Morgunblaðið - 04.03.2016, Qupperneq 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta er búið að vera mjög
spennandi og skemmtilegt verk-
efni,“ segir Jón Sæmundur Auð-
arson um sýninguna Skugga-
Baldur sem frumsýnd verður á Ís-
landi í Hafnarhúsinu, Listasafni
Reykjavíkur, í kvöld kl. 20 og
sýnd næstu fjóra daga áður en
sýningin heldur aftur til Prag.
Sýningin, sem fer fram á ensku,
er unnin upp úr samnefndri skáld-
sögu eftir Sjón. Handritið skrifuðu
Kamila Polívková, sem jafnframt
er leikstjóri uppfærslunnar, og
Tereza Hofová, sem hérlendis
kallar sig Tera Hof, sem leikur öll
hlutverk sýningarinnar, en drama-
túrg er Jan Horák. Sviðsmyndina
hannar Antonín Šilar, búninga
hannar Zuzana Formánková, um
listræna stjórnun sjá Sindri Plo-
der og Jón Sæmundur Auðarson,
en sá síðarnefndi samdi einnig
tónlist verksins í samvinnu við
Ryan van Kriedt auk þess að
vinna grafík og vídeóverk í sam-
vinnu við Antonín Šilar. „Þetta er
tékknesk-íslensk framleiðsla, en
sýningin var upphaflega frumsýnd
í leikhúsinu Studio Hrdinù í Prag
26. febrúar sl. við góðar viðtökur,“
segir Jón Sæmundur og bendir á
að Sjón hafi verið viðstaddur
frumsýninguna ytra og muni taka
þátt í umræðum eftir sýningu
þriðjudaginn 8. mars. Sýningin
tekur um 70 mínútur í flutningi.
Margt ekki sagt berum orðum
Aðspurður segir Jón Sæmundur
undirbúning verksins hafa hafist
fyrir um ári. „Skáldsagan Skugga-
Baldur er lögð til grundvallar að
þessu alþjóðlega verkefni sem
reynir að tengja saman hinar tvær
ólíku menningarhefðir frá löndum
þátttakenda; hina miðevrópsku,
með sinni miklu og djúpstæðu
leikhúshefð, og hina íslensku, með
sinni sterku hefð sagnagerðar og
goðsagna. Efniviður sögunnar, þar
sem þrjár persónur hittast en eru
sífellt að reyna að bægja sér hver
undan annarri, er tilvalinn fyrir
þessar tvær ólíku menningarhefðir
og stendur fyrir andstæða heima
og viðhorf til lífsins – Baldur, hinn
djöfullegi prestur sem umbreytist
í myrkraveruna Skugga-baldur,
Abba, stúlka með Downs-
heilkenni, og Friðrik, hinn evr-
ópskmenntaði náttúrufræðingur,“
segir Jón Sæmundur og bendir á
að hugmyndin að verkinu hafi
kviknað hjá tékknesku leikkon-
unni Teru Hof, sem hafi sl. fimm
ár búið jöfnum höndum í Prag og
Reykjavík. Sjálf lýsir Hof leik-
verkinu sem stóru, fallegu ljóði
um þögn og bið. Segist hún hafa
heillast af bókinni og þurft að lesa
hana nokkrum sinnum til að skilja
allar tilvísarnir hennar, þemu og
undirliggjandi leynimakkið til
fullnustu. „Seinna áttaði ég mig á
hversu íslensk hún er í raun,
hversu mikið er falið og ekki sagt
berum orðum.“
Mikill innblástur
Sem lið í undirbúningnum voru
vorið og sumarið 2015 haldnar
fjórar vinnusmiðjur í Reykjavík
þar sem þátttakendur voru ung-
menni með Downs-heilkenni. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Kamillu
Polívková gegndu smiðjurnar mik-
ilvægu hlutverki í sköpunarferli
verksins. „Ein aðalsögupersónan í
bókinni og verkinu okkar er Abba,
stúlka með Downs-heilkenni, og
henni er mjög umhugað að fylgj-
ast með íslenskri náttúru, sér-
staklega fuglum. Þegar við
ákváðum að kanna íslenska nátt-
úru sáum við að það er freistandi
að skoða hana út frá sjónarhorni
þar sem klisjur á borð við hveri,
álfa, hraun og norðurljós eru alls-
ráðandi en við ákváðum að fara
aðra leið og skoða náttúruna, mýt-
ur og Íslendinga út frá öðru sjón-
arhorni. Tíminn sem við eyddum
með þessum ungmennum hefur
veitt okkur mikinn innblástur,“
segir Polívková.
Ný sýn á menninguna
Kamila Polívková bendir á
hversu mikill fengur það hafi verið
fyrir sýninguna að fá Sindra Plo-
der í hópinn. „Við hittum þennan
frábæra unga listamann og kynnt-
umst einnig yndislegri fjölskyldu
hans sem styður hann í einu og
öllu. Verk hans eru ómissandi
hluti af sjónrænni hlið verksins.
Þetta samstarf okkar og Sindra
gæti veitt Íslendingum annars
konar sýn á heim sinn og menn-
ingu.“
„Spennandi verkefni“
Tékknesk-ís-
lenska sýningin
Skugga-Baldur
frumsýnd í kvöld
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fallegt ljóð Tereza Hofová, sem kallar sig Tera Hof, Kamila Polívková og Jón Sæmundur Auðarson í Hafnarhús-
inu, Listasafni Reykjavíkur. Hof lýsir leikverkinu Skugga-Baldri sem stóru, fallegu ljóði um þögn og bið.
Aðstandendur tónlistarhátíðar-
innar Secret Solstice tilkynntu í
gær að 41 listamaður og hljómsveit
hefðu bæst á lista flytjenda hátíð-
arinnar í ár sem haldin verður í
Laugardalnum 16.-19. júní. Ber þar
hæst suðurafríska rapptvíeykið
Die Antwoord, franska frum-
kvöðulinn St. Germain og banda-
rísku rappsveitina M.O.P. Hipp-
hopplistamenn og -sveitir eru
áberandi meðal þeirra sem bæst
hafa í hópinn en í tilkynningu segir
að á hátíðinni sé mikið lagt upp úr
fjölbreytni.
Fyrir utan þrjá fyrrnefnda bæt-
ast á lista eftirfarandi: Zombies,
Art Department, General Levy,
Slow Magic, Hjaltalín, Infinity Ink,
Stacey Pullen, Troyboi, Section Bo-
yz, Paranoid London, Gísli Pálmi,
Novelist, XXX Rottweiler, Robert
Owens, Maher Daniel, Glacier
Mafia, Ocean Wisdom, Reykjavík-
urdætur, Jack Magnet, Nitin, Pro-
blem Child, Big Swing Soundsys-
tem, Lord Pusswhip & Svarti
Laxness, Wølffe, KSF, Tanya &
Marlon, Alexander Jarl, Fox Train
Safari, Kristian Kjøller, Tusk,
Geimfarar, Marteinn, ILO, Sonur
Sæll, Brother Big, Rob Shields,
Balcony Boyz og Will Mills.
Tvíeyki Suður-afríska rapptvíeykið Die Antwoord kemur til Íslands í júní.
41 bætist við
dagskrá Secret
Solstice
„Sviðsetning tékkneska leikhúss-
ins Studio Hrdinù á Skugga-Baldri
er leikverk sem alla sýninguna í
gegn býður upp á hugmyndaríka
skemmtun þar sem saman koma
sígild sagnamennska og nýjustu
aðferðir í frásagnartækni. Aðlög-
unin er trú upphaflega textanum á
sama tíma og hún leitar út fyrir
hann og verður að sjálfstæðu verki
sem teygir sig til okkar daga gegn-
um leik, leikhúslausnir og djarfa
notkun hljóðs og myndar,“ skrifaði
Sjón í hugleiðingu að frumsýningu
lokinni í Prag í liðinni viku.
Sjón segir alla sem að uppfærsl-
hljómsveitarfélagi hans Ryan úr
Dad Skeletons mynda óvæntan
hlekk milli andalækna og sund-
urgerðarmanna gamla tímans og
þess nýja. Og síðast en ekki síst,
og hann er hin mikla uppgötvun
verkefnisins, skal nefna myndlist-
armanninn Sindra Ploder sem gef-
ur öllu saman vigt með sterkum
myndheimi sínum sem skapaður
er án allra málamiðlana. Saman
hafa þau skilað svo frábærri vinnu
í túlkun sinni á skáldsögu minni
að ég uppgötvaði nýja hluti í frá-
sögn sem ég hélt mig þekkja til
fulls.“
unni koma eiga hrós
skilið. „Leikkonan
Tereza Hofová um-
myndast léttilega
úr einni persónu í
aðra, jafnt lík-
amlega sem and-
lega, um leið og hún
heldur áhorfendum
spenntum fyrir ör-
lögum hverrar fyrir sig. Leikstjórinn
Kamila Plívková heldur örugglega um
alla þræðina, sagan er í skörpum fók-
us jafnvel þegar ólíklegustu atburðir
og staðir taka að birtast á sviðinu.
Listamaðurinn Jón Sæmundur og
Rithöfundurinn ánægður með útkomuna
„UPPGÖTVAÐI NÝJA HLUTI Í FRÁSÖGN SEM ÉG HÉLT MIG ÞEKKJA TIL FULLS“
Sjón
:
Stórglæsilegt páskablað
fylgirMorgunblaðinu
föstudaginn 18.mars
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 14. mars.
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
BROTHERS GRIMSBY 6, 8, 10
TRIPLE 9 10
FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 8
ZOOTROPOLIS 2D 3:40, 5 ÍSL.TAL
ZOOTROPOLIS 2D 5:40 ENS.TAL
DEADPOOL 8, 10:20
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3:40
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 3:40
TILBOÐ KL 3:40
-T.V., Bíóvefurinn