst í hugann. Afi var húm- oristi. Hann var ótrúlega skemmtilegur, afskaplega hnyttinn, sagði marga brandara og hló oftar en ekki fyrstur manna að eigin glensi. Hvernig var annað hægt, brandararnir voru stórfyndnir og hláturinn bráðsmitandi. Ég kveð afa Bjössa með söknuði og hugsa hlýlega til stundanna sem ég átti með honum og ömmu Gyðu. Hallgrímur Oddsson. Nú minnist ég afa Bjössa sem alltaf var svo hreinn og beinn. Hann hugsaði sig vel um áður en hann framkvæmdi og sagði ekki endilega allt sem hann hugsaði, en það sem hann sagði hitti ávallt beint í mark. Afi var svo ráðagóður, sá lausn- ir í öllu og hlustaði gaumgæfi- lega á mann tala um lífið og til- veruna. Við afa var hægt að ræða svo margt, hann sýndi því áhuga sem maður tók sér fyrir hendur og sagði manni sögur frá því í gamla daga. Honum fannst líka fátt skemmtilegra en að tala um fótbolta og leit ég mikið upp til afa míns, KR- ingsins og Liverpool-aðdáand- ans. Liverpool varð mitt lið því afi hélt með því og síðar keypti ég mér, ÍR-ingurinn sjálfur, KR-búning. Það má segja að KR-buxurnar hafi passað vel við ÍR-treyjuna enda var afa mikið í mun að vita hvernig lið- inu mínu gengi, jafnvel þótt við hefðum unnið KR. Nú þegar ég hugsa til allra góðu stundanna sem við afi átt- um saman minnist ég þess hve glaðlyndur hann var. Það var alltaf svo bjart yfir afa, hann var hnyttinn og fyndinn. Í margmenni átti hann það til að halla sér að næsta manni og hvísla einhverju fyndnu í eyrað á honum. Það var þá alltaf eitt- hvað sem skildi eftir sig hlátra- sköll og bros á vör. En það er einmitt þannig sem ég hugsa til afa á þessum erfiðu tímum, með bros á vör en á sama tíma með miklum söknuði. Elsku afi minn, ég held áfram að líta upp til þín og til- einka mér glaðlynt lífsviðhorf þitt. Hvíldu í friði. Þitt barnabarn, Guðbjörg Oddsdóttir. Mér hlotnaðist sú gæfa í líf- inu að eiga ömmu Gyðu og afa Bjössa þar til ég var komin fast að fertugu. Amma kvaddi okkur 28. júní 2014 og afi fór að hitta Gyðu sína, eins og hann sjálfur orðaði það, 24. febrúar síðast- liðinn. Afi var með létta lund og var yfirleitt stutt í brosið hans. Hann hló einnig mest að eigin bröndurum sem gerði það að verkum að allir hlógu með. Afi var heiðarlegur og reglusamur. Eiginleikar sem ég hef reynt að tileinka mér í lífinu. Hann var af gamla skólanum og mátti ekki vamm sitt vita. Afi var mjög næmur maður og berdreyminn. Það var oft sem ég spurði afa hvort hann hefði dreymt eitthvað sem var í frásögur færandi. Eftir að amma fór fékk ég iðulega fregnir sem hlýjuðu mér um hjartaræturnar. Einnig fór ég með ófáa drauma til afa sem hann réð. Amma bjó yfir sannri ró og þolinmæði. Hún hlustaði meira en hún talaði og það sem hún sagði voru hnitmiðaðir gullmol- ar og oft á tíðum með gam- ansömu ívafi. Eiginleiki hennar til að hlusta og gefa góð og hreinskilin ráð var aðdáunar- verður. Ég á margar minningar þar sem við amma erum að spjalla við eldhúsborðið. Rétt- ara sagt, ég talaði og amma hlustaði. Hún heyrði það sem ég var að segja og það kunni ég vel að meta. Ég fékk nafnið hennar ömmu í skírnargjöf. Ég var Gyða litla og amma var Gyða stóra, einnig eftir að ég var orðin hærri en amma. Á unglingsárunum ósk- aði ég þess að heita einhverju tískunafni en það tímabil leið fljótt hjá og við tók væntum- þykja til Gyðu-nafnsins. Amma var hlý og sterk kona og ég er stolt af að bera nafn hennar. Bæði amma og afi bjuggu yf- ir þeim dásamlega eiginleika að vera til staðar í núinu. Þau horfðu í augun á okkur og hlustuðu áhugasöm. Meðal minna dýrmætustu minninga er þegar þau voru að segja frá gömlum tímum. Afi sagði glað- ur frá á meðan amma þurfti meiri hvatningu en bæði mundu þau ótrúlegustu smáatriði úr fortíð sinni. Þau fylgdust einnig vel með samtímanum í gegnum fjölmiðla.Til dæmis gat ég flett upp í afa eins og bestu alfræði- orðabók. Þetta fannst mér áhugavert, skemmtilegt og lær- dómsríkt. Nú er löngu og hamingju- sömu lífi ömmu og afa lokið hér á jörð og ég trúi því að þau hafi hist á ný. Þau hafa hvort um sig og saman kennt mér margt um lífið og tilveruna. Ég er þeim afar þakklát og þau munu lifa áfram í hjarta mínu ásamt öllum góðu minningunum. Guð blessi ykkur, Gyða litla. Jón Þorbjörn Einarsson ✝ Sigurður B.Þorbjörnsson fæddist 9. maí 1927 í Svefneyjum. Hann lést 28. jan- úar 2016. Sigurður var sonur hjónanna Þorbjörns Guð- mundssonar og Guðrúnar Þorbjargar Krist- jánsdóttur. Guðrún lést eftir fæðingu Sigurðar 19. október sama ár. Þorbjörn lést 1. desember sama ár úr lungnabólgu. Sigurður átti einn albróður, Albert, f. 23. maí 1925, d. 23. mars 1998, og sjö hálfsystkini samfeðra sem öll eru látin. Þeir bræður voru teknir í fóstur til hjónanna Þórólfs Jónssonar og Sigríðar fyrsta barn þeirra og fékk hún nafnið Steinunn, í höfuðið á Þorsteini bróður Ástu sem fórst í flugslysi í janúar 1951 með Glitfaxa. Þann 19. október 1951 gifta þau sig og 1952 flyt- ur fjölskyldan til Eyja, 1953 fæðist Hrefna og ári seinna Sigurþór, síðan Stefán 1957. Fjölskyldan bjó lengst af á Stóru löndum við Landagötu 11. Sigurður starfaði í Fiskiðj- unni sem verkstjóri. Árið 1961 flytja þau aftur til Reykjavíkur og er þá Guðríður, yngsta barnið þeirra, fædd, 1960. Þau kaupa sér hús í Skerjafirði, Einarsnes 66. Hann vann alla tíð sem badermaður í frysti- húsum sem verkstjóri. Árið 1972 flytja þau að Laug- arnesvegi 94, síðan Álftamýri 32 og svo Langholtsvegi 32. Síðustu árin bjuggu þau á hjúkrunarheimilinu Eirborgum í Grafarvogi. Barnabörnin eru 14 samtals og barna- barnabörnin eru 29. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Valgeirsdóttur í Fjarðarhorni í Gufudalssveit og ólst hann þar upp ásamt þremur dætrum þeirra og Albert bróður sín- um. Á unglings- árum var hann tvö sumur sem vinnu- maður á Kinnar- stöðum í sömu sveit, 17 ára fékk hann vinnu við að fylgja fólki yfir Þorskafjarðarheiði og 19 ára fer hann til Reykjavíkur. Hann leitaði fyrst á Eyrina áð- ur en hann fékk vinnu við salt- fiskverkun. Árið 1949 kynnist Sigurður Ástu Stefánsdóttur, fædd 1927, ættuð úr Vest- mannaeyjum. Þau hófu búskap á Nesvegi 33. Árið 1950 fæðist Elsku pabbi minn, andlát þitt var skyndilegt og orð fá ekki lýst hversu mikil sorg og söknuður býr í brjósti mér. Ég hefði ekki getað fengið betri föður en þig. Degi eftir andlát þitt bakaði ég pönnukökur, sem voru uppáhald- ið þitt, og mér varð hugsað til þín. Ég og Jóhanna tengdadóttir þín vorum báðar duglegar að koma með pönnukökur reglulega. Þú lýstir miklu þakklæti í hvert sinn. Hafðu engar áhyggj- ur af mömmu, hún er í góðum höndum og við hugsum vel um hana. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Guðríður Sigurðardóttir. Elsku Siggi afi, ég er ótrúlega þakklát fyrir allar yndislegu minningarnar sem munu ávallt búa í brjósti mér. Allar sögurnar sem þú sagðir mér, bæði um líf þitt sem barn, hundinn Hrefnu og mun fleiri sögur sem ég mun aldrei gleyma. Það bjó svo mikil jákvæð orka yfir þér og þú kenndir mér að meta litlu hlutina. Ég mun aldrei gleyma þér og ég elska þig meira en orð fá lýst. Hvíldu í friði, afi minn. Alda Björk Guðmundsdóttir. Sigurður B. Þorbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.