Morgunblaðið - 30.03.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
jonogoskar.is
Fallegar
fermingargjafir
Bára í Icecold skartgripalínunni fæst
í tveimur lengdum og fjórum litum,
einnig með litlum demanti.
Frá 6.900 kr.
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VANDINN LIGGUR
OFT HJÁ OKKUR
SJÁLFUM.
SAMÞYKKIR ÞÚ
KYNFERÐISOFBELDI?
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Síðar peysur
kr. 9.800
Str. 42-56
Litir: svart, dökkblátt
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is og facebook.com/laxdal.is
Fisléttar Dúnúlpur
- margir litir
Vattjakkar - kr. 19.900
Gallabuxnaúrval
- verðlækkun
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Bombardier Q400 flugvél Flugfélags
Íslands var snúið við um 20 mínútum
eftir flugtak sl. mánudag og var
henni lent aftur á Reykjavíkurflug-
velli. Þetta var í þriðja sinn sem þessi
nýja vél Flug-
félags Íslands bil-
aði síðan hún fór í
fyrsta áætlunar-
flugið fyrir félag-
ið hinn 2. mars sl.
Bilunin á
mánudag varð í
vökvakerfi vélar-
innar, að sögn
Árna Gunnars-
sonar, fram-
kvæmdastjóra
Flugfélags Íslands. Hann sagði að í
marsbyrjun hefði bilað rafall í hreyfli
og um miðjan mars hefði verið um að
ræða rangt stillta vængbarða.
„Þetta hafa verið fleiri atvik en við
gerðum ráð fyrir en það má auðvitað
búast við þessu með þessa flugvél
eins og aðrar flugvélar. Hvort sem
þær eru nýjar eða gamlar,“ sagði
Árni.
Vélin var keypt notuð og á Flug-
félag Íslands von á tveimur vélum af
sömu gerð á næstu tveimur mánuð-
um. Árni væntir þess að vél númer
tvö verði komin í fulla notkun í apríl
og sú þriðja um miðjan maí.
Fyrsta vélin sem var keypt fór í
gegnum umfangsmikið innleiðingar-
ferli, ýmsu í henni var breytt, m.a.
stjórntækjum og innréttingum. Hin-
ar flugvélarnar tvær fara í gegnum
sams konar innleiðingarferli, að sögn
Árna.
Flugvélin hefur komið vel út
Varahlutir í vökvakerfið voru í
gær á leið til landsins en Flugfélag
Íslands er með samning við Luft-
hansa um varahluti. Árni sagði að
líkur væru á því að röskun yrði á inn-
anlandsflugi seinni partinn í gær.
Hann átti ekki von á því að bilunin
hefði áhrif á flug næstu daga. Gera
átti við flugvélina í gærkvöld og bjóst
hann við því að viðgerð vélarinnar
gengi hratt fyrir sig eftir að vara-
hlutirnir kæmu til landsins.
„Fyrir utan þessi atvik hefur flug-
vélin komið mjög vel út. Bæði varð-
andi flugtíma og eldsneytisneyslu,“
sagði Árni og bætti því við að reynsl-
an af vélinni væri betri en menn
hefðu áttu von á varðandi þessa tvo
þætti. „Við horfum bara björtum
augum á það þegar við erum komin
fyrir vind með þetta, að við séum
með góðar vélar í höndunum,“ sagði
hann, spurður um framhaldið. Um
450 flugvélar af tegundinni Bombar-
dier Q400 eru í rekstri víða um heim í
dag. Til að mynda eru yfir 50 flug-
vélar af tegundinni í rekstri hjá
breska félaginu Flybe. Árni sagði að
menn hefðu almennt mjög góða
reynslu af vélunum og eru atvikin
þrjú í mars nokkuð sem Flugfélag
Íslands á ekki von á því að sjá til
frambúðar.
Gott útlit fyrir sumarið
Árni sagði að sumarið líti vel út,
bókunarstaðan væri góð, sérstak-
lega í Grænlandsfluginu en einnig í
innanlandsflugi. „Við erum að bæta
við fimmta áfangastaðnum á Græn-
landi og það er alltaf vöxtur í því að
erlendir ferðamenn nýti sér innan-
landsflugið,“ sagði Árni. Hlutdeild
erlendra ferðamanna í innanlands-
flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar
nam 18 prósentum í febrúar á þessu
ári. Mikið vatn hefur því runnið til
sjávar síðan fyrir fimm til tíu árum
þegar hlutdeild erlendra ferða-
manna í innanlandsflugi var nærri 5
prósentum.
„Þetta hefur vaxið samhliða fjölg-
un ferðamanna hingað til lands,“
sagði Árni. Heilt yfir síðasta ár var
hlutdeild erlendra ferðamanna í inn-
anlandsflugi um 15 prósent.
Flugvélin hefur bilað
þrisvar í mánuðinum
Bilun varð í vökvakerfi Bombardier Q400 Flugfélagsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bombardier Q400 Ný flugvél Flugfélags Íslands var keypt notuð til lands-
ins. Hún er stærri, hraðfleygari og sparneytnari en Fokker 50 vélarnar.
Árni
Gunnarsson
Bombardier
» Flugfélag Íslands er að taka
í notkun þrjár Bombardier
Q400 flugvélar. Þær eru með
72-76 sæti. Vélarnar koma í
stað Fokker 50-flugvéla.
» Félagið hefur verið með
tvær Bombardier Q200, 37
sæta vélar, sem reynst hafa
vel.
» Bombardier Q400 eru hrað-
fleygari en Fokker 50 og spar-
neytnari.
„Við erum á lokasprettinum og
stefnum að því að ljúka rannsókn-
inni fljótlega, jafnvel í næstu viku,“
sagði Þorgrímur Óli Sigurðsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suður-
landi, við mbl.is í gær, spurður um
gang rannsóknar á mansalsmáli í
Vík í Mýrdal. Farbann yfir sakborn-
ingi í málinu rennur út á föstudag-
inn og að sögn Þorgríms á eftir að
taka ákvörðun um hvort það verður
framlengt.
Maðurinn er grunaður um að
hafa haldið fólki í vinnuþrælkun en
hann er eigandi fyrirtækisins
Vonta International. Málið komst
upp þegar lög-
regla fann
tvær konur frá
Srí Lanka í
kjallara húss
mannsins á
Vík og hann
var í kjölfarið
handtekinn.
Nú eru þó sex
með stöðu
brotaþola í málinu, konurnar tvær
og fjórir útlendingar til viðbótar
sem störfuðu hjá fyrirtækinu. Verð-
ur málið sent til ákærusviðs þegar
rannsókn lögreglu lýkur.
Rannsókn á mansalinu í Vík á lokastigi
Frá Vík í Mýrdal.
—með morgunkaffinu