Morgunblaðið - 30.03.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður
Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is
Salt - Umbúðir - Íbætiefni
Tunnur
Fötur
Hnúta-
pokar
Bólu-
plast
Strekki-
filmur
Salt
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Skelfilegt ástand ríkir nú á Kaffi-
stofu Samhjálpar í Borgartúni sem
er orðin hálfgert félagsheimili úti-
gangsmanna í Reykjavík. Á kaffi-
stofuna geta utangarðsfólk og aðrir
heimilislausir leitað og fengið sér að
kostnaðarlausu morgunkaffi og
heita máltíð í hádeginu. Eftir að
Dagsetri fyrir heimilislausa á Eyj-
arslóð út á Granda var lokað í ágúst
síðastliðnum varð Kaffistofa Sam-
hjálpar eitt af fáum afdrepum ut-
angarðsmanna og þar halda þeir
orðið til.
Að sögn Varðar Levís Traustason-
ar, framkvæmdastjóra Samhjálpar,
er starfsfólkið óttaslegið og býst við
hinu versta því þangað komi menn
oft í slæmu ástandi. „Menn deyja
áfengisdauða fyrir utan kaffistofuna,
ætla að sprauta sig þar inni, það hafa
brotist út slagsmál og verið morð-
hótanir, einu sinni tók maður upp
hníf og ætlaði að drepa þann næsta
en sem betur fer beit hnífurinn illa,“
segir Vörður um ástandið.
Engin aðstoð frá borginni
Dagsetrið var rekið af
Hjálpræðishernum og þangað gátu
heimilislausir leitað yfir daginn, lagt
sig, farið í sturtu og í hrein föt. Vörð-
ur segir að Kaffistofa Samhjálpar sé
fyrst og fremst til að gefa fólki mat
og engin aðstaða sé þar til að sinna
því sem Dagsetrið gerði.
Vörður hefur farið þess á leit við
Reykjavíkurborg að fundin verði
lausn á þessum vanda en svörin sem
hann fær er að það sé ráðningarbann
og sparnaður.
„Starfsfólkið gat ekki sinnt þessu
svo borgin lét okkur fá tvo vakt-
menn, svokallaða borgarverði, í
haust. Þeir héldu uppi ákveðnum
aga en um áramót voru þeir settir í
annað hjá borginni og það mátti ekki
ráða nýja. Við heyrum ekki að það sé
lausn í sjónmáli.“
Vörður segir alltaf tölverðan hóp
vera á götunni og hann verði ekki
var við að það fari fækkandi í honum.
Heimsóknir á Kaffistofuna séu nú
yfir 200 á dag og núna um páskana
hafi þær verið vel á þriðja hundrað á
dag. „Sá hópur sem fer stækkandi á
kaffistofunni eru hælisleitendur,
þeim virðist vera vísað þangað á
ókeypis mat.“
Eftir að Hjálpræðisherinn þurfti
að loka Dagsetrinu á Eyjarslóð opn-
aði hann súpueldhús í kastalanum
við Kirkjustræti, það er opið alla
virka daga frá kl. 12 til 14 fyrir ut-
angarðsfólk og þá tekur við lista-
smiðja til kl. 17. „Við byrjuðum með
þetta starf í desember og það tók
tíma fyrir fólk að fatta að það væri til
staðar. Í byrjun komu kannski 2 til 3
á dag en núna eru þeir komnir yfir
20. Eins er með listasmiðjuna,“ segir
Ingvi Skjaldarson, flokksforingi
Hjálpræðishersins. Eins og staðan
er núna verður þetta úrræði aðeins
til 1. október þegar kastalinn verður
afhentur nýjum eigendum undir hót-
elrekstur. Ingvi segir að þau séu nú
að líta í kringum sig eftir húsnæði til
leigu í miðborginni sem gæti hentað
undir þessa starfsemi fyrir ut-
angarðsfólk.
Ingvi segir heimilislausa sakna
þjónustunnar í Dagsetrinu mikið,
það hafi verið þeirra griðastaður yfir
daginn. „Það er mitt mat að það
þyrfti að koma eitthvað sambærilegt
aftur en ég held að það þyrfti líka að
gera miklu meira en að vera bara
með skjól, einhver virkni þyrfti líka
að vera í boði.“
Áfengisdauði, slagsmál og hótanir
Útigangsfólk notar Kaffistofu Samhjálpar sem húsaskjól yfir daginn Menn í misjöfnu ástandi
Starfsfólk Samhjálpar óttaslegið Heimilislausir sakna þjónustu Dagsetursins sem var lokað
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Á útigangi Útigangsmenn safnast margir saman yfir daginn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni.
Vörður Leví
Traustason
Ingvi
Skjaldarson
Sigþrúður
Arnardóttir,
fram-
kvæmdastjóri
þjónustumið-
stöðvar Mið-
borgar og
Hlíða, er með
málefni ut-
angarðsfólks
á sinni
könnu. Hún
segir Reykjavíkurborg vera með
vettvangs- og ráðgjafateymi
sem hittir utangarðsfólk þar
sem það er hverju sinni og veiti
einstaklingsmiðaða þjónustu.
„Teymin veita stuðning þar sem
hópurinn er staddur. Það er líka
farið inn á heimili eða búsetuúr-
ræði þar sem fólk þarf á aðstoð
að halda. Teymið reynir að leið-
beina þeim og koma inn aðstoð
eins og hver og einn þarf. Við
styðjum við þar sem viðkomandi
er og athugum hvaða þjónustu
hann þarf. Það er mismunandi
hvar hver og einn er staddur í líf-
inu.“
Sigþrúður segir að það þurfi
fyrst og fremst að huga að hús-
næðisúrræði fyrir þennan hóp.
„Þeim mun betri húsnæð-
isúrræði því meiri líkur á að við-
komandi geti farið að vinna út
frá sínum grundvelli og tekið
skref til ábyrgðar.“
Þjónusta út
frá þörfum
REYKJAVÍKURBORG
Sigþrúður
Arnardóttir
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Margar deildir Landspítalans eru nú
yfirfullar eftir mikið álag sem var á
spítalanum í gær þegar leggja þurfti
fjölda sjúklinga
inn. „Það er okk-
ar reynsla að eftir
svona langar há-
tíðir er mjög mik-
il aðsókn til okkar
og mikill inn-
lagnaþungi,“ seg-
ir Sigríður Gunn-
arsdóttir,
framkvæmda-
stjóri hjúkrunar á
Landspítalanum.
Flensan er í rénun en fólk leggst
inn með alls konar sjúkdóma.
„Það er alltaf að fjölga í þeim hópi
sem er með langvinna undirliggjandi
sjúkdóma. Þessir einstaklingar
þurfa reglulega á sjúkrahúsvist að
halda,“ segir Sigríður.
Mjög hátt nýtingarhlutfall hefur
verið á legudeildum Landspítalans
og í gærdag voru flestar legudeildir
yfirfullar, hvort sem var á bráða-,
öldrunar- eða endurhæfingardeild.
Verið er að nýta rými sem eru ekki
hönnuð sem legurými fyrir sjúk-
linga.
Vantar starfsfólk
Sigríður segir að það sé líka orðin
stór áskorun alla daga að vera með
nægan mannafla til að sinna öllum
þessum sjúklingum.
„Þetta er sá árstími sem bætist
minnst við af fólki. Það er ekki fyrr
en það fer að vora sem koma inn nýir
árgangar en það eru alltaf jafnt og
þétt einhverjir að hætta. Það er
skortur á hjúkrunarfræðingum,
sjúkraliðum, lífeindafræðingum og í
fleiri starfsstéttum.“
Spurð hvort það vanti fleira
starfsfólk nú en áður segir Sigríður
að fjölgun úrræða til að bregðast við
aukinni þjónustuþörf kalli á fleira
starfsfólk.
„Við höfum verið að reyna að opna
fleiri deildir og legurými og þá eykst
þörfin fyrir mannskap þannig að við
finnum það alveg að það er erfitt að
manna þessi nýju úrræði.“
Yfirfullar deildir
á Landspítalanum
Innlagnaþungi eftir páskana Erfitt að manna ný úrræði
Morgunblaðið/Eggert
Landspítalinn Mikið álag er á Landspítalanum sem endranær, en fjöldi
fólks þurfti að leggjast veikur inn í gær eftir páskahátíðina.
Sigríður
Gunnarsdóttir
Starfsmenn álvers Rio Tinto Alcan í
Straumsvík byrja í dag að greiða
atkvæði um miðlunartillögu sem
ríkissáttasemjari lagði fram fyrir
páska. Atkvæðagreiðslan er rafræn
og mun hún standa yfir til kl. 16.00
þann 11. apríl næstkomandi. Nið-
urstaðan mun því liggja fyrir um
leið og atkvæðagreiðslunni lýkur.
Um 350-360 starfsmenn álversins
hafa atkvæðisrétt í kosningunni.
Þeir tilheyra sex stéttarfélögum.
Ríkisútvarpið greindi frá því í
gær að samkvæmt miðlunartillög-
unni ættu starfsmenn álversins að
fá 490 þúsund króna eingreiðslu og
12,7% launahækkun frá 1. mars
yrði tillagan samþykkt.
Kjaradeilan í Straumsvík er orð-
in langvinn en kjarasamningar
starfsmanna runnu út í lok ársins
2014. gudni@mbl.is
Kosið um miðlunartillögu í Straumsvík
Morgunblaðið/Ómar
Vinnudeila Niðurstaða atkvæðagreiðsl-
unnar mun liggja fyrir 11. apríl nk.