Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 39

Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Sun 6/3 kl. 19:30 14.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 Lokasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Fim 10/3 kl. 19:30 Frums. Sun 13/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Sun 6/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 18.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 20.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn "...ein af bestu sýningum þessa leikárs." Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn Sun 13/3 kl. 13:00 8.sýn Sun 20/3 kl. 13:00 9.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 4/3 kl. 19:30 21.sýn Fös 18/3 kl. 20:00 23.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 22.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fös 4/3 kl. 20:00 40.sýn Fim 10/3 kl. 20:00 44.sýn Lau 12/3 kl. 22:30 48.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 41.sýn Fös 11/3 kl. 20:00 45.sýn Fim 17/3 kl. 20:00 49.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 42.sýn Fös 11/3 kl. 22:30 46.sýn Lau 5/3 kl. 22:30 43.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 47.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 5/3 kl. 11:00 aukasýn Lau 5/3 kl. 13:00 aukasýn Síðustu sýningar! Kvika (Kassinn) Lau 5/3 kl. 21:00 2.sýn Lau 12/3 kl. 21:00 4.sýn Fös 11/3 kl. 21:00 3.sýn Þri 15/3 kl. 21:00 5.sýn Dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Þri 8/3 kl. 20:00 Fors. Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00 Mið 9/3 kl. 20:00 Fors. Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Fim 10/3 kl. 20:00 Fors. Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00 Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Fim 12/5 kl. 20:00 Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fös 13/5 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 15:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Lau 14/5 kl. 14:00 Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Mán 16/5 kl. 20:00 Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Þri 24/5 kl. 20:00 Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Mið 25/5 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Þri 31/5 kl. 20:00 Abba söngleikurinn sem slegið hefur í gegn um allan heim Njála (Stóra sviðið) Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn Sun 20/3 kl. 20:00 28.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 17/4 kl. 20:00 Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Flóð (Litla sviðið) Sun 13/3 kl. 20:00 Mið 16/3 kl. 20:00 Styrktarsýning Vegbúar (Litla sviðið) Fös 18/3 kl. 20:00 34.sýn Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Fös 4/3 kl. 20:00 6.k Fim 17/3 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Sun 6/3 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Fim 10/3 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Made in Children (Litla sviðið) Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri? Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Sun 6/3 kl. 13:00 Síðasta sýn. Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl. Ljóðabókin Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsaklett eftir El- ísabetu Kristínu Jökulsdóttur og skáldsagan Þrír sneru aftur eftir Guðberg Bergsson hafa verið til- nefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Íslands hönd. Frá Danmörku eru tilnefndar ljóðabækurnar Legacy eftir Klaus Høeck og Ming eftir Bjørn Rasm- ussen. Frá Noregi eru tilnefndar skáldsögurnar De urolige eftir Linn Ullmann og Historie om et ekteskap eftir Geir Gulliksen. Frá Finnlandi eru tilnefndar skáld- sögurnar Graniittimies eftir Sirpa Kähkönen og Maskrosgudens barn eftir Sabine Forsblom. Frá Svíþjóð eru tilnefndar ljóðabókin Sånger och formler eftir Katarina Frostenson og skáldsagan I varje ögonblick är vi fortfarande vid liv eftir Tom Malm- quist. Frá Færeyjum er tilnefnd skáld- sagan Eg síggi teg betur í myrkri – Forspæl til ein gleðileik eftir Carl Jóhan Jensen; frá Grænlandi smá- sagnasafnið Zombiet Nunaat eftir Sørine Steenholdt; frá samíska tungumálasvæðinu er tilnefnd ljóða- bókin savkkuhan sávrri sániid eftir Sara Margrethe Oskal og frá Álands- eyjum er tilnefnd skáldsagan Mira- kelvattnet eftir Carina Karlsson. Samkvæmt upplýsingum frá Norð- urlandaráði er við val á verðlauna- verki litið til verka sem hafa verið gefin út í fyrsta skipti á síðustu tveim- ur árum. Ef um er að ræða verk á öðru tungumáli en dönsku, norsku eða sænsku þá er litið til síðustu fjög- urra ára. Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs hafa verið veitt allt frá árinu 1962. Þau eru veitt fyrir fag- urbókmenntir sem ritaðar eru á nor- rænu tungumáli. Markmið verð- launanna er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda. Dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs útnefnir verðlauna- hafann, en úrslit verða tilkynnt við hátíðlega athöfn 1. nóvember nk. í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Í verðlaun eru 350 þúsund danskar krónur. Bækur Elísabetar og Guðbergs tilnefndar Morgunblaðið/Golli Kampakát Rithöfundarnir Elísabet Kristín Jökulsdóttir og Guðbergur Bergsson voru að vonum kát með tilnefningarnar í gær. Margrét H. Blöndal hefurá ferli sínum skapað sérnafn með rýmisinn-setningum en sýnir nú á fyrstu einkasýningu sinni í i8 gall- eríi tvívíð verk, teikningar, unnar á pappír. Verkin láta ekki mikið uppi við fyrstu sýn en blæbrigði í áferð þeirra vekja forvitni og kalla á nán- ari skoðun. Í ljós kemur að þar er á ferðinni fínlegt samspil vatnslita, ólífuolíu og blýantsteikningar. Lit- urinn og flæðandi eiginleiki olíunnar ljær verkunum maleríska áferð og raunar liggja verkin á mörkum teikningar og málverks. Lífræn form og línur á myndfletinum búa yfir efnislegri nærveru sem rekja má til þess hvernig pappírinn dregur í sig vatnið og olíuna; þau taka sér þar bólfestu og gera undirlagið þannig að mikilvægum þátttakanda í verkunum. Olían skapar sérstök áhrif líkt og formin hafi sveipað um sig himnu eða eins konar verndar- hjúp – og það er á þessu marka- svæði, eða snertifleti undirlags og efnis sem verkið opnar sig varfærn- islega. Efniskennd þessara inn- hverfu og óræðu verka kitlar skiln- ingarvit áhorfandans. Samstilling verka á sýningunni er prýðileg en þó er eins og sýning- arsalur gallerísins henti verkunum ekki sérlega vel. Þetta kemur vel í ljós þegar nýútkominni og vandaðri bók á vegum Crymogeu með teikn- ingum listamannsins er flett, en ein- tak af henni liggur frammi. Ólíkt galleríinu býr bókarrýmið yfir nánd af því tagi sem umvefur verk Mar- grétar, gælir við þau og laðar, að því er virðist áreynslulaust, fram hvers- dagslega en innilega fegurðina sem í þeim býr. Snerting augna og handa við bókina/pappírinn dregur áhorf- andann jafnframt inn í veruleika verkanna, jafnvel þótt þar sé um (mjög gott) prent að ræða en ekki hin upprunalegu verk. Verkin sækja þar einnig styrk sinn hvert til ann- ars, en af bókinni má sjá að teikning- arnar eru talsvert fleiri en þær sem eru á sýningunni. Þær spanna um 10 ára tímabil og það er sterkur, líf- rænn þráður sem tengir þær saman. Rými bókarinnar, og framsetning myndanna þar, endurómar rýmis- hugsunina í skúlptúrískum innsetn- ingum Margrétar og þannig dregur bókin óbeint fram tengslin milli þeirra og teikninganna, ekki síst hina næmu og persónulegu nálgun. Saman varpa bókin og sýningin birtu á þann frjóa jarðveg sem Mar- grét yrkir í listsköpun sinni. Þreifað á heiminum i8 gallerí Margrét H. Blöndal – teikningar bbbmn Til 5. mars. Opið þriðjud.-föstud. kl. 11- 17 og laugard. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Morgunblaðið/Einar Falur Teikningar Margrét H. Blöndal á sýningu sinni í i8 sem er hennar fyrsta í galleríinu. Sýningunni lýkur á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.