Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
HÁTÍÐ Í IÐNÓ 5. MARS KL. 14
Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband Íslands verða
100 ára hinn 12. mars n.k.
Bókmenntafélag jafnaðarmanna og Alþýðuflokkurinn
minnast þessara tímamóta með hátíðarsamkomu
í Iðnó og er hún öllum opin. Flutt verður fjölbreytt efni
í tali og tónum; sögð saga flokks og verkalýðshreyfingar,
rætt við fyrrverandi formenn, upplestur og ávörp og
kunnir listamenn koma fram.
„Glys, glamúr, glit, litríki, eleg-
ans … og auðvitað frábær tónlist!“
segir á Facebook um glamúrgala-
tónleika söngkonunnar Erlu Dóru
Vogler og píanóleikarans Evu Þyri
Hilmarsdóttur sem haldnir verða í
Tónlistarmiðstöð Austurlands á
Eskifirði í kvöld kl. 20. Erla og Eva
munu flytja margvíslega slagara,
lög úr heimsþekktum óperettum og
söngleikjum sem ná inn í hjarta
allra, sama á hvað tungumáli þau
eru flutt, eins og því er lýst. „Smá
væmið, smá sem allir þekkja, smá
sexí, smá sorglegt, dálítið mikið
ástfangið og dálítið mikið grín og
skemmtilegheit bara,“ segir um
efnisskrána.
Aðgangseyrir er kr. 2.500 en kr.
2.000 fyrir heldri borgara. Léttar
veitingar verða í boði.
Erla Dóra og Eva
Þyri halda glamúr-
galatónleika
Glamúr Erla Dóra og Eva Þyri.
Á sjöunda þúsund manns sóttu
Stockfish-kvikmyndahátíðina sem
haldin var í febrúar í Bíó Paradís
og jókst aðsókn milli ára, skv. til-
kynningu. Yfir 40 erlendir gestir
sóttu hátíðina og þá bæði úr al-
þjóðlegu kvikmyndaumhverfi og
blaðamenn. Sprettfiskinn 2016,
stuttmyndaverðlaun hátíðarinnar,
hlaut Like it’s up to you í leikstjórn
og framleiðslu Brynhildar Þór-
arinsdóttur. Nokkrar kvikmyndir
Stockfish halda áfram í almennum
sýningum í Bíó Paradís: Son of Saul
sem hlaut Óskarsverðlaun í ár sem
besta erlenda myndin og The Look
of Silence sem tilnefnd var til Ósk-
arsverðlauna. Einnig verða sýndar
The Witch, The Blue Room, Ceme-
tery of Splendour, The Assassin,
The Other Side, Nahid, Letter to
the King og Arabian Nights (Vol.
1-3).
Aðsókn á Stock-
fish jókst milli ára
Óskarsmynd Stilla úr Son of Saul.
Keramík og KvíKví nefnast tvær sýningar sem
opnaðar verða á morgun kl. 15 í Listasafni Ár-
nesinga í Hveragerði. Sú fyrrnefnda er sett upp
í tilefni af 35 ára afmæli Leirlistafélags Íslands.
Á henni má sjá verk eftir 47 núverandi fé-
lagsmenn og er markmiðið að sýna fjölbreyti-
leika fagsins. Sú síðarnefnda
er margmiðlunarinnsetning
eftir þýska myndlistarmann-
inn Heike Baranowsky.
„Þó þetta séu ólíkar sýn-
ingar má samt segja að sam-
nefnari þeirra sé vatn, á ein-
hvern hátt,“ segir Inga
Jónsdóttir, safnstjóri Lista-
safns Árnesinga. Gjörning-
urinn sem sjá megi í innsetn-
ingunni hafi farið fram í og við
Seljavallalaug og ekki sé hægt að vinna með leir
án vatns. Fyrir Keramík hafi hún valið úr til-
lögum verk sem tengdust vatni á einhvern hátt.
„Leirlistasýningin er fjölbreytt, sýnir mikla fjöl-
breytni. Þetta eru alls konar verk, þó innan
ákveðins ramma,“ segir Inga. Verkin afmarkast
við ker, skál eða vasa, þ.e. ílát sem geta borið
vatn en þó með smá útúrdúrum og eru flest ný.
Á sýningunni má sjá verk eftir reynslumikla
frumkvöðla í sögu leirlistar á Íslandi sem og
yngri hönnuði og listamenn. Inga segir að sjá
megi aukna áherslu á hönnun og fjöldafram-
leiðslu en þó sé alltaf borin virðing fyrir hand-
verki og hugviti.
Lokkandi kórsöngur
Forsaga innsetningar Baranowsky er Íslands-
ferð sem hún fór í árið 2012. „Hún var á leiðinni
að Seljavallalaug og heyrði þá kórsöng frá laug-
inni óma um dalinn. Í samhljómi við náttúruna
varð þetta að töfrastund hjá henni og vinkonu
hennar, Ursulu Rogg. Þær ákváðu að koma aft-
ur til Íslands og vinna með þetta augnablik. Þær
kynntust Gróu Hreinsdóttur kórstjóra, sem hef-
ur stjórnað ýmsum sönghópum, og þær ákváðu
að vinna saman. Gróa valdi tíu konur úr kórum
sem hún hafði komið nálægt, konur sem eru
flestar með tengsl við þetta svæði, búa á og í ná-
grenni Hellu. Þær fóru svo saman í viku, kon-
urnar tíu, Gróa og myndlistarkonurnar og
þróuðu gjörning sem þær fluttu í og við Selja-
vallalaug,“ segir Inga. Gjörningurinn hafi verið
tekinn upp og Baranowsky svo unnið úr efninu
fjögurra rása vídeó- og hljóðverk sem verður
varpað á veggi í einum sala safnsins. Titill verks-
ins og sýningarinnar, KvíKví, vísar í gömlu þjóð-
vísuna „Móðir mín í kví kví“ sem var útgangs-
punktur margra spuna sem voru undanfari
gjörningsins. Innsetningin hefur áður verið sett
upp í Berlín og hlaut þar góðar viðtökur, að sögn
Ingu.
Sýningarnar standa til og með 1. maí og er
safnið opið fimmtudaga - sunnudaga kl. 12-18.
Aðgangur er ókeypis. helgisnaer@mbl.is
Vatn tengir ólíkar sýningar
Tvær sýningar verða
opnaðar í Listasafni
Árnesinga á morgun
Kvennafjöld Stilla úr verkinu KvíKví sem tekið var upp í og við Seljavallalaug. Titill verksins og sýning-
arinnar er sóttur í hina kunnu þjóðvísu Móðir mín í kví kví og tóku 10 kórkonur þátt í gerð verksins.
Inga Jónsdóttir
Sýningin Double Bind verður opn-
uð á morgun í Nýlistasafninu og er
hún samstarfsverkefni og samsýn-
ing á verkum níu íslenskra og er-
lendra listamanna. Við opnunina
flytur myndlistarmaðurinn Styrm-
ir Örn Guðmundsson verk sitt
„Butterfly Blues“. Sýningin er
samstarf Nýlistasafnsins við Ru-
pert, center for art and Education,
í Litháen og Listaháskólann í Ósló.
Fyrsta sýningin var opnuð í Ru-
pert í Vilníus í fyrra og fór þaðan
til Pabradë og Visaginas í Litháen,
Óslóar og nú er komið að Reykja-
vík.
„Double Bind er samsýning
nýrra verkra sem hefur það að
markmiði að endurvekja meðvit-
und um pólitísk áhrif á sálfræði-
meðferðir og persónulega bresti,“
segir í tilkynningu en á henni sýna
Valentina Desideri & Denise Fer-
reira da Silva, Morten Norbye
Halvorsen, Styrmir Örn Guð-
mundsson, Berglind Jóna Hlyns-
dóttir, Juha Pekka Matias Laak-
konen, Lina Lapelyte, Viktorija
Rybakova og Augustas Serapinas.
Sýningarstjórar eru Maya Tounta
og Juste Jonutytë.
Viðburðadagskrá tengd sýning-
unni heldur áfram að opnun lok-
inni í Mengi í kvöld. Þar mun
lettneska hljómsveitin DORA
halda tónleika og listakonan Lina
Lapylite flytja verk sitt „Candy
Shop“. Húsið verður opið frá og
með 19:30 á laugardagskvöldinu og
eru allir velkomnir.
Double Bind opnuð í Nýló
Ljósmynd/Evgenia Levin
Konur Úr verki Linu Lapylite, LADIES, sem var frumflutt í Vilníus í fyrra.
Lokaársnemar í myndlist við
Listaháskóla Íslands opna samsýn-
inguna No solo á morgun kl. 16 í
Skaftfelli, myndlistarmiðstöð Aust-
urlands á Seyðisfirði. Sýningar-
stjórar eru Björn Roth og Kristján
Steingrímur og sýnendur Árni
Jónsson, Berglind Erna Tryggva-
dóttir, Daníel Perez Eðvarðsson,
Fritz Hendrik Berndsen, Harpa
Finnsdóttir, Indriði Arnar Ingólfs-
son, Katrín Helena Jónsdóttir,
Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Lís-
bet Guðný Þórarinsdóttir, Melanie
Ubaldo, Salvör Sólnes og Snædís
Malmquist.
Samrýmdir Nemarnir á kynningarmynd.
Nemar opna sam-
sýningu í Skaftfelli