Morgunblaðið - 30.03.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
lÍs en ku
ALPARNIR
s
FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727
alparnir.is
Tollalækkun Salomonskór á ennbetra verðien áður!Salomon
Speedcross 3
dömuskór
Stærðir 36-41
Verð
áður 29.995 kr.
nú 24.995 kr.
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
Bryndís Kristjánsdóttir skattrann-
sóknarstjóri segist bíða listans sem
blaðamannasamtökin ICIJ hafa yfir
félög í skattaskjólum og mun hefja
rannsókn ef tilefni er til. Listinn
verður birtur á næstunni að sögn
fjölmiðlamannsins Jóhannesar Kr.
Kristjánssonar. Bryndís segir
embættið ætla að halda sig utan
umræðunnar um einstök félög.
Skattrannsóknarstjóri keypti í
byrjun síðasta sumars gögn um
skattskil 400 til 500 félaga í eigu
Íslendinga erlendis af huldumanni.
Flest málin voru send áfram til
Ríkisskattstjóra og er það niður-
staða embættisins að skoða þurfi
málin betur. Eftir frekari skoðun
gætu nokkur alvarleg mál ratað
aftur til skattrannsóknarstjóra, að
sögn Bryndísar.
Skattrannsóknarstjóri hélt hins
vegar þrjátíu alvarlegustu málunum
eftir og er töluvert langt í að
rannsókn á þeim verði lokið, að sögn
Bryndísar. Mögulega er niðurstöðu
ekki að vænta fyrr en á næsta ári.
Ekki er orðið ljóst hversu mörg
þeirra mála verða send áfram til lög-
reglu eða sérstaks saksóknara.
„Stundum skýrast málin og verða
kannski felld niður en önnur geta
orðið stærri en maður ætlaði í
upphafi,“ segir Bryndís og bætir við
að lítið sé því hægt að segja núna.
Listinn birtur á næstunni
Annar listi en sá aðkeypti rataði
síðan nýlega í fréttir. Að honum
standa alþjóðleg samtök rannsókn-
arblaðamanna, ICIJ, og þýska dag-
blaðið Suddeutsche Zeitung, ásamt
fjölmörgum fjölmiðlum í nokkrum
löndum. Íslenski fjölmiðlamaðurinn
Jóhannes Kr. Kristjánsson er þeirra
á meðal og segir hann að listinn
verði birtur á næstunni.
Að öðru leyti segist hann bundinn
trúnaði og getur ekki gefið upp ná-
kvæmari tíma. Þá segist hann ekki
geta staðfest orðróm um að nöfn
stjórnmálamanna og annarra
þekktra einstaklinga sé að finna á
listanum en líkt og fram hefur komið
er þar að minnsta kosti að finna
Tortóla-félag eiginkonu forsætisráð-
herra. Hún greindi frá því eftir að
fyrirhuguð birting lá fyrir.
Áreiðanlegar upplýsingar
Aðspurð hvort listarnir tveir séu
sambærilegir segir Bryndís það
ekki liggja fyrir. Hún segir ljóst að
embættið muni fá þessi gögn í hend-
ur og að rannsókn verði hafin í
framhaldinu ef tilefni er til. „Við
myndum ætla, líkt og í öðrum lek-
um, að þetta séu áreiðanlegar upp-
lýsingar og það hafa í sjálfu sér ekki
verið neinar deilur um það,“ segir
hún.
Hún segir þennan lista þó engin
áhrif hafa á framgang núverandi
rannsóknar, en ef viðbótargögn um
málin komi í ljós verði einnig litið til
þeirra.
Aðspurð um einstök félög eða
einstaklinga á lista skattrannsókn-
arstjóra segist Bryndís engu geta
svarað. Hún segist reyna að halda
sig utan umræðunnar sem nú er í
gangi.
„Það er búið að boða birtingu
þessara gagna frá ICIJ en þangað
til höldum við bara okkar striki. Ég
hef mínar hugmyndir um þetta en
tel að það sé ekki tímabært að tjá
mig fyrr en þetta liggur fyrir,“ segir
Bryndís Kristjánsdóttir.
Bryndís bíður eftir nýjum lista
Skattrannsóknarstjóri mun skoða lista ICIJ yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum Listinn verður
birtur á næstunni Rannsókn á málum vegna listans sem var keyptur í fyrra gæti dregist út árið
Jóhannes Kr.
Kristjánsson
Bryndís
Kristjánsdóttir
Ný verslun Rúmfatalagersins verð-
ur opnuð á Granda í sumar, nánar
tiltekið á milli verslana Byko og
Elko sem fyrir eru á svæðinu, þ.e.
við Fiskislóð.
„Það eru ekki komnar fastar
dagsetningar en það er stefnt að
því að opna í maí eða júní,“ segir
Bjarki H. Beck Brynjarsson, mark-
aðsstjóri Rúmfatalagersins, en það
hafi verið markmið fyrirtækisins að
efla þjónustu sína við Seltirninga
og Vesturbæinga. „Við vonumst til
að okkur verði tekið vel þar og bú-
umst við að allt gangi vel,“ bætir
hann við. Verslunin verður 1.200-
1.400 fermetrar að stærð og búast
má við sama vöruúrvali og er að
finna í öðrum verslunum fyrirtæk-
isins. Verið er að auglýsa eftir
starfsfólki til að manna stöður í
versluninni og þegar hefur verið
ráðið í nokkrar þeirra.
Betrumbætt Byko
Á Fiskislóð er því að vænta tölu-
verðra breytinga á næstunni en
einnig er verið að standsetja bygg-
ingarvöruverslunina Byko í rýminu
sem hýsti áður timbursölu þeirra á
svæðinu. „Timbursala, lagnadeild
og leigumarkaður ásamt venjulegri
verslun verður áfram á staðnum,“
segir Leifur Örn Garðarsson, mark-
aðsfulltrúi Byko, en verslunin muni
eitthvað minnka í fermetrum talið.
„Vöruúrvalið verður meira í takt
við það sem er að gerast á þessu
svæði,“ segir Leifur. Áætlað er að
ný og betrumbætt verslun Byko líti
dagsins ljós í apríl en verslunin er
opin þangað til. laufey@mbl.is
Rúmfatalagerinn
opnaður á Fiskislóð
Þjónusta Vesturbæ og Seltjarnarnes
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Breytt Rúmfatalagerinn verður á milli Byko og Elko á Fiskislóð. Byko minnkar við sig og bætir vöruúrval.
„Ef fyrirtæki eru með einhverjum
hætti að reyna að leggja mat á
hæfni starfsfólks áður en gengið er
frá ráðningu þá
sé það gert í
samræmi við
gildandi kjara-
samninga,“ segir
Þorsteinn Víg-
lundsson, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka at-
vinnulífsins (SA),
spurður um af-
stöðu samtak-
anna til þess að
atvinnurekendur þiggi vinnufram-
lag ungmenna á svokölluðum prufu-
vöktum án þess að greiða þeim laun
fyrir.
„Við höfum ekki heyrt að þetta
sé mjög algengt þannig að það er
erfitt að festa hendur á því hversu
mikið umfangið er,“ bætir Þor-
steinn við. Stefna SA í málum sem
þessum sé að kjarasamningar
marki lágmarkskjör og fyrirtæki
skuldbindi sig til að vinna eftir
þeim viðmiðum.
Halldór Grönvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri ASÍ, sagði í Morg-
unblaðinu í gær að vaxandi dæmi
væru um slík brot fyrirtækja á lög-
bundnum kjarasamningum og sagði
slíka hegðun með öllu ólöglega.
Ráðleggja félagsmönnum
„Það er í verkahring verkalýðs-
hreyfingarinnar að ráðleggja starfs-
fólki um rétt sinn þegar kemur að
svona álitaefnum,“ segir Þorsteinn
en SA ráðleggi fyrirtækjum með
sama hætti hvað varðar túlkun á
kjarasamningi og brýni fyrir þeim
að vinna eftir ákvæðum kjarasamn-
inganna sem marka lögbundin lág-
markskjör.
„Við viljum auðvitað ekki, í þess-
um efnum frekar en öðrum, sjá að
fyrirtæki séu að byggja upp sam-
keppnisstöðu sína með ólögmætum
hætti með því að undirbjóða og
vinna ekki í takti við gildandi kjara-
samninga eða standa ekki skil á
lögbundnum gjöldum og sköttum til
hins opinbera. Við höfum engan
skilning á slíku,“ segir Þorsteinn.
Telur hann ólíklegt að SA myndi
stíga inn í lögsókn gegn fyrirtæki
sem brotið hefði kjarasamninga
með þessum hætti. „Slík lögsókn
byggðist á launakröfu viðkomandi
starfsmanns og snýr að viðkomandi
vinnuveitanda.“ laufey@mbl.is
„Höfum engan
skilning á slíku“
SA telur undirboð ekki vera algengt
Þorsteinn
Víglundsson