Morgunblaðið - 30.03.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
Allt fyrir eldhúsið
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18.
Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæj-
arfulltrúi á Seltjarnarnesi, hefur lýst
yfir framboði til formanns Samfylk-
ingarinnar en
hann er fjórði
frambjóðandinn
sem stígur fram á
skömmum tíma.
„Það hafa eng-
in formleg fram-
boð borist okkur
enn til formanns
en ásamt Guð-
mundi Ara hafa
þau Helgi Hjörv-
ar, Magnús Orri
Schram og Oddný G. Harðardóttir
öll lýst yfir framboði til formanns
flokksins,“ segir Kristján Guy Burg-
ess, framkvæmdastjóri Samfylking-
arinnar.
Helgi Hjörvar og Oddný G. Harð-
ardóttir eru bæði þingmenn flokks-
ins og Magnús Orri Schram er fyr-
verandi þingmaður og núverandi
ráðgjafi hjá Capacent.
Kosningar til formanns fara að
mestu fram með rafrænum hætti.
„Þetta er svokölluð blönduð kosn-
ing, þ.e. að þótt hún fari að mestu
leyti fram með rafrænum hætti
munu þeir sem ekki geta kosið raf-
rænt, hvort sem það er vegna fötl-
unar eða af öðrum sérstökum ástæð-
um, fá sendan atkvæðaseðil heim.“
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Allir skráðir flokksmenn í Sam-
fylkingunni eru á kjörskrá en um
svokallaða allsherjaratkvæða-
greiðslu er að ræða og er hún því
ekki takmörkuð við landsfundarfull-
trúa.
„Kjörskrá lokast á hádegi hinn 7.
maí og á sama tíma rennur fram-
boðsfrestur út. Sjálf kosningin hefst
á hádegi laugardaginn 28. maí og
lýkur föstudaginn 3. júní,“ segir
Kristján en landsfundur Samfylk-
ingarinnar fer fram 3.-4. júní.
Formaðurinn undir feldi
Árni Páll Árnason, formaður Sam-
fylkingarinnar, hefur ekki gefið út
hvort hann muni bjóða sig fram til
áframhaldandi forystu í flokknum.
Árni tók við forystunni af Jóhönnu
Sigurðardóttur fyrir alþingiskosn-
ingarnar 2013.
Fjórir vilja leiða
Samfylkinguna
Árni Páll ekki gefið neitt út enn
Kristján Guy
Burgess
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Svo virðist sem færeysk skip hafi
síðustu þrjú ár ekki landað loðnu hér
á landi í samræmi við samninga Ís-
lendinga og Færeyinga. Íslensk
stjórnvöld hafa því óskað skýringa á
þessu frá stjórnvöldum í Færeyjum.
„Það er erfitt að þurfa að standa í
þessu gagnvart næstu nágrönnum
okkar Færeyingum, en þarna virðist
vera um að ræða alvarlegt brot á
samningi þjóðanna“ segir Jóhann
Guðmundsson, skrifstofustjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu.
Hann segir að samkvæmt samn-
ingi þjóðanna um loðnuveiðar Fær-
eyinga í íslenskri lögsögu eigi þeir að
landa hér á landi ¼ þess afla sem
veiðist fyrir 16. febrúar og 2/3 þess
sem veiðist eftir 15. febrúar, en þeg-
ar líður á loðnuvertíðina eykst
hrognafylling í loðnunni. Þetta
ákvæði hafi verið sett inn í samning á
sínum tíma til að vernda sterka stöðu
Íslendinga á Japansmarkaði og það
hafi aldrei farið leynt. Ákvæðið hefur
að sögn Jóhanns lengi verið í samn-
ingum, en síðustu ár hefur heldur
verið slakað á.
11.500 tonn á þremur árum
Jóhann segir að á loðnuvertíðinni,
sem lauk í byrjun mánaðarins, hafi
Færeyingar aðeins landað hér á
landi rúmlega 200 tonnum, en þeir
hafi haft heimild til að veiða um 8.600
tonn og stærsti hluti aflans hafi verið
veiddur eftir miðjan febrúar. Þrjú
síðustu árin virðast Færeyingar ekki
hafa landað hér þeim afla sem þeir
eigi að landa samkvæmt samningi
þjóðanna og verst hafi ástandið verið
í vetur.
„Alls virðast Færeyingar hafa
landað um 11.500 tonnum til vinnslu í
heimahöfnum síðustu þrjár vertíðar,
sem þeir áttu samkvæmt samning-
um að landa hér á landi“ segir Jó-
hann. „Töpuð framlegð fyrir íslensk-
ar vinnslur gæti verið meira en
hálfur milljarður þannig að þetta er
mikið tjón. Svo virðist sem aflinn
hafi farið í vinnslu í nýjum uppsjáv-
arfrystihúsum í Færeyjum. Færey-
ingar hafa reyndar heimild til að
bræða þessa loðnu í Færeyjum, en
það hafa þeir ekki gert samkvæmt
okkar upplýsingum enda er loðnan
það verðmæt til manneldisvinnslu á
þessum tímapunkti að hún fer ekki í
bræðslu.
Fiskistofa er því að fara yfir að-
gerðir gagnvart færeyskum útgerð-
um og aðalræðismaður Íslands í
Færeyjum er búinn að afhenda fær-
eyskum stjórnvöldum nótu frá ís-
lenskum stjórnvöldum. Þar er mála-
vöxtum lýst og Færeyingum gefinn
kostur á að útskýra hvernig á þessu
standi,“ segir Jóhann.
Stjórnvöld vilja skýr-
ingar frá Færeyingum
Virðist vera alvarlegt brot á samningi um loðnuveiðar
Töpuð framlegð gæti numið meira en hálfum milljarði króna
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Í ólgusjó Fagrabergið frá Færeyjum á miðunum við Ísland á loðnuvertíðinni í vetur.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tveir Lesótómenn, konur, eru meðal
nemenda í Landgræðsluskóla Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna sem hóf
fyrir skömmu árlegt sex mánaða
námskeið. Aldrei áður hefur fólk frá
Lesótó verið meðal nemenda skól-
ans.
Lesótó er lítið land, inni í miðri
Suður-Afríku, og þar eru um tvær
milljónir íbúa. „Þetta er spennandi
lítið land, hálent og glímir við mikla
landeyðingu meðal annars vegna
beitar. Þar eru aðstæður að ýmsu
leyti líkar og hér á landi. Vegna þess
hversu landið er lítið eru meiri líkur
á að okkur takist að hafa áhrif á þró-
unina,“ segir Berglind Orradóttir,
aðstoðarforstöðumaður Land-
græðsluskólans.
Frá sjö löndum Afríku og Asíu
Nemendum Landgræðsluskólans
hefur smám saman fjölgað. Að þessu
sinni stunda ellefu einstaklingar
nám við skólann. Nemarnir koma frá
Mongólíu, Kirgistan, Gana, Níger,
Úganda og Malaví, auk Lesótó sem
áður er nefnt. Allir hafa þeir há-
skólapróf og starfa sem sérfræð-
ingar hjá stofnunum sem vinna að
landgræðslu, jarðvegsvernd eða
stjórnun eða eftirliti landnýtingar.
Berglind segir að auk hins formlega
náms miðli nemendurnir af reynslu
sín í milli þannig að þátttakendur
læri einnig mikið hver af öðrum.
Námið stendur yfir í sex mánuði.
Megnið af tímanum eru nemarnir í
húsnæði Landbúnaðarháskóla Ís-
lands á Keldnaholti en auk þess um
tvo mánuði hjá Landgræðslunni í
Gunnarsholti. Þessar tvær stofnanir
standa að skólanum. Hann er kost-
aður af utanríkisráðuneytinu sem
hluti af þróunarsamvinnu Íslend-
inga, eins og jarðhita-, sjávarútvegs-
og jafnréttisskólar Háskóla Samein-
uðu þjóðanna sem hér eru einnig
starfræktir.
Ljósmynd/Landgræðsluskóli Háskóla SÞ
Nemar Ellefu einstaklingar frá sjö þjóðlöndum í Asíu og Afríku stunda nám
við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á þessu ári.
Tveir lesótóskir
nemar í skólanum
Ellefu nemar í Landgræðsluskóla SÞ